Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Adorjan er efstur í Toluca Tolura. Mexíkó, 13. áffÚMt. AP. HandaríkjamaAur einn, Yasser Seirawan, tefldi af mikilli festu til sigurs gegn Ingverjanum Lajos l’ortiseh í þriöju umferð millisvæða- skákmótsins í Toluca í Mexikó í gærkvöld. Varð Rortisch að gefast upp eftir 39 leiki með gertapaða stöðu. í öðrum skákum, sem tefldar voru í 3. umferðinni, sigraði Adorj- an frá Ungverjalandi Júgóslavann Hulak í 29 leikjum og Ivanov frá Kanada sigraði Kouatly frá Líban- on í 31 leik. Þá gerðu þeir Spassky og Balashov jafntefli og sama varð uppi á teningnum hjá Yusupov og Torre. Tvær skákir, viðureignir Nunn og Rodriguez og Rubinetti og Polugajevski, fóru í bið eftir 41 leik. I báðum tilvikum var staðan mjög tvísýn. Adorjan er nú efstur eftir 3 um- ferðir með 2'k vinning. Balashov og Ivanov eru báðir með 2 vinn- inga. Seirawan er með l'k vinning og biðskák, sem hann ætti að vinna. Líbanon: Forsetakosn- ingar boðaðar Jane Fonda sést hér syrgjandi ásamt ástvinum sínum, eftir að lát foður hennar var tilkynnt, en mynd þessi var tekin fyrir utan hús fóður hennar og stjúpmóður í Los Angeles í gærmorgun. Beirut, Líbanon. AP. BOÐAÐ hefur verið til forsetakosn- inga í Líbanon hinn 19. ágúst nk. Núverandi forseti, Elias Sarkis, verður að víkja úr sæti eigi síðar en 23. september 1982 samkvæmt stjórnarskrárlögum. Eini frambjóðandinn til forseta er 34 ára gamall lögfræðingur, Bashir Gemayel, yfirmaður kristi- legra hægrisinna, sem stutt hafa Israelsmenn í baráttu þeirra gegn PLO-samtökunum. Gemayel hefur byggt kosningabaráttu sína til þessa á slagorðunum „sterkt og sameinað Líbanon". Margt stendur í vegi fyrir for- setakosningunum í Líbanon á meðan Beirut er umkringd ísra- elskum sveitum og þinghúsið stað- sett á miðjum vígvelli. Flestir mú- hameðstrúarmenn og margir hinna kristnu berjast nú fyrir því að forsetakosningum verði frestað uns deilan á milli PLO og ísraels- manna hefur verið leyst. Argentína orðin að verslunar- paradís erlendra ferðamanna Buciwn Aires, 13. ágútrt. AP. ARGENTÍNA er nú orðin aö sannkallaðri verslunarparadís erlendra ferðamanna, sem koma inn í landið vel birgir af dollurum og fara heim aftur með ferða- töskur úttroðnar af fatnaði og skóm, sem þeir hafa keypt á gjaf- verði. Gífurleg verðbólga ríkir í land- inu. Nam hún 16,3% í júlímánuði einum og hefur ekki verið svo há í 6 ár á mánaðargrundvelli. Kaup- máttur hefur farið mjög rýrnandi í landinu þannig að almenningur þar nýtur ekki góðs af hinu lága vöruverði nema að takmörkuðu leyti. Dæmið hefur snúist gersamlega við á tveimur árum. Þá voru Arg- entínumenn á meðal mestu eyðsluseggja heims. Gengi pesoins var hækkað upp úr öllu valdi og fólk keypti dollara á mun hæg- stæðari kjörum en áður. Utan- landsferðir jukust stórkostlega og Argentínumenn flykktust í hópum til Miami, Rio de Janeiro, Madrid og fleiri borga til þess að birgja sig upp af fötum, rafmagns- og hljómburðartækjum fyrir aðeins Nýjar rannsóknir: Geta útlimir sem saxast hefur af vaxið að nýju? W ashinclon, 13. á|(ÚMt. AP. NYJIJSTU rannsóknir á dýrum sýna að spendýr, þ.