Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 39 „Sjá, það var harla gott“ Spekingar þeir og spámenn, sem mótuðu hugsanir um fyrstu spor mannkyns á jörð, létu Guð sinn lýsa gleði sinni yfir sköpun- arverki sínu með þessari ör- stuttu setningu. Oft mætti samt ætla á mann- legari hátt metið, að jafnvel og ekki sízt sjálfum persónu- gervingi speki og vizku hefði fundizt eitthvað fara öðruvísi en ætlað hefði verið. Þó mun sú leið jafnan viturlegust, að sjá og þakka hið jákvæða í einu og öllu, bæta um það sem betur mætti fara og gera sér eins gott úr öllu og unnt er. Bezt að eiga ávallt hið jákvæða viðhorf gagnvart öllu, smáu og stóru í tilverunni. Og nú á síðustu dögum virðist full þörf hér úti á hjara veraldar að minna á þessa lífsskoðun. Margt virðist ganga úrskeiðis og yfir öllu vofir nær og fjær nálægðin við opið hlið dauðans öllu mannkyni við „ljóma heljar" í makt og mikilli dýrð atóm- sprengju og vetnisloga. En hvort mundi þó ekki vitur- legast að sefa og stöðva brjálæð- ið við friðarsjón fegurðar og dýrðar sjáandi uppkomu sólar á brosandi morgni hásumardags og „sjá það er harla gott,“ gefur vonir um bjarta framtíð, hvort heldur þjóðar eða mannkyns alls, ef kraftur hins góða og fagra mætti verða öllu yfirsterk- ari, kraftur friðarins. Hér skal aðeins bent á örfá atriði, sem ættu að verða okkur íslendingum sönnun þessa eina og stóra skilyrðis til lífs og heilla. Allt, sem við höfum að þakka, má ekki gleymast, heldur skyldi það notað til að skara að glóðum gæfunnar við lífsveg aldanna. Þar gætum við einnig orðið fyrirmynd annarra þjóða og jafnvel skaparans meistara- mynd hinum meiri og stærri. Það er þá fyrst að fyrir örfáum áratugum vorum við í sporum nýlendna, sem nú berjast á banaspjótum styrjalda, fjölda- morða, grimmdar, haturs og hermdarverka. En samt höfum við að minnsa kosti náð því að teljast frjáls og fuilvalda þjóð án eins einasta blóðdropa, og eigum naumast betri vini en einmitt þá sem orð- ið gátu æðislegustu óvinir. Hugsa mætti um Ira og Breta, Israel og Palestínumenn til sam- anburðar, svo eitthvað sé nefnt, sem er á allra vörum. Hér var stuðzt við hugsun, samninga og speki, sem birtist í rólegri yfirvegun, framsýni og þolgæði, þar sem ekki var rasað um ráð fram, heldur unnið í þeirri trú, sem birtist í orðunum: „Sjá, allt er harla gott,“ ef sann- leikur, réttlæti og góðvild hafa yfirtök í smáu og stóru. Vel mætti bera tvo af þeim, sem blika bjart í okkar sögu, við forystumenn ónefnda í átökum þeim sem frá er skýrt í fréttum hversdagsins á síðkvöldum ann- ars. Þessir tveir samningamenn, sem skýra mál mitt, eru Jón Sig- urðsson í nýlendumálum og Ei- ríkur Kristófersson í þorska- stríðinu. Og satt að segja mætti halda hér áfram að bera stjórnendur, alþingismenn og spekinga ís- lands og allar framfarir þjóðar- innar hinn síðasta aldarhelming saman við stjórn og stjórnendur margra annarra landa allt til stórvelda, þar sem atvinnuleysi, kreppa og ótti við aleyðingu fer nú um eins og nýtízkutegund af svartadauða eða bólusótt. Þrátt fyrir allt niðið, sem daglega er borið fram um ís- lenzka stjórnmálamenn, mistök þeirra og skammsýni, sem talað er um á öllum sviðum fjölmiðla, allt frá predikunum presta til útvalinna fréttaskýrenda, þá sannar allur samanburður við aðrar þjóðir fjær og nær, hve vel þeir standa sig og að allir reyna að gera sitt bezta, þótt að sjálf- sögðu sé ágreininguT um margt, þar sem allir mega hugsa og tala í fullum rétti frjálsra og glaðra þegna í ríki sannleikans og skoð- anafrelsis. Þrátt fyrir það allt, sem auðvitað eru oft ömurleg orð og átök augnabragðsins, þá verður samt niðurstaðan við yf- irlit sköpunarverksins á íslandi: „Sjá, allt er harla gott.