Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 21 Hópurínn í Þórshöfn: AðalheiAur Kjartansdóttir, Flosi Jónsson, Eiríkur Ingvarsson, Kiri Elísson, Einar Guðmannsson, Freyr Aðalsteinsson, Gylfi Gíslason, Ólöf og Jóhannes Hjilmarsson hjónakorn, Eyþór Hauksson, Garðar Gíslason og unnusta hans, Didda, Kristinn Einarsson. Lyftingamenn varnarlausir í styrk- leika sínum gagnvart veðurguðunum Strandaglóparnir fyrir ntan Cessna-vélina sem flntti þi heim til íslands. Fri vinstrí: Flosi, Didda, Garðar, Eyþór, Einar, Kristinn og Kiri. Færeyjaferð norðlenskra lyftingamanna: Eftir Kára Elison Akureyrskir lyftingamenn biðu í 4 sólarhringa i Reykjavík eftir flugveðri til Færeyja, þar sem þoka hamlaði Rugi. /Etlunin var að halda keppni og sýn- ingu í lyftingum og kraftlyftingum i Ólafsvökunni, og kynna frændum vor- um Færeyingum þessar íþróttagreinar í fyrsta skipti. Lvftingar hafa litið verið stundaðar þar með keppni fyrir aug- um. l*ó eru þar nokkrir efnilegir ihugamenn í lyftingafélagi sem heitir þvi skemmtilega nafni Bragðið, en Færeyingar segja gjarnan að hraustur maður sé bragðinn. Laugardaginn 31. júlí, þegar þokan hafði loks sýnt þá velvild að þoka sér til hliðar, var flogið af stað áleiðis til Færeyja. llópurinn samanstóð af 7 öfl- ugum lyftingamönnum og 5 öflugri fylgdarmönnum, þar af 3 fulltrúar kvenpenings. llpphaflega var gert ráð fyrir 17 manna hópi, en biðin í Reykja- vík reyndi hinsvegar svo mjög á þolrif manna að 5 litlir negrastrákar heltust úr lestinni. Eftir um 2 stunda flug, var lent á Vogey seinni hluta dags í sól og blíðskaparveðri. Þá höfðum við loksins hina langþráðu færeysku grund undir fótum. 10 mínútum síð- ar var eins og hendi væri veifað, þoka lagðist yfir á örskammri stund, og allt flug lá niðri þangað til daginn eftir. í svartaþoku var farið með rútu til bæjar sem heitir Vest- manna og þaðan tekin ferja til Straumeyjar, stærstu eyju Færeyja. í sjóferðinni gerðist það markverð- ast að enginn okkar varð hið minnsta sjóveikur, að vísu var ferj- an aðeins 10 minútur á leiðinni. Þegar til Þórshafnar var komið, höfuðstaðar Færeyja, tók á móti hópnum velunnari okkar, Akureyr- ingurinn Eiríkur Ingvarsson, for- maður íslendingafélagsins í Fær- eyjum. Hann hafði ásamt Flosa Jónssyni allan veg og vanda af hin- um mikla undirbúningi fyrir heim- sókn okkar. Fyrsta verkefni okkar var að líta á allar aðstæður í Fimleikahöllinni þar sem lyft- ingarnar skyldu fara fram. Skotið var á stuttri ráðstefnu og ákveðið að daginn eftir, á sunnudag, færi fram keppni, en á mánudeginum sýning. Það sem eftir lifði kvölds var notað í að koma upp lyftingapallinum og lokið við annan nauðsynlegan undir- búning. Á meðan á dvöl okkar stæði hafði Eiríkur útvegað hópnum til afnota eina stóra íbúð í tvíbýlishúsi, sem var í eigu byggingarfélags þess sem hann vinnur hjá í Þórshöfn. Ekki rúmaði hún þó alla svo vel færi. Því var Jóhannesi Hjálmars- syni og Ólöfu konu hans boðið að gista heima hjá fjölskyldu einni. Þar sem Jóhannes er alger reglu- maður á áfenga drykki, var það skemmtileg tilviljun þegar í ljós kom að það var heima hjá manni þeim er starfar sem yfir-bjórbrugg- ari Færeyja. Sunnudagurinn 1. ágúst rann upp með fögrum þokuslæðingi. Keppnin hófst síðan að áætluðum tíma klukkan 3.30 með setningarathöfn. Eirikur kynnti keppendur og sagði frá tildrögum heimsóknarinnar, og sagði m.a. að vonandi yrði hún mikil lyftistöng fyrir lyftingarnar í Fær- eyjum. Allar æfingaáætlanir manna höfðu vitanlega raskast mikið vegna seinkunarinnar. Undirbúningur lyftingamanna fyrir mót er geysi- lega nákvæmur upp á dag, bæði hvað varðar æfingar og mataræði. Biðin í Reykjavík og öll óvissan um hvenær flogið yrði gerði því mönnum talsverða skráveifu. í keppninni kom það svo fljótlega í Ijós að keppendur höfðu misst spennu úr vöðvunum. Heildar árangurinn varð því ekki eins góður og vonast hafði verið eftir. Þó tókst greinarhöfundi að setja eina ís- landsmet keppninnar með dyggum stuðningi hinna fjölmörgu líflegu áhorfenda. Úrslit keppninnar urðu annars þessi: Keppnin þótti takast mjög vel og var framkvæmd öll til fyrirmyndar. Kvöldinu eyddu menn í afslöppun og gengu síðan snemma til náða, því morgundagurinn beið með þung lóð í skauti sér. Á mánudag, þegar stírurnar höfðu verið nuddaðar úr augum, var gengið niður í miðbæ. Þar fengu menn sér