Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 3 Embætti yfirsakadómara: Ráðherra gerir tillögu um Gunnlaug Briem LÍKLEGT er Lalið að Gunnlaugur Briem, sakadómari, verði skipaður yfir- sakadómari, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun dómsmálaráð- herra gera tillögu um Gunnlaug, og búist er við að hún verði lögð fyrir forseta íslands í dag, Töstudag. Þrír sóttu um stöðuna, en þeir Gunnlaugur Briem var skipaður voru Gunnlaugur Briem sakadóm- sakadómari árið 1%1 og hefur ari, Sverrir Einarsson sakadómari hann hæstan starfsaldur umsaekj- og Hrafn Bragason borgardómari. enda. Flugleiðir: Tafir vegna mikill- ar flugumferðar í Bandaríkjunum Leidir á stundum til seinkunar á vélum félagsins til Evrópu, sem bíða eftir farþegum frá Bandaríkjunum NOKKUÐ HEFUR VERIÐ um, ad Rugvélar Flugleiða hafi tafizt í New York og Chicago, sem hefur síöan í mörgum tilfellum leitt til þess, að vélar félagsins, sem fljúga héðan til Evrópu, hafa beðið eftir farþegum frá Bandaríkjunum, og töfin því farið í gegnum allt kerfið. „Það eru nokkrir flugvellir í Bandaríkjunum og þar með taldir flugvellirnir í New York og Chic- ago, þar sem umferð er skömmtuð, þ.e. aðeins ákveðinn fjöldi véla fær að fara um á hverjum tíma,“ sagði Leifur Magnússon, framkvæmda- stjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða, í samtali við Mbl. „Því kemur það iðulega fyrir, að farþegar eru komnir út í vél á réttum tíma og þær tilbúnar að aka út á braut, að þeim er haldið í töluverðan tíma. Getur verið um að ræða hálftíma og upp í klukku- tíma. Ástæðan fyrir þessu er ein- faldlega sú, að loftrýmið er mett- að. Flugumferðarstjórarnir koma vélunum ekki út,“ sagði Leifur Magnússon ennfremur. Skúli Steinþórsson, flugstjóri, sagði í samtali við Mbl., að síðast þegar hann hafi verið í Bandaríkj- unum, hafi tvær vélar Flugleiða lent í því, að bíða um klukkustund úti á braut. „Þetta getur verið mjög erfitt fyrir farþega, þegar mikill hiti er. Það er erfitt að kæla vélarnar nægilega mikið niður, þar sem ekki er hægt að vera með loftræstikerfið á fullu,“ sagði Skúli Steinþórsson. „Þessar tafir geta valdið okkur JNNLENT erfiðleikum, vegna þess hvernig flugrekstur okkar er uppbyggður. Vélarnar koma að vestan á morgnana og halda áfram til Luxemborgar, en oft er ákveðinn hluti farþega, sem ætlar að halda áfram með vélum félagsins til Skandinavíu eða Bretlands. Ef t.d. um klukkustundar töf er að ræða á vélunum að vestan, þá kemur það stundum fyrir, að Evrópuvél- arnar verða að bíða. Töf, sem verður t.d. í New York, getur því verkað keðjuverkandi í gegnurr allt kerfið. Það má reyndar getí þess, að langalgengasta ástæðai fyrir töf Evrópuvéla hér á morgn ana eru einmitt þessar tafir Bandaríkjunum," sagði Leifu Magnússon ennfremur. Rallökumað- ur kyrrsettui ÍTALSKUR rallökumaður, Brum l’enna, var kyrrsettur hér á landi gær, vegna vangoldinna skulda vii bílaleigu og vegna þess að hann va talinn hafa tekið úr sambandi kíló metramæli bifreiðar sem hann vai með á leigu. Málið er nú í höndum ríkissaksóknara. Hefur maðurinn nú viðurkennt að hafa átt við kílómetramæli bílaleigubifreiðar og bilaleigan krafðist greiðslu bóta. Hafa henni verið greiddar um 35 þúsund krón- ur. Ríkissaksóknari hefur nú mál- ið til meðferðar. Islensk ávísun leyst inn 1 Danmörku: Brýtur í bága við lög — segir Einar Jónsson hjá Sparisjóði Reykjavíkur ÁVÍSHN að upphæð þrjú þúsund krónur, sem gefin var útaf Sparisjóði Reykjavíkur, var leyst