Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 29 Karl sigraði á mótinu í Ríó Karl Þorsteins sigraði á alþjóð- legu unglingaskákmóti í Rio de Janeiro í Brazilíu sem lauk í þess- ari viku. 16 unglingar, víðs vegar að úr heiminum, voru meðal þátt- takenda, þ.á m. Destir þeirra, sem taldir eru beztir í heimi af sautján ára unglingum og vngri. Karl hlaut 11 vinninga af 15 mögulegum á mótinu sjálfu. Jafn honum varð /uniga frá Perú, sem hafði unnið Karl snemma á mótinu. Urðu þeir tveir því að tefla fjögurra skáka einvígi til úrslita. Lauk því með öruggum sigri Karls, sem hafði hlotið tvo og hálfan vinning eftir þrjár fyrstu skákirnar og þurfti þá ekki að tefla frekar. Karli til að- stoðar á mótinu, sem stóð í þrjár vikur, var bróðir hans, Egill Þor steins. Lokaröðin á mótinu var sem hér segir: 1. Karl Þorsteins, 11 v. + 214, 2. Zuniga (Perú) 11 v. - 'k, 3.-4. Seed (Sam. arabísku furstadæmunum) og Dlugy (Bandaríkjunum) 10'A v., 5.-6. Trinidade (Braziliu) og Wells (Englandi) 10 v., 7. Correa (Braz- ilíu) 9 v., 8.-9. Lutz (V-Þýzka- landi) og Souza (Brazilíu) l'k v., 10.—11. Darcyl (Argentínu) og Zakic (Júgóslavíu) 7 v., 12.—13. Paterson og Braitt (báðir Braz- ilíu) 6 v., 14. Kuznetsov (Kanada) 4'k v., 15. Carvalho (Brazilíu) 2'k v., 16. Bettsak (Panama) 0 v. Svo sem sjá má, var keppnin um efstu sætin geysilega jöfn. Upp úr miðju móti náði Karl for- ystunni, en dalaði síðan. í síð- ustu umferðunum náði hann sér hins vegar aftur upp úr lægðinni og náði Zuniga aftur. Sannarlega frábærlega af sér vikið hjá Karli, sem er aðeins 17 ára gam- all og hefur áður unnið sigur á alþjóðlegu unglingaskákmóti. Það var mót í Puerto Rico fyrir tveimur árum. Mörgum af okkar beztu mönnum hefur oft gengið brösulega á erlendri grund og það er því sérstök ástæða til að binda miklar vonir við Karl. Fyrirfram voru þeir Dlugy frá Bandaríkjunum og Wells frá Englandi álitnir sigurstrangleg- astir, en þeir hafa báðir áfanga að FIDE-meistaratitli. Dlugy var framarlega í heimsmeistara- keppni unglinga 16 ára og yngri í Argentínu í sumar, en þar var Karl ekki meðal þátttakenda. Brazilíska IBM-fyrirtækið og Roberto Marinho-sjóðurinn gerðu mótið fjárhagslega mögu- legt, en fargjald allra keppend- anna, svo og uppihald, var greitt af mótshöldurunum. Slíkt er óvenjulegt á unglingamóti. þannig að það hljóp heldur betur á snærið hjá Karli, sem var boð- ið vegna sigursins á Puerto Rico-mótinu. I þessari skák hleypir Ian Wells, sem hefur hvítt, gegn Karli taflinu út í flækjur og fórnar peði. Karl tekur hins veg- ar vel á móti, finnur öflugt mót- spil, og örvæntingarfullar til- raunir Wells í framhaldinu verða honum sjálfum að fjör- tjóni. Hvítt: lan Wells (Engl.) Svart: Karl Þorsteins Sikileyjarvöfn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e6, Scheveningen-afbrigðið, kennt við borg í Hollandi. 6. Be3 — Be7, 7. Be2 — a6, 8. f4 — 0-0, 9. 