Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 K—4 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þá er komið að kartöflunni. Við skulum ekki gleyma að hún er grænmeti, og auk þess nær- andi, holl og ódýr. Það er sjálf- sagt að gefa henni tækifæri til að sýna hvað í henni býr. í Svíþjóð stendur nú yfir heil- mikil áróðursherferð til að hefja kartöfluna aftur í það virð- ingarsæti sem hún á skilið. Að- aláherzlan er lögð á að kartaflan sé ódýr og hollur matur, sem enginn verði feitur af. Kartaflan ein sér er nefnilega ekki mjög hitaeiningarík. Hins vegar fylgir henni gjarn- an alls kyns feiti og þá er ekki að sökum að spyrja. Svíar hafa minnkað kartöfluneyzlu sína um fjórðung á síðustu 20 árum. Eg hef séð því fleygt, að ástæðan sé kannski ekki sízt sú, að mjög víða, t.d. í mötuneytum og reyndar einnig á veitingastöð- um, sé svo illa farið með kartöfl- ur, að áhugi á þeim hafi stór- minnkað. Þeir sem daglega borða ofsoðnar kartöflur, kart- öfluduft í stöppu eða steikt, hafa engan sérstakan áhuga á að spreyta sig á kartöflumatreiðslu þegar heim kemur. Fyrsta skref- ið í viðreisn kartöflunnar ætti því að vera ábendingar til mötu- neyta og veitingastaða. Það getur vel verið að þessi atriði eigi við hér líka. En það er þó annað sem gerir kartöflur svo lítið spennandi. Það vita víst all- ir að kartöflurnar hér eru ekki alltaf eins og þær ættu að vera. Og svo er úrvalið ótrúlega fá- ' breytt. Við viljum eiga kost á mjölkenndum kartöflum og stinnum, líka stórum og litlum, til að nota í ólíka rétti, sem krefjast mismunandi kartöflu- gerða. Á haustin langar ýmsa í litlar kartöflur með glæru hýði sem aðeins þarf að sjóða ör- stutta stund og ekki afhýða. Og svo væri ekki amalegt að geta valið sjálfur kartöflur í pokann. Það er reyndar sem betur fer sums staðar hægt, m.a. í ágætu afgreiðslunni hjá Grænmetis- verzluninni í Lágmúla, og í sum- um búðum. Nei, það þarf ekki að óttast sóðaskap. Það fer t.d. enginn með hendurnar beint í kjötið, eftir að hafa valið sér kartöflur, af þeirri einföldu ástæðu að kjötborðin eru lokuð, eða þá að kjötið er pakkað inn. Já, það eru svo sannarlega ýmsar óuppfyllt- ar óskir sem koma upp í hugann þegar kartöflurnar eru annars vegar. Kartöflubændur hljóta að óska þess að við kaupum meira af kartöflum, en hvers vegna eru þeir þá ekki ögn vogaðri í rækt- uninni? Vogun vinnur, vogun tapar eða hvað ...? En frá dagdraumum skulum við hverfa að því sem við þó höf- um. Jafnvel úr misgóðum og nafnlausum kartöflum er hægt að gera ýmislegt gott. Það er þó huggun harmi gegn ... Góða skemmtun! Blandið sósuna og hellið henni yfir kartöflurnar. Látið þær nú kólna. 100-200 gr skinka, gjarnan reykt 2—3 msk kapers 2. Áður en þið berið salatið fram, skerið þá skinkuna í litla bita og blandið í salatið, ásamt kapers. Af kartöf lum Kartöflusalat (llanda fjórum) Hér er þá fyrst salat, sem sómir sér vel sem léttur máls- verður, e.t.v. með brauði og t.d. rjómaosti. Það stendur vel fyrir sínu, en kalt kjöt er gott með. Auk þess er salatið tilvalið sem miðnætursnarl, ef þið eruð að leita að slíku. í salatið er notað kartöflur, kapers, skinka, helzt reykt, og svo edikssósa yfir. I staðinn fyrir kapers getið þið notað ólífur, og í staðinn fyrir skinku getið þið steikt litla bita af reyktu svína- fleski og sett þá volga eða kalda saman við salatið. Mér finnst hitastig á mat skipta miklu máli. Kartöflurnar eru beztar ef þær eru bornar fram við stofuhita, eða kannski ögn kaldari. Stutt vist í kæli- skáp kemur því í kring. En þær verða ekki lystugar ef þær eru látnar kólna eða standa lengi í kæliskáp. Vegna þess að hér er varla hægt að fá hæfilega þurr- ar og vaxkenndar kartöflur, eins og bezt er notað í salöt, brotna kartöflubitarnir og salatið lítur ekki sem bezt út. En fyrir þá sem hafa smekk fyrir mat af því tagi sem salatið er, er það harla gott. 800 gr soðnar og alhýddar kartöflur Sósa: 5 msk salatolía, gjarnan ólífu- og sólblómaolía til helminga l'/í msk hvítvínsedik (e.t.v. krydd- að hvítvínsedik ef ykkur sýnist svo) 1-2 msk franskt