Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 t Sonur minn, JÓN VALDIMAR LÖVDAL, lést af slysförum mánudaginn 1. mars. Fyrir hönd ættingja, Sigrún Jónsdóttír. t Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaöir, SVEINN STEFÁNSSON, Unufelli 48, Reykjavík, lézt 3. marz sl. Guörún Karlsdóttir, börn, fósturbörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, BALDUR KRISTINSSON, vélvirki, Glæsibæ 3, andaöist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 4. mars. Viktoría Hólm Gunnarsdóttir. t Útför fööur okkar og tengdaföður, GUDMUNDAR GUDMUNDSSONAR, Núpstúni, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrepphólakirkju, mánudaginn 8. mars kl. 14. Jóhann Már Guömundsson, Brynjólfur Guömundsson, Ingilaug Guómundsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og lanqömmu, GUÐRÚNAR OKTAVÍU SÆMUNDSDOTTUR, áöur til heimilis aö Öldugötu 52. Gunnlaug Antonsdóttir, Eiríkur Jónsson, Anna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför konu minnar, KRISTÍNAR TEITSDÓTTUR, Ijósmóöur, Hnúki, Dalasýslu. Jóhannes Sigurösson. t Alúöar þakkir færum viö öllum þeim sem heiöruöu minningu PÁLS SIGURGEIRSSONAR, Hvassaleiti 153, Reykjavík, og vottuöu samúö viö andlát hans og útför. Steínunn Theodórsdóttir, Gylfi Pálsson, Ellen og Sverrir Pálsson, Helga I. Helgadóttir, og aörir vandamenn. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, KRISTINS ÓLAFSSONAR fró Kiöafelli, Háaleitisbraut 26. Lilja Össurardóttir Thoroddsen, Hrafnhildur Thoroddsen, Helgi Guömundsson, Óssur Kristínsson, Björg Rafnar, Ingibjörg Kristínsdóttir, Snorri Gunnarsson og barnabörn. t Öllum þeim fjölmörgu sem heiöruöu minningu GUOMUNDAR HALLDÓRS GUOMUNDSSONAR, sjómanns, Ásvallagötu 65, færum við alúöarþakkir. Viö sendum hjúkrunarfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu hlýjar kveöj- ur og þökkum góða umönnun og hjúkrun. Sérstakar þakkir færum viö Sjómannafélagi Reykjavíkur og Bæj- arútgerö Reykjavíkur fyrir þá hlýju og heiöur er þau sýndu minn- ingu hins látna. Óskar Guömundsson, Friörik Guðmundsson, Sigríóur Sigurjónsdóttir, Guömundur J. Guömundsson. Elín Torfadóttir, Jóhann Guömundsson, Kristín Þorsteinsdóttir og barnabörn. Helga Kristjánsdótt- — Minningarorð ir Fædd 17. júní 1929 Dáin 24. febrúar 1982 Var hún sjálf *t HÍnu edli flj<»Lskyggn ok fröm (il góöverka, hreinlynd ok hugprúð, guó ok allt gott eLskandi. (Bjarni Thorarennen) I dag er við kveðjum Helgu er okkur sorg og tregi í huga. Hún var svo trygg og hafði svo ein- staklega jákvætt lífsviðhorf og jákvætt hugarfar til alls. Hún ætlaðist ekki til neins, sér til handa, en fannst alltaf sjálf- sagt að gera öðrum greiða. Greiða- semi hennar varð ég aðnjótandi í mörgu, og er mér ofarlega í huga móttökurnar er ávallt biðu okkar í Svíþjóð. „Get ég ekki gert eitthvað fyrir þig,“ sagði hún ævinlega þeg- ar við hittumst úti í Svíþjóð, með- an við bjuggum þar. Að koma inn á heimilið var eins og að koma heim. Alúðin og þessi hlýji heimilisandi var svo náinn hluti af persónuleika hennar. Eft- ir að við fluttum heim, hefur lengst milli funda okkar, en samt fannst mér alltaf eins og ekki væru nema fáir dagar frá siðasta fundi. Hún hafði alltaf mikið fyrir stafni og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Þó Helga byggi í Svíþjóð síðustu æviárin held ég að hugur hennar hafi oft dvalið á Islandi, þar sem eldri dóttir hennar býr ásamt fjöl- skyldu sinni, enda var samband þeirra mæðgna mjög einstakt. Eftir að Helga veiktist kom styrk- ur hennar vel í ljós. Aldrei æðrað- ist hún, en leit alltaf björtum aug- um fram á við. Uppgjöf var ekki til, hvorki i orðum né athöfnum. En ekki tjáir að deila við dómar- ann. Samfylgdinni er lokið, hún var styttri en við vonuðumst til. Helgu, þakka ég fyrir alla vináttu hennar og tryggð, og þá hlýju sem hún veitti mér og fjölskyldu minni svo ríkulega af. Kærar kveðjur flyt ég frá móður minni. Innilegustu samúðarkveðj- ur sendir fjölskylda min öllum ástvinum Helgu, og biðjum guð að styrkja þá í sorginni. „Kar þú í fridi, Kridur guós þig blessi, hafdu þökk fyrir allt og allt.