Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 23 Manchester United kom til landsins í gær Valinn maður í hverju rúmi • Leikmenn Manchester United komu til landsins seinni partinn í K»r, en þeir leika sem kunnugt er við Val í kvöld kl. 20.00 á Laugar- dalsvellinum, og við KA á Akureyr- arvelli á sama tíma annað kvöld. Leikmennirnir voru greinilega mjög hressir og kátir við komuna til Keflavíkur og léku á als oddi er undirritaður spjallaði við þá. Með þeim í vélinni frá London var eng- inn annar en George Best, írski knattspyrnusnillingurinn/ vand- ræðagemlingurinn heimskunni, en hann gerði einmitt garðinn frægan hjá Man. Utd. hér á árum áður, og var m.a. í liði þeirra sem tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistara- liða 1968. Er liðið kom á Hótel Loftleiðir með rútunni frá Keflavík beið þar mikill skari ungmenna sem vildi frá eiginhandaráritanir kappanna. Voru leikmenn mjög almennilegir í alla staði og gáfu sér góðan tíma til verksins og spjölluðu við þessa ungu að- dáendur sína. Eins og áður sagði hefst leik- urinn í kvöld kl. 20.00. Langflest- ir af bestu leikmönnum United eru með í förinni, en þó vantar Steve Coppell, sem er nýbúinn að gangast undir uppskurð. Þá eru þeir John Gidman og Remi Mos- es báðir illa fjarri góðu gamni, en þeir eiga einnig báðir við meiðsli að stríða. Að sögn Ron Atkinson, framkvæmdastjóra liðsins, er búist við að Coppell verði tilbúinn í slaginn er 1. deildin hefst á ný seinna í þess- um mánuði. Sagði Atkinson að þrátt fyrir að þessa leikmenn vantaði, þyrftu menn ekki að ör- vænta, þar sem hann hefði nóg af frábærum leikmönnum með í förinni. Ohætt er að taka undir þau orð Atkinsons, þar sem í liðinu eru margir af snjöllustu leik- mönnum á Englandi um þessar mundir eins og Ray Wilkins, Frank Stapleton, Bryan Robson og Arnold Muhren, svo einhverj- ir séu nefndir. — SH. Núverandi fyrirliði Manrhester Utd., Ray Wilkins, t.v. og fyrrver- andi fyrirliði liðsins, Martin Buch- an, t.h. Ljósm. Kmilía. |K Ron Atkinson, hinn litríki framkvæmdastjóri Manchester Utd. Ron Atkinson: Tökum alla okkar leiki alvarlega „Við erum með gott lið, og mér líst mjög vel á veturinn. Við stóðum okkur vel í fyrra, lentum þá í þriðja sæti í deildinni, og nú höfum við fengið Arnold Muhren til okkar, þannig að búast má við liðinu enn sterkara en í fyrra,“ sagði Ron Atk- inson, framkvæmdastjóri Man- chester llnited, er blaðamaður spjallaði við hann á Keflavíkurflug- velli í gærdag. — Við byrjuðum að æfa á ný fyrir viku síðan, og leikmenn eru að komast í ágætt form. Atkinson sagði að liðið hefði leikið sinn fyrsta æfingarleik á mánudagskvöldið gegn Aldershot og sagði hann að Wilkins og Rob- son hefðu báðir leikið með þrátt fyrir að þeir hefðu ekkert tekið þátt í æfingum liðsins eftir HM-keppnina. Eru þeir ekki þreyttir, Spánar- fararnir? — Þreyttir? Nei, ég held nú síð- ur. Ég tók Robson að vísu út af í leiknum á mánudaginn, en hann vildi helst fá að vera inn á. Þeir eru sko ekki þreyttir, langt frá því. Hvernig er undirbúningi ykkar fyrir keppnistímabilið háttað? — Eins og ég sagði byrjuðum við að æfa fyrir viku, og höfum leikið einn leik. Síðan spilum við tvisvar hér, þrisvar í Irlandi í næstu viku, og síðan tökum við þátt í nokkurra liða keppni á Spáni í vikunni þar á eftir. Aðspurður sagði Atkinson sína menn taka alla leiki alvarlega, og ekkert yrði gefið eftir í leikjunum hér á landi. Hann sagði að gaman væri að Best léki gegn United, það gerði leikina enn skemmtilegri. Ekki vildi hann gefa upp byrjun- arlið sitt. Liðið átti að æfa