Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Eru skattgreiðendur réttlaus dráttardýr? Hugleiðingar í tilefni frumvarps um skyldusparnað Eftir Svein Jónsson Boðað hefur verið að störfum Alþingis að þessu sinni ljúki um næstu mánaðamót. Á þessum síðustu dögum þingsins er komið fram stjórnarfrumvarp um „verðtryggðan skyldusparnað á árinu 1982 vegna Byggingarsjóðs ríkisins". Hér er á ferðinni mjög umdeilt mál og vekur það vissu- lega furðu að því skuli skellt inn á þing hálfum mánuði fyrir ráð- gerð þingslit og til þess ætlast að það verði að lögum. Frumvarpið hefur þegar verið nokkuð rætt í fjölmiðlum en rík ástæða er til að vekja frekari athygli skatt- greiðenda á þessu umdeilda máli. Eftirfarandi hugleiðingar eru settar fram í þeim tilgangi. Er skyldusparnaðurinn skattur eða nauðsyn- leg fjárvarsla? Er nokkur ástæða til að hefja umræður um þennan ráðgerða skyldusparnað? Er ríkisvaldið ekki með þessum hætti að veita þá nauðsynlegu þjónustu að taka í örugga vörslu fé þeirra, sem ekki kunna með það að fara? Á ekki að skila fénu aftur eftir rúmlega þrjú ár með fyllstu vöxtum þegar eigendur þess eru orðnir þroskaðri og kunna fótum sínum forráð?" Lítum á staðreyndir málsins. í fyrsta lagi er ljóst að skyldu- sparnaður er þvingunaraðgerð sem rýrir þann hluta teknanna sem einstaklingar og atvinnu- fyrirtæki hafa til frjálsrar ráðstöfunar. Að því leyti eru áhrif hans þau sömu og áhrif skattlagningar. I öðru lagi leiðir athugun á frumvarpinu í ljós að þessi þvingunaraðgerð er þess eðlis að sá sem fyrir þvingun verður tap- ar á því að afhenda fé í hendur ríkisins. Þetta stafar af því að fyrirhuguð ávöxtunarkjör skyldusparnaðarins eru ófull- nægjandi og til dæmis töluvert verri en boðin eru þeim sem kaupa spariskírteini ríkisins á frjálsum markaði. Það er eitt af mörgum dæmum um réttleysi þeirra sem verða fyrir fjárþving- unum af hálfu ríksins að þeim sem með ríkisvaldið fara detti ekki í hug að bjóða þolendum skyldusparnaðar sömu kjör og boðin eru kaupendum spariskírt- eina í margendurteknum gylli- auglýsingum í fjölmiðlum. Þetta atriði sýnir að skyldusparnaður- inn veldur umtalsverðri eigna- upptöku og er því óumdeild skattheimta sem því nemur. I þriðja lagi hlýtur það að rifj- ast upp við lestur á frumvarpinu að fyrir því eru fleiri dæmi en upp verða talin að nái ríkisvaldið í litlafingurinn er höndin öll í hættu. Tímabundnar og óveru- legar álögur hafa svo til alltaf orðið fastar álögur og hafa auk- ist stig af stigi. Nái fyrirhugaður skyldusparnaður samþykki Al- þingis dettur engum annað í hug en að hann verði framlengdur að ári liðnu og lögfestur til fram- búðar innan tíðar. Þegar svo væri komið, og búið væri að venja skattgreiðendur við þessa innheimtu, væru yfirgnæfandi líkur á að skyldusparnaðinum Sveinn Jónsson yrði formlega breytt í skatt á „hátekjumenn". Af þessum þremur ástæðum hljóta skattgreiðendur að gera lítinn greinarmun á því hvort þessi fjárþvingunaraðgerð ríkis- ins er í dag kölluð skyldusparn- aður eða skattlagning. Afturvirkar álögur eru óhæfar Eitt af meginákvæðum skyldusparnaðarfrumvarpsins hljóðar þannig: “Fjárhæð skyldusparnaðar reiknast af tekjuskattsstofni tekjuársins 