Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982 í raun orðið of seint að bjarga hitaveitunni fyr- ir næsta vetur eftir Elínu Páimadóttur Svo er nú komið fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, rúmum 50 árum eft- ir að fyrsta heitavatnsholan var boruð í Reykjavík og síðan þróuð af framsýni þar til hún þjónaði 98,4% af íbúunum á öllu hita- veitusvæði hennar, að ekkert ann- að en máttarvöldin geta með hlýj- um vetri bjargað því að ekki komi til vatnsskorts á næsta vetri. I fyrravetur mátti engu muna þegar kuldakasti lauk, og nú verður hita- veitan enn verr undir veturinn bú- in. í fyrsta lagi vegna skipulegrar kyrkingar ríkisvaldsins á þessu besta fyrirtæki í landinu undan- farin ár með banni á því að Hita- veita Reykjavíkur geti aflað sér rekstrar- og uppbyggingarfjár með því að selja heita vatnið á kostnaðarverði. Og nú síðast vegna þess að svo lengi hefur verið dregið í borgarstjórn sjálfri að undirbúa í vor ráðstafanir til að bjarga málum, að útséð er um að hægt verði að bora nauðsynlega nýja holu og virkja hana fyrir vet- urinn. Það er komið í ljós nú, þegar á síðasta borgarstjórnarfundi fyrir kosningar er heimilað að bora tvær holur í Reykjavík til að fá viðbótarafl og tvær á Nesjavöllum vegna framtíðarvirkjunar, ef hægt verður að útvega lánsfé til þess, þá er orðið of seint að tryggja bor Elín Pálmadóttir nægilega snemma til þess að hægt verði að bora og virkja holu nægi- lega snemma fyrir veturinn. Jarðboranir höfðu tilkynnt, að Reykjavíkurborg yrði að vera búin að ákveða sig fyrir 6. apríl, ætlaði hún að fá borun í sumar. Þar sem ekki er búið að fá lánið, er það í rauninni varla ákveðið ennþá. Þegar loks var ljóst í síðustu viku, að heimild er fyrir því að taka lán- ið, er svo komið, að áhöfnin á bornum hefur verið færð í annað verkefni á öðrum bor, Jötni, til að bora 3 holur fyrir norðan og leggja á meðan þeim bornum sem hér getur unnið, og ekki hægt með þjálfuðu liði að byrja hér boranir fyrr en í september. Þótt takist að bora eina holu á hvorum stað, tel- ur hitaveitustjóri varla mögulegt að virkja holuna í Reykjavík og taka í not fyrir veturinn. Ekki þætti þetta björgulegt ef húsráð- endur á heimili sýndu slíkt fyrir- hyKftjuleysi og settu sig í slíkan vanda á þessu kalda landi. Svona er nú fyrir misstjórnun komið fyrir besta og skynsamleg- asta fyrirtækinu í landinu, sem byggt var upp og þróað af mikilli forsjáini, jafnvel á tímum þegar minna var um fé í þessu landi en þó er nú. Þetta viðfangsefni var í áraraðir látið hafa forgang hjá borgaryfirvöldum, sem ekki var neitt sjálfsagt þegar margt brýnt verkefni þurfti að leysa hér í borg, því markmiði þannig náð að hita öll hús með heitu vatni sem hægt er og hafa nægt vatn fyrir ný- byggingar og fyrir nágrannasveit- arfélög áður en olíukreppan skall á. Síðasta áratug hefur ríkisvaldið þrengt kosti Hitaveitunnar með verðstöðvun, og síðustu árin hefur verið svo að henni þrengt — vegna allt annarra og óskyldra mark- miða en að sjá fólki í þessu landi fyrir hagstæöum hita — að síðan 1976 hefur hún ekki haft fyrir rekstri af afnotagjöldum sínum. Og ekki hefur verið endurnýjaður nú á undanförnum árum einn ein- asti götuspotti í gamla kerfinu, svo að bilanir fara svo í vöxt að hitaveitumenn geta varla lengur annað þeim. Er þetta nokkurt vit í landi norður við heimskautsbaug og á svæði þar sem býr meira en helmingur þjóðarinnar? Á meðan sitja nefndir á vegum iðnaðar- ráðuneytis og velta fyrir sér að- ferðum og möguleikum á að skatt- leggja þennan orkugjafa hér i Reykjavík til niðurgreiðslu á ann- arri og dýrari hitun í stað þess að leyfa fólkinu sjálfu með vatns- kaupum sínum að byggja hana upp. Fulltrúar allra flokka í borgar- stjórn eru sammála um og þar ekki