Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 Uppgræðsla vegna Blönduvirkjunar Eftir dr. Björn Sigurbjörnsson í blaði yðar 30. apríl sl. birtist bréf til mín frá Gunnari Oddssyni frá Flatartungu og Magnúsi Óskarssyni frá Sölva- nesi. Er það í framhaldi af svari sem ég birti í Morgunblaðinu 6. apríl við fyrirspurnum þeirra. Mér þykir miður að greinarhöf- undur skuli hafa reynt að lítils- virða stofnun mína, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, en starfsfólk hennar hefur um ára- tugi unnið að landgræðslu- og uppgræðslurannsóknum í þessu landi og nær öll okkar þekking á þessu sviði byggist á þeim rann- sóknum. Þetta bréf er því höf- undum sínum og þeim sem virðist hafa stutt við penna þeirra til lít- ils sóma og raunar af þeirri ástæðu varla svaravert. Því miður virðast bréfritararn- ir annaðhvort ekki hafa skilið svör mín eða þeir hafa ákveðið að taka ekki mark á þeim. Nægir að nefna að þeir spyrja hverjir þeir fjórir hafi verið sem fóru yfir út- reikninga Ólafs Dýrmundssonar og endurskoðuðu tölurnar í sam- bandi við virkjunarleiðirnar og gefa í skyn að ég vilji halda því leyndu. Eg upplýsti þetta þó í svari mínu í Morgunblaðinu 6. apríl sl. og endurtek hér að það „Mér er raun að því að eiga í ritdeilum við menn sem ekki virða staðreyndir í málflutn- ingi sínum en kjósa fremur að reyna að lítil- lækka mótherja sinn með rakalausum og persónulegum svívirð- ingum og óhróðri.“ vorum við Sveinn Runólfsson, Ingvi Þorsteinsson og Ólafur Guðmundsson. Allar tölur sem ég notaði voru frá sameiginlegri endurskoðun okkar á þessum út- reikningum. Það eru aðeins tvö atriði sem Gunnar og Magnús bera fyrir brjósti í grein sinni. Báðum atrið- um hafði ég svarað vendilega í grein minni en tel þó vissara að árétta hér. í fyrsta lagi að ég noti aðrar tölur um landstærðir, landgæði og uppgræðslu en Ingvi Þor- steinsson og Sveinn Runólfsson og að þeirra tölur séu trúverðugri en mínar. Ég vil því endurtaka og undirstrika að allar tölur sem ég notaði í útvarpinu og í svari mínu (að undanskildu reiknuðum arði af framlögðum stofnkostnaði) voru reiknaðar af okkur Sveini og Ingva sameiginlega, enda bar ég tölurnar undir þá áður en ég birti svarið í Morgunblaðinu. Þar að auki sýnist mér flestar þær tölur sem Gunnar og Magnús vitna í vera komnar frá minni stofnun á ýmsum tímum, og birt- ar í ýmsu samhengi, enda hefur hún staðið að nær öllum rann- sóknum á þessu sviði. En óvanir eiga oft erfitt með að átta sig á slíkum tölum. Hitt atriðið snertir áform um uppgræðslu vegna gróðurlendis sem fer undir vatn. Það er erfitt að henda reiður á málflutningi þeirra Gunnars og Magnúsar varðandi þetta atriði Dr. Björn Sigurbjörnsson og sérstaklega af hverju og á hvern þeir eru að deila. Eins og fram kom í svari mínu standa þrjár stofnanir saman að uppgræðsluáætluninni og þar að lútandi tilraunum. Það eru Land- græðsla ríkisins, sem sér um framkvæmdir uppgræðslunnar (ekki RALA eða undirritaður eins og bréfritarar eru að hneykslast á), Rannsóknastofnun landbúnaðarins sem sér um til- raunir, athuganir og mælingar og ráðleggur Landgræðslunni um fræ, áburð og fleira ásamt Bún- aðarfélagi íslands sem er með til frekara ráðuneytis. Samkomulag um þetta er undirritað af öllum aðilum og sé ég ekki hvaða máli skiptir hvenær þetta samkomu- lag var gert, en get upplýst að það var gert strax eftir að RARIK óskaði eftir þessum aðgerðum vegna fyrirhugaðrar Blöndu- virkjunar. Það væri of langt mál að rekja allar þær sáningartilraunir sem gerðar hafa verið á öræfum ís- lands og lýsa niðurstöðum þeirra, en það er einmitt af þeirri reynslu sem við vitum að þótt unnt sé að græða upp land á há- lendinu, þá er það ekkert áhlaupaverk, enda eru í Blöndu- samningunum margir varnaglar um uppgræðsluna sem Land- græðslan á að framkvæma. Það er sama hvaða