Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 15 svædi með villtum gróðri og gangstígum og bekkjum þar sem fólk getur fengið sér göngutúr innan um villta náttúru í miðjum ys og þys stórborgarinnar. Morgunblaðið hitti að máli nokkra íbúa við Austur og Vesturbrún og innti þá eftir áliti þeirra á aukinni byggð í holtinu og hugmyndum þeirra á framtíð holtsins. Ljówm. IMbl. KrÍNtján. Elísabet Brynjólfsdóttir: „Það má hvergi vera opið svæði f borginni, þá þarf að eyðileggja það“ „Mér finnst að holtið eigi að friðlýsa. Það er orðið eitt af mjög fáum útivistarsvKðum í borginni og það væri synd að eyðileggja það,“ sagði Elísabet Brynjólfsdóttir í samtali við Mbl. en hún hefur búið við Austurbrún frá 1957. „Þá var hér allt í kring eins og holtið er núna,“ sagði Elisabet. hér í hverfinu fóru einn daginn út á holt og tóku sér grjót sem þeir notuðu til að byggja sér lítinn kofa. En litli kofinn stóð ekki lengi því innan viku kom maður frá borginni og bannaði krökkunum að hreyfa við grjótinu í holtinu. Og þeir tóku grjótið og fóru með það aftur upp á holtið, Svo á að fara að umturna öllu saman svona allt í einu. Gamla fólkið héðan af dvalar- heimilinu missir vissulega mikið ef farið verður að byggja í holtinu. Það er þeirra helsta göngusvæði, en kannski verður stungiö upp í það dúsu og það fær kannski lóð. Ég vinn sjálf á Hrafnistu og þar eru forráðamenn gamla fólksins á því að friðlýsa eigi svæðið, því það missir svo mikið þegar byggt verð- ur á því. En það má hvergi vera opið svæði í þorginni, þá þarf að byggja á því og eyðileggja," sagði Elísabet Brynjólfsdóttir í lokin. „Hér kemur ákaflega mikið af útlendingum og skoðar sig um, krakkar leika sér mikið í holtinu eins og þeir hafa gert alla tíð og gamla fólið af dvalarheimilinu fær sér labbitúra um holtið og sest oft niður stund og stund. Okkur var sagt að aldrei ætti að hreyfa við holtinu. Og þegar við vorum yngri og vorum að byggja meö lítil auraráð þurftum við að borga stórpening vegna vatns- og skolplagna sem við þurftum að leggja alla leið niður á Kambsveg því ekki mátti hreyfa við holtinu. Ég segi fyrir mig að ég ætla að fá þann kostnað endurgreiddan. Mér dettur ekki annað til hugar ef þeir ætla nú að fara að byggja á holt- inu, þegar okkur hafði áður verið sagt að þar ætti aldrei að byggja meir. Svo er eitt nokkuð kaldhæðnis- legt við þetta. Ég man þegar krakkarnir mínir og aðrir krakkar Pétur Símonarson: „Get ekki orðið reiðari út í annað“ „Eg er því mjög mótfallinn að borgin fari að fylla holtið hérna af steypu. Þeir hafa þegar sett þessa þrjá skýjakljúfa og það er alveg nóg,“ sagði Pétur Símonarson íbúi við Austurbrún, í samtali við Mbl. þegar hann var inntur eftir áliti sínu á þeim framkvæmdum sem í bígerð eru á óbyggða svæðinu, sem um- kringt er af Austur og Vesturbrún í Reykjavík. Pétur hefur búið við Austurbrún síðan hann byggði húsið sitt þar árið 1955 eða í ein 27 ár. „Það er meira vit í að hafa grjót- ið ósnert en byggja á því stein- kumbalda. Það tekur sennilega óralangan tíma að byggja húsin og því fylgja sprengingar og annað ónæði því holtið er ein stór klöpp. Það á frekar að