ágreiningur, að hitaveitan verði að fá 43% hækkun á gjaldi 1. júní, ef hún á að lifa af og halda áfram að veita og tryggja fólki á hitaveitusvæðinu, helmingi lands- manna, hitaveituvatn til upphit- unar nú og á næstu árum. Síðasta neyðarkalli var mætt i iðnaðar- ráðuneytinu með náðarsamlegri viðurkenningu á 17% hækkun. Þetta hefði ekki þurft að vera svona mikil hækkun, ef skynsam- lega hefði verið farið að. Þegar hitaveitan þurfti að fara í stór- framkvæmdir, m.a. með nýrri að- allögn frá Reykjum, var hægt og skynsamlegt að stækka markað- inn til nágrannasveitarfélaga. Og hefði ríkisvaldið ekki skipt sér af og vatnið verið selt á kostnaðar- verði, var reiknað út að það gæti orðið 12%*ódýrara á öllu svæðinu með stærri markaði til Hafnar- fjarðar og Garðabæjar, og liklega nú orðið 30% ódýrara upphitun- arvatn. En með því að herða svona kyrkingarólina og láta Reykvík- inga í raun greiða niður heita vatnið og taka erfið lán sem greiða þarf af, er nú svo komið, að ríkis- valdið neyðir þá til að selja vatnið til nágrannasveitarfélaganna und- ir kostnaðarverði. og greiða niður heita vatnið þangað, sem þessi sveitarfélög kæra sit ekki um og vilja ekki. Hvernig er hægt að koma málum í meira klúður? Og nú síðast, þegar svo er kom- ið, að ekki má gera langt kulda- kast næsta vetur, svo að ekki verði skortur á heitu vatni, þverneitar iðnaðarráðuneytið nokkurri til- slökun um gjaldskrá. Og Reykja- víkurborg er svo sein að trúa þvi- líkri þvermóðsku, að málum verð- ur ekki bjargað. Við verðum bara að setja von okkar á þá sem veðr- um ráða og skipta um stjórnendur Bláfjöll eru eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga og bæjarfélaganna í næsta nágrenni við Rvk. Enda býður skíðaíþróttin upp á þátttöku allrar fjölskyldunnar saman. Bláfjallasvæðið var tryggt með samvinnu sveitarfélaganna i tið Sjálfstæðisfiokksins uppúr 1970 og svo mikið lá á að byrja að nýta svæðið að Reykjavíkurskáli var byggður áður en fólkvangurinn var formlega stofnaður. Þá þegar var farið að huga að stærra og glæsilegra húsi og var Manfreð Vilhjálmsson arkitekt ráðinn 1978 í tíð Elínar Pálmadóttur þáverandi formanns Bláfjallanefndar. öll uppbygging f Bláfjöllum varð strax forgangsverkefni í borgarstjórn og hefur hún verið ótrúlega hröð, þó að enn megi bæta um betur vegna vinsælda staðarins. Munurinn er mikill Eftir Björgu Einarsdóttur Oft er því haldið fram að enginn munur sé á stefnu stjórn- málaflokkanna. í þessu felst mikil mistúlkun. Grundvallar- munur er á miðstýringu og áætlanabúskap og frjálsu framtaki og markaðsbúskap. Samsteypustjórnir Munur á stjórnmálastefnum kemur ekki alltaf nægjanlega skýrt fram í stjórnarathöfnum. einn Björg Einarsdóttir Hér á landi hefur enginn flokkur fengið meiri hluta í kosn- ingum, enda þótt Sjálfstæðis- flokkurinn hafi komist næst því, þegar meira en 40% kjósenda greiddu honum atkvæði. Af þessu leiðir, að hér hafa lengst af verið samsteypustjórnir og þeir flokkar, sem mynda meiri- hluta hverju sinni gert með sér sáttmála til að byggja stjórnar- athafnir á. í slíku samstarfi er óhjákvæmilegt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða þeirra flokka, sem eiga í hlut. Hversu langt er gengið til móts við slík stefnumið fer þá væntanlega eftir pólitiskum styrk stjórnarflokkanna. Blöskri kjósendum miðjumoðið snýr það að þeim sjálfum og því, hvernig þeir gerðu upp hug sinn í undan- gengnum kosningum. Kosiö um meginstefnur I kjörklefanum er valið um meginstefnur og brýnt að fólk hafi gangskör Umsjón: Ásdís J. Rafnar Erna Hauksdóttir á hreinu hverjar þær eru. í fáum orðum mætti segja að um hrygg brotni varðandi fjármagnið. Á að safna arðinum af starfi lands- manna saman á einn stað, í einn sjóð, og deila honum síðan út það- an — eða skal stuðla að því, að hver og einn ráðstafi sjálfur sem mestu af eigin aflafé. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á frjálst framtak einstaklinganna og markaðsbúskap, aukna verð- mætasköpun sem forsendu bættra lífskjara og viðskiptahætti, þar sem hagur beggja, neytenda og framleiðenda, er í heiðri hafður. Og að framleiðslunni sé komið í verð á erlendum og innlendum mörkuðum. Svigrúm einstaklinganna og samtaka þeirra til að nýta hug- kvæmni sína og þekkingu, sam- fara raunhæfri vaxtastefnu, tryggir hreyfingu fjármagnsins og stuðlar að myndun sparifjár. Forsjárstefna er lítilsvirðing Skipting verðmætanna er slíkt kappsmál fyrir sósíalista, að með tímanum vill þeim gleymast að afla þeirra. Þess vegna er stöðnun og afturför einkenni á stjórnar- háttum kommúnista þegar til lengdar lætur. Formúla þeirra er að taka sem mest af tekjum manna í beinum sköttum og mynda af þeim digra opinbera sjóði — sveitarsjóði og ríkissjóð. Fáir útvaldir eru síðan settir til að ráðstafa fénu, settir til að hafa vit fyrir fólki. í raun er slík forsjá einhver mesta lítilsvirðing, sem hægt er að sýna þegnunum. Fólki er bein- línis tilkynnt með þessu, að það kunni ekki fótum sínum forráð, einhverjir aðrir viti betur hvað hverjum og einum sé fyrir bestu. Skilyrði til sjálfstæðra athafna skipta mestu máli, að hver sem hefur til þess burði og stendur fram úr hnefa fái staðið á eigin fótum af eigin rammleik, en sam- eiginlega sé stutt við bakið á þeim sem fara halloka. Stefna í hnotskurn Stundum er sagt að vænlegra til útskýringa sé að segja dæmisögu en hafa uppi iangar orðræður. í hug mér kemur saga, sem alþekkt er í einu leppríkja Sovétmanna, þar sem skopið er oft eina vörn fólksins gegn ofstjórn valdhaf- anna. Á samyrkjubúinu höfðu áætlan- irnar meira en staðist og eftir árið fékk verkafólkið sinn deilda verð, 10 egg hver maður. Heim kominn hélt Pjotr fjölskyldu sinni dýrlega eggjaveislu og öll rómuðu þau kerfið. En ívan nágranni þeirra fór öðruvísi að. Hann lét heimilis- fólk sitt herða mittjsólina og setti egginn í útungun. í fyllingu tím- ans höfðu þau komið sér upp hænsnabúi og lífleg viðskipti hóf- ust. Þegar hér var komið sáu stjórn- völd sig knúin til að taka í taum- ana. Fiðurféð var gert upptækt og því slátrað á samyrkjubúinu, ívan sendur í útlegð fyrir andsósíaiískt athæfi, en Pjotr útnefndur hetja hins sósíalíska hversdagslífs. Hvað frásaga á borð við þessa segir vinum okkar í austurvegi veit ég ekki, en við skynjum í hnotskurn mismuninn á miðstýr- ingu og einkaframtaki. Annars vegar magafylli og hins vegar um- setning verðmæta. Dómur reynslunnar Undanfarin ár og mánuði hafa landsmenn mátt hlusta á einn af ráðherrum Alþýðubandalagsins klifa á því að nú skuli tekið frá þeim sem meira hafa og afhent þeim er minna hefðu. Fyrir utan það, að í tali sem þessu felst hótun um að gera suma að ölmusuþegum og einnig óréttlæti gagnvart þeim, sem hugsanlega hafa spjarað sig, þá er skiptaáráttan hér í algleym- ingi. I stað þess að koma fram með hugmyndir um hvernig unnt sé að skapa öllum, sem þess eru um- komnir, skilyrði til sjálfstæðra at- hafna og benda fólki á heppilegar leiðir til að auka aflafé sitt, þá liggur ráðamaðurinn sjálfbirg- ingslegur yfir deilingu. Niðurstaðan er líka sú, að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins ætla að hefja samninga um kaup og kjör, er minna til skiptanna en síðast þegar samið var. Þjóðar- framleiðslan hefur dregist saman og tekjur á mann minnkað. Kenn- ingin um stjórnarhætti kommún- ista, sem lýst var fyrr í þessari grein, sannast áþreifanlega á nú- verandi stjórnvöldum. Stöðnun og afturför hafa haldið innreið sína í íslenskt þjóðfélag. III! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.