virkjunarleið verður valin; þær yrðu allar háð- ar því að græða upp stór, gróður- lítil eða gróðurlaus svæði á há- lendinu og er það í anda sam- þykktar Náttúruverndarþings um að grætt sé upp land í stað þess sem fer undir vatn. Ég og stofnun mín mun aðstoða Landgræðslu ríkisins af fremsta megni til þess að uppgræðslu- áformin geti orðið að veruleika og að einhverju leyti bætt þann skaða sem verður óhjákvæmilega þegar hluti af gróðurlendum heiðanna á þessu svæði fara und- ir vatn. Mér er raun að því að eiga í ritdeilum við menn sem ekki virða staðreyndir í málflutningi sínum en kjósa fremur að reyna að lítillækka mótherja sinn með rakalausum og persónulegum sví- virðingum og óhróðri. Þessari deilu er því hér með lokið af minni hálfu og frekari áburði af hálfu greinarhöíunda verður látið ósvarað af mér. Með þökk fyrir birtinguna. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri, Kann.HÓknJLstofnunar landbúnaóarinn. Þankar við þinglausnir_Fréttaskýring Trúnaðarbrestur í stjómarlíði Verkstjórn þingstarfa ábótavant Þingið og þjóðin Alþingi er þjóðkjörið. Fram- bjóðendur flokka eru flestir valdir í prófkjörum og þingmenn við frjálsar leynilegar kosningar. Það er því ekki úr vegi að álykta sem svo að þingið sé eins konar þverskurður eða spegilmynd af þjóðinni, kjósendum. Þingmenn eru vinnuhópur, sem telur 60 einstaklinga. Máltækið segir að „svo margt sé sinnið sem skinnið". Ætla verður þó, að þrátt fyrir mismundandi þekkingarsvið og starfshæfni einstakra þing- manna séu þingsæti ýmist vel skipuð eða sæmilega. Annað væri vanmat á valhæfni almennings, minni og þinni — eða er ekki svo? Ekki treysti ég mér til að vera ámóta jákvæður um verkstjórn þingsins. Viðfangsefnum þess, margvíslegum, sem að drjúgum hluta eru búin í hendur þess af ríkisstjórn á hverjum tíma, er síð- ur en svo dreift jafnt á starfstím- ann, þann veg að hann og starfskrafturinn nýtist sem bezt. Eyður eru á stundum í starfstíma þess, einkum framan af þingi. Hinsvegar er fjölmörgum stórum, vandmeðförnum og timafrekum málum hrúgað inn í þingið á síð- ustu vikum — jafnvel síðustu starfsdögum — þess, sem ekki vinnst tími til að skoða sem vert væri, þó lokaafgreiðslu sé krafizt. Þetta hefur lengi gengið svo en hefur farið ört versnandi. Slíkir starfshættir flausturs og flýtis leiða síður til vandaðra vinnuþragða. Þeim, sem fylgjast grannt með þingstörfum, þykir það þó nokkur bót, að þingdeildir eru tvær. Síðari þingdeild sníðir oft vankanta af málum. Það er því ekki allt unnið með því, sem ýmissa hugur stendur til, að gera Alþingi að einni málstofu. Hætt er og Við að þrengt verði að málgleði þingmanna í einni málstofu — frá því sem nú er þegar fundað er í tveimur þingdeildum samtímis. Það verður heldur ekki með góðu móti réttlætt, hve ríkisstjórn og jafnvel einstakir þingmenn leggja mikið kapp á það að þing kveðji með vetri. Þingmenn eru ársmenn í starfi og engin goðgá þó Alþingi standi út maímánuð, jafn- vel lengur, ef ljúka þarf viðamikl- um og vandmeðförnum málum. Engan veginn skal þó dregið úr þýðingu þess, að þingmenn verji nokkrum mánuðum árlega í það að kynnast mönnum og málefnum í kjördæmum sínum. Þingflokkarnir Alþingi íslendinga, 104. löggjaf- arþingi, sem nýlokið er, hélt 274 þingfundi, ef allt er talið, bæði fundir þingdeilda og Sameinaðs þings, en starfsdagar þess vóru 149. Fundir vóru þó verulega fleiri. Ótaldir eru allir þing- nefndafundir, en sumar þeirra, einkum fjárveitinganefnd, sem hefur veg og vanda af undirbún- ingi fjárlaga, sinna umfangsmikl- um umfjöllunarstörfum. Einn veigamesti þátturinn í störfum þingsins eru fundir þing- flokka. Þingmál fá ekki síður um- fjöllun í þingflokkum en þing- deildum. Þingflokkar vinna oft stór mál frá upphafi: gagnasöfn- un, frumvarpssmíð og tillögugerð að þingsályktunum, ásamt ítarleg- um