Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGUST 1982 8 Ekki hlaupið að því að aka um götur Kairó: Ökumenn þurfa að hafa stáltaugar, óvenjulega snerpu og þolinmæði Kairó, 25. ágúst. AP. I>A1) KR ekki hverjum sem er gef- ið að aka um götur Kairóborgar. Til þess að eiga möguleika í um- ferðinni þurfa menn ekki aðeins að vera hæfir ökumenn, heldur þurfa þeir og að hafa stáltaugar, snerpu spretthlauparans og ómælda þolinmæði. Margir ökumenn gefast hreinlega upp á að aka í borginni eftir fyrstu reynsluna. Bílstjórar eru ósparir á flautuna og ekkert er algengara en að vatnskassinn gefi sig í miðborginni þegar ástandið verður eins og í suðu- potti í steikjandi hitanum. Bílalestin mjakast áfram þumlung fyrir þumlung og öku- menn mega hafa sig alla við til að aka ekki niður fótalausa betl- ara, svartklæddar konur með kornabörn í fanginu, burðarkon- ur með að því er virðist sligandi byrði á höfðinu, eða heilu 10 manna fjölskyldurnar sem ferð- ast um fótgangandi hönd í hönd. Ætli menn sér að halda vitinu í stækjunni er rétt að hafa eftir- farandi heilræði í huga: Gleyma alveg akreinamerkjum og öðrum slíkum. Stundum er í lagi að fara yfir á rauðu ljósi. Hægja ferðina og flauta fyrir horn. Aka á vinstri vegarhelmingi ef bifreið kemur á móti þér á þeim hægri. En vandamálunum lýkur ekki með því að fylgja þessum leið- beiningum. Gatnamót rétt norð- ur af aðaltorgi borgarinnar hafa hlotið nafnið „Dauðadalurinn" og það ekki að ástæðulausu að því er þeir segja sem til þekkja. Þar mætist umferðarstraumur- inn úr 9 mismunandi áttum. Sex lögreglumönnum er falið að sjá um umferðarstjórnina þarna en þeir standa í skugganum og fylgjast álengdar með ósköpun- um. Ekki gengur betur að finna bílastæði í miðborginni. Flestir forðast hreinlega að hætta sér inn í umferðaröngþveitið þar í stæðaleit. Þeir, sem hins vegar vinna í miðborginni, greiða sem svarar 1,50 ísl. krónum fyrir stæði í bakgörðum húsa. Eitt stæðanna er rómaður vandræða- staður og hefur hlotið nafnið „Martraðarstígur". Þeir eru jafnvel enn færri, sem leggja það á sig að aka út úr borginni. Ýmist vegna sögu- sagna um hræðileg bílslys, sem iðulega verða á vegunum utan við höfuðborgina, eða þá hrein- lega eftir eigin lífsreynslu. Mörg slysanna verða í „líkkistunum fljúgandi", en svo eru leigubif- reiðirnar, sem flytja átta far- þega auk ökumanns, nefndar. Menn þurfa að vera kjark- miklir til þess að hætta á að aka utan borgarinnar í myrkri. Flestir Egyptar aka nefnilega Ijóslausir til að spara rafmagnið. Það er í mesta lagi að þeir blikki ljósum til þess að láta ökumenn úr gagnstæðri átt vita af sér. Bandarísk kona, sem býr í Kairó, fór á 6 vikna ökukennslu- námskeið. Aðalinntakið í kennsl- unni var að nota flautuna meira. Þá skildi ökukennarinn hana eftir eina einn daginn og sagði henni að æfa sig á braut, sem lá á milli stórra trjáa. Vissi konan ekkert af kennaranum fyrr en hann stökk skyndilega í veg fyrir hana undan einu trénu til þess að reyna viðbrögð hennar. Ekki hlaust slys af, en sú bandaríska er dauðhrædd við að aka í Kairó. Blaðamaðurinn, sem skrifar þessa grein, gekkst undir öku- próf sjálfur til þess að kanna hvað hæft væri í þeim sögum em hann hafði heyrt. Eftir tveggja daga rölt á milli opinberra stofnana og tveggja klukku- stunda bið í steikjandi hitanum fékk hann loks tækifæri til að sýna ökuhæfni sína. Áður en að henni kom var honum gert að bera kennsl á fjögur umferðar- merki. Táknuðu þau sjúkrahús, slysavarðstofa, vindubrú og