sinnep 1-3 smátt söxuð hvítlauksrif nýmalaður pipar eftir smekk 1. Skerið volgar kartöflurnar í hæfilega bita eða sneiðar. Smjörsoðnar kartöflur (Handa fjórum) Aðferðin felst í því að setja afhýddar kartöflur í pott ásamt ofurlitlu af vatni og svo smjöri. Látið sjóða á hægum hita, þann- ig að kartöflurnar drekki í sig vatnið og steikist að lokum í smjörinu. Ef ykkur sýnist svo, er býsna bragðgott að bæta nýmöl- uðum pipar í og eins nýrifnu múskati. Hvítlaukur þykir sum- um einnig vera til bóta. Þessar kartöflur eru gott meðlæti, t.d. með glóðarsteiktu kjöti, eða köldu kjöti. En þær eru líka ágætar sem léttur málsverður, e.t.v. með góðu brauði, já, kannski heitu ostabrauði. En þá er þetta aðeins nægilegur skammtur handa tveimur. 600 gr kartöflur vatn salt? 20-25 gr smjör 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í tvennt ef þær eru stórar. Setjið þær í rúman pott, þannig að megnið af þeim liggi við botninn. Hellið nú um 1 dl af vatni yfir, saltið eftir smekk og bætið smjörinu í. Látið malla á hægum hita. Ef vatnið sýður niður áður en kartöflurnar eru soðnar, bætið þá við ögn meira af vatni. Hugmyndin er að vatn- ið sjóði niður og kartöflurnar steikist eða stikni svo í smjörinu undir lokin. Hristið pottinn til öðru hvoru svo ekkert brenni eða festist við, og svo kartöflurnar brúnist jafnt. Við kassann Ég ætla enn að minnast á sælgætisgrindurnar við pen- ingakassana, en þetta fyrir- komulag virðist hafa slegið í gegn í mörgum búðum, bæði stórum og litlum. Þetta fyrir- komulag veldur barnafólki, sem fer í slíkar búðir með börn sín, ómældum erfiðleikum, tauga- streitu og líkamlegu álagi við að draga börnin veinandi burt. Fjárhagslegu tjóni ef látið er undan. Það má kannski segja að litlar búðir með lítið rými hafi vissa afsökun. Þar eru oftar hillur bak við afgreiðslufólkið, svo freist- ingin er ekki alveg í munnhæð þeirra sem mest freistast. Ég á einkum við stóru búðirnar, þar sem iðulega þarf að bíða við kassana, með allt sælgætið inn- an seilingar. Og sumar búðir hafa fyrirkomulagið þannig að það þarf að ganga fram hjá ógnarlágu borði, þar sem sæl- gætið blasir við. Annars staðar eru lág borð rétt áður en komið er að kössunum. Og ekki má gleyma litlu bílunum, sem hanga sums staðar og valda sömu erfiðleikum og sælgætið. í einni búð eru há borð innan við kassana, sem er gott. En að vísu er þar einnig ýmislegt annað sem ekki er til þæginda. Ágætu verzlunarstjórar. Hjálpið okkur, sem erum með börn, til að gera verzlunarferð- irnar sem þægilegastar. Setjið sælgætið í há borð, þannig að þau blasi ekki við augum krakk- anna, og hafið það helzt ekki al- veg við kassana. Setjið bíla- grindurnar út í horn, þangað sem við þurfum að gera okkur sérstaka ferð, ef svo vill til að okkur vantar bíla. Og foreldrar og forráðamenn barna. Meðan verzlunarstjór- arnir hugsa sinn gang, getum við tekið upp einfalda lífsreglu. Venjið börnin á að sælgæti er aidrei, aldrei keypt við þessar aðstæður, það er keypt í ró og friði. Og bílarnir eru heldur aldrei keyptir af svona grindum. Ef þið eruð með lítil börn er eng- inn vandi að taka upp þessa reglu þegar þau uppgötva tilvist sælgætis og bíla. Utskýrið fyrir eldri börnum hvers vegna þið hafið þennan háttinn á. Börn eru móttækileg fyrir slíkar útskýr- ingar, ef þær eru veittar í ró og næði. Þau beygja sig líka undir skynsamlegan aga. Sjáið bara til hvort þetta gerir ekki innkaupa- ferðirnar þægilegri og auðveld- ari. Annars eru börn og sælgæti-^SS nokkuð sem vert er huga að. Meira um það seinna. Byrjum nýtt líf. Líkamsræktin Kjallaranum Kjörgarði v/Laugarveg, aöalinngangur Hverfisgötumegin. Byggiö upp líkama ykkar, eyöiö fitu. Fullkomin æfingaraöstaöa, kvenna- og karlasalir. Sérbyggö þrek- og átaksþjálfunartæki. Reyndir þjálfarar ávallt til staöar. Nuddpottar, sólaríum, gufuböö, matarleiöbeiningar. Opiö alla virka daga frá kl. 07.00 — 22.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 — 15.00. Frjáls komutími alla daga. Gerið líkamsrækt að lífsvenju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.