Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Síðbúið námslánafrumvarp: Fimmtán mánaða meðganga f ríkisstjórn Injjvar Gíslason, m*-nntamálará<V horra, mælti sl. mánudag fyrir sljórnarfrumvarpi um námslán og nainsstyrki. Frumvarpid er samið af nefnd, sem skipud var vorið 1980, og skilaði fullbúnu frumvarpi og áliti daginn eftir þingsetningu sama ár, haustið 1980. Frumvarpið gerir rád fyrir því að námslán, sem hafa til skamms tíma numið 85% af reikn aðri fjárþórf námsmanna, hækki í 100% í þremur jöfnum áföngum og nái því niarki í hyrjun árs 1984. Frumvarpið felur og í sér ákvæði um brcytt fyrirkomulag endurgreiðslna námslána, sem talið er að hækki endurgreiðsluhlulfall úr 66% í 88%, og verðtryggingu lána miðað við lánskjaravísitölu (í stað vísitölu framfæ'rslukostnaðar nú). Þá er gert ráð fyrir aðild námsmanna að lífeyr- issjóði, samkvæmt sérstakri reglu- gerð. Lánasjóður standi skil á ið- gjaldshluta lánþega ásamt mót- framlagi sínu, er telst viðbót við lán eins og það annars reiknast. í frum- varpinu eru ýmsar aðrar en veiga- minni efnisbreytingar. Þingmennirnir Vilmundur Gylfason (A), Fiðrik Sophusson (S) og Guðrún Helgadóttir (Abl) ræddu frumvarpið og tóku öll jákvæða afstöðu til þess. Friðrik Sophusson spurði ráðherra, hversvegna það hefði legið í salti hjá ráðuneyti hans í eitt og hálft ár, og væri fyrst flutt nú, svo löngu eftir að um það varð sam- komulag í ráðherraskipaðri nefnd. Ráðherra sagði frumvarpið hafa verið í umfjöllun ríkisstjórnar og stjórnarliðs, en nú væri samkomu- lag um, að flytja það sem stjórn- arfrumvarp, óbreytt að öðru leyti en því er varðaði tímasetningu (gildisákvæði) í ákvæðum til bráðabirgða, þ.e. um að 100%-markinu skuli náð í ársbyrj- un 1984 og aðild að lífeyrissjóði í ársbyrjun 1985 o.fl. Vilmundur Gylfason (A) sagði samþykkt frumvarpsins vera „mikið fram- faraspor" og Guðrún Helgadóttir (Abl) sagðist vona til að það næði fram að ganga á þessu þingi. Fækkun íbúðarlána: Frumvarp um viðbótarlán Á sl. ári vóru veitt 1100 færri lán til íbúðabygginga en árið 1979. Hið fvrra árið vóru veitt 4854 lán en hið síðara 3728. Svo mikill hefur sam- drátturinn verið í lánakerfi hús- na'ðismála á tveimur árum. Þessar upplýsingar komu fram í framsögu Kjartans Jóhannssonar (A), er hann mælti fyrir frumvarpi sínu og fleiri þingmanna Alþýðuflokks um viðbótarlán til íhúðarhyggjenda og íbúðarkaupenda. Kjartan brá upp dæmi um fjárhagsstöðu kaupanda að íbúð- arhúsnæði í dag miðað við 600 þúsund krónu kaupverð íbúðar með 480 þúsund krónu útborgun. Útborgun er fjármögnuð þann- ig: 1) G-lán 80.000 krónur. 2) Lífeyrissjóðslán 120.000. 3) Eigið fé 80.000. 4) Skammtímalán 200.000, verðtryggt. Kjartan Jóhannsson Afborganir og lánakostnaður af framangreindum lánum er kr. 63.700 á ári, eða 40,4% af at- vinnutekjum verkamanns og 37,5% af atvinnutekjum iðnað- armanns. Samkvæmt frumvarpi því, er Kjartan mælti fyrir, skal taka upp hjá innlánsstofnunum sér- stakan útlánaflokk til íbúðar- bygginga og íbúðarkaupa. Lán þessi skuli vera til 20 ára og nema 200.000 krónum miðað við verðlag í desember 1981 og breyt- ast með byggingarvísitölu árs- fjórðungslega, fullverðtryggð eftir lánskjaravísitölu og með 2—3% ársvexti. Ef slík lán væru til staðar, í stað skammtímaláns, eins og dæmi var tekið um hér að framan, lækkaði árleg greiðslu- byrði, miðað við framangreindar forsendur, úr 40,4% af atvinnu- tekjum verkamanns í 14,4%. Með þessum hætti má gera venjulegu fólki kleift að fjármagna eigið húsnæði með eðlilegum og við- ráðanlegum hætti, sagði Kjart- an, en núverandi kringumstæður setja stórum hópi fólks stólinn fyrir dyrnar, varðandi eigið hús- næði. Kvipmynd úr Alþingi: Tveir hinna yngri þingmanna þenkjandi um „efna- hagsmálapakkann“ — eða önnur viðfangsefni: Guðmundur G. Þórarins- son (F) og Halldór Blöndal (S). Viðhald og fasteigna- gjöld skattfrádráttur? • Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegs- og samgönguráðherra, mælti fyrir þrcmur frumvörpum sl. mánudag, tveimur í efri deild, einu í neðri deild Alþingis. 