Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. AGUST 1982 Aðstoð við aldraða að mestu veitt af sjálfboðaliðum — sjálfum úr hópi hinna öldruðu Starfsfólk Senior Services og sjálfboóaliðar annast útvarpsþátt einn morgun í viku þar sem kynnt er sú þjónusta sem öldruðu fólki stendur til boða og félagsstarf aldraðra. Sjálfsbjargarviðleitni eða samhjálparkennd? Til að geta skilið þann mismun sem er á þjónustu við aldraða í Bandaríkjunum og á Islandi þurfa menn að gera sér grein fyrir þeim mikla mismun, sem er á ýmsum grundvallaratriðum þessara tveggja þjóðfélaga. í augum flestra Bandaríkjamanna myndi ísland sennilega teljast vera sósíalistískt þjóðfélag — án þess að þeir geri sér frekari grein fyrir þeim mun, sem við myndum telja vera á okkar þjóð- félagi og hinum, sem við teljum vera sósíalistísk eða kommúnist- ísk. Frelsi einstaklingsins til að ráðstafa eigin tekjum er óað- skiljanlegt kjarna bandarískrar hugsunar. Það nálgast það að vera trúaratriði. Því fylgir að sjálfsögðu mikil andstaða alls almennings gegn allri viðleitni til að auka umsvif ríkisváldsins, jafnvel þótt um sé að ræða sam- hjálp á sviði heilbrigðisþjónustu eða félagslegrar þjónustu. Þessi grundvallaratriði banda- rískra lífsviðhorfa eru dyggilega studd margháttuðum þrýstingi þeirra fyrirtækja, stórra sem smárra, sem hag hafa af einka- rekstri á þessum sviðum. Þannig að vart er að vænta róttækra breytinga á þessum sviðum á næstu árum. Samt er það svo, að þeirri hreyfingu vex nú fiskur um hrygg, sem aðhyllist einskonar ríkisforsjá á þessum tilteknu sviðum, án þess að þvi fylgi endi- lega stuðningur við aukin ríkis- umsvif að öðru leyti. Að sjálf- sögðu eiga þessi viðhorf sér fyrst og fremst rætur meðal þess fólks, sem notið hefur opinberra styrkja og aðstoðar, svo og þess fólks sem starfar við félags- ráðgjöf eða aðra félagslega þjón- ustu. Og það er efnahagsstefna Reagans forseta, sem þjappar þessu fólki saman í dag. Hin tvö ólíku sjónarmið sem takast á í Bandaríkjunum eru þessi: Sjálfsbjargarviðlcitnin: Félags- leg aðstoð hins opinbera er kom- in úr böndunum. Hún hefur ver- ið misnotuð og fjöldi fólks nenn- ir ekki að vinna úr því það getur þegið bætur frá hinu opinbera. Það eru til aðrar leiðir til að hjálpa hinum raunverulega þurfandi. Þróunin er sú að æ fleiri skorast undan ábyrgð og reyna ekki að leggja sitt af mörkum. Það bíður þess að aðrir (þ.e. ríkið) geri hlutina. Aukin skattlagning hefði dregið úr þrótti fyrirtækja og þar með fækkað störfum. Fyrst aukinn sósíalismi, síðan framtaksleysi og loks kreppa. Samhjálparkenndin: Þjóðfélag hinnar hörðu samkeppni dæmir stöðugt fjölda fólks úr leik. Minnihlutahópar, aldraöir, fatl- aðir og fátækir hafa ekki sömu tækifæri til að njóta afraksturs tækniþróunarinnar. Þeir eru ekki aflögufærir til að hjálpa. Þeir þarfnast hjálpar. Til að minnka skatta hinna ríku dró Reagan úr brýnni aðstoð við þá sem orðið höfðu útundan. Hann er andhverfa Hróa hattar. Hann rænir hina fátæku til að gefa fé til hinna ríku. Samfélagið í heild hefur valdið þeim vanda, sem það verður nú að leysa í samein- ingu, og þar verða allir að leggja hlutfallslega sitt af mörkum. Samdráttur í bandarísku efnahagslífi hefur leitt af sér at- vinnuleysi og þar með aukið á þann vanda, sem brýnt er að leysa. Bandaríkjamenn völdu fyrir tveim árum þann kost að kjósa til forseta þann frambjóð- anda, sem skoðanakannanir töldu vera hinn skárri af tveim- ur, sem hvorugur taldist nógu góður kostur. En það er hreint ekki víst að meirihluti kjósenda sé óánægður með Reagan sem forseta. Og slíkt bendir til þess að þorri bandarísku þjóðarinnar komist mjög vel af. En ýmsir eru áhyggjufullir, ekki síst þeir sem starfa að þjónustu við aldraða. Aukinn niðurskurður opinberra styrkja til félagslegrar og heil- brigðisþjónustu við aldraða á eftir að gera neyð hinna fátæku enn brýnni. Og þess eru dæmi í Kalamazoo, sem er borg á stærð við Reykjavík, að aldrað fólk fremur sjálfsmorð til að komast hjá eymd og niðurlægingu hinn- ar snauðu elli. Eftir Bjarna Sigtryggsson Ibúar Kalamazoo-sýslu eru um 203.000 talsins. Af þeim eru um 27.