Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 ,1982 Greater New York Automobile Show“ bílasýningin he í þessum glæsivagni ók Bandaríkjaforseti þegar hann fór um götur New York árid 1952 og vakti athygli sýningargesta, aó því er virtist fyrir þær sakir einar. Stærsta bílasýning veraldar, „1982 Greater New York Auto- mobile Show“, sem nýlega var haldin í New York hefur aö margra dómi mikið yfirbragö sölumennsku, þ.e. framleið- endur víðs vegar að úr heiminum fylla sýningarsali af nýju ár- gerðunum, sem ætlað er að slá í gegn, enda voru á sýningunni á dögunum liðlega 600 nýir bílar. Þessi fjöldaframleiddu bílar kost- uðu á bilinu 5.500—30.000 Bandaríkjadollara stykkið og þótti mörgum nóg um, þegar verðið er farið að nálgast 30.000 dollar- ana. Menn kipptust því heldur betur við, þegar þeir spurðu um verð á bílum í „antíkdeild“ sýningarinnar, þar sem til sýnis voru ýmsir fáséðir kjörgripir. Þar var verðlagið á bilinu 40.000—250.000 Bandaríkjadollara á hvert stykki, væru gripirnir á annað borð til sölu, sem ekki var í öllum tilfellum. Það fór ekki framhjá manni við göngu um sýningarsalina, að „antíkdeildin" var alla tíð full út úr dyrum. Fólkið haföi greinilega mun meiri áhuga á að láta sig dreyma um kjörgripina, sem þar var að sjá, og skyldi engan undra við að skoða meðfylgjandi myndir. Reynd- ar má skjóta því að, áður en lengra er haldið, að gestir sýningar- innar að þessu sinni voru liðlega 1,4 milljónir manna, sem er mesti gestafjöldi frá upphafi. A síðasta ári sáu um 1,2 milljónir manna sýninguna. Þó hér að framan sé alltaf talað um „antík- deildina“ þýðir það í raun ekki endilega, að um tuga ára gamla bíla sé að ræða. Það eru fjölmargir bílasmiðir víðs vegar um heiminn, sérstaklega í Bandaríkjunum, sem hafa það að atvinnu, að smíöa „nýja-gamla“ bíla, sem hægt er að selja söfnurum og þeim sem hafa efni á því að vera öðru vísi en „hinir“. Þessir gömlu bílar eru handsmiðaðir að mestu leyti og er greinilegt við skoðun þeirra, að mjög er til þeirra vandað. Það er tvennt ólíkt að skoða handbragðið á þeim og handbragðið á fjöldafram- leiddu bílunum, jafnvel þótt þeir vönduðustu úr þeim flokki séu teknir. Að mínu mati voru það tveir bílanna, sem báru höfuð og herðar yfir aðra hvað glæsileika snerti, en það voru „The Golden Spirit" frá Zimmer-fyrirtækinu bandaríska og svo hinn síungi Excalibur frá bandaríska framleiðandanum Vintage. Enda vöktu þessir glæsivagnar óneitanlega mesta athygli sýningargesta. „The Golden Spirit" kostar litla 200.000 Bandaríkjadollara í beztu útfærslu og Excaliburinn um 150.000 Bandaríkjadollara í beztu útfærslu. Annars tala meðfylgjandi myndir sínu máli. „The Golden Spirit", sá bíll sem vakti hvaö mesta athygli sýningargesta. Þessi MP Laeffe er óneitanlega eigulegur, „en því miöur ekki til sölu“, sagði eigandinn. Texti og myndir: Sighvatur Blöndahl Þessi Bedford var seldur ítölskum auómanni fyrir liölega 70 þúsund doliara meöan undirritaöur stóð við. Gömlu og „gömlu-nýju“ bflarnir vöktu langmesta athygli gestanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.