Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja: Hilmar sigraði örugglega í meistaraflokki karla MEISTARAMÓT Golfklúbbs Suð- urnesja fór fram í síöustu viku. Hófst það á mánudegi og lauk ekki fyrr en á laugardegi. Allir flokkar léku 72 holur og var þátttaka á mót- Keppnistimabil golfmanna stendur nú sem hæst. Opið mót inu mjög góð. Leiðinlegt veður setti svip sinn á keppnina, og við þessar erfiðu aðstæður varð árangur ein- stakra keppenda ekki sérstaklega góður. Efstu menn í einstökum flokkum urðu sem hér segir: Meistaraflokkur karla: Högg Hilmar Björgvinsson 313 Magnús Jónsson 318 Gylfi Kristinsson 322 Páll Ketilsson 323 Hallur Þórmundsson 330 Valur Ketilsson 331 Þórhallur Hólmgeirsson 332 I. flokkur karla: Jóhann Benediktssón 331 Björgvin Magnússon 351 Hólmgeir Guðmundsson 353 Sævar Sörensen 353 2. f1okkur karla: Skarphéðinn Gunnarsson 358 Rúnar Valgeirsson 359 Þorsteinn Geirharðsson 363 3. flokkur karla: Ibsen Angantýsson 391 Jón Ólafur Jónsson 399 Grétar Grétarsson Kvennaflokkur: Eygló Geirdal 420 María Jónsdóttir 446 Kristín Sveinbjörnsdóttir 453 Unglingaflokkur: Matthías Magnússon 320 Trausti Hafsteinsson 329 Þórarinn Þórarinsson 339 Hörð keppni hjá golfklúbbnum Leyni hjá Keili UM NÆSTU helgi fer fram opið Toyota-mót í golfi hjá Keili í Hafnar- firði. Er þetta 18 holu flokkakeppni. Á laugardag hefst keppni kl. 8.00. Þá leika öldungaflokkur, 1. og 2. flokk- ur. Á sunnudag hefst keppnin á sama tíma, en þá leika Mfl. karla og kvenna og 3. flokkur. Glæsileg verð- laun eru á mótinu. ÚRSLIT i meistarakeppni golf- klúbbsins Leynis á Akranesi um síð- ustu helgi urðu þessi: Mfl: 72 holur: Högg: 1. Ómar Örn Ragnarsson 314 2. Hannes Þorsteinsson 315 Slegið var af meistarateigum í fyrsta skipti. 1. fl. 72 holur Högg: 1. Björn H. Björnsson 310 3. Jón Alfreðsson 316 3. Reynir Þorsteinsson 326 2. fl. 72 holur Högg: 1. Jón B. Jónsson 341 2. Rúnar Hjálmarsson 345 3. Ævar Sigurðsson 351 3. fl. 72 holur Högg: í. Birgir Birgisson 336 2. Vigfús Sigurðsson 368 3. Guðmundur Sigurjónsson 379 Kvennafl. 54 holur Högg^ 1. Elín Hannesdóttir 322 2. Sigríður Ingvadóttir 344 3. Katrín Georgsdóttir 355 Tenhlsstjarnan Mats Wilander með unnustu sinni, Anette Olsson, á Champs Elysées, eftir að hann hafði slegið í gegn í sinni fyrstu stórkeppni. Wilander er sá yngsti sem sigrað hefur i opna franska meistaramótinu i tennis. Vilmundur er sprækur Ný tennisstjarna að slá í gegn? — hann þykir vera sá efnilegasti VILMIJNDUR Vilhjálmsson KR náði góóum árangri i 100 og 200 metra hlaupi á innanfélagsmóti ÍR og KR á Laugardalsvelli i fyrra- kvöld. Hljóp Vilmundur 100 metr- ana á 10,6 sekúndum og 200 metr- ana á 21,4 sek. Meðvindur var of mikill, en ekki var hann til að bæta árangurinn í lengra hlaupinu, þar sem hlaupararnir höfðu vindinn i fangið fyrri hluta hlaupsins, að sögn Valbjarnar Þorlákssonar. Mældist vindurinn í 200 m 2,7 m/sek, en 4,0 m/sek. í 100 m. Jóhann Jóhannsson ÍR varð annar í báðum hlaupum, hljóp 100 m á 11,0 sekúndum og 200 m á 23,3 sek. Jón- as Egilsson IR hlaut einnig tímann 23.3 sek. í 200 m, en 11,2 sek. i 100 m. Erling Jóhannsson UMSB hljóp á 11.3 og 24,2 sek. Rut Stephens náði athyglisverðum árangri í hástökkinu, stökk 1,66 metra og reyndi síðan við 1,73 og átti góðar tilraunir við þá hæð, að sögn Valbjarnar. Guðrún Sveinsdótt- ir