“ Margt og mikið að þakka. Sé litið til atvinnu og afkomu þessarar litlu þjóðar, verður sem betur fer hið sama upp á þeim teningi tímans, sem varpað er fyrir augu saintímans fjær og nær. Á síðustu tímum vann þessi þjóð þannig að sínum málum, að allir hafa gnægtir, sem á annað borð eru þess umkomnir að heilsu og viti, að sjá um eigin hag. Landið er gjöfult og hafið er auðugt, þrátt fyrir öll andvörp um að Þórisvatn sé að þrjóta og djúpin tæmd af helztu nytjafisk- um. Þá hefur nú syrt í álinn með vió gluggann eftirsr Árelius Nielsson aflaleysi og ótíð fyrr en nú. Og óðar en varir berast þær fregnir að nýju, að Þórisvatn sé fært um sitt hlutverk, meira að segja von um Kröflu, Húnaflói fullur af síld og togarar beri ennþá auð að landi. Þetta gengur allt sinn öldugang aldalangra hefða, þótt aðstaðan sé önnur. Svo langt má ganga að geta þess, að framleitt er meira af fiski og kjöti, mjólk og ull en seljanlegt er á okkar okurverði. Gæti kannski komið til mála að fækka kúnum og fela nýju skut- togarana? Já, margt er nú skrít- ið í kýrhaus til að kvarta yfir, af mörgum kúm, of góðum skipum. Kannski væri rétt samt að at- huga fyrst, hvort ekki mætti spara meira, gera færri kröfur um falleg einbýlishús og fína einkabíla. En eitt er víst, sé litið yfir sköpunarverkið, má þrátt fyrir fordóma og heimsku komast að niðurstöðu spekingsins, sem rit- aði og samdi sköpunarsöguna, eitt fegursta ævintýri heims- bókmenntanna: „Sjá, allt er harla gott.“ Ekki má hér hafa of mörg orð, þá hefur enginn tíma til að lesa þau. Samt skal að síðustu bent á ummæli athuguls útlendings, sem dvaldi hér af fjarlægu landi kominn í sjálfu vestri allsnægt- anna um nokkra daga í sumar. Hann hefur víða farið og margt séð, en var hér í fyrsta sinn. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: „Þetta er furðulegt land, falleg borg og alveg sérstæð þjóð. Flest er ólíkt því, sem ég á að venjast. Öll hús eru ný og falleg. Ekki sést nokkur gamall bíll á götunum. Alls staðar virðast allsnægtir, þrátt fyrir okurverð á öllu. Hér virðast allir hafa vinnu, en samt nógan tíma til að skemmta sér innan lands og utan. Hér er ekki þessi sýnilegi reginmunur á ríkum og fátæk- um, sem við erum vön. Hér sjást engir betlarar og — nú lækkaði hann róminn — engar vændis- konur, sem bíða fram á nætur eftir væntanlegum viðskiptum." Svo mælti þessi víðförli lög- fræðingur frá Ameríku. Gætu ekki flestir fundið orðum hans stað í veruleika hversdagsins á íslandi, þrátt fyrir allt, sem um t er deilt, krafizt og kvartað yfir? Niðurstaða ályktana hans og athugana yrði því óhrekjanlega í samræmi við orðin helgu: „Sjá, allt er harla gott,“ þrátt fyrir allt. En ættum við ekki að reyna að þakka og meta betur hér eftir en hingað til, slá af kröfum í bili og fækka skuldum með hagsýni og sparnaði, bjart- sýni, góðvild og fórnarlund — jafnvel ástúð og skilningi öðrum til handa. Mundi þá ekki einnig mega segja um hinn andlega heim okkar gáfuðu og göfugu þjóðar: „Sjá, allt er þar harla gott.“ Reykjavík, 9. ágúst 1982, Árelius Níelsson. Minning: Einar Magnús Kristjánsson Fæddur 19. desember 1910 Dáinn 15. ágúst 1982 Þegar ég nú kveð kæran tengda- föður, Einar Magnús Kristjáns- son, vélstjóra frá ísafirði, með söknuði, og minnist hans fáum orðum, þá verður ekki um tæm- andi æviágrip að ræða, heldur að- eins nokkur minningabrot. Einari Magnúsi kynntist ég fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ég kvæntist Margréti heitinni, dóttur hans, og konu hans, Aðalbjörgu Bjarna- dóttur, en Margrét lézt árið 1974. Önnur börn þeirra hjóna eru Stella, gift Nikulási Sveinssyni, Kristján, kvæntur Þórdísi Sigur- jónsdóttur, Vera, gift Einari Jónssyni, og Sigríður, gift Hrafni Marinóssyni. Kynni okkar voru öll á einn veg, ljúf og góð, enda Magnús einstak- lega geðþekkur maður, sem hægt var að reiða sig á í blíðu og stríðu. Hann stundaði lengi sjómennsku og voru áhugamál hans og lífs- viðhorf mjög tengd þeim störfum alla tíð. Magnús var forkur dug- legur við alla vinnu og laginn svo af bar, og fengu fjölskylda hans og margir aðrir mjög að njóta þess í gegnum árin. Úrræðagóður var hann í öllu sem upp kom, og þótti okkur því gott að hafa hann ná- lægt, hvort sem var heima eða heiman, og eru mér ekki sízt í huga veiðitúrarnir, sem við fórum í saman, þar sem hann hafði oft árangur sem erfiði, en ég reyndar ekki, þrátt fyrir hans góðu leið- sögn. Barnabörn þeirra Aðalbjargar eru nú orðin sautján og barna- barnabörnin sjö. Ég veit að ég tala ekki aðeins fyrir hönd minna barna þegar ég segi, að þau muni minnast afa með sérstakri gleði og þakklæti fyrir árin sem þau fengu að vera honum samferða. Nafni hans litli á margar góðar minn- ingar um heimsóknirnar til afa og bíltúrana, sem þeir fóru í saman, þegar meðal annars var litið eftir laxagengdinni í Elliðaánum. Per- sónulega er mér efst í huga hve gott var að eiga hann og hans góðu konu að, þegar ég og börnin geng- um í gegnum erfitt tímabil. Einar Magnús var í mörg ár bú- inn að eiga við heilsuleysi að stríða, en var þó alltaf svo hress í bragði, að kallið kom manni á óvart, eins og það líklega gerir alltaf. Þegar leiðir nú skilur í bili, þá biðjum við honum blessunar Guðs í nýjum heimkynnum, og þess að Guð styrki og styðji ömmu Aðal- björgu í sorginni. Moritz W. Sigurðsson Þessi mynd af einum sýnisgripnum á orkusýningunni Á þessari mynd má sjá vindmyllu og búnað sem breytir sýnir hlutfallslega framleiðslu nokkurra ríkja á kolum. sólarorku í rafmagn. Ljó»myndír Mbl. Krútján Gin*ri«on. Heimilið og fjölskyldan ’82: Bandarísk orkusýning SÉRNTÖK orkusýning er á sýning- unni Heimilið og fjölskylda ’82, sem var opnuð í gær í Laugardals- höllinni. Þetta er farandsýning, sem farið hefur víða um lönd. Hingað kom hún frá Khartoum í Súdan og héðan fer hún til Trinidad í Karíbahafinu. Sýningin er bandarísk og það eru Bandaríkjamenn sem standa fyrir henni. Að sögn forráða- manna hennar er tilgangur henn- ar meðal annars sá, að sýna öðr- um þjóðum, að Bandaríkjamenn eru að gera ýmislegt til að leysa aðsteðjandi orkuvandamál og hvað þeir eru að gera til þess að verða sjálfum sér nógir um orku. í ávarpi forseta Bandaríkjanna, Ronalds Reagans, vegna sýn- ingarinnar segir: „Bandaríkin hafa endurnýjað skuldbindingu sína til að treysta eins og kostur er á sjálfan sig í orkumálum og til að vinna náið með öðrum þjóð- um til að leysa sameiginleg orku- vandamál. Tæknileg og hagræn hæfni þjóðarinnar hefur verið virkjuð til þess að nýta miklar birgðir hennar af steingerðu eldsneyti og til þess að þróa aðrar mögulegar orkuuppsprettur. Nýt- ing Islands á jarðhitaorku sinni er hvatning öðrum þjóðum, sem eru að reyna að verða sjálfum sér nóg i orkumálum. Með því að minnka innflutning okkar á olíu, trúum við því að það verði meiri birgðir fyrir aðrar þjóðir til að nota við að þroska iðnmátt sinn og til að bæta lífs- skilyrði sín. Fyrir hönd bandarísku þjóðar- innar vil ég bjóða ykkur velkomin á þessa sýningu um orkuupp- sprettur og orkunotkun í Amer- íku. Ég hef þá skoðun að þessi sýning muni auka þann skilning og gagnkvæmu virðingu sem lengi hefur verið fyrir hendi milli þjóða okkar." Á sýningunni kennir margra grasa. Má segja að þar megi finna umfjöllun um flestar þær orkuuppsprettur, sem nú ber hæst, bæði þær sem á undanhaldi eru og þær sem eru í sókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.