0-0 — Dc7, 10. Khl Hér er einnig oft leikið 10. a4. — b5!?, 11. e5 — Re8, Svartur getur ekki leyft sér 11. dxe5, 12. fxe5 — Dxe5, 13. Bf4 — Dc5, 14. Bf3 - Rd5, 15. Rxd5 - exd5, 16. Rb3 og hvítur nær mun betri stöðu. 12. exd6?! . Mun eðlilegra framhald í þess- ari stöðu er 12. Bf3 eða 12. a3. — Rxd6, 13. f5 — b4, 14. Ra4 — e5, 15. Rb3 — Rxf5, 16. Bgl Vafalaust staðan sem hvitur hafði í huga er hann ákvað að fórna peðinu. Hann hótar nú bæði 17. Bf3 og 17. Rb6, en óvænt tekst Karli að ná öflugu mótspili sem bjargar honum. — Dc6! 17. Rb6 - Bb7, 18. Hf3 Eðlilegasta leiðin, 18. Bf3 — e4, 19. Be2 (19. Rxa8? - exf3, 19. Dxf3 - Dxf3, 20. Hxf3 - Rh4!) — e3, 20. Bf3 — Dxb6 er greini- lega hvítum í óhag, þannig að hann freistar þess að grugga vatnið. — Rh4, 19. Dfl 19. Rxa8 — Bxa8! leiðir sízt til betri niðurstöðu. — Rxf3, 20. Bx(3 — e4, 21. Ra5 — Dc7, 22. Rxb7 — Dxb7, 23. Bxe4? Nú varð hvítur að sætta sig við að verða peði undir eftir 23. Rxa8 - Dxa8, 24. Be2 - f5, því þetta leiðir beint til glötunar, þótt það líti vel út í fyrstu. — Dxe4, 24. Hel — Db7, 25. Rxa8 — Bh4! Nú vinnur svartur lið. 26. Bc5 - Bxel, 27. Bxf8 — Kxf8, 28. Dxel — Rc6!, 29. De4 — Dxa8, 30. Dxh7 — Dd8, 31. h3 — Ddl+, 32. Kh2 - I)d6+, 33. Khl — Rd4, 34. Dh8+ - Ke7, 35. Dxg7 - Df4, og nú gefst hvítur upp. Guðbjörg Jónsdótt- ir - Minningarorð Fædd 22. ágúst 1891 Dáin 18. janúar 1982 „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr el sama. Kn ordstírr deyr aldrigi, hveims sér gódan gelr.“ Mánudaginn 18. janúar kvaddi amma þennan heim. Eftir langan starfsdag er hvíldin kærkomin og sérstaklega þar sem síðasta árið reyndist ömmu mjög erfitt og þungbært, sem hún þó aldrei lét í ljós. Amma var mjög örlát kona í efnalegu og andlegu tilliti. Aðals- merki hennar var vinsemd og hlýja í garð allra, sem hún kynnt- ist á lífsleiðinni. Hún hafði tíma og áhuga á að sinna okkur öllum, þessum fjölmörgu ættingjum. Ég á þá ekki aðeins við börn og barnabörn, heldur einnig hóp barnabarnabarna. A hverjum jól- um sendu hún og afi þessum stóra hópi gjaíir og aldrei gleymdi hún afmælisdegi. Fleiri en við ættingjarnir nut- um hlýju hennar og vinsemdar. Hún átti mjög stóran vinahóp, því að hún eignaðist vini hvar sem hún kom og hélt tryggu sambandi við þá. í hvert skipi sem hún kom heim af sjúkrahúsi, höfðu nokkrir bæst í hópinn. Ömmu minni þakka ég fyrir all- ar stundirnar sem við áttum sam- an og vona að ég hafi vit til að læra af því fordæmi, sem hún sýndi mér. K.G. Tengdamóðir mín Guðbjörg Jónsdóttir, Vesturvallagötu 7, Reykjavík, er dáin. Hún lést á Landakotsspítalanum mánudag- inn 18. janúar síðastliðinn. Hún hafði barist langri og hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm, en nú hefur hún fengið hvíldina. Eftir lifir dýrmæt minning um góða og eftirminnilega konu. Já, blessuð sé minning hennar. Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka í sam- ferð liðinna ára. Orðin verða þó fátækleg og tungutakið tregt. Hugsunin er þó ein. Það er þakk- læti og þökk ásamt einlægri ósk um góða vegferð yfir móðuna miklu. Aldrei get ég þakkað sem vert væri vináttu og umhyggju Guð- bjargar í minn garð og barna minna, næman skilning hennar á mannlegu eðli, góðvild hennar og drengskap. Guðbjörg var ein af þessum fá- gætu mannkostakonum, sem vinna störf sín hljóðlega og hóg- værar í þjóðfélaginu. Þær fara mildum móðurhöndum um það líf sem í kring um þær eru, setja kærleikann í heiðurssæti og leggja rækt við bestu þættina í því fólki sem þær umgangast. Þær umbera allt og skilningi þeirra og velvild eru lítil takmörk sett. Þannig kona var Guðbjörg. Guðbjörg Jónsdóttir var glað- lynd kona og góðgjörn, fróðleiks- fús og ihugul og hafði gaman af lestri góðra bóka. Hún var góður og traustur vinur vina sinna, sem alltaf veitti skilning og skjól, þeg- ar mótlæti eða angur bar að garði. Guðbjörg giftist eftirlifandi manni sínum Einari Guðmunds- syni rúmlega þrítug að aldri og síðan hafa þau hjónin þolað sam- an bæði sætt og súrt og láið eitt yfir bæði ganga. En þótt lífsbaráttan væri oft hörð, voru auðævi hjartans mikil og æðruleysið setti mark sitt á heimilishætti alla. Þarna ólust upp fjögur börn þeirra Guðbjargar og Einars, Guðmundur, Jón Þorbjörn, Har- aldur og Sigríður. Heimilishættir allir og móðurhöndin mjúka og milda setti mark sitt á systkina- hópinn, sem öll eru ágætis mann- kostafólk, duglegt og skapríkt, svo sem það á kyn til. Öll syrgja þau nú góða móður með þökk í huga. Sama er að segja um barna- börnin og barnabarnabörnin. Amma og langamma var þeim betri en engin og hjá henni fundu þau alltaf skilning og ástríki. Þau eru þakklát fyrir hugþekkar sam- verustundir, fyrir hlýju, góðvild og skjól sem þau fundu ávallt hjá Guðbjörgu ömmu sinni. Já, margs er að minnast og mik- ils að sakna, þegar við kveðjum Guðbjörgu tengdamóður mína hinstu kveðju. Eg á henni svo ósegjanlega mikið að þakka, og svo er einnig um aðra. Hafi hún ævinlega hugheila þökk fyrir allt og allt. Guð blessi hana og minningu hennar og gefi okkur syrgjandi ástvinum hennar þrek og þolgæði til að lifa áfram lífinu með æðruleysi og reisn hjartans líkt og hún gerði. Guð hjálpi okkur öllum og styfki á vegferð okkar uns við fögnum samfundum við hana að nýju, Stefán Trjámann Tryggvason Þorsteinn Z. Aðal- björnsson frá Siglu- firði - Minningarorð Fæddur 7. maí 1912. Dáinn 18. janúar 1982. Tengdafaðir minn, Þorsteinn Z. Aðalbjörnsson, hefur nú kvatt þennan heim og sína nánustu og ég vona að honum líði vel þar sem hann er núna. Veikindi hans voru orðin lang- vinn og sjálfsagt lengri en nokk- urn grunar, því aldrei heyrðist hann kvarta. Hann stundaði sína vinnu þar til hann gat ekki lengur staðið á fótunum. Ég er þakklát fyrir þau fáu ár sem ég þekkti hann því hann kenndi mér svo margt gott, sem aldrei verður frá mér tekið. Þorsteinn lét alltaf lítið yfir sér og vildi aldrei láta hafa fyrir sér á nokkurn hátt. Alltaf traustur, áreiðanlegur og heiðarlegur