UMFA stökk 1,60 metra. Vilmundur Vilhjálmsson KR hefur náð góðum árangri að undanförnu og virðist vera í góðri æfingu um þessar mundir. HINN 17 ára gamli Mats Wilander frá Svíþjóð sigraði í sænska opna tennismótinu, og vann sér þar inn 15 þúsund dollara í verðlaun. Þetta er annað stórmótið á skömmum tima sem Wilander sigrar í. Að sögn sér- fræðinga í tennisiþróttinni er Wil- ander eitt mesta efni sem fram hef- ur komið i íþróttinni, enda er hann þegar farinn að láta mikið að sér kveða þótt ungur sé að árum. Wil- ander vakti fyrst á sér athygli er hann sigraði í París i síðasta mánuði í opna franska meistaramótinu í tennis, sem er eitt stærsta tennismót sem haldið er á keppnistímabilinu. Næsta skref hjá hinum unga tennis- leikara er aö æfa og keppa i Banda- ríkjunum fram að stærsta mótinu. Opna bandaríska meistaramótinu. Þar verða flestir bestu tennisleikar- ar heims meðal þátttakenda, þar á meðal John McEnroe. Biða margir spenntir eftir því hvernig hinn ungi Svii spjarar sig i þeirri keppni. Bastrup komst f lið ársins Einum Norðurlandabúa tókst að komast í lið ársins í Vestur-Þýska- landi eftir að keppnistímabilinu þar lauk í vor. Það var Daninn Lars Bastrup sem lék með Hamborg S.V. og stóð sig með afbrigðum vel. Bastrup, sem nú var að leika sitt fyrsta keppnistímabil i V-Þýskalandi, komst 9 sinnum í lið vikunnar. Aðeins tveir leikmenn þeir Manfred Kaltz og Felix Magaht náðu þeim árangri að komast 10 sinnum i lið vikunnar á tímabilinu. Hér að neðan má sjá hvernig lið ársins var skipað. Tölurnar innan sviga sýna hversu oft leikmennirnir komust i lið vikunnar á keppnistímabilinu. Eike Immel (8) Borussia Dortmund Rolf Riissmann (8) Borussia Dortmund Manfred Kaltz (10) Hamburger SV Bernd Förster (6) VfB Stutgart Holger Hieronymus (7) Hamburger SV Paul Breitner (9) Bayern Munchen Uwe Bracht (8) Werder Bremen Felix Magath (10) Hamburger SV Pierre Littbarski (8) FC Köln Karl-Heinz Rummenigge (9) Bayern Múnchen Lars Bastrup (9) Hamburger SV Það er mikið afrek hjá danska leikmanninum Lars Bastrup að komast í lið ársins í „Bundestigunni**. Blaðamennirnir þýsku velja ekki er- lenda leikmenn í lið vikunnar nema þeir þyki skara virkilega fram úr. Og það gerði Bastrup svo sannarlega hjá Hamborgar-liðinu á síðasta keppnistímabili. Hann komst 9 sinnum í lið vikunnar og lék mjög vel. Hvað eftir annað skoraði hann falleg mörk og lagði upp önnur fyrir félaga sína. Hjörtur aö koma til HJÖRTUR Gíslason spretthlaupari virðist að koma til eftir að hafa átt frekar erfítt uppdráttar vegna hné- meiðsla í sumar. Á móti í Linköping í Svíþjóð í fyrrakvöld hljóp Hjörtur 100 metra á 10,95 sek., en meðvindur var aðeins of mikill. Hann brá sér einnig í lang- stökk og stökk 6,50 metra. Egill Eiðsson UÍA hljóp einnig og hlaut 11,20 sek. Hins vegar hljóp Hjörtur 110 metra grindahlaup á 15,02 sekúndum fyrir viku, en þá var mótvindur tæpir þrír metrar á sek- úndu. Á mótinu í fyrrakvöld hljóp Egill 400 metra á 49,27 sek., og sigraði auðveldlega. Guðmundur Skúlason UÍA hljóp á 50,60 sek. Ágætt hjá báðum, þar sem landskeppnin við Wales sat í þeim og ferðalög og flakk í Svíþjóð. Guðmundur Rúnar Guðmundsson FH sigraði í hástökki á Linköping- mótinu, stökk 1,98 metra. Frjðlsar Ibrðltlr -i--.. ... ..... ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.