“ (V.B.) Sigríður M. Hermannsdóttir Við fráfall nákominna ættingja eða ástvina koma óhjákvæmilega upp í huganum spurningar varð- andi markmið lífsins og undir- stöður tilveru okkar hér á jörð. Slíkar spurningar um lífsgátuna eru svo umfangsmiklar og svörin ekki síður, að orð mega sín lítils. Segja má að hluti svarsins sé fólg- inn í því að manneskjan skapi, upplifi og njóti sannrar lífsham- ingju, hvað svo sem á dynur eða hver sem örlögin verða er búa i óráðinni framtíð lífsins. Lífshamingja, gleði og kærleik- 'ur eru þau orð sem upp í hugann koma þegar ég set á blað nokkur orð í þakklætisskyni fyrir sam- verustundir og samfylgd með tengdamóður minni, Helgu Krist- jánsdóttur, ásamt öllum þeim stundum sem börnin áttu með henni og voru svo bjartar og þýð- ingarmiklar. Helga Kristjánsdóttir var fædd í Vopnafirði 17. júní 1929, og var þvi 52 ára þegar hún lést að morgni 24. febrúar í Malmö Al- mánna Sjukhus í Svíþjóð. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Frið- finnssonar og Jakobínu Gunn- laugsdóttur og ólst upp í hópi 10 systkina að Merki í Vopnafirði. Helga eignaðist 3 börn, Esther, Guðmund Kristin og Díönu með Óskari Guðmundssyni frá Blesa- stöðum á Skeiðum og bjó í hjóna- bandi með honum þar til fyrir 4 árum. Fram til ársins 1969 bjó Helga á Selfossi en fluttist það ár ásamt fjölskyldu sinni til Malmö í Sví- þjóð, þar sem hún var búsett síð- an. í hversdagsleika lifsins virðist oft sem lífshlaup okkar manna séu hvert öðru lík og allir lifi sama lífi í sama umhverfi. Umgjörðin, nútiminn, steypir öllu í sama mótið og gerir hvað öðru líkt. Sannleikurinn er hins vegar sá, að líf hverrar manneskju er sérstakt og hefur sín einkenni sem skapast af innræti manneskj- unnar og upplagi. Hinnar sönnu lífshamingju leit- aði Helga og fann í samskiptum sínum við börn sín og barnabörn og í fjölskyldu í heild. Allt frá því kynni okkar Helgu hófust og fram til hinstu stundar, var hugsun hennar hjá börnum sínum og barnabörnum. Samverustundirn- ar með þeim voru henni það mik- ilvægasta í lifinu og hún lagði ótrúlega mikið á sig til að geta verið með þeim og umfram allt glatt þau, þó svo það legði henni þungar byrðar á herðar. Kynslóðabil var fjarlægt orð þegar Helga og börnin áttu í hlut, enda hændust börn og unglingar að henni og sóttust eftir samskipt- um við hana. Þær stundir voru stór þáttur í lifshamingju hennar og sá þáttur sem hún lagði sér- staka rækt við. Hún hafði næma tilfinningu fyrir því sem þeim kom best. Öll smáatriði sem vakið gátu gleði barnsins eða leitt ungl- inginn til betri vegar, voru henni eðlileg og framkvæmd þeirra varð henni til innilegrar gleði og stórt aðalatriði. Þannig varð gleðin yfir að geta glatt aðra ríkjandi þáttur í lífi hennar. Helga átti hin síðari ár við erf- iðan sjúkdóm að stríða sem hún háði harða baráttu við, baráttu sem margur telur vonlausa, en varð það aldrei í hennar augum. Á þann hátt fór hún með sigur af hólmi. Umgengni okkar sem heil- brigð erum við sjúklinga, vill oft verða þvinguð og hugur okkar bundinn við sjúkdóminn sem við- komandi þjáist