um- fram allt. Skarð hans verður ekki fyllt. Við börnin hans munum reyna ð bregðast ekki trausti hans og taka hæversku hans okkur til fyrirmyndar. Hún var hans aðals- merki. Það var alltaf gott að koma til þeirra hjónanna og verður alltaf. Þótt hann sé horfinn verður hann ætíð meðal okkar, sem þótti svo vænt um hann. Elsku Bubba. Við hjónin mun- um gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera þér lífið létt- ara. Ég bið Guð að vera með þér og styrkja þig í sorg þinni. Tengdadóttir Þann 23. jan. næstkomandi verður jarðsettur frá Útskála- kirkju Þorsteinn Z. Aðalbjörns- son, en hann lést í Borgarspítalan- um 18. jan. eftir stranga sjúk- dómslegu. Þorsteinn var fæddur 7. maí ár- ið 1912 á Máná í Úlfsdölum við Siglufjörð og hefði því orðið sjö- tugur á þessu ári. Hann var sonur hjónanna Aðalheiðar Þorsteins- dóttur og Aðalbjörns Björnssonar, hinn 4. í röðinni af sjö systkinum. Á fermingaraldri flyst hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar þar sem hann stundaði í fyrstu almenna verkamannavinnu eins og aðrir unglingar á þeim tíma, en hóf síðan störf við síldarverk- smiðju þar sem hann vann um árabil. Þorsteinn starfaði eftir það lengst af við raflagnir og önnur skyld störf þó aðstæður leyfðu það ekki að hann hæfi nám i þeirri grein fyrr en hann fimmtugur að aldri settist á skólabekk í Iðnskól- anum til að afla sér starfsrétt- inda. Þaðan lauk hann prófi árið 1962. Þorsteinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Valdadótt- ur frá Vestmannaeyjum, þann 12. okt. 1934. Þau stofnuðu heimili á Siglufirði og bjuggu þar í 34 ár. Þau hjónin eignuðust 7 börn, 6 drengi og eina stúlku, sem öll eru á lífi. 1968 fluttu þau búferlum suður á land og settust að í Garðinum, þar sem þau byggðu sér einbýlis- hús og sköpuðu í sameiningu fal- legt heimili þar sem börn, barna- börn og barnabarnabörn fundu sig ávallt velkomin. Þorsteinn vann aðallega við fiskvinnu eftir að þau fluttu suð- ur. Hann var heilsugóður mestan hluta æfi sinnar, en eftir að hann kenndi þess sjúkdóms sem dró hann til dauða, bar hann örlög sín með því æðruleysi og stillingu sem alla tíð voru aðalsmerki hans. Þorsteinn var dulur maður og dagfarsprúður, hæglátur og seinn til kynna, en traustur vinur vina sinna og þeirra sem kynntust hon- um náið. Hann mat mikils allt það sem fyrir hann var gert og reyndi fram að hinstu stundu að fara eft- ir spakmælinu góða „það er þó alltaf búningsbót, að bera sig karlmannlega". í fjölskyldu og vinahópi er nú skarð fyrir skildi, en minningin um góðan dreng mun lengi lifa. Þessi tuttugu og tvö ár sem liðin eru síðan fundum okkar bar fyrst saman hefur vináttan verið mér óendanlega mikils virði og geta fá- tækleg orð ekki skýrt það að fullu. En þó við höfum mikið misst, er þó missir þinn mestur, Bubba mín. Ég bið góðan guð að styrkja þig og leiða gegnum erfiðleikana og þakka fvrir allt. Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.