Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 HERPES „ÉG HAFÐl slíkar kvalir og svo mikinn hita, að ég neyddist til að leggjast í rúmið,“ segir skrifstofu- stúlka í New York. „Kvalirnar minntu á þegar maður rispar sig á hné og stráir salti í sárið." „Verkirnir voru óbærilegir," segir kona í Boston. „Mér var gersamlega fyrirmunað að fara á salernið. Það munaði minnstu að heimilislæknir- inn minn legði mig inn á sjúkrahús." „Ég hélt ég myndi ekki lifa þetta af,“ segir kona, sem vinnur hjá opinberri stofnun á Manhatt- an. „F]g gat ekki lagst niður, ég gat ekki sest, né beygt mig. Ég gat ekki einu sinni gengið." 20 milljónir tilfella Konurnar þrjár hér að ofan eru að lýsa reynslu sinni af þeim sjúkdómi, sem mest er rætt um í Bandaríkjunum þessar vikurnar. Sjúkdómurinn hefur breiðst ótrú- lega ört út þar og nú er talið að um 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af honum. Gert er ráð fyrir 500.000 sýkingartilfellum til viðbótar á þessu ári. Mikil hræðsla ríkir gagnvart þessum vágesti á meðal yfir- manna heilbrigðisþjónustu vest- anhafs og er ekkert lyf sagt vinna á honum. Þessa sjúkdóms nefur orðið vart hérlendis nýverið, en læknar hér eru ekki eins uggandi um þróun hans hér á landi og í Bandaríkjunum. Telja líkurnar á faraldri vera hverfandi og að allt of mikið hafi verið gert úr þeirri hættu, sem sjúkdómnum er sam- fara. Fyrirbrigðið heitir Herpes og sækir á kynfæri fólks. „Hvert tilfelli er skráð í þann stóra hóp, sem við þegar höfum," segir Yehudi M. Felman, læknir við heilbrigðiseftirlit New York- borgar. „Það versta við þennan sjúkdóm er sú staðreynd, að hann skýtur alltaf upp kollinum aftur, fyrirvaralaust. Við það aukast auðvitað líkurnar á sýkingu marg- falt, því sá, sem einu sinni hefur fengið sjúkdóminn, veit aldrei hvort hann er endanlga laus við hann.“ Læknar í Bandaríkjunum segja Herpes geta verið lífshættulegan sjúkdóm. Sem dæmi er nefnt, að legkrabbamein er fjórfalt tíðara hjá konum með Herpes en hjá þeim konum, sem lausar eru við sjúkdóminn. Ólétt kona getur hæglega smitað barn sitt af sjúk- dómnum við fæðingu. Mjög hætt er við heilaskemmdum og jafnvei þótt sýkingin sé væg getur sjúk- dómurinn haft hroðaleg áhrif á andlega heilsu barnsins. Hjónaskilnaðir Skömmin, sem fylgir því að vera sýktur af Herpes, svo og hræðslan við þennan vágest hafa orðið Sjúkdómur- inn, sem skelf- ir milljónir Bandaríkja- manna meira en flest annað banabiti margra hamingjusamra hjónabanda nú þegar í Bandaríkj- unum. Ekki aðeins hafa hjóna- bönd farið út um þúfur heldur hafa bótakröfumál risið vegna sýkingar þessa sjúkdóms. Má nefna, að fimmtug kona í Norður- Karólínu höfðaði mál á hendur fyrrum eiginmanni sinum og krafðist þriggja milljóna dala skaðabóta fyrir að hafa sýkst af Herpes. Sú útgáfa Herpes, sem veldur mestum óþægindum, er auðkennd með heitinu II. Sá vírus er sömu ættar og þeir er valda algengum sjúkdómum eins og hlaupabólu, ristli og kirtlabólgu. Nátengdur þeim vírus er sá er nefndur hefur verið I. Hann veldur áblæstri á kynfærum. Þótt báðir þessir vírusar hafi verið þekktir í marga áratugi var það ekki fyrr en í iok sjötta ára- tugarins að læknar gátu sýnt fram á smithættu við samfarir. Fyrstu einkenni eru smávægilegir verkir og síðan kláði. Stundum fylgir þessu vægur hiti. Nokkrum