1982." Fyririrhugaðar álögur eru með öðrum orðum afturvirkar. Það á að koma aftan að þeim sem afhenda skulu fjármuni sína. Forsvarsmenn ríkisvalds- ins haga sér í þessu efni eins og krakkar sem ekki vilja hlýta settum leikreglum. Þeir segja við skattgreiðendur tæpum fjór- um mánuðum eftir lok tekjuárs- ins: Gildandi lög á árinu 1981 um álögur til hins opinbera voru bara ómark. Valdið er okkar og við búum til nýjar leikreglur sem gera okkar hlut í tekjum lið- ins árs stærri en annars hefði orðið. þið getið sjálfum ykkur um kennt ef þið voruð svo ein- faldir að treysta gildandi löggjöf og öfluðuð tekna á þeim forsend- um. Forsvarsmenn ríkisvaldsins hafa ekki minnstu áhyggjur af því að skattgreiðendur eru þegar búnir að ráðstafa tekjum síðast- liðins árs með hliðsjón af gild- andi skattalögum. Sumir hafa staðið í húsbyggingu og varið til þess hverri krónu sem þeir áttu aflögu. Aðrir hafa keypt spari- skírteini fyrir það sem afgangs var. Sumir hafa verið að safna fé til að fara til framhaldsnáms á þessu ári. Þannig mætti lengi telja. En höfundar skyldusparn- aðarfrumvarpsins hafa greini- lega ekki neinn skilning á greiðslugetu þessa fólks. Aftur- virkum skyldusparnaði skal skil- að í ríkiskassann, með góðu eða illu. Síendurteknar afturvirkar álögur og íþyngjandi breytingar á skattalögum hafa verið eitt gleggsta dæmið um réttleysi skattgreiðenda. Skilningur hefur þó farið vaxandi á nauðsyn þess að koma í veg fyrir álögur af þessu tagi og á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni í þessu skyni. Frumvarpið var endurflutt á yf- irstandandi þingi en eitthvað hefur vafist fyrir háttvirtum þingmönnum að taka afstöðu til málsins. Sú afturvirkni sem felst í fyrirliggjandi frumvarpi um skyldusparnað ætti ein sér að nægja til að það verði kolfellt. En margt fleira dæmir frum- varpið úr leik eins og nú skal að vikið. Eru framtaldar tekjur nothæfur grundvöliur fyrir hækkaðar álögur? Það þarf vissulega mikið hug- rekki og sérstæða réttlætisvit- und til að hækka þær álögur sem miðast við framtaldar tekjur til skattyfirvalda. Það er opinbert leyndarmál að umfang skatt- svika hefur farið stórvaxandi um allan heim sem afleiðing aukinn- ar skattheimtu. Furðustór hluti af efnahagsstarfsemi ýmissa þjóða er nú kominn „undir jörð- ina“ í skattalegu tilliti. Hér á landi hafa helstu skattapostularnir brugðist við ábendingum um þessa staðreynd með tvennum hætti. Annas veg- ar hafa þeir sakað þá, sem kveð- ið hafa upp úr með tilvist skattsvika, um það að hafa sam- úð með skattsvikurunum! Hins vegar hafa þeir heimtað fleiri skattrannsóknarmenn, harðari eftirlitsaðgerðir og strangari refsingar. Þessi viðbrögð helstu boðbera skattheimtustefnunnar sýna þá tilhneigingu þeirra að forðast málefnalegar umræður um skattamál en grípa í staðinn til persónuníðs. Einnig sýna þessi viðbrögð hvert við stefnum með hinni skefjalausu og vaxandi skattheimtu sem ofbýður rétt- lætisvitund almennings. Við stefnum hægt og sígandi í átt til lögregluríkisins þar sem allur réttur og allt vald er í höndum fárra útvaldra. Skattsvikin eru því miður staðreynd og þau lagast ekki nema tekin verði upp hóflegri skattheimta en viðgengist hefur