á m. menn, geta endurnýjað hluta af Bngrum og tám ef ekki er gert að sárunum með skurðaðgerð. Dr.Richard B. Borgens, lífeðlis- fræðingur sem starfar við dýra- læknaháskóla, sagði í daga að til- raunir hans á músum hafi leitt í Ijós að endurvöxtur fingurbrodda á spendýrum fari eftir því hversu mikið hefur fallið brott og hvernig meðferð sárið hlýtur. Á undanförnum áratug eru mörg dæmi þess að fingur hafi verið græddir á fólk með góðum árangri á nokkrum mánuðum, en ekki hafa farið fram neinar víð- tækar rannsóknir fyrr á því hvernig sjálfkrafa endurnýjun fer fram, sagði Borgens í viðtali. Vísindamenn eru mjög áhuga- samir um þessar nýju tilraunir þar sem þeir sjá fram á það, að ef til vill verði hægt að hjálpa fólki til að endurnýja útlimi, eða hluta þeirra, og Iíkamshluta sem hafa tapast í slysum eða vegna sjúk- dóma. Borgens sgir að „allar líkur bendi til“ að réttara sé að græða ekki skinn framan á fingur er misst hefur verið framan af, ef það er fyrir ofan fyrstu kjúkuna á fingrinum. „Nú eru mikla deilur um það meðal lækna hvort réttara sé að sauma skinn framan á fingurinn eða láta hann gróa í friði, sér- staklega hvað varðar börn,“ sagði Borgens. „Rannsóknir mínar miða að því að styðja þá sem telja rétt- ara að láta sárið eiga sig og sjá síðan hvort sá hluti sem á vantar vaxi ekki bara aftur.“ brot af því sem hliðstæður varn- ingur kostaði heima fyrir. Nú eru verslanir í Buenos Aires fullar af útlendingum, aðallega frá nágrannalöndunum Uruguay, Brasilíu og Chile, klyfjuðum pökk- um og pinklum. Hægt er að kaupa góða skó fyrir 15 Bandaríkjadali parið og herrajakkaföt kosta inn- an við 100 dollara, leðurjakkar fást fyrir 40 dollara, lúxusmáltíð með víni á veitingahúsi 3 dollara og þannig mætti telja áfram. „Ég get keypt fimm skyrtur hér fyrir verð einnar heima," sagði Brasilíumaðurinn Sergio da Silva er rætt var við hann. Hann er kennari að mennt og brá sér í fjögurra daga verslunarferð til Argentínu ásamt konu sinni. Da Silva keypti sér þrjú pör af skóm í leiðinni og lét þess þá getið að fyrir þá upphæð, sem hann greiddi fyrir skóna, 45 dollara, fengi hann einn sambærilegan skó í Brasilíu. Skýringin á þessari gerbyltingu er fyrst og fremst sú að hver geng- isfeilingin hefur fylgt í kjölfar annarrar í Argentínu frá því í apríl á síðasta ári. Samtals nema þær um 1500%. í fyrra var dollar- inn 2.400 pesosa virði. Stærsta gengisfellingin, sem hleypti ferða- mannastraumnum af stað, var gerð í síðasta mánuði. Þann 5. júlí voru 15.000 pesos í einum dollara. Degi síðar voru þeir orðnir 30.000. Á svörtum markaði er verð dollar- ans 60.000 pesos. „Við gerum ekki betur en að skrimta út mánuðinn á þeim laun- um, sem maðurinn minn vinnur sér inn,“ sagði Ida Randazo, eig- inkona manns, sem vinnur í plast- verksmiðju, sem framleiðir hluti í bifreiðir. Tengdasonur hennar, sem vinnur við tölvufyrirtæki, hefur neyðst til að taka að sér kvöld- og helgarvinnu til þess að brauðfæða konu sína og barn. Laun voru hækkuð á bilinu 20- 30% í síðasta mánuði, en sú hækk- un hrekkur hvergi til að mæta kauprýrnuninni. Þeir, sem á hinn bóginn ekki kvarta yfir þessari skyndilegu söluaukningu, eru kaupmennirnir. „Fyrir mánuðum var ég með 18 pelsa hérna í búðinni, sem ég gat ekki með nokkru móti selt,“ sagði einn kaupmaðurinn. „Núna hef