gera holtið að útivistarsvæði bæði fyrir íbúana hér í kring og dvalarheimilið. Það er eitt af örfáum útivistarsvæðum sem eftir er í Reykjavík og það er mín skoðun að flytja eigi villtar Pétur Símonarson. „Það er meira vit í að láta grjótið ósnert, en að byggja á því steinkumbalda." plöntur og gróður á svæðið, koma fyrir bekkjum og gera malarstíga. Ég og margir aðrir íbúar hér í hverfinu höfum boðist til að gera það allt í sjálfboðavinnu. Við vorum ekkert að mótmæla þegar þeir byggðu hér skýjakljúf- ana enda ná þeir ekki mikið inn á holtið, en það var ógurlegur hávaði þegar þeir voru byggðir og níðst var á okkur með sprengingum og brambolti, því holtið er ekkert ann- að en klöpp og það þarf að sprengja fyrir öllu. Það á víst að verða eins með þetta útivistarsvæði og önnur sem voru hér í borginni eitt sinn. Þau sem ekki var malbikað yfir var steypt á, en við viljum vernda þetta holt og hafa það eins og það hefur verið frá upphafi til eilífðar. Það var eitt sinn sagt við okkur að holtið yrði látið óhreyft um ald- ur og ævi og við sem byggðum hérna fyrst, fengum ekki einu sinni að leggja yfir það vatns- og skolp- lagnir heldur urðum við að fara með allar leiðslur miklu lengri leið niður að Kambsvegi og borga það allt sjálf. Það átti aldrei að snerta við holtinu. Og svo fær maður þetta í hausinn einmitt þegar hverfið, eftir öll þessi ár, er að komast í jafnvægi og farið að verða rólegt í kringum það. Þá skellur þetta á. Maður getur ekki orðið reiðari út í annað,“ sagði Pétur Símonarson að lokum. „Spilaðu hana hátt“ Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson * Saxon DENIM AND LEATHER CARRERE 2934 138 Fyrir mig og ugglaust fleiri er hafa gaman af kraftmiklu rokki, þá er það góð frétt að hljóm- sveitin Saxon hafi sent frá sér nýja plötu. Saxon er í hópi þeirra bresku hljómsveita er flokkaðar hafa verið undir það ljóta orð: bárujárn. I þessum hópi eru t.d. Judas Priest, Girlschool og Rainbow. Saxon var stofnuð árið 1978 en um svipað leyti var uppgangur þessara hljómsveita nokkur. Fyrsta platan kom svo út 1979 og hét einfaldlega „Saxon“. Önnur plata þeirra kom svo út vorið ’80 og bar nafnið „Wheels of Steel“, en af þeirri plötu var lagið „747“ (Strangers in the Night) valið eitt af bestu lögum þess árs af lesendum „New Musical Ex- press“. Þriðja stóra platan kom út sama ár og var hún beint framhald af plötunni á undan, „Strong Arm of the Law“. Seint á síðasta ári sendi Saxon frá sér nýja plötu, „Denim and Leather" og er það ansi tákn- rænt, því félagar þessara hljómsveita og þó sérstaklega aðdáendur þeirra klæða sig í fátt annað en gallabuxur og leður- jakka. Allt frá stofnun hefur Saxon verið óbreytt. Hún er skipuð 5 mönnum og er helsti talsmaður þeirra Biff, söngvari. Á nýju plötunni eru 9 ný lög. Tónlistin á fyrri plötunum var hrátt og hratt rokk, en eftir að hafa rennt annarri hliðinni í gegn, þá voru vonbrigðin nokkur. Gamla „sándið“ virtist vera með öllu horfið, en í stað þess var hljómsveitin að spila einhverja blöndu af bresku og amerísku rokki, blanda sem ég hefði aldrei trúað-að óreyndu að ætti eftir að hljóma vel. En viti menn, eftir