Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Umsjón: Séra Karl Sifíurbjömsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir L áUdrottinsdegi Aö lesa Biblíuna Nokkur ráð handa þeim sem vill lesa Biblíuna. Kyrrdarstund Yfir Guðs orði 5 eða 10 eða 15 mínútur á degi hverjum, kvölds eða morgna, það er í margra augum óyfirstíganlegt vanda- mál. Það er svo margt sem kallar að í önnum og amstri daganna. En slík stund verður brátt ómissandi! Það er reynsla ótal- margra. Tilbeiðsla og trú Tilbeiðsla, það er að vita sig vera frammi fyrir augliti Guðs. I Biblíunni mætir þú augliti hans, og hann ávarpar þig, áminnir isetningum, heldur í samskipt- um sínum við Israelsþjóðina og þeirri sögu sem leiðir fram til Jesú frá Nasaret, sem er Kristur Drottinn, Guðs sonur. Kærleikur Krists, miskunnsemi og friður og fögnuður lætur engan ósnort- inn. Og Jesú segir: Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Helgi og hátíð Drottinn vill einnig mæta þér í samfélagi safnaðar síns. I guðs- þjónustu helgidagsins færðu tækifæri til að tilbiðja Guð ásamt öðrum og biðja með öðr- um. Guðsþjónustan byggist á orði Guðs í Bibliunni, bænir og sálmar eru túlkun orðsins og í prédikuninni er boðskapur Biblí- unnar útskýrður og tengdur hinu Eins og ferð um framandi slóðir Að hefja reglubundinn lestur Biblíunnar er eins og að takast á hendur ferð um framandi slóðir, þar sem stórkostleg reynsla og ævintýri bíða. Þess vegna er það mikilvægt að velja réttu leiðina, og gefast ekki upp við fyrstu örð- ugleika, sem á vegi verða. Hver er rétta leiðin? Það er að byrja á guðspjöllunum, til dæmis Lúk- asi, og taka síðan fyrir eitthvert bréfa Páls, svo sem Filippíbréfið. Og lesa með bæn í hug og hjarta! Betri ósk á ég ekki þér til handa, en að reynsla fangans forðum mætti verða þín: „Ég las í bókinni í nótt. Af blaðsíðum hennar birtist maður. Ég vonast til að mæta honum á himnum." Sáðmaður gekk út að sá Lúk. 8. 4—15 — 2. sunnud. í níuviknaföstu Það vill vefjast fyrir okkur að verða sammála um hvernig háttað er samstarfi Guðs og okkar um frelsun sálna okkar og ávöxtun frelsisins í lífi okkar. Er Guð þar einn að verki? Eða erum við hluttakendur og þá hvernig? Við þekkjum orð Ritningarinnar um að við eigum að endurfæðast, ganga inn um þröngt hlið. Þó sé það aðeins af náð, sem við verðum hólpin, það sé ekki okkur að þakka heldur Guðs gjöf. Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir þessu með því að segja að Guð taki 99 skref á móti okkur en eitt skref verðum við að taka sjálf, það skref tökum við þó ekki nema af náð Guðs, þeirri náð, sem stendur öllum opin. I guðspjallinu í dag, þessu guðspjalli, sem við þekkjum svo vel og þykir svo vænt um, segir að við bregðumst á margan mismunandi hátt við fagnaðarboði Drottins. Við hlustum á það stutta stund en höfnum því svo, við hlustum á það með feginleik en eignumst enga rótfestu og föllum frá þegar efiðleikar mæta, við hlustum en gleym- um svo kalli Guðs í annríki okkar og amstri, eftirsókn okkar eftir skemmtun og veraldarinnar velmegun. Eða við heyrum orðið og geymum það í hjarta okkar. Við höldum okkur fast í orðið þótt mótlæti og margs konar annríki og upplyft- ing verði hlutskipti okkar. Við höldum okkur fast við orðið. Þá gerist undrið. Hjarta okkar, sem stundum er kalt og stundum tómlegt, stundum hrætt og stundum hrokafullt verður göfugt og gott við að geyma orð Guðs. Og orðið ber ávöxt í lífi okkar. Ég efast ekki um að í rauninni er það þetta, sem við þráum. Vlð þráum það miklu, miklu heitar en stutta stemmningu í trúartil- finningu, miklu heitar en velmegun veraldargæða. Við þráum frið í hjarta okkar. I dag vitum við hvað við eigum að gera. Við eigum að hlusta á orðið, sækjast eftir því eins og fjársjóði, í einrúmi og í samfélagi trúaðra, láta það sökkva djúpt í hjarta okkar og geymast þar. Og þá ber það ávöxt fyrir náð Guðs. öllum opið Orð Guðs Orð Guðs- öllum opið Hið íslenska bibl- íufélag er starfs- tæki kirkjunnar til útbreiðslu heilagr- ar ritningar. Minnumst þess mikilvæga verkefn- is í bænum okkar og með fjárfram- lögum! Biblíulestur vikuna 14. til 20. febrúar. Sunnudagur 14. febrúar. Mark. 4, 26—32. Mánudagur 15. febrúar. Gal. 1, 1—10. Þriðjudagur 16. febrúar. Gal. 1, 11—24. Miðvikudagur 17. febrúar. Gal. 2, 1 —10. Fimmtudagur 18. febrúar. Gal. 2, 11—21. Föstudagur 19. febrúar. Gal. 3, 1—9. Laugardagur 20. febrúar. Gal. 3, 10—18. Þitt orð er lampí fóta minna, og Ijós ó vegum mínum. þig, fræðir þig, huggar þig, nær- ir sál þína og anda. Og í bæninni svarar þú honum. Ögun og þjálfun Biblían er ekkert árennileg við fyrstu sýn. Það kostar ögun og þjálfun að kynnast efni hennar að ráði. Stundum verður þú þreyttur og latur og leiður, og stundum vakna efasemdir yfir því sem þú lest. Eða þá að þú tekur að efast um sjálfan þig, og það sem þú hefur áður talið sjálfsagt og eðlilegt. Gefstu því ekki upp. Haltu áfram, lestu meira. Kristur er hjá þér, og þekkir þig, og vill leiða þig með anda sínum frá efa til TRUAR. Traust og trú I Biblíunni mætir þú Guði. GUÐ, — það tengjast margar ráðgátur þessu litla orði. Og Biblían breiðir ekkert yfir það. En í Biblíunni mætir þú þeim Guði, sem afhjúpar veru sína, vilja og markmið! Hann afhjúp- ar það ekki í formúlum og kenn- daglega lífi og spurningum okkar. Í mörgum söfnuðum eru líka Biblíuleshópar. Helst ættu þeir að vera í hverjum söfnuði. Þar gefst tækifæri til að ræða saman um efni Biblíunnar og leita svara við spurningum sín- um og láta saman uppbyggjast. „Af blaðsíðum hennar birtist maður ...“ A stríðsárunum gerðist það einu sinni sem oftar, að meðlim- ur norsku andspyrnuhreyfingar- innar var tekinn fastur af nas- istum og dæmdur til dauða. Prestur kom í heimsókn til hans í dauðaklefann, en fanginn var ekkert móttækilegur fyrir því sem presturinn sagði. En að skilnaði þá gaf presturinn hon- um Nýjatestamenti. í morgun- sárið næsta dag þegar fanginn skyldi leiddur til aftöku sinnar, sagði hann við prestinn: „Ég las í þessari bók í nótt. Af blaðsíð- um hennar birtist maður. Ég vonast til að mæta honum á himnum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.