bifreiðastöður bannaðar. Loks þegar kom að akstrinum reyndist það aðeins vera 15 metra vegalengd. Var blaða- manninum gert að aka á milli tveggja gúmmípúða, sem voru svo langt hvor frá öðrum að koma hefði mátt tveimur bílum af sömu gerð þar á milli samtím- is án teljandi erfiðleika. Alls þreyttu 20 manns prófið sam- hliða blaðamanninum. Fjórum tókst ekki að ná því, hinum til mikillar ánægju. Hrópuðu þeir og klöppuðu af ánægju við hver mistök. Ljóflm. ÞS. Undirbúningur fyrir síldarsöltun er hafínn af fullum krafti á Eskifírði. Nýlega kom norskt skip með 12 þúsund síidartunnur frá Flekkefjord í Noregi og var meðfylgjandi mynd þá tekin. Close Encounters frumsýnd í Stjörnubíói í dag verður frumsýnd í Stjörnubíói myndin Close Encounters of the Third Kind — Special Edition. , Leikstjóri er hinn kunni Steven Spielberg, en með aðalhlutverk fara eins og í fyrri myndinni, Richard Dreyfuss og Francois Truffaut. Það má segja að þetta sé endurgerð fyrri myndar en Spielberg hefur breytt enda myndarinnar, bætt við fleiri atriðum til að magna spennuna og endurklippt mikinn hluta myndarinnar auk þess, sem hann notar nú fleiri tækni- brellur en áður. HUSEIGNIN ) Sími 28511 VERÐMETUM EIGNIR SAMDÆGURS Gamli bærinn — einbýli Höfum fengið í einkasölu húseign (steinhús) á tveim hæðum + kjallara. Á 1. hæð eru tvær stofur, eldhús og baðherb. Á 2. hæð eru 3 svefnherb., og snyrtiherb. I kjallara er 3ja herb. íbúð með sér inng. Laus strax. Verð 1,8 millj. Dúfnahólar 5 herb. íbúð á 1. hæö ca. 145 fm. Þvottahús á hæöinni. 4 svefn- herb. Verð 1,4 millj. Vesturberg 4ra til 5 herb. íbúð á 2. hæð. 3 svefnherb. Verð 1,1 millj. Vesturberg 2ja herb. íbúö á 1. hæö ca. 60 fm. Verð 660—680 þús. Garðabær — einbýli Höfum í einkasölu einbýlishús við Holtsbúð. Efri hæð úr timbri. Neðri hæð steypt. íbúðarrými ca. 180 fm + 43 fm bílskúr. 1.200 fm ræktuö lóð. Tveggja herb. íbúð í kjallara. Verð 2,0—2,1 millj. Sérhæö — Hafnarfiröi Sórhæð í Norðurbænum í Hafnarfiröi ca. 150 fm. Fokheldur bílskúr fylgir. Til greina koma skipti á einbýlishúsi í Hafnarfirði. Þingholtsstræti — 5 herb. Mjög skemmtileg 130 fm íbúð á 1. hæð í tvíbýlishúsi. Tvö svefn- herb., tvær stofur, borðstofa og stórt hol. Verð 1,1 millj. Laufvangur Hafnarfiröi 4ra herb. vönduð íbúð 117 fm. á 2. hæð. 3 svefnherb., stór stofa. Þvottahús inn af eldhúsi. Verð 1.150 þús. Breiðvangur — 4ra herb. meö bílskúr 120 fm íbúð á 3. hæð viö Breiövang. 3 svefnherb., tvær stofur. Búr innaf eldhúsi. Bílskúr 32 fm. Verð 1.250 þús. Bein sala. Barmahlíð Góð 90 fm íbúð í kjallara. Sér inng. Verð 900—950 þús. Kjarrhólmi — 3ja herb. Mjög vönduð 85 fm íbúð á 2. hæð. Tvö svefnherb. með skápum. Þvottahús í íbúöinni. Stór geymsla með glugga í kjallara. Verð 900—930 þús. Leirubakki — 3ja herb. 84 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Vandaðar innréttingar. Verö 900—920 þús. Maríubakki — 2ja herb. 60 fm íbúð á 1. hæð. Skipti á 3ja herb. íbúð í neðra Breiöholti koma til greina. Verð 680 þús. Selfoss Einbýlishús með bílskúr. Verð ca. 1 millj. Skipti á 4ra herb. íbúð í Rvk. koma til greina. Leifsgata 2ja herb. íbúð í kjallara. Ca. 50 fm. Verð 600 þús. Hverfisgata 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Verð 370 þús. Njálsgata 2ja herb. íbúð í kjallara. Ósamþykkt. Verð 330 þús. Skerjafjörður — 3ja herb. risíbúö Rúmlega 70 fm risíbúö í 2ja hæöa timburhúsi. Tvö svefnherb., stofa, eldhús og bað. Mjög stór garður. Verð 700—730 þús. HÚSEIGNiN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.