nokkra hlustun kom í ljós, að þessi blanda hljómaði ekki svo illa hjá Saxon, og þegar vel var hlustað, leyndist gamli hljómur- inn undir öllu saman. Lögin eru ekki eins hröð nú og áður, nema „Fire in the Sky“ sem myndi sóma sér vel á gömlu plötunum. Aftur á móti er „Princess of the Night“ gott dæmi um þá nýju stefnu sem hljómsveitin virðist hafa tekið. Önnur lög eru nokkuð góð, en af þeim ber helst að nefna „Play it Loud“. Eitt af því sem kemur á óvart þegar hlýtt er á plötuna, er það hve Biff söngvari nýtur sín mun betur nú en áður. Það hefur viljað brenna við að krafturinn í gítarspilinu hafi kæft rödd hans, en nú er hún skýr og kemst vel til skila. Það kemur í ljós að hann er miklu betri söngvari en ég hafði haldið áður. Allur hljóðfæraleik- ur er góður, eir þar er engan sér- stakan að nefna, því allir eru þeir frekar jafnir að gæðum. Galli plötunnar er sá, að oft eru útsetningar af ódýrara taginu. Sérstaklega er hvimleitt að heyra hvað oft er kastað til hendinni við jafnvægi milli hljóðfæra og færslu þeirra fram og til baka í grunni. Þetta hefur það í för með sér að lögin eru ekki eins sterk og þau gætu ann- ars orðið. í heildina er þetta ekki slæm plata. Að vísu gæti hún verið mun betri með ögn meiri vinnu, en hafi einhver áhuga á að kynna sér skemmtiiegt sam- bland af amerísku rokki og bresku, þá er „Denim and Leath- er“ tilvalin. FM/AM Um 1000 hafa pantað eða far- ið í skíðaferðir SAMKVÆMT upplýsingum kynn- ingardeildar Flugleiða eru nú að hefjast sérstakar ferðir til Mexíkó og tekur ferðin um hálfan mánuð. Aðaldvalarstaðurinn í þessum ferð- um verður Acapulco á Kyrrahafs- strönd Mexíkó. Þá standa Flugleiðir einnig að skíðaferðum ásamt ýmsum ferðaskrifstofum og er þá flogið til Luxemborgar, síðan farið með leigu- flugi til Miinchen, og dreifist skíða- fólkið þaðan á hina ýmsu skíðastaði í nágrenninu. Skíðaferðir Islendinga til Mið- og Suður-Evrópu hófust 27. des- ember, en þá fór hópur til ítölsku Alpanna. 9. og 16. janúar sl. héldu aðrir hópar síðan til Austurríkis. Mikil aukning hefur verið á skíða- ferðum Islendinga frá því í fyrra. Um 1000 manns hafa nú pantað eða farið í skíðaferðir og er útlit fyrir að um 12—13 hundruð manns komi til með að bregða sér á skíði í vetur, en síðasta ferðin verður farin 20. mars. Flugleiðir hafa ákveðið að fljúga sérstakt leiguflug til Múnchen næsta vetur vegna þessarar miklu aðsóknar. Hársnyrting listgrein? - hársnyrtisýning á Broadway ÞRIDJUDAGINN 2. febrúar verdur haldin hársnyrtisýning í skemmti- staðnum Broadway. A þessari sýn- ingu munu koma fram á annað hundrað sýningarfólks, sem starfs- menn á um tuttugu hársnyrtistofum, hafa unnið við. Munu þar verða sýndar greiðsl- ur og klippingar sem ýmist eru notaðar daglega eða óvenjulegar greiðslur.sem sýna hugmyndaflug þeirra sem að hársnyrtingu starfa. Hársnyrtisýningar hafa vakið athygli hér á landi sem og erlend- is, hafa þær oft komið fólki til að spyrja sem svo: „Er hársnyrting listgrein?" Á þessari sýningu munu Karon samtökin sýna fatatískuna og Torfi Geirmundsson sýna hár- toppa fyrir karlmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.