ég ekki undan að fylla hengin." Managua: Prestur neyddur til að fækka fötum Managua, Niraragua, 13. ágúst. AP. KAÞÓLSKl'R prestur sagði í dag að lögreglan hefði neytt hann til að ganga nakinn um götur borgarinnar eftir að árás- armaður hafði neytt hann til að fækka fötum. Hins vegar kemur fram í skýrslum hins opinbera að presturinn hafi verið staðinn að verki á stefnumóti með konu annars manns. Hin ríkisrekna sjónvarps- stöð Sandinista sýndi síðan í gærkvöldi myndbandaupptök- ur af prestinum, Bismarck Carballo, nöktum á götum borgarinnar og skýrði uppá- komuna þannig að presturinn hefði verið rekinn út á götur borgarinnar af afbrýðisömum eiginmanni. Carballo skýrir farir sínar hins vegar þannig að hann hafi verið að snæða hádegis- verð heima hjá vinkonu sinni á miðvikudag, er ráðist var á þau og þau neydd til að fækka fötum af manni sem hann ekki þekkti. Síðan hafi birst fjórir lögregluþjónar og rekið þau út úr húsinu. Presturinn kveðst síðan hafa verið fluttur í fangelsi, þaðan sem hann sá síðan árás- armann sinn hverfa á braut greinilega án refsingar. Grænfriðungar gefast upp Anurterdam, 13. ágúst. AP. HÖLLENSKIR grænfriðungar beygðu sig í dag fyrir réttarúrskurði breskra kjarnorkuyfirvalda og ætla að láta af mótmælaaðgerðum þeim er þeir hafa haldið uppi til að reyna að stöðva losun kjarnorkuúrgangs á austanverðu Atlantshafi. Lögmaður Greenpeace-samtak- anna í Hollandi sagði í dag að félög- unum sex yrði þegar í stað tilkynnt um úrskurðinn og fjarlægðir frá borði breska skipsins sem er statt um 430 mílur undan strönd Spánar. Þeir hafa verið þar hlekkjaðir við losunarútbúnað skipsins síðan á þriðjudag til að koma í veg fyrir að unnt væri að koma tunnum með úr- ganginum fyrir borð. Litlar undirtektir við tillögu finnska ráðherrans um að taka til fyrirmyndar forsetakjör á íslandi Frá llarry Granberg, fréttaritara Mbl. í Hel.sinki. FINNSKI dómsmálaráðherrann, Christoffer Taxell, hefur lagt til, að þegnarnir, en ekki stjórnmálaflokkarnir, velji eftirleiðis forsetaframbjóð- endur í Finnlandi. Hann kveðst grundvalla tillöguna á því fyrirkomulagi sem viðhaft sé á íslandi. Tillagan kom fram í þeim umræðum sem nú fara fram í Finnlandi um hlutverk forseta og tilhögun kosninga. „Þegar ég kom þeirri hugmynd á framfæri að þegnarnir en ekki stjórnmálaflokkar kæmu með uppástungur um frambjóðendur til forsetaembættis í því skyni að hugmyndin yrði rædd, vísuðu stjórnmálamenn og flokksmál- gögn henni á bug og telja hana óyfirvegaða, frumlega, róttæka, hallærislega og svo framvegis," segir Taxell. „Þeir sem gagnrýna mig vita greinilega ekki, að slíkt fyrir- komulag er á Islandi. Þetta er vissulega dæmi um þekkingar- skort á málefnum grannríkja okkar, en réttlætir ekki þess vegna að hugmyndinni skuli vís- að á bug umræðulaust. Á Norð- urlöndunum öllum eykst al- mennur áhugi á því að þegnarnir fái aukna hlutdeild í ákvörðun- um. I Finnlandi kemur þessi áhugi m.a. fram í kröfum um beint þjóðkjör forsetans og um allsherjaratkvæðagreiðslur í málefnum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnmálaflokkarnir ættu að bregðast við þessum kröfum með ráðstöfunum sem þeir telja rétt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.