Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 \?/ ERLENT Yashin fékk heilablóðfall Moskvu, 24. seplember. AP. SOVÉZKI knattspyrnukappinn Lev Yashin, einn frægasti knattspyrnn- maður Kússa, fékk heilablódfall fyrir nokkrum dögum, að sögn sovézkra heimilda. Ekki hefur verið skýrt frá þessum sjúkleika Yashins í sov- ézkum fjölmiðlum. Hermdu fregnir að hann hefði getað talað á fimmtudag þegar embættis- menn, sem með íþróttamál fara, heimsóttu hann á sjúkrahús. Yashin hætti keppni fyrir 12 árum, þá 41 árs að aldri. Hann lék með knattspyrnufélaginu Dynamo Moscow í 21 ár, en á sama tímabili 78 leiki með sov- ézka landsliðinu og tók m.a. þátt í þremur heimsmeistarakeppn- um. Þegar Yashin hætti keppni 1970 hafði hann unnið til sæmd- arheitisins bezti markvörður allra tíma, og vegna frammi- stöðu sinnar á íþróttavellinum var hann m.a. sæmdur Lenín- orðunni. Yashin varð ólympíumeistari 1956 og árið 1963 kusu evrópskir íþróttafréttamenn hann bezta leikmann ársins í Evrópu. Það ár fékk hann aðeins sex mörk á sig í 27 leikjum sovézku meistara- keppninnar. Yashin var hátt- settur í knattspyrnudeild sov- ézku íþróttanefndarinnar þegar hann fékk heilablóðfallið. Æ- Ovænt tap Koch í flokks- kosningum til ríkisstjóra New York, 24. Heplember. Al*. IMAKIO CUMO vann í gær mjög óvæntan sigur yfir Edward Koch, borgarstjóra New York, í kosningu um útnefningu frambjóöanda demó- krata í næstu ríkisstjórakosningun- um. Ix'w Lehrman, kunnur maður úr viðskiptum og forríkur, vann sigur yfir Paul Curran í hliðstæðum kosn- ingum repúblikana. Þá hlaut Daniel Moynihan, þingmaður demókrata, fyrirhafn- arlitla endurútnefningu til öld- ungadeildarinnar og mætir þar Florence Sullivan úr flokki repú- blikana, sem á sæti á ríkisþinginu. Koch, sem fyrirfram var álitið að myndi vinna öruggan sigur í borginni sjálfri, hlaut aðeins tæp 52% atkvæða. Cumo fékk á hinn bóginn nær % hluta atkvæða í flestum úthverfum. Er hinn mikli sigur Cumo þar talinn að ein- hverju leyti eiga rætur sínar að rekja til ummæla Koch í Playboy fyrr á árinu þar sem hann sagði líf fólksins í úthverfunum vera „ger- ilsneytt" og „brandari". „Ég er þó enn borgarstjóri," sagði Koch við vonsvikna stuðn- ingsmenn sína. Hann á enn þrjú ár eftir af kjörtímabilinu. „Fólkið hefur kveðið upp sinn dóm og Cumo er frambjóðandi demó- krata," sagði Koch ennfremur. Glemp mun heimsækja tólf borgir í Bandaríkjunum og Kan- ada og m.a. eiga fundi með Banda- ríkjamönnum, sem eru af pólsku bergi. Pólskur erkibiskup hefur ekki heimsótt Bandaríkin áður. Glemp mun fara til fundar við Jóhannes Pál páfa í Vatikaninu 7. október, en til Bandaríkjanna fer hann frá Róm 14. eða 15. október. Páfi ferðaðist um Bandaríkin 1979, skömmu eftir að hann tók við embætti sem æðsti maður kaþ- ólsku kirkjunnar í október 1978. Bandarísk freigáta strandar við Helsinki licUinkí, 24. september. AP. BANDAKÍSKA freigátan McCandless, sem strandaði við Helsinki í svarta- þoku í morgun, var dregin á flot síðdegis og voru skemmdir sagðar óveru- legar, að sögn talsmanns finnska sjóhersins. Freigátan strandaði þegar hún Finnskur hafnsögumaður var var að sigla inn til Helsinki og um borð í freigátunni þegar steytti á skeri þrjú hundruð metra frá landi. Freigátan var að koma í þriggja daga heimsókn til Hels- inki ásamt beitiskipinu Harry E. Yarnell. óhappið átti sér stað. Engan sak- aði um borð við óhappið. Beiti- skipið sigldi óhappalaust til hafn- ar í þokunni, sem er sögð megin orsök strandsins. I'cking, 24. neptenber. Al*. MARGARET Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, sagði í dag, að hún myndi hefja viðræður við kínverska ráðamenn um framtíð Hong Kong eins fljótt og auðið væri. Stefnt væri að formleg- um viðræðum um leið og opinberri heimsókn hennar lyki. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir að undan- förnu. Meginmarkmiðið sagöi hún vera, að tryggja áframhaldandi jafnvægi og blómstrandi viðskipti. Thatcher og Deng Xiaoping ræddu saman í tvær klukkustund- ir í morgun. Thatcher vildi ekki segja fréttamönnum um hvað við- ræður þeirra hefðu snúist, utan hvað sjónarmið beggja hefðu verið viðruð. Sagði forsætisráðherrann ennfemur, að ljóst væri að leysa þyrfti vanda Hong Kong á sem allra skjótastan máta. Málið væri í eðli sínu flókið en framvindu þess yrði flýtt eins og auðið væri. Thatcher sagði einnig, að enga breytingu virtist að sjá í afstöðu Kínverja til Sovétmanna á undan- förnum fimm árum, en á hinn bóginn hefðu tengsl Bretlands og Kína styrkst frekar við þessa heimsókn. Sagðist Thatcher gera sér vonir um að auka mætti út- flutning til Kína á næstunni. Fjöldamorðum mótmælt — Hópur manna safnaðist saman fyrir utan bústað Menachem Begins, forsætisráðherra ísraels, í vikunni til þess að mótmæla fjöldamorðunum í Beirút. Krafðist fólkið að Begin og Sharon, varnarmála- ráðherra, segðu af sér. Sarah Churchill látin l/ondon, 25. september. AP. SARAH Churchill, hin umtalaða dóttir Winston Churchills fyrrverandi for- sætisráðherra Breta, lézt á heimili sínu í London í dag eftir löng veikindi. Hún varð 67 ára að aldri. Mágur hennar, Soames lávