Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Guðrún Skarphéðins dóttir — Minning Fædd. 25. janúar 1949 Dáin 13. ágúst 1982 Að morgni 23. ágúst k'. 10.30 verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu Guðrún Skarphéðinsdótt- ir, Goðheimum 24, Rvík, sem lést 13. þ.m. Það var fallegt síðsumarskvöld vestur á Patreksfirði laugardag- inn 31. júlí. Sólin var sigin langt til hafs og sendi geisla sína ská- hallt inn fjörðinn og baðaði fjöllin sunnan fjarðarins, sem spegluðust í lognkyrrum firðinum. Jafnvel Hafnarmúlinn, sem oftast er ógnþrunginn og kynngimagnaður var sólgylltur og vinalegur. Mildi síðsumarskvöldsins veitti ró inn í sál manns og friður var yfir nátt- úrunni. Við hjónin vorum á göngu á ieið í afmælisboð og nutum veð- urblíðunnar, þó ekki væri um langan veg að fara. Við vorum á leið til Stefáns Skarphéðinssonar héraðsdóms- lögmanns, nú sýslumanns Barð- strendinga, og Ingibjargar konu hans. Fyrr í vikunni höfðu foreldrar Stefáns, Skarphéðinn Loftsson, lögregluvarðstjóri í Rvk. og Erla Egilsson, komið til Patreksfjarðar ásamt Guðrúnu dóttur sinni, manni hennar, Sverri Jónssyni, og tveimur börnum þeirra. Tilefni þessarar heimsóknar var sextugs- afmæli Skarphéðins, sem þau kusu að halda upp á hjá syni sín- um vestra. Vinir og vandamenn streymdu aö stóra timburhúsinu í tilefni dagsins. Þaðan er víðsýnt og nóg pláss. Þarna átti stór hópur vina og skyldfólks einstaklega ánægju- lega kvöldstund. Það var sungið og skemmt sér fram á nótt og ekki spillti það ánægju kvöldsins að þá lá í loftinu að sonurinn í fjölskyld- unni mundi verða skipaður sýslu- maður Barðstrendinga innan ör- fárra daga. Já, það var mikil ham- ingja í fjölskyldunni og gleðin var allt í kring. Okkur eru minnis- stæðar litlu frænkurnar fjórar, 3 dætur Ingibjargar og Stefáns og dóttir Guðrúnar og Sverris,. allar prúðbúnar í gulum kjólum, hver annarri fallegri. Allir samglödd- ust fjölskyldunni innilega. I vikunni eftir afmælið dvelja Guðrún og Sverrir ásamt börnum sínum í sumarbústað inni í Vatnsfirði með Stefáni og Ingi- björgu í góðu yfirlæti. Mánudag- inn 13. ágúst taka þau sér far með flugvél til Reykjavíkur og þann sama dag lést Guðrún skyndilega. Það má segja að gamli máls- hátturinn „á skammri stund skip- ast veður í lofti" eigi hér við. Þar sem áður ríkti gleði ríkir nú sorg s og við sem glöddumst með þeim á góðri stund sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur við þessar breyttu ástæður. Guðrún var fædd, eins og áður er sagt, 25. janúar 1949 og var hraust og skemmtilegt barn, en um 12 ára aldur verður hún fyrir því áfalli að veikjast af erfiðum sjúkdómi, sem hún fékk aldrei bót á. Allt var reynt sem í mannlegu Fæddur 25. júní 1891 Dáinn 10. ágúst 1982 Á morgun, 23. ágúst, verður til moldar borinn afi okkar, Guð- mundur Hannesson, sem lést hinn 10. ágúst síðastliðinn í sjúkrahúsi Suðurlands. Hann var orðinn 91 árs að aldri, og þrátt fyrir þann háa aldur sem hann náði var hann mjög ern fram á síðasta dag. Afi var fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum, og var hann yngstur af fimm systkinum, börnum hjón- anna Hannesar Hannessonar og Sesselju Eyjólfsdóttur, sem öll eru látin. Hann fór ungur úr föðurgarði og stundaði þá ýmis störf bæði til sjós og lands. Hann vitnaði oft í það hvað vinnudagurinn var lang- ur og strangur og lítið upp úr stritinu að hafa. Áfi var gæddur miklum lífskrafti og ævintýraþrá, sem leiddi til þess að hann leitaði út fyrir landsteinana og fór til Kanada eins og margir gerðu á valdi stóð til að vinna bug á þess- um sjúkdómi. Farið var til fær- ustu sérfræðinga hérlendis og ennfremur til þekktra sérfræð- inga í Evrópu en allt kom fyrir ekki. Þó var sjúkdómurinn ekki alltaf jafnslæmur og kaflar komu á milli, þar sem heilsan var nokk- uð góð. Það fór ekki á milli mála að þessi sjúkdómur hafði mikil áhrif á ungu stúlkuna og síðar konuna. Hún gat ekki lifað eðli- legu æskulífi nema með köflum. Þetta var þung raun fyrir fjöl- skylduna, en þó auðvitað aðallega fyrir hana. Hún reyndi alltaf að vera glöð og kát og alltaf fékk maður fallega brosið hennar þegar komið var í heimsókn, sem því miður var stundum raunalegt í aðra röndina. Það er mikil lífsreynsla fyrir unga stúlku að búa við heilsuleysi árum saman og sterk bein þarf til að þola slíkt óskemmdur. Eins og áð- ur er sagt var heilsan stundum betri og var þá vonað að sjúkdóm- urinn væri á undanhaldi þegar langir góðir kaflar komu. Þann 1. desember 1973 giftist Guðrún Sverri Jónssyni, ungum og dugleg- um bankamanni, eignuðust þau tvö börn, Erlu Jónu, sem verður 8 þessum árum. Þar dvaldist hann í níu ár og vann við ýmis ólík störf, svo sem fiskveiðar á Winnepeg- vatni, landbúnað, herþjónustu, og hótelstörf. En fósturjörðin var honum kærust og leitaði hugurinn oft heim. Fljótlega eftir heimkomu hans kvæntist hann ömmu okkar, Guð- björgu Þorsteinsdóttur, sem ættuð var úr Landeyjunum, og settust þau að í Egilsstaðakoti í Villinga- holtshreppi, og hafði hún með sér fjórtán ára son sinn Hermund Þorsteinsson, sem hann gekk í föð- urstað. Fljótlega réðst hann í það að byggja upp á jörðinni bæði ibúðarhús og útihús, einnig var hann fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð, svo sem að slétta og þurrka engjar. Hann var líka með fyrstu mönnum í sinni sveit til að eignast dráttarvél. Afi hafði ýms- ar hugmyndir og skoðanir vegna hins víða sjóndeildarhrings sem hann hafði eftir veru sína erlend- is, hann hélt líka mörgum siðum + Móðir mín, SIGURRÓS GUOJÓNSDÓTTIR, til heimilis aö Borgarholtsbraut 19, Kópavogi, lést 12. ágúst í Borgarspítalanum. Útförin fer fram frá Kópavogs- Kirkju mánudaginn 23. ágúst kl. 3. Sverrir Sigþórsson. t Dóttir mín, móöir, tengdamóöir, sambýliskona og amma, JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 118, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. ágúst 1982 kl 15 Sigurjón Sveinsson, Jens G. Jensson, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Guðmar I. Guömundsson og sonardætur. Guðmundur Hannes- son Egilsstaðakoti + Eiginkona, dóttir, systir og tengdadóttir okkar, GUORÚN SKARPHÉOINSDÓTTIR, Goðheimum 24, er lést föstudaginn 13. ágúst síöastliöinn, veröur jarðsungin 23. ágúst nk. frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Sverrir Jónsson, Skarphéöinn Loftsson, Erla Egilson, Stefán Skarphéröinsson, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Jón Guömundsson, Hólmfríöur Kristjénsdóttir og aörir vandamenn. + + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FINNUR SIGURBJÖRNSSON, Hvassaleiti 26, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Guölaug Jónsdóttir, Kolbrún Finnsdóttir, Snorri Ingimarsson, Erna Finnsdóttir, Jörundur Markússon, Jón Finnsson, Hrönn Finnsdóttir, Þréinn Sigurösson og barnabörn. Útför eiginmanns míns oa fööur okkar, JULÍUSAR PÁLSSONAR, símvirkjameistara, sem lézt 15. ágúst, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti liknarstofnanir njóta þess. Agnes Kragh, Hanna Fríöa Kragh, Péll Júlíusson, Hans Kragh Júlíusson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ÞÓROARÞÓRDARSONAR fré Staöarhrauni. Edda Þórz, Magnúa Valdimarsson, Sif Þórz, Valgarö J. Ólafsson, börn og barnabörn. ■4- T EINAR MAGNÚS KRISTJÁNSSON, vélstjóri fré ísafiröi, er lézt 15. þ.m., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 23. ágúst kl. 1.30. Aöalbjörg Bjarnadóttir, Stella Magnúsdóttir, Nikulés Sveinsson, Kristjén Einarsson, Þórdís Sigurjónsdóttir, Vera Einarsdóttir, Einar Jónsson, Sigríöur Einarsdóttir, Hrafn Marinósson, Moritz W. Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ára í þessum mánuði, og Skarp- héðin 8 mánaða. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn hugs- aði Guðrún um heimili sitt, en naut einstakrar hjálpar foreldra sinna beggja þegar verst stóð á. Sverrir er einnig sérlega natinn heimilisfaðir. Elskulegu hjón, Erla og Skarp- héðinn, systir og svili, þið hafið orðið fyrir miklu áfalli. Eg minn- ist aðdáunarverðrar umhyggju ykkar fyrir Guðrúnu og börnum hennar. Nú er lokið þeim átökum, sem óhjákvæmilega hafa verið mikil í sálarlífi Guðrúnar við þessi erfiðu veikindi. Erfiðri baráttu er lokið. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og ekki síður eiginmanni hennar, Sverri, og Stefáni og Ingibjörgu. Það er ekki létt að sætta sig við orð gamla spámannsins „Drottinn gaf, drottinn tók. Blessað veri nafn Drottins". Á endanum snýr hann samt öllu á besta veg, þó er- fitt sé að koma auga á það í fyrst- unni. í sorginni er hann það hald- reipi, sem aldrei brestur. Við biðj- um hann að blessa sál hennar á sínum nýju stigum. Heba og Páll sem hann vandist þar, sem við jafnvel höfum ekki tileinkað okkur enn þann dag í dag. I Egilsstaðakoti bjuggu afi og amma í hálfa öld og varð þeim tveggja barna auðið, þau eru Sess- elja sem býr í Reykjavík og Þor- steinn á Selfossi. Afi var mjög barngóður, og hændust öll börn sem hann um- gekkst að honum, og ekki síst þau yngstu. Við systkinin dvöldum oft tíma og tíma hjá þeim á sumrin og eru þær stundir okkur ógleymanlegar. Afi gat verið kátur og gamansam- ur, hvort sem var við börn eða fullorðna. Hann var mikill hug- maður og vinnusamur alla tíð meðan kraftar entust. Við erum viss um, að hann var sæll er hann kvaddi þennan heim, sæll við sitt ævistarf. Við söknum afa okkar, en huggum okkur við það, að nú hafa þau afi og amma sameinast á ný, en hún dó fyrir tæpum tveimur árum. „Far þú í friði, far þú í ró, í frelsarans Jesú nafni." Guð blessi minningu hans. Soffía, Guðmundur og Silja. VINNUVÉLAR — VARAHLUTIR Skúlatúnl 6, síml 27020 — 82933, Reykjavík VÉLAROG <4 - n VARAHLUTIR11i lliTs ,uj< >;< Höfum á aöluskrá fjölbreytl úrval vlnnuvéla og taekja bæði innan- lands og erlendls frá. Utvegum varahlutl á hagstæðum verðum. Margra ára reynsla og viðtæk vtðsklptasam- bönd okkar veita örugga og hag- kvæma þjónustu. Ul|l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.