1) Frumvarpi um flutninga- samninga og ábyrgð vöruflutninga á landi. 2) Frumvarpi til breytinga á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum, 5,5%, með tíma- bundnu undanþáguákvæði um 3,575% gjald af loðnuafurðum. 3) Frumvarpi um lækkun tíma- bundins oliugjalds til fiskiskipa, þ.e. 7% gjald af fiskverði 1982 í stað 7,5% 1981. • Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um námslán og námsstyrki og Kjartan Jóhannsson (A) fyrir frumvarpi um viðbótarlán til íbúðarhúsnæðis (sjá fréttir á síð- unni). • Halldór Blöndal (S) hefur lagt fram frumvarp til breytinga á tekjuskattslögum, þess efnis, að viðhald, fasteignagjöld og iðgjald af húseigendatryggingu á íbúð- arhúnsæði verði frádráttarliðir frá skattskyldum tekjum. Eftir að húsaleiga sé að hluta til viður- kennd frádráttarliður sé ósam- ræmi í því, að sama gildi ekki um þennan kostnað, enda hér um kostnað að ræða, sem flokka megi undir varðveizlu verðmæta. Samdráttur 1982: Lánsgeta húsnæðis- kerfís stórlega skert Byggingarsjóður ríkisins hafði 300 m.kr. til ráðstöfunar á sl. ári en Byggingarsjóður vcrkamannahú- staða 100 m.kr, samtals 400 m.kr. f árslok var Byggingarsjóður ríkisins í 40 m.kr. skuld. A yfirstandandi ári eru samsvarandi tölur um ráðstöfun- arfé sjóðanna 373,7 m.kr. (almenna kerfið) og 268,3 m.kr. (verkamanna- bústaðir) eða samtals 642 m.kr. Frá þessari samtölu dregst síðan skuld frá fyrra ári, 40 m.kr., svo til ráðstöf- unar verða samtals 602 m.kr. Miðað við verðlagsþróun milli ára þýða þessar tölur að lán standa til 700 færri íbúða hjá Byggingarsjóði ríkisins 1982 en 1981 en hinsvegar 150 íbúðum fleiri í verkamannabústöðum. Nettófækkun íbúða milli sl. árs og yfirstandandi verður því 550 íbúð- ir, eða 1650 færri íbúðir ef sam- anburður er gerður við árið 1979. Þessar tölur komu fram í ræðu Kjartans Jóhannssonar (A), er lánamál húsnæðiskerfisins komu til umræðu í efri deild Alþingis sl. mánudag. Gjaldþrot stjórnarstefnunnar e/tir Sighvat Björgvinsson, alþm. Þegar þetta er ritað — á fimmtudegi — hefur ríkisstjórnin ekki orðið sammála um hvað hún hyggst fyrir í efnahagsmálum. Hvað eftir annað hafa ráðherr- arnir tilkynnt hvenær niðurstaðan verði kunngerð. Hvað eftir annað hafa þeir orðið að tilkynna lands- lýð að þær áætlanir fái ekki stað- ist. Að ríkisstjórnin sé ekki orðin sammála enn. Þurfi meiri tíma. Nú síðast var sagt, að ráðstaf- anirnar yrðu kunngerðar um helg- ina 23.-24. janúar. Rætist sú spá er líklegt að boðskapur ríkis- stjórnarinnar hafi verið kunn- gerður þegar þessi orð birtast. Þar sem fátt liggur fyrir um þann boðskap þegar þetta er ritað er þess því ekki að vænta, að umsögn um hann fylgi hér. Hvert er viðfangsefnið? Þótt engin samstaða hafi orðið í ríkisstjórninni þegar þetta er rit- að er þó sitthvað vitað bæði um viðfangsefnið og þau viðbrgð, sem rædd hafa verið í stjórnarherbúð- unum. Þykir fólki ekki undáriegt, 1 að allan þann tíma, sem efna- hagsvandamálin hafa gengið á milli ráðherranefnda, efnahags- nefnda og þingflokka stjórnarliðs- ins, þá skuli lítið sem ekkert hafa frést um eðli þeirra vandamála, sem ríkisstjórnin glímir við? Allar athuganir, sem fram hafa farið á stöðu þjóðarbúsins og allar upp- lýsingar, sem um hana hafa verið gefnar, hafa að undirlagi ríkis- stjórnarinnar vandlega verið merktar trúnaðarmál. Látum vera þótt ríkisstjórnin vilji ekki greina frá þeim aðgerðum, sem verið er að skoða á hennar vegum — slíkt er skiljanlegt. En hvers vegna vill hún halda leyndri