saðningu, versluðu og skoðuðu sig um. Þórshöfn fannst okkur vinalegur og fallegur bær, en mikla athygli okkar vakti, hve húsin voru snyrtileg og umhverfi þeirra. Um kvöldið klukkan 7.30 hófst sýningin. Áhorfendur voru nú mun fleiri en daginn áður og nær troð- fylltu höllina. Tvíburarnir Garðar og Gylfi Gíslasynir sýndu lyftingar. Garðar var nú hinn frískasti og jafnaði Islandsmet unglinga í jafn- hendingu 90 kg flokks, er hann lyfti 175 kg undir miklu lófataki áhorf- enda. Jóhannes Hjálmarsson vakti óskipta athygli og hrifningaralda fór um salinn þegar hann lyfti 270 kg í réttstöðulyftu, en það er langt yfir gildandi heimsmeti í hans flokki öldunga. Þessi árangur hans fæst þó ekki staðfestur þar sem ekki var um löglega keppni að ræða. Freyr Aðalsteinsson sýndi það að hann er með sannkallaðar járn- greipar, er hann lyfti 190 kg með annarri hendi í réttstöðulyftu. Þess má geta að hinn 120 kg þungi Svíi, Wigholm, sem vann keppnina Vík- ingur Norðurlanda í vor, lyfti einnig 190 kg í þessari grein. Flosi Jónsson og greinarhöfundur sýndu bekk- pressu, sem endaði með því að greinarhöfundi tókst að lyfta 151 kílói, eða 'k kg yfir Islandsmetinu frá deginum áður. Ætlun okkar var sú að fá ein- hverja „bragðvísa" heimamenn til að prófa sig í réttstöðulyftu. Þá brá svo við að enginn gaf sig fram, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Þarna voru nokkrir stæðilegir Færeyingar að fylgjast með, en ekki fengust þeir til að lyfta hvernig sem reynt var. Kom þessi hlédrægni frænda vorra okkur mjög á óvart. Síðasta sýn- ingaratriðið var tveggja manna réttstöðulyfta. Lóðin sem Færey- ingar áttu voru það fyrirferðarmikil að Freyr og Flosi komu „aðeins“ 300 kg á stöngina. Þeir lyftu síðan því hlassi nokkrum sinnum léttilega. Á eftir var heimsókninni slitið formlega með ræðu Eiríks, en hann talar færeysku eins og innfæddur væri og var aðaltúlkur okkar. Sýn- ingin virtist hafa fallið í góðan jarð- veg. Vorum bæði við og félagar okkar hjá Færeyska lyftingafélag- inu mjög ánægðir með hvernig til tókst. Á þriðjudag hófst heimferðin. Hún varð í svipuðum skrautstíl og annað sem á undan var gengið. Þeg- ar við komum í flugstöðina á Vogey fengum við óvænta ábót á ferðalag- ið. Þá er við ætluðum að bóka okkur inn í Fokker-vél Flugleiða sem við áttum pantað far með til íslands, kom heldur betur babb í bátinn. Starfsfólkið varð felmtri slegið og rak upp stór augu sem undirskálar væru. Okkur var nú sagt að við ætt- um ekki pantað far með vélinni og því kæmumst við ekki með henni, þar sem hún væri fullbókuð þegar. Eftir að málið var athugað betur, kom snilldarskipulag Flugleiða í ljós. Fokker-vélin sem við komum með til Færeyja á laugardag var lát- in bíða í 2 stundir eftir því að við kæmum aftur og færum með henni samdægurs tilbaka til íslands! Alveg frábært! Málin þróuðust hinsvegar þannig að 5 sæti losnuðu með vél- inni og af einskærri náð fengu 5 okkar þau sæti. Við hin sem eftir urðum, neyddumst til að hírast á hóteli um nóttina við lítinn orðstír. Morguninn eftir, miðvikudaginn 4. ágúst, var send eftir okkur 9 sæta Cessna-vél frá Sverri Þóroddssyni. Síðan má segja að allt hafi gengið eins og í sögu og komumst við klakklaust heim til Islands rétt eftir hádegið. Þrátt fyrir allt fannst mönnum ferðin hin ánægjulegasta. Aðstaða og viðurgerningur allur var heimamönnum mjög til sóma. Mun verða stefnt að því að styrkja þau tengsl sem nú komust á og hafa lyft- ingaleg samskipti við Færeyinga í náinni framtíð. Kiri Elísson Lyftingar Flokkur 75 kg Líkams- þyngd Snörun Jafn- hending Saml. kg Freyr AdaltrteinwMn 75,0 120 140 260 Eyþór Haukstton Flokkur 90 k|{ 67,9 60 87,5 147,5 Gylfi Gulwon 88,0 135 170 305 Gardar Gislanon Kraftlyftingar 90,0 132,5 luetti 305 Flokkur 67,5 kK Líkam.s- þyngd Hnéb. Bekk- presNa í.slm. Rétt Ntl. Samanl. Kári KIÍNNon Flokkur 82,5 kg 67,5 217,5 150,5 240 605 FIoní JónsNon Flokkur 100 kg 8U 205 125 220 550 Johannes Hjálmarason 96,5 230 130 260 620 í góðum félagsskap. Fri vinstrí: Didda, Krístimi Einarsson, Eirfkur Ingvarsson, for- maður íslendingafélagsins í Færeyjum, Garðar og Gylfi Gíslasynir. Freyr Aðalsteinsson að lyfta 1M kg einbendis i réttstöðulyftu. Freyr Aðalsteinsson og Flosi Jónsson, formaður Lyftingariðs Akureyrar, lyfta 300 kg i tveggja manna réttstöðulyftu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.