<M(0 yfir 60 ára að aldri, og úr þeim hópi cru liðlcga 6.000 sem njóla á einn eða annan hátt þjónustu Senior Scrvices, Þjónustustofnunar aldraðra, sem er eins konar sjálf- eignarstofnun. Senior Services er ekki eina stofnunin sem veitir öldr- uðum eða fullorðnu fólki þjónustu. Kins og greint er frá annars staðar hér á opnunni, er það algengast í Bandaríkjunum, að einkastofnanir eða sjálfseignarstofnanir og félög annist margvíslega þjónustu sem á Islandi er innt af hendi af hinu opinbcra. Heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús sjá um velflesta heilbrigð- isþjónustu, en hlutverk Senior Serv- ices er að mestu það að veita fuil- orðnu fólki aðstoð við að geta búið sem lengst sjálfstæðu lífi á eigin heimili, utan stofnana. 500 sjálf- hoðaliöar Mjög athyglisverður er hinn mikli þáttur sjálfboðaliða í rekstri stofnunarinnar. Starfsfólk á laun- um og í fullu starfi er aðeins um 35 manns — en fjöldi sjálfboðaliða er nálægt 500. Langmestur fjöldi þeirra starfar að heimsendingu matar, sem er veigamestur þáttur í starfi stofnunarinnar. Framlag sjálfhoðaliðanna er mismunandi mikið. Flestir þeirra starfa hálfan dag einu sinni í viku, svo sem við símavörslu, aðrir á hverjum degi, nokkra tíma á dag. Langflestir sjálfboðaliðarnir eru sjálfir á eft- irlaunaaldri, jákvætt fólk við góða heilsu og með nægan tíma. Eftirfarandi yfirlit yfir þjón- ustu stofnunarinnar ætti að gefa nokkuð góða mynd af umfangi starfsins: Akstur sjúklinga miðast að því að gefa því eldra fólki sem ekki ekur eigin bíl, eða hefur ekki tök á að ferðast með almenningsvögnum, kost á að komast til lækna eða annarra stofnana vegna heilsu- gæslu. Ekki er um að ræða neyð- arflutning sjúkra, og viðkomandi þurfa að vera sjúkiingur, og ósk um flutning þarf að koma með tveggja daga fyrirvara. Athvarf er í húsnæði, sem rekið er af borgarsjóði, og þangað geta eldri borgarar komið og notið þjónustu eða tekið þátt í félags- starfi. Þar er upplýsingaþjónusta, handavinna og mötuneyti, þar halda ýmsir klúbbar eldra fólks fundi. I sama húsi er einnig dag- spítali. Dagspítali er nokkurs konar endurhæfingarstöð, þar sem veitt er þjálfun og endurhæfing, lækn- isskoðun og eftirlit, næringar- ráðgjöf, upplýsingar og margvís- leg fræðsla, í tengslum við Athvarf aldraóra. Tengsl við aðra þjónustu Kftirlit með þjónustuþörf er framkvæmt af starfsfólki stofnun- arinnar. Það innir af hendi upp- runalegt mat á þörf skjólstæðinga Senior Services á þjónustu og síð- an reglulegt eftirlit með andlegu og líkamlegu ástandi þeirra. Könnuð er þörf þeirra á stuðningi og aðstoð og áætlun gerð í samráði við forstöðumenn hinna ýmsu deilda. Sé þörf aðstoðar frá öðrum stofnunum kemur starfsmaður Senior Services fram sem mál- svari skjólstæðingsins. Kndurhæfing geðveikra. Aðstoð er veitt sjúklingum, sem útskrif- aðir hafa verið frá geðsjúkrahús- um þegar þeir hefja að nýju sjálfstæða þátttöku í samfélaginu. Þeim er veitt leiðsögn og aðstoð við leit að vinnu eða afþrey- ingarstörfum, hjáip við að fylgjast sjálfir með lyfjanotkun, komið er á tengslum við aðrar þjónustu- stofnanir og þeir taka þátt í stuðningshópum annarra fyrrver- andi sjúklinga. Einungis er um að ræða þjónustu