lýsingu vandans? Hvers vegna má fólkið í landinu ekki fá að vita hvert er umfang og inntak þeirra vanda- mála, sem við er að fást í þjóðar- búskapnum? Hvaða tilgangi þjón- ar að halda slíkum upplýsingum leyndum? Ætti það ekki þvert á móti að greiða fyrir ríkisstjórn- inni að hún gerði þjóðinni sem ýt- arlegasta grein fyrir vandanum, sem við er að fást, svo fólk áttaði sig á nauðsyn aðgerða af hennar hálfu? Gægst á bak vid grímuna Ástæðán fyrir því| að þjóðin fær ' ekki frá ríkisstjórninni lýsingu á þeim vanda, sem við er að fást, er mjög einföld. Ástæðan er einfald- lega sú, að efnahagsvandinn er draugur sá, sem ríkisstjórnin taldi fólki trú um að hún væri búin að ‘kveða niður. Það er skiljanlegt að ríkisstjórnin kæri sig ekkert um að skýra þjóðinni frá því. Það er skiljanlegt, að ríkisstjórnin vilji alls ekki láta vitnast að vandinn, sem hún er að fást við, er sá sami og hún sagðist hafa leyst í fyrra. Ef ríkisstjórnin aflétti trúnaðin- um af þeim upplýsingum um hag þjóðarbúsins, sem hún hefur með höndum, þá færi ekki hjá því að sérhvert landsins barna myndi óðara segja: „Heyriði, er þetta ekki vandamálið, sem þið sögðust hafa tekið til úrlausnar í fyrra?" Á bak við járngrímuna, sem ríkis- stjórnin hefur kosið að fella yfir alla úttektir og lýsingar á efna- hagsvandanum býr nefnilega sama glottandi draugsandlitið og hinn sléttmáli forsætisráðherra landsins fullyrti í stefnuræðu sinni á Alþingi í haust að hann væri búinn að kveða niður. Það er leyndarmálið, sem ekki má vitn- ast. Gunnay ^horpddsen hefúr enga' drauga niður kveÖið. Þeir ríða þvert á móti húsum okkar enn. Kitthvað vitum við Ríkisstjórnin hefur beitt stjórn- arandstöðuna sömu launung og al- menning. Engar upplýsingar hef- ur stjórnarandstaðan fengið fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar um stöðu þjóðarbúsins og umfang efnahagsvandans. Þó höfum við, þingmenn stjórnarandstæðunnar, einvörðungu stöðu okkar vegna sem alþingismenn getað fengið nokkrar upplýsingar um efna- hagsmálin frá sérfræðistofnunum, sem lögum samkvæmt geta ekki neitað alþingismönnum um upp- lýsingar sé eftir þeim fengið. Þannig vitum við sitthvað um stöðu mála, sem almenningur veit ekki, þótt við höfum hvergi nærri fengið að sjá heildarmyndina vegna fyrirstöðu ríkisstjórnarinn- ar. Það, sem við höfum fregnað, er m.a. þetta: Verðbólgan 58%! Um áramótin síðustu tilkynnti forsætisráðherra þjóðinni, að rík- isstjórnin hefði náð takmarki sínu í baráttu v^. veróþólgu, jSíðustu verðbólgumælingar hefðu verið gerðar 1. nóvember og bentu þær til, að verðbólguhraðinn á árs- grundvelli væri ekki yfir 43% og verðbólgan frá upphafi til loka árs yrði 42%. Síðan 1. nóvember hefur hraði verðbólgunnar ekki verið mældur. En síðan þá hefur ríkisstjórnin gripið til ýmissa aðgerða, sem hún fullyrðir að séu óhjákvæmilegar, sem samtals hafa aukið hraða verð- bólgunnar á ársgrundvelli um 23—25%. Hluti þeirrar auknu verðbólgu er þegar kominn fram. Nýjustu upplýsingar benda til, að hækkun framfærsluvísitölu, sem mæla á þann 1. febrúar nk. vérði a.m.k. 12,2%i sem samsvarar því, að vcrðbólguhraðinn er nú þegar kom- inn upp í 58% á ársgrundvelli. Þetta vill ríkisstjórnin hafa sem algert trúnaðarmál því þetta þýð- ir, að hin svokallaða niðurtaln- ingarstefna ríkisstjórnarinnar er ekkert nema loftið og öll fallegu orðin forsætisráðherrans frá því í fyrra eru innantómt skrum. Seðlaprentun tvöfölduð Eitt af meginatriðunum í boð- skap ríkisstjórnarinnar frá í fyrra var aðhaldssöm stefna í pen- ingamálum og áframhaldandi verðtrygging sparifár. Hvað segja trúnaðarupplýs- ingar ríkisstjórnarinnar um ár- angurinn? Dregið hefur verið úr aukningu innlána í peningastpfp- unum — m.ö.o. verðtrygigng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.