af. Helga hafði sérstakt lag á að eyða öllum slík- um hugsunum samferðafólks síns. Kom þar einkum til jákvætt hug- arfar hennar til lífsins og það að vera ávallt tilbúin til þátttöku í gleði annarra. Þó veikindin gengju nærri henni, var hún ávallt hrók- ur alls fagnaðar og hafði unun af að dveljast í góðra vina hópi. Þegar leiðir skiljast og vegferð lýkur hér á jörð, þá er aðeins eftir að þakka kynnin, umhyggjuna og kærleikann sem Helga færði okkur og gefið hefur okkur mögu- leika á betri yfirsýn yfir eigið lífshlaup. Trúin á lífið, lífsham- ingjuna og óendanlegt framhald lífsins undir almáttugri verndar- hendi, gefur okkur sem eftir lifum hér á jörð, kraft og styrk til að horfa fram á veginn með gengna slóð í huga að draga af lærdóm. Sigurður Jónsson Helga systir dáin. En hvað það getur verið fjarrænt að trúa því, svo kát og hress í anda sem hún var hvenær sem við hittum hana eða fengum bréf frá henni, allan þann tíma sem sjúkdómurinn þjáði hana. Hún kvartaði aldrei. Hún elskaði lífið í allri sinni dýrð og unni öllu fögru í náttúrunni, elskaði söng og naut þess að dansa, enda fögur kona og þroskuð til að takast á við vandann sem lífið getur boðið upp á, í sorg og gleði. Hún elskaði börnin sin og var þeim fyrirmynd í þroska þeirra. Unni tengdasyni sínum og barnabörnunum, enda dáðu þau hana og amma svo góð. Litla Sigga Rós fór til ömmu með mömmu sinni og voru þær með Guðmundi og Díönu hjá ömmu þar til yfir lauk. Þá sagði litla ljósið hennar ömmu: „Nú er amma orðin frísk," þvílíkt sak- leysi og umhyggja var hjá litlu telpunni, en heima biðu Óskar og Helgi hjá annarri ömmu og afa sem fylgdust með úr fjarska, gengu um hljóðir og vonuðu að ömmu þeirra batnaði fljótt. Nú svo hann pabbi þeirra sem var stoð okkar allra, studdi og hvatti, enda gull af manni. Elsku Esther, Siggi, Guðmund- ur, Díana, Helgi, Óskar og Sigga Rós, okkar óskir ykkur til handa að Guð gefi ykkur styrk til að lifa sátt við það sem er óumflýjanlegt og trúa að nú líði Helgu vel. Við þráum öll að vera eins styrk og sterk og Helga systir var. Guð gefi að henni líði vel. Aðdáun okkar á Helga. Systkinin frá Merki Æskulýðsdagur- inn í Seljasókn Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar, sem er fyrsta sunnudag í mars, verð- ur sérstök dagskrá í Seljasókn. Að morgni verða harnaguðsþjónusturn- ar eins og venjulega kl. 10.30, bæði í Ölduselsskólanum og á Seljabraut 54. Kl. 14 verður sunnudagsguðs- þjónustan á sínum venjulega stað í Ölduselsskólanum, en um kvöldið verður samkoma þar, sem hefst kl. 20.30. Er sú samkoma kölluð fjöl- skyldusamvera vegna þess að áherslan verður lögð á að fjöl- skyldurnar geti komið þar og tekið sameiginlega þátt i helgihaldi. Á þeirri samkomu mun Æskulýðs- kór KFUM og K syngja, en sá kór hefur getið sér mjög gott orð und- ir stjórn Sigrúnar Huldar Jónas- dóttur. Þá mun sönghópurinn Rhema syngja, en það er hópur fólks, að stórum hluta til úr söfnuðinum, sem syngur létt lög við gítarund- irleik. Iæsið verður upp og fluttur helgileikur auk þess, sem mikill almennur söngur verður við allra hæfi. Loks mun sr. Jón Bjarman flytja hugleiðingu. t Þökkum innilega auösynda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- tör eiginmanns míns, fööur, fósturtööur, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓHANNS SIGGEIRSSONAR, Hagamel 25. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 1.A Landa- kotspítala. Ásdía Eiríksdóttir, Hörður Jóhannsson, Sigríóur G.B. Einarsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Björn T. Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.