um alllangt skeið. Því skal ekki trúað að meirihluti Alþingis telji það verjandi að hækka álögur á framtaldan tekjuskattsstofn við núverandi aðstæður. Ósiðlegur og villandi áróður Helsta áróðursatriði hörðustu stuðningsmanna umrædds frum- varps virðist vera það að skyldu- sparnaðurinn muni aöeins ná til um 5% framteljenda (annarra en lögaðila). Þetta kann að hljóma vel í eyrum kjósenda en hvernig er siðferðið sem í þess- ari fullyrðingu felst. Ef við hugs- um málið verður ljóst að fram- angreinda staðhæfingu má um- orða þannig: Við erum að kaupa okkur pólitískan stuðning þeirra mörgu sem á næstu árum eign- ast sína fyrstu íbúð og þurfa að leita til hins almenna húsnæðis- lánakerfis um lán í því sam- bandi. Þið, kjósendur okkar, þurfið ekki að óttast að við leggj- um neinar kvaðir á ykkur í þessu „Er nokkur ástæða til að hefja umræður um þennan ráðgerða skyldusparnað? Er ríkisvaldið ekki með þessum hætti að veita þá nauðsynlegu þjónustu að taka í örugga vörslu fé þeirra, sem ekki kunna með það að fara? Á ekki að skila fénu aftur eftir rúmlega þrjú ár með fyllstu vöxtum þegar eig- endur þess eru orðnir þroskaðri og kunna fótum sínum forráð?“ skyni. Ætlun okkar er að vísu sú að leggja afturvirkar kvaðir á um 8000 skattgreiðendur en til- tölulega fáir þeirra eru úr hópi okkar stuðningsmanna svo að þetta er allt í besta lagi. En það er annað við þetta áróðursatriði að athuga. Full- yrðingin segir ekki allt sem segja þarf og er því villandi. Framteljendur í landinu eru að vísu um 160.000 og 8.000 er vissu- lega 5% af þeirri tölu. En stór hluti framteljenda vinnur störf sem ekki eru háð skattskyldu eða eru tekjuskattsfrjálsir af öðrum ástæðum. I þessum hópi eru til dæmis heimavinnandi húsmæður ásamt miklum fjölda námsmanna og lífeyrisþega. Við úrvinnslu skattframtlaa er framteljendum gjarnan skipt í fjóra hópa: Kvænta karla, giftar konur, einstæða foreldra og aðra einstaklinga. Skyldusparnaður- inn yrði fyrst og fremst lagður á framtaldar tekjur kvæntra karla en í sáralitlum mæli á aðra hópa framteljenda. Samkvæmt laus- legri áætlun mundu um 15% allra kvænta karla greiða fyrir- hugaðar álögur og þetta hlutfall yrði að sjálfsögðu mun hærra ef einungis væri miðað við þá sem eru í fullu starfi. Upplýsingar vantar til að unnt sé að áætla þá hlutfallstölu. Hvernig á að mæta lánsfjárþörf húsbyggjenda? Reynt hefur verið á blygðun- arlausan hátt að afla umræddu ólánsfrumvarpi stuðnings með því að vísa til lánsfjárvanda hús- byggjenda. Hér er ekki rúm til að ræða sem skyldi þessa hlið málsins og verða fáeinar athuga- semdir að nægja. Fjáröflun til Byggingarsjóðs rikisins og annarra lánasjóða ætti, þegar stofnframlögum sleppir, að vera fyrst og fremst í formi lánsfjáröflunar á frjálsum lánamarkaði. Skattheimta, skyldusparnaður og aðrar lög- þvinganir eru aðferðir sem hefur verið beitt í allt of ríkum mæli til að byggja upp eigið fé og út- lánagetu lánasjóða hérlendis samhliða því að útlánin hafa langtímum saman verið veitt með niðurgreiddum kjörum, þ.e.a.s. undir markaðsvöxtum. Flestir hafa nú áttað sig á þeim stórfelldu ágöllum og misrétti sem fylgt hefur þessu fyrir- komulagi og horfið hefur verið frá því á