í morg- un og eftir þá æfingu átti að til- kynna liðið. — SH. George Best: „Lít ekki við neinum at- vinnusamningum lengur" George Best, einn besti knatt- spyrnumaóur sem uppi hefur verið, kom með leikmönnum Man. Utd. til landsins í gær og leikur sem kunn- ugt er gegn þeim með Val í kvöld og KA á morgun. Blaðamaður ræddi við Best í Keflavík, og aðspurður hvort hann hygðist leika á ný í Knglandi svaraði hann því neitandi. — Ég lít ekki við neinum samn- ingum lengur. Ég rek æfingaskóla fyrir krakka, og ætla að einbeita mér að honum. Ég hef verið í Bryan Robson deilir út eiginhandar- áritunum og Kevin Moran, írski miðvörðurinn sterki, fylgist með. George Best kampakátur á Keflavík- urflugvelli í gær. Bryan Robson var einn albesti leikmaður enska landsliðsins i HM-keppninni á Spáni, og eins og menn muna, er hann dýrasti leik- maður sem seldur hefur verið milli enskra félagsliða. United keypti hann frá WBA i fyrra fyrir um 1.750 þúsund pund. Undirritaður ræddi við kappann i gær. Um HM-keppnina á Spáni sagði hann að vissulega hefðu Brasilíu- Englandi nú í þrjá mánuði, og hef æft sjálfur. Ég leik ekki framar nema í sýningarleikjum og leikj- um eins og þessum hér. Hvað finnst þér um Norman Whiteside, honum hefur verið líkt við þig, þegar þú varst að byrja? — Eg vona að honum vegni vel í framtíðinni, en mér finnst ekki sanngjarnt að vera að bera okkur saraan. Hann er mjög góður leik- maður, en hann er allt öðruvísi en ég og leikur aðra stöðu. Til stóð í fyrra að Best kæmi hingað til lands og léki með Val gegn Cosmos, en það brást á síð- ustu stundu. Best sagðist harma það mjög að hafa ekki komist þá, og bæði íslensku þjóðina afsökun- ar. Hann sagðist hins vegar mjög glaður að hafa getað komist nú. - SH. menn verið með mjög gott lið, en þegar upp var staðið hefðu ítalir fyllilega átt skilið að sigra. „Ég er nokkuð ánægður með frammi- stöðu mína í keppninni, og þokka- lega ánægður með árangur enska liðsins í keppninni. Annars hefð- um við átt skilið að komast áfram í undanúrslitin, hefðum bæði átt að vinna Spán og Þýskaland." Aðspurður um framhaldið hjá United sagði Robson, að hann sæi enga ástæðu fyrir því að þeir gætu ekki unnið deildina. — Leikmenn þekkjast betur nú en í fyrra, það tók dálítinn tíma fyrir okkur nýju leikmennina að kynnast hinum í fyrra, og þá höfum við fengið Muhren til okkar. Hann er mjög góður leikmaður. Ég held því að búast megi við okkur enn sterkari en í fyrra. Ég held því að við gæt- um farið að vinna til verðlauna bæði heima og jafnvel í Evrópu- keppninni líka, sagði þessi geð- þekki leikmaður. —SH. Knaltspypna 1 Norman Whiteside: „Stórkostleg tilfinning“ — Það var stórkostleg tilfinning að verða yngsti leikmaður sem nokkurn tima hefur leikið í úrslita- keppni HM. Kg er virkilega stoltur. Mér fannst ég standa mig nokkuö vel í keppninni, og árangur irska liðsins var mjög góður, betri en nokkurn hafði órað fyrir, sagði Norman Whiteside, hinn 17 ára stór- cfnilegi leikmaður, er hann kom með félögum sínum í Man. Utd. til landsins í gær. Heldurðu að þú komist í liðið hjá United í vetur? — Kg vona það að sjálfsögðu, en maður veit það náttúrulcga aldrei. Ég veit ciginlega ekki fyrir hvern ég ætti að koma inn. Whiteside sagðist ekki lika það að sér væri líkt við George Best, og sagði að það væri sér alls ekki tií góðs, setti sig frckar í pressu. — Það kemur aldrei annar Georgc Best, sagði Whiteside, sem er mjög hlé- drægur og rólegur piltur. — SH. Bryan Robson: Erum sterkari en í fyrra Knaftspyrna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.