greinargerðum, með margvís- legum upplýsingum og fróðleik. I sumum tilfellum er ótrúlega mikil Matvælafræði: Vísindagrein framtíðarinnar Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent „Getið þið matvælafræðingarn- ir ekki komið í veg fyrir að verið sé að framleiða óholl matvæli eins og hvíta sykurinn, hvíta hveitið og matarsaltið," var ég spurður á dögunum. Mér varð svarafátt. Tuldraði eitthvað um að matvælafræðingar væru ekki almáttugir og benti fyrirspyrjandanum á að ekki mætti setja hvítt hveiti í sama flokk og sykur og salt. En spurningin, jafnfáránleg og hún var, hélt samt áfram að skjóta upp kollinum uns hún varð tilefnið að þessari grein. Upphaf matvælavinnslu Næg fæða er ein af brýnustu frumþörfum okkar. Það er því ekki að undra þótt maðurinn færi snemma að reyna að vinna afurðir úr náttúrunnar ríki í hentugri mynd. Fyrstu skrefin í matvæla- vinnslu voru óburðug, en með hverri nýjung og uppgötvun óx manninum fiskur um hrygg. Varð þessi viðleitni vísirinn að mat- væjavinnslu nútímans. Á 18. og 19. öld gekk iðnbyltingin í garð. Var þá lagður grundvöllurinn að matvælaiðnaði nútímans með því að vinnslan fluttist af heimilum í verksmiðjur. Það verður að teljast sögulegt slys að á þessu mótunarskeiði mat- vælaiðnaðarins var næringarfræðin enn vanmáttug vísindagrein. Stærstu uppgötvanir á þessu sviði höfðu ekki enn séð dagsins ljós. Vítamínkenningin var ekki sett fram fyrr en árið 1912 og mikil- vægi trefjaefna var ekki staðfest fyrr en um 1970. Átti þessi töf eft- ir að draga dilk á eftir sér. Það var því ekki að undra þótt tæknileg sjónarmið væru allsráð- andi í matvælaiðnaði þar til komið var fram undir miðja þessa öld. Fram að þeim tíma átti fæðan að verða aðeins orka, útlit og bragð. Þá var ekki heldur neitt skrítið þótt í fyrstu væri litið á hvíta syk- urinn sem guðsgjöf. Hann var jú hrein orka, laus við öll aðskota- efni. Og ekki var liturinn og bragðið síðra. Nú vitum við að þessu er þveröfugt farið. Við syk- urhreinsun eru öll verðmætustu næringarefnin numin á brott með þeim afleiðingum að sykur er ein- hæfasta afurð sem við eigum völ á. Svipaða sögu er að segja um matarsaltið. Um aldaraðir hafði þessi fæðutegund verið í hávegum höfð. Nú var loks hægt að fá hana tandurhreina og ómengaða. Hvíta hveitið kom einnig fram á þessum tíma. Hýði og kím var skilið frá kjarnanum i sérstökum millum og notað til dýrafóðurs eða því fleygt. Gula litnum var eytt með aukaefnum. Núna, löngu seinna, stöndum við á öndinni yfir þessum afdrifa- ríku og sögulegu mistökum sem hafa átt svo mikinn þátt í að móta matvælaiðnaðinn í núverandi mynd. Umbætur í matvælaiðnaði Nær allar þær afurðir sem urðu til á uppgangsárum matvælaiðn- aðarins eru nú orðnar hluti af menningu og mataræði í iðnríkj- unum. Verður erfitt að snúa til baka. Því miður eiga margar þessar afurðir það sammerkt að vera orkurikar — oftast auðugar af fitu og sykri — en snauðar af bætiefn- um (vítamínum og steinefnum) og trefjaefnum. Matvæli af þessu tagi henta nú- tímamanninum illa vegna þess hve lítið hann reynir á sig líkamlega. Getur hann þvi borðað mun minna en forfeður hans og þarf þá mun kjarnbetra fæði. Sem dæmi um þessa öfugþróun má nefna að í sælgætisiðnaði er varla til ein einasta afurð sem telja má holla. Er dapurlegt að munaður skuli svo rækilega tengdur óhollustu. Þetta er þeim mun sárara þar sem innlendar rannsóknir hafa sýnt — svo ekki verður um villst — að margir íslendingar, einkum börn og unglingar, fá of lítið af sumum næringarefnum í fæði. Það er svo kapítuli út af fyrir sig að þessar afurðir skuli einkum finna sér leið — gegnum sjoppur og matvöruverslanir — til barna og unglinga, sem síst skyldu neyta þeirra. Það er inn í þetta umhverfi sem matvælafræðingar nútímans -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.