Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 21 1. Þessi mynd er tekin fyrir aftan flugvélarflakið, en annað aðalhjól flugvélarinnar er í forgrunni. 2. Flak flugvélarinnar í Kistufelli í Esju. Niðaþoka var þegar mynd- in var tekin í gær, en flakið liggur á bergsyllu í 500—600 metra hæð í fjallinu. Til vinstri á myndinni má sjá klett, en raunar er þar berg- veggur sem er margra tuga metra hár. Hægra megin er snarbrött fjallshlíð. Myndin er tekin beint framan á vélina. 3. Á myndinni sést stélið, en fyrir miðri mynd má greina hvar vélin hefur skollið í klöppina. 4. Félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni á leið niður fjallið með eitt líkanna. Ferðin niður fjallið gekk seint vegna þess hve bratt var, einnig var jarðvegurinn laus í sér vegna mikilla rigninga. tfásmyndir: Krntján Örn Elínsson. Kristján Egilsson flugstjóri: Miklar líkur til þess að hægt heföi verið að afstýra flugslysinu borð eða eitthvað þessháttar. Þá er hægt með þessu tæki að vekja athygli á því að reyna þannig að forða slysi." — Hvernig kemur flugráð til skjalanna? „Flugráð er að sjálfsögðu þarna inni í myndinni og þetta mál, það er að þessi aðflug- stjórntæki skuli ekki vera kom- in í notkun eftir allan þennan tíma, hefur komið margsinnis á borð flugráðs og síðasta tilraun- in til að reyna að leysa það var gerð síðastliðinn vetur. Þá setti flugráð á laggirnir nefnd sem ég var formaður fyrir. Þessi nefnd hélt marga fundi um þetta mál. Niðurstaðan varð síðan sú að í vor skyldu sendir menn frá Reykjavík til að byrja að starfa þarna. Á tilraunastigi fyrst, til að sjá hvernig notkun tækjanna kæmi út. Síðan var sú fram- kvæmd stöðvuð á þann máta að flugmálastjóri skrifaði bréf til samgönguráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að áður en slíkir menn færu héðan bærist nánari staðfesting frá utanrík- isráðuneytinu um hans yfirráð yfir starfsliði Keflavíkurflug- vallar. Og þannig stendur málið núna. Mergur málsins er kannski sá að 1973 úrskurðaði um að tæknileg atriði þessarar þjónustu heyrðu undir flugör- yggisþjónustuna, en starfs- mannahald og húsnæðismálefni heyrðu undir flugvallarstjórann á Keflavíkurflugvelli. Ég hef alla tíð litið svo á að þessi mál lægju alveg skýr fyrir með þess- um úrskurði frá 1973. Reyndar var það þannig í framkvæmd alla tíð þar á undan. En málin standa nú þannig í dag að stóll- inn er auður." „MÉR finnst miklar líkur til þess að það hefði verið hægt að afstýra þessu slysi ef þessi tæki hefðu verið komin í notkun,“ sagði Kristján Egilsson flugstjóri, fyrrv. formaður FÍA, „Þessi ratsjá er byggð til þess að beina flugvélum inná lokaaðflug, sem er síðan fram- kvæmt með tækjum sem eru um borð í vélinni og það hefði átt að sjást á þessari ratsjá að vélin var ekki á þeim stað sem flugmaður- inn gaf upp að hún væri á. Það sem útaf fyrir sig er al- varlegast í þessu efni er það, að þessi ratsjá, sem styrrinn hefur staðið um og ekki hefur tekist að manna þarna suður í Kefla- vík, er fullkomið tæki, sem keypt er og framleitt til að sinna radaraðflugsstjórn, sem ratsjáin sem fyrir er á Reykja- víkurflugvelli er ekki. Við flugmenn höfum óskað eftir því að þessi ratsjá yrði tekin í notkun og það var skip- uð sérstök nefnd á vegum Flug- ráðs, sem Leifur Magnússon var formaður fyrir og ég sat í henni. Þar var komið á fram- færi okkar óskum um að þetta tæki, sem að mínu mati er mik- ið öryggistæki. Þetta er raunar eins og annað auga og býr til hið tvöfalda öryggi sem alls staðar er verið að sækjast eftir í fluginu. I þessu tilviki var hægt að sjá á myndbandi hvað skeð hafði. Það er ansi blóðugt að það skuli vera gert eftir á. Ef að þarna hefði setið maður og unnið með þetta tæki, sem þykir sjálfsagt hvar sem er í heiminum þar sem einhver blindflugsumferð er, að þá hefði hann átt að leiðbeina vélinni inná. Hann hefði getað séð, ef maður léti vita af sér yfir ákveðnum stað, en væri þar ekki, og þar með gefið aðvörun sem hefði dugað. Mér finnst ósköp lítið vera gert til að leysa þau ágrein- ingsmál, sem gera það að verk- um að