ýmsum sviðum. Því skal ekki neitað að niður- greidd útlánastarfsemi, og sér- stök fjáröflun í því skyni, getur átt rétt á sér í undantekningar- tilvikum til tekjujöfnunar að vissu marki eða til sérstakra framkvæmda. En slíku er ekki til að dreifa í því frumvarpi sem hér er til umræðu. Þeir sem eru að eignast íbúð í fyrsta sinni eru vissulega alls góðs maklegir en lánsfjárþörf þeirra verður að leysa á frjálsum lánamarkaði og án þess að ganga frekar en orðið er á grundvallarréttindi og eign- ir þeirra sem bera skattbyrðina hér á landi. Ætla má að flestir átti sig á þessum einföldu staðreyndum ef þeir gefa sér tíma til að hugsa um þær. En ástæða er þó til að líta að lokum stuttlega á stöðu skattgreiðenda í þjóðfélagi nú- tímans. Eru skattgreiðendur rétt- laus dráttardýr? I þjóðfélagsþróun síðustu ára- tuga um heim all'an hefur skattgreiðandinn verið í hlut- verki þolandans. Á hann hafa verið lagðar auknar byrðar ár frá ári án þess að spurt væri um greiðslugetu hans og gjaldþol. Hér á landi hefur skattbyrðin til dæmis næstum tvöfaldast á ein- ungis þrjátíu árum. Þetta er ótrúlegt en staðreynd engu að síður. Skattgreiðandinn er það dráttardýr sem látið er draga sí- fellt þyngra hlass opinberra út- gjalda. Osanngjörnum kröfum ýmissa þrýstihópa, margvísleg- um tilbúnum efnahagsvanda, vaxandi kostnaði við atkvæða- veiðar stjórnmálamanna, öllu þessu og ótalmörgu öðru er hik- laust bætt á þann vagn sem skattgreiðendur draga. En hvers vegna láta skatt- greiðendur fara svona með sig? Eru þeir ef til vill ekki aðeins dráttardýr heldur réttlaus dráttardýr í nútímaþjóðfélagi sem hljóta að beygja sig í duftið fyrir herrum sínum? Þrátt fyrir alla almenna rétt- arvernd í vestrænum þjóðfélög- um er allt of margt sem rennir stoðum undir þá staðhæfingu að skattgreiðandanum megi líkja við réttlaust dráttardýr. Hér á undan hafa verið nefnd skýr dæmi um réttleysi hans og um- komuleysi. Örfá dæmi til viðbót- ar skulu nefnd. Af nógu er að taka. Hvaða hald hafa skattgreið- endur til dæmis haft í 67. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttarins? Hver spyr í alvöru um getu manna til að greiða þau háu og sífellt hækkandi gjöld sem lögð eru á margvíslegar nauðsynja- vörur almennings (aðflutn- ingsgjöld, söluskattur o.s.frv.)? hver spyr um rétt þess sem legg- ur á sig nætur- og helgidaga- vinnu þegar bróðurparturinn af yfirvinnutekjunum er gerður upptækur í opinbera sjóði? Hver spyr um rétt eftirlifandi maka til að búa áfram í íbúð sinni þeg- ar innheimta eignarskatta og fasteignagjalda neyða hann til að selja íbúðina til að geta greitt þessar álögur. Hver spyr um rétt þeirra sem atvinnurekstur stunda og verða að greiða að- stöðugjald og fleiri opinber gjöld jafnvel þótt tap sé á rekstrinum? Þannig mætti lengi spyrja. í dýraverndarlögum, nr. 21/1957, segir meðal annars: „Óheimilt er að ofbjóða þoli dýra við vinnu eða rekstur eða með öðrum hætti.“ Er ekki kominn tími til að veita skattgreiðend- um, dráttardýrum nútímaþjóð- félagsins, hliðstæða vernd og hér er kveðið á um, þannig að tryggt sé að gjaldþoli þeirra sé ekki ofboðið af herrum þeirra og hús- bændum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.