inn í Sparisjóði Jótlands fyrir skemmstu, en samkvæmt íslenskum lögum er það óheimilt. Eftir að ávísunin hafði verið gefin út var hún um tíma í umferð hér á landi, en síðan skaut hún upp kollinum í Danmörku eins og áður sagði. Að sögn Einars Jónssonar frá Sparisjóði Reykjavíkur hefur verið sent bréf á vegum stofnun- arinnar til Danmerkur þar sem skýrt var frá því að ekki væri unnt að greiða andvirði ávísun- arinnar því að það bryti í bága við íslensk lög. Einar taldi að hér hefði sennilega verið um mistök að ræða sökum þess að Dönum væri kunnugt um að bannað væri að leysa inn ís- lenskar ávísanir erlendis. Loks sagði Einar að Sparisjóð- ur Reykjavíkur væri í traustu viðskiptasambandi við Sparisjóð Jótlands. Af þeim sökum mætti gera ráð fyrir því að þetta mál ætti ekki eftir að draga dilk á eftir sér, enda hefði sú upphæð sem hér sé um að ræða ekki ver- ið mjög há. Yfir 26 þús. gestir í fyrrakvöld Á SÝNINGUNA Heimilið og fjölskyldan ’82 höfðu komið 26.341 gestur á miðvikudagskvöldið, að sögn eins starfsmanns sýningarinnar. Má búast við að sú tala hafi hækkað um nokkur þúsund nú. Nú er frægasti töframaður Sovétríkjanna kominn á sýninguna og hefur hann sýnt listir sínar tvisvar á dag. Fyrir voru sovéskt akrobatapar og eldmaðurinn Roy Frandsen, að ógleymdu tivolíinu, svo á sýningunni er sitthvað að skemmta sér við. Myndin er tekin í bás Flugleiða, sem hafa í samvinnu við Ferða- skrifstofurnar Úrval og Útsýn boðið upp á skíðaferðir og hafa í tilefni af því komið upp tölvuskermi í sýningarbás sínum, svo menn geta bókað sig þar í ferðirnar. Stúlkurnar eru að útbúa og afhenda merkispjöld á töskur og hefur það verið mjög vinsælt af gestum sýningarinnar. Ljósmynd Mbl. KÖE Útlit fyrir góða kartöflu- uppskeru — segir Sveinberg Laxdal á Túnsbergi við Eyjafjörð „Uppskeran virðist ætla að verða í meðallagi hér og sums staðar betri,“ sagði Sveinberg Laxdal, bóndi á Túnsbergi á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Sveinberg er formaður Félags kartöflubænda við Eyjafjörð. Sagði hann hljóðið nú betra í mönnum en var í fyrra, en væri ástandið jafn slæmt nú og var þá, væri efnahagslegt sjálfstæði manna búið að vera. Sveinberg sagði í gærkveldi, að það væri kalt og ekki að vita nema frysti um nóttina. Hann sagði að ef svo færi mætti segja að kart- öflubændur hefðu sloppið fyrir horn í ár. Raunar hefði vantað lít- ið á að frysti fyrir röskri viku . Ef á hinn bóginn héldist frostlaust eitthvað enn, gæti uppskeran orð- ið mjög góð. Sveinberg sagði metár ekki hafa þótt sérlega eftirsóknarverð vegna offramleiðslu og tregrar sölu, en með tilkomu verksmiðjunnar á Svalbarðseyri væru komin upp allt önnur viðhorf. Nú gæti verk- smiðjan tekið við öllu umfram- magni og framleitt franskar kart- öflur. „Þessi verksmiðja er svo af- kastamikil að hún getur fyllilega annað landseftirspurninni, en ekki aðeins því sem við framleiðum hér á öðru stærsta kartöfluræktar- svæði landsins, sem er með um 25% framleiðslunnar, 2.500 til 3.000 tonn,“ sagði Sveinberg að lokum. VELUX þakgluggar gefa meiri birtu-hreinna loft WÍ Fáanlegir í átta mismunandi stæröum. Þéttir og vel einangraðir. Veltigluggar, sem auðvelda þrif á rúðum. Loftræsting möguleg þó gluggi sé lokaður. Sérfræðingur frá VELUX verksmiöjunum verður í syningarbas Völundar nr. 17 á Heimilissýningunni frá kl. 17.-20 í dag. imburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1 S. 18430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.