þessi tæki eru ekki kom- in í notkun. Það er alveg ógur- legt til þess að vita að það megi með nokkuð mikilli vissu telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þetta slys sem þarna átti sér stað. Það er ósk okkar flugmanna að það verði strax settur maður til þess að sinna aðflugsstjórn til Reykjavíkur- flugvallar með þessum tækjum. Tækninefnd alþjóðahvalveiðiráðsins: Samþykkti bann við veiðum á sandreyði við Island og niðurskurð á öðrum veiðikvótum Á 12 tíma löngum fundi tækni- nefndar alþjóóahvalveiðiráðsins i Brighton, Englandi, í gær var meðal annars samþykktur talsverður niður- skurður á hvalveiðikvóta íslendinga. Meðal annars samþykkti tækni- nefndin tillögu um bann við veiðum á sandreyði og niðurskurð um rúm- lega hundrað langreyðar á miðunum við ísland. í tækninefndinni nægir einfaldur meirihluti til að tillaga skoðist samþykkt. Tillögur tækni- nefndarinnar eru síðan lagðar fyrir aðalnefnd, sem kemur saman til fundar í dag og þar þarf 2/3 atkvæða til að tillaga hljóti samþykki. Að sögn Jóns Jónssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar, sem er er einn fulltrúa íslands á fundunum, voru greidd atkvæði um alla hvalastofna við ísland. Sagði hann að vísindanefndin hefði ekki komizt að niðurstöðu um kvóta á langreyði, en þrjár til- lögur, ein um 118 dýr, önnur um 167 og sú þriðja um 225 dýr, komu frá aðilum innan hennar. Innan tækninefndarinnar hefði Oman svo tekið upp tillögu um að kvót- inn skyldi verða 73 dýr, en áður var hann 190. Tillagan var sam- þykkt með 15 atkvæðum, 10 voru á móti og 9 sátu hjá. Þá hefði verið samþykkt tillaga frá Þýzkalandi um að ekki yrði leyft að veiða sandreyði við Island, þrátt fyrir að vísindanefndin hefði verið sam- mála um að kvótinn skyldi óbreyttur eða 100 dýr. Sú tillaga var samþykkt með 10 atkvæðum, 8 voru á móti en 17 sátu hjá eftir að breytingartillaga íslendinga um óbreyttan kvóta hafði verið felld með 12 atkvæðum gegn 11 og 11 sátu hjá. Þá var samþykkt tillaga um 10% niðurskurð á hrefnuveiði- kvóta í norðurhöfum. Sagði Jón, að greinilegt væri að friðarsinnar reyndu allt sem þeir gætu til að koma í veg fyrir hval- veiðar án þess að tillit væri tekið til niðurstöðu vísindanefndarinn- ar. Meðal annars hefði þeim tekizt að fá hrefnuveiðikvóta í Suðurís- hafinu lækkaðan úr 8.102 dýrum í 2.467 samþykktann og tillögu um bann við veiðum á langreyði við Spán. Það virtist því sem að í aðal- nefndinni gæti verið að koma þyrfti til samkomulags um veiði- kvóta og mættu íslendingar búast við einhverjum niðurskurði vegna þess er endanleg niðurstaða feng- ist. Rússneskt hlustun- ardufl í Furufiröi RÚSSNESKT hlustunardufl fannst í vor í Kurufirði á Ströndum. Land- helgisgæzlunni var tilkynnt um fundinn fyrir skömmu og lét hún ná í dufliö. Að sögn Landhelgisgæzlunnar er hér um að ræða algengt rússn- eskt hlustunardufl. Það er 10,5 fet á lengd, 2,5 fet á breidd og á því eru fjórar raðir hljóðnema, átta í hverri röð. Svona dufl hafa verið að finnast alltaf af og til undan- farin ár og virðist sem þau slitni upp frá festum sínum og reki þá gjarnan á land. Ekki er í þessum duflum sprengjur eða annar út- búnaður til að eyðileggja þau. Yf- irleitt skoðar herinn þessi dufl og hendir þeim síðan, þar sem „ekk- ert slátur er í þeim“ eins og Guð- mundur Kærnested, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, orðaði það i samtali við Morgunblaðið í gær. Tekinn með fíkniefni á Keflayíkurflugyelli TOLLGÆZLAN á Keflavíkur- flugvelii handtók í gækvöldi mann, sem hafði fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn var að koma með flugi frá útlöndum og varð hasshundur tollgæzl- unnnar var við fíkniefni í far- angri hans. Tollgæzlan á Keflavíkur- flugvelli framseldi manninn þegar í hendur fíkniefnalög- reglunnar, sem tók hann til yfirheyrslu. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gær- kvöldi var ekki ljóst hve mik- ið magn af fíkniefnum var í fórum mannsins, né heldur hvort mál þetta tengdist öðr- um málum eða stærri hópi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.