Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 39 Ameríska kvikmyndavikan ráðherra, hvort höfða skuli mál út af svonefndum sæmdarrétti eða ekki. En sá réttur gildi eingöngu um listaverk látinna listamanna, 50 árum eða lengur frá andláti þeirra. Sigurður sagði það engu breyta um höfundarréttinn, að ríkið hefði keypt hann, hann félli niður samkvæmt 50 ára reglunni eins og réttur að öllum öðrum listaverkum tónsmíðanna. Að sögn Sigurðar er aðeins til einn dómur, er fallið hefur um mál sem þetta, en það er dómur Hæstaréttar í Danmörku frá því árið 1965. Þar gerðist það að út- sett hafði verið fyrir danshljóm- sveit klassískt verk, serinata eftir Johan Svendsen. Mál var höfðað vegna þessa og féll hann útsetjur- unum í óhag, og voru þeir dæmdir til að greiða skaðabætur og lagið gert upptækt. Fræðilega kvaðst Sigurður því telja jassútsetningu íslenska þjóð- söngsins ólöglega. Framhald málsins réðist hins vegar af því hvað menntamálaráðherra gerði. Hann einn hefði rétt til að höfða mál í tilvikum sem þessum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson á yngri árum. Danska tónskáldið Johan Svendsen. Athugað eftir helgi Bæði Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, og Birgir Thorlaci- us, ráðuneytisstjóri, hafa verið í útlöndum. Birgir er nú kominn heim, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að vegna anna í ráðuneytinu hefði ekki gefist tóm til að kanna málið nánar, og yrði það ekki gert fyrr en í næstu viku. Þá verður búið að frumsýna kvikmyndina, svo ólíklegt er að til lögbanns verði gripið héðan af. Hvort af málshöfðun verður, er á hinn bóginn ekki séð enn sem komið er. En hver sem niðurstað- an er í því máli, er ljóst að þjóð- söngurinn í hinni nýju útsetningu er kominn fyrir eyru landsmanna á hljómplötu og þúsundir munu heyra hann í kvikmyndinni. Verði af málshöfðun, mun það því fyrst og fremst hafa fyrirbyggjandi áhrif, skaðinn er þegar skeður nú, sé um skaða að ræða, en það er alls ekki óumdeilt eins og að fram- an greinir. Anders Hansen „Nýir straumar í amerískri kvikmyndagerð", er yfirskrift Amerisku kvikmyndavikunnar, sem hófst í gær í Tjarnarbíói og stendur yfir til 21. ágúst nk. Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. er hér um að ræða sýnishorn af því sem er að gerast í ameriskri kvikmyndagerð, utan stóru kvik- myndaveranna og kennir þar margra grasa, sem íslenskir áhugamenn um kvikmyndagerð ættu að hafa áhuga á að kynna sér. Sýningar í Tjarnarbíói í dag og á morgun verða sem hér segir: Sunnudagur: Kl. 3. Kaffistofa kjarnorkunnar, kl. 5 Hjartland, kl. 9 Kaffistofa kjarnorkunnar, kl. 11 Varanlegt frí. Mánudagur: Kl. 5 Tylftirnar, kl. 9 Yfir-Undir, skáhallt niður, kl. 11 Chan er týndur. Kaffistofa kjarnorkunnar (Atomic Café) er slunkuný mynd, gerð árið 1982. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum nýverið og mun þá hafa vakið töluverða athygli, en aðaluppistaða myndarinnar eru gamlar áróðursmyndir fyrir kjarnorkuvopnum. í umsögn um myndina segir að Kaffistofa kjarnorkunnar sé nokkurs konar brú milli kvikmyndanna Babes on Broadway og Dr. Strangelove. Leikstjórar eru Kevin Rafferty, Jayne Loader og Pierce Hjartland (Heartland), hlaut gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1981, en hún er önnur tveggja mynda á þessari kvikmyndahátíð sem að mestu er unnin af konum og fjall- ar um konur. Hjartland er byggð á dagbókum raunverulegrar land- nemakonu, sem bjó í Wyoming- fylkinu. Myndin er saga landnem- anna, fyrst og fremst kvennanna, sem tókst að lifa af þessa erfiðu tíma. Varanlegt frí, fjallar um örvænt- ingu amerískrar pönkæsku og Tylftirnar (The Dozens), er lýsing á lífi ungrar stúlku sem reynir að sameinast þjóðfélaginu á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í fang- elsi fyrir ávísanafals. Eins og „Hjartland", er þessi mynd að mestu gerð af konum en leikstjór- ar eru Christine Dall og Randall Conrad. Yfir-Undir, skáhallt niður (Over- Under, Sideways Down), er gerð í San Francisco, árið 1977 af starfshópnum Cinemanifesti og fjallar um líf og umhverfi verka- mannafjölskyldu. Chan er týndur, (Chan is lost), gerist í Kínahverfinu svonefnda í San Francisco og er sennilega fyrsta myndin sem fjallar um ameríkana af kínversku bergi brotna. Glas govy\jS var einu sinni kölluö verslunar>S miöstöð jS (s lendinga vegna tíðra ferða okkartil Skotlands.Þægilega stuttar flugferðir >5 á góðu verði. /S Glasgow hefur ekki breyst.Borgin er ennþá skemmtilegt sam bland af gamalli og nýrri hefð. Þar blandast saman /s gamall byggingarstíll.veitingastaðirog bjór krár í /«gömlum,klassískum stíl.og nútíma tækni á sviði verslunar - og við skipta. Það sér enginn fS eftir ferð um skosku hálöndin. Skotar telja sig vera ná », granna okkarog viniog vilja eiga í okkur hvert bein^ Þeir eru gestrisnir>Smeð afbrigðum og góðir heim að sækja. Fáðu upplýsingar hjá Flug leiöum eða ferðaskrifstofum um ^ferðir til Glasgow. FLUGLEIDIR Gott tötk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.