við sjúklinga eldri en 60 ára, og flestir þeirra búa í svokölluðu vernduðu húsnæði. Ferðaþjónusta. Hvert sumar er skipuiagður fjöldi ferða, lengri eða skemmri, sem sérstaklega eru fyrir eldra fólk. Um er að ræða vandaðar og tiltölulega ódýrar ferðir, allt frá þrem dögum upp í þrjár vikur að lengd. Auk þess skipuleggur ferðaþjónusta Senior Services þátttöku aldraðra í ýms- um sýningum og hátíðum. Heimilishjálp stendur til boða öllum þeim, sem orðnir eru 60 ára og búa á eigin vegum. Markmiðið er að auðvelda fólki að búa sem lengst á eigin heimili, þótt líkam- legur þróttur leyfi því ekki að ann- ast heimilishald. Heimilishjálp getur verið mjög mismunandi um- fangsmikil, aðallega er þó um að ræða ræstingu og þrif, jafnvel annast einhver innkaup og erindi, koma taui í þvott og þvíumlíkt. Greiðslur fyrir þessa þjónustu eru litlar, og upphæð greiðslu fer eftir tekjum og efnahag viðkomandi. Þegar þakið fer að leka ... Heimilisviðgerðir eru meðal þess sem mest þörf er á fyrir eldra fólk sem býr í eigin húsnæði. Boðið er upp á allar minniháttar viðgerðir á húsnæði, raflögnum, pípulögn- um og jafnvel húsbúnaði. Einnig geta þeir starfsmenn sem þessa þjónustu veita, aðstoðað við flutn- ing, gefið ráð um minni orkunotk- un og veitt úrlausn ýmissa vanda- mála sem upp koma vegna hús- næðis. Sé um að ræða meiriháttar viðgerðir er framkvæmt mat, samið við iðnaðarmenn og kann- aðir möguieikar á að útvega fjár- stuðning til framkvæmdanna. Þjónusta þessi er afar mikilvæg, og væri óframkvæmanleg ef ekki kæmi til mikið starf laghentra sjálfboðaliða. Heimsending matar er um- fangsmesti þáttur starfs stofnun- arinnar. Hundruðir aldraðra fá dag hvern sendar þrjár máltíðir. Lögum samkvæmt má ekki taka gjald fyrir þessa þjónustu, en lögð er áhersla á að þiggjendur taki þátt í kostnaði með því að gefa eftir efnum og ástæðum framlög. Á tímabilinu milli kl. 11 árdegis til 12.30 koma sjálfboðaliðar í eig- in bílum með eina heita máltíð í álpakkningu og kaldan kvöldmat og morgunmat fyrir næsta dag í öðrum pakka, sem geymdur er í ísskáp viðkomandi. Þess er gætt að máltíðir þessar fullnægi allri næringarþörf, og mikill fjöldi þiggjenda fylgir reglum um sér- stakt mataræði, svosem vegna sjúkdóma eða holdarfars. Einangrunin rofin Daglegar heimsóknir til þessa fólks gefa gott tækifæri til að fylgjast með almennu heilsufari þiggjenda, sem flestir eru ein- mana gamalmenni, og sé ástæða talin til að kanna nánar ástand viðkomandi, er fulltrúi sendur heim. Oft hefur þannig verið hægt að útvega læknishjálp strax í byrjun þar sem ella mætti búast við að viðkomandi myndi liggja veikur dögum saman án þess að nokkur hefði af því afskipti. Mikil- vægur þáttur þessarar þjónustu er því líka sá að rjúfa einangrun. Mötuneyti eru staðsett á nokkr- um stöðum í borginni og í ná- grannabæjum. Þangað getur eidra fólk, sem vel er ferðafært, komið dag hvern og fengið heitan hádeg- isverð og tekið með sér nestis- pakka með kvöldverði og morgun- verði fyrir næsta dag. Þessi mötu- neyti þjóna auk þess öðrum til- gangi. Þar er matsalurinn notaður yfir daginn fyrir bingó, kaffistofu, handavinnu og sem allsherjar samkomustaður. Þangað kemur fólk með fyrirlestra, þar eru haldnir fræðslufundir og sums staðar er gefinn kostur á föndri. Næringarfræðingur stofnunarinn- ar sér til þess að máltíðirnar full- nægi öllum þörfum — jafnt heim- sendar máltíðir sem í mötuneyt- um. Hindrunarlaust umhverfi. Eins og gefur að skilja er margt eldra fólk á ýmsan hátt hreyfihamlað, ýmist varanlega eða um stundarsakir vegna sjúkdóma. Af þeim sökum 4 » ■ I ■ 11 I i " > . I I'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.