dögum síðar koma í ljós kýli, full af vökva. Að þremur vikum liðnum hafa þau venjulega þornað og máðst af. Fyrir marga eru endalok fyrstu sýkingareinkenna aðeins upphafið að lengri kynnum við sjúkdóminn. Vírusinn hefur tilhneigingu til að færa sig um set eftir taugakerf- inu, frá kynfærunum og upp að neðsta hluta mænunnar. Þar hreiðrar hann um sig og lætur ekkert á sér kræla þar til hann gerir næst vart við sig. Komist vírusinn í snertingu við öndunar- færi getur hann orsakað blöðrur í munni og hálsi. Herpes í endaþarmi er mjög al- gengur á meðal kynvillinga og tal- ið er að um 30% allra karlmanna í Bandaríkjunum séu smitaðir af einhverri tegund Herpes, sem eigi það til að gægjast upp á yfirborðið án nokkurs fyrirboða. Nær allir, sem komnir eru á fullorðinsár, eiga á hættu að sýkjast af þessum sjúkdómi, en í flestum tilvikum nær hann ekki að hreiðra um sig. Ekki er enn vitað með vissu hvað það er sem veldur því, að sjúkdómurinn gerir vart við sig á ný. í sumum tilfellum virðist, sem hann gægist upp á yfirborðið verði fólk fyrir hugaræsingi. Aðrir tengja endurkomuna við of mikið sólarljós. Enn aðrir segjast finna á sér þegar von er á útbrotum er þeir verða varir við fiðring í neðri hluta líkamans. Venjan er sú að sjúkdómsein- kenni eru vægari þegar vírusinn gerir vart við sig á ný eftir fyrstu sýkingu. Fjöldi manna, sem sýkj- ast af Herpes, fær svo væg tilfelli að hann gerir sér ekki einu sinni grein fyrir að um sýkingu sé að ræða. Það eru aftur á móti þessir sjúklingar, sem einskis verða var- ir, sem eru hættulegustu smitber- arnir. Lyfjagjöf Til ýmissa ráða hefur verið gripið til þess að reyna að hefta framgang þessa kynsjúkdóms en ekkert þeirra lyfja, sem reynd hafa verið, hefur skilað viðunandi árangri. Nýtt lyf var tilkynnt í Bandaríkjunum fyrir tæpum mán- uði og fylgdi sögunni að það myndi valda gerbyltingu í baráttunni við Herpes. Hafa rannsóknir á því staðið yfir í hálft annað ár, eins og skýrt var frá á forsíðu Mbl. ekki alls fyrir löngu. Ekki hefur enn fengist reynsla af því lyfi þannig að álykta verður að sjúkdómurinn sé enn jafn erfiður viðureignar. Annað nýtt lyf, sem veitir sjúkdómnum eitthvert viðnám, var kynnt í vor. Er hér um að ræða áburð, Zovirax, sem græðir sár og dregur úr smithættunni. Verkar hann á þann hátt, að hann þrýstir sér inn í sýktar frumur og kemur í veg fyrir að sýkillinn nái að athafna sig frekar. Herpes drepur yfirgnæfandi hluta þeirra fruma, sem hann nær til, en þó ekki allar. Hvernig vírusnum tekst að halda lífi innan frumu, sem hann hefur ekki drepið, er ein þeirra spurninga, sem enn hefur ekki verið unnt að svara. I áburði þessum er lyfið acycl- ovir, en það veitir þó enga lækn- ingu. Lyfið kemst ekki upp að LjómaralliA svonefnda fer fram dagana 20.—22. ágúst næstkomandi. Kr þaA rall á alþjóAamælikvarAa og taka m.a. fjórir Italir þátt í keppn- inni. BræAurnir þjóAkunnu Omar og Jón Kagnarssynir verða þar á meAal keppenda, en þeir bræAur hafa veriA fremstir í flokki í rallakstri hér á landi um langt árabil. MorgunblaAiA ræddi stuttlega viA Jón Kagnarsson um þátttöku þeirra í Ljómarallinu og fleira tengt rallakstri. Eins og flestum mun kunnugt aka Ómar og Jón nýjum Renault- keppnisbíl í ár. I Húsavíkurrallinu í byrjun júlí urðu þeir fyrir því óhappi að velta og lá því beinast við að spyrja Jón, hvernig ástandi bíllinn hefði verið í eftir veltuna. „Ég held að allir séu sammála um að bíllinn hafi farið ... já, ég veit ekki hvað segja skal ... hann hlýtur að hafa farið ansi illa, því eru 30—40 hestöflum kraftmeiri en okkar bíll. Það segir sig þá sjálft að við verðum kannski að aka stífar en áður. Það þýðir ekk- ert að væla út af þessu atriði og við stefnum á toppinn eftir sem áður.“ llafið þiA einhvern mótleik á kraftmeiri bílana? „Ja, ég veit ekki hver hann er. Ég veit ekki hvort við eigum í rauninni einhvern mótleik. Ef við tökum sem dæmi Hafstein Hauks- son á Escort 2000, Braga Guð- mundsson á Lancernum nýja, Jó- hann Hlöðversson á Escort 2000 og alla ítalina á kraftmiklum bíl- um, þá sjáum við, að við verðum einfaldlega að aka stífar, annað er ekki að gera. Er það rétt sem heyrst hefur, að Ómar hætti rallakstri að þessu tíma- bili loknu? „Barnaskapur að halda að ekkert komi fyrir toppökumenn í rallakstri“ það er búið að leggja yfir 200 vinnustundir í að rétta hann. Það var smá skekkja í öllum bílnum, sem nú er búið að tjakka og koma í samt lag aftur. Skipt var um topp á bílnum og bæði frambrett- in. Ef húddlok og hurðir hefðu verið til, þá hefði verið skipt um þá hluti. Bíllinn er orðinn virki- lega góður og ég tel hann ekki verri en fyrir veltuna. Allir vara- hlutir eiga að vera komnir þannig að þátttaka okkar í Ljómarallinu lofar góðu.“ Hvernig stóð á því að þið ultuð? „Ég fylgdist nú ekki með velt- unni, af því að vegalengdarmælir- inn hjá mér var bilaður og ég var að reyna að koma honum í lag. En við Ómar teljum að þetta hafi gerst þannig, að bíllinn stökk upp úr hvarfi og breytti dálitið stefn- unni í loftinu, lenti síðan strax aftur í hvarfi og snerist á ný. Ómar rétti stýrið, en það nægði ekki, því bíllinn lenti á annarri ójöfnu og lenti síðan utanvegar með hægra framhjólið. Stakkst hann niður í moldina með fram- hlutann og valt fram yfir sig og siðan eina og hálfa veltu. Til gam- ans má geta þess, að þegar bíllinn var kominn á hjólin aftur og við ætluðum að halda af stað, þá vor- um við ekki sammála um það í hvaða átt ætti að aka. Ómar valdi þó að lokum rétta leið, en ég var gjörsamlega áttavilltur. Það er ekki hægt að kalla þessa veltu mistök. Þetta er rall og þetta skeði. Við erum búnir að keppa í átta ár og það hlýtur að koma að því að menn, sem alltaf eru á toppnum, verði fyrir óhappi af þessu tagi. Þetta hefði átt að vera búið að gerast fyrr! Þeir sem aka til sigurs í ralli geta ekki verið svo mikil börn, að halda að þeir verði ekki fyrir skakkaföllum, það væri hlægilegt. Ég er tiltölulega sáttur við þetta dæmi okkar Ómars. Við getum bara skoðaö toppökumenn- ina hér á íslandi og erlendis, sem hafa ekið af einhverju viti og sigr- að. Þeir hafa lent í þessu sama, bæði velt og ekið út af. Ef ekki er ekið til sigurs, þá gerist náttúru- lega varla mikið hjá mönnum." En núna þurfiA þiA aA spenna ykk- ur upp vegna Escort 2000-bíls Haf- steins Haukssonar og Birgis ViAars Halldórssonar, sem bæði er betur búinn og mun kraftmeiri en Ren- ault-bíll ykkar. BýAur þaA ekki hætt- unni heim? „Jú, kannski ... nei, við þurfum ekki að spenna okkur neitt rosa- lega upp. Ef bíll þeirra reynist yf- irburðabíll, þá verðum við Ömar einfaldlega að sætta okkur við það. Við gerum okkur ljóst að það eru 7—8 bílar í Ljómarallinu, sem „Nei. Við erum ekki farnir að ákveða næsta ár neitt, það er heila málið. Það eina sem við Ómar höf- um spjallað um, er það að við er- um ekki ákveðnir hvað við gerum á næsta ári. Ef Ómar hættir neyð- ist ég einnig til að hætta, því ein- hverjir verða að fá að vinna röll- in,“ sagði Jón glottandi. „Án gam- ans, þá er þetta allt saman óákveðið. Hitt er svo annað, að það kemur að því að við hættum. Spurningin er líka sú, að ef við höldum áfram í nokkur ár, þá verðum við að fá nýjan bíl og gera ákveðna hluti til þess að vera sam- keppnisfærir við þá bíla, sem núna eru til landsins komnir. En ég legg ekki út á þá braut nema við höld- um áfram í svona tvö til þrjú ár í viðbót. Ég er búinn að vera í hinu og þessu sporti frá tvítugsaldri og það er stór spurning hvenær ber að hætta. Það fylgir þessu ákveðið stress og áhyggjur, sem er reyndar alveg þess virði að leggja á sig. En á maður að halda áfram og taka sportið með sér á elliheimilið?" Svo við snúum okkur að Ljóma- rallinu. Ilvernig líst þér á keppnina? „Mér líst mjög vel á rallið og stefni ekki á neitt nema toppinn." Telur þú ítalina vera skæða keppi- nauta? Spjallað við Jón Ragnarsson um LJÓMA 5#RALLY82 „ítalirnir eru alveg óskráð blað. Ég veit ekki, ég hef ekki beint trú á því að þeir eigi eftir að verða fyrir íslendingunum. Ég er að vísu að tala þarna um menn, sem ég þekki lítið sem ekkert til. En það verður geysihörð keppni á milli ís- lendinganna." Hvaða leiðir telur þú að verði erf- iðastar fyrir ökumenn? „Tvímælalaust Kjölur og Fjalla- baksleið, ef leiðin verður svipuð og í fyrra.“ Þið Ómar akið þá leið á fullum hraða? „Já, sko ... hvað ... hvað gerir þú ... já, þú verður að aka þessar leiðir á fullu. Það er ekki um ann- að að ræða. Hitt er annað mál, að á þessum tveim leiðum er mestur möguleikinn að ökumenn leiki af sér í hita leiksins. Menn verða að gera það upp við sig í hverjum bíl, hve mikla áhættu þeir taka á þess- um leiðum." Hvað kostar þátttakan í Ljóma- rallinu fyrir meðalgóðan bil, að þínu mati? „Þetta er dýrt. Líklega kostar benstnið um 10 þúsund krónur, þá á keppnisbíl og tvo viðgerðarbíla. Matur, dekk og fleira er líklega um 20 þúsund, þannig að meðalbíll kostar ökumenn á milli 30—40 þúsund krónur. Þar fyrir utan eru svo varahlutir vegna bilana, sem upp kunna að koma.“ Hvernig verður dekkjamálum háttað hjá ykkur? Nú verður það eitt mikilvægasta atriðið í rallinu. „Við munum nota Michelin- dekk, sem hafa reynst okkur geysilega vel. Við verðum örugg- lega með 20 dekk og hugsaniega 30. Þetta eru dekk sem við fengum send að utan frá Michelin til próf- unar í fyrra og síðan einnig ný dekk. Þessi dekk eru þau bestu sem við höfum prófað." Að lokum. Hver er helsti búnaður Kenault-bíls ykkar? „Vélin er 130 DIN-hestöfl og með pústflækjum. Það eru kældar diskabremsur, splittað drif (fram- hjóladrif), „close ratio“-kassi (styttra á milli gíra en venjulega er) og siðan náttúrulega special rally-fjöðrun. Dempararnir eru svo „special" að ef þeir bila þá náum við þeim ekki úr. Það tekur svo langan tíma að það svarar ekki kostnaði í miðri keppni," sagði Jón Ragnarsson að lokum og sneri sér að símanum sem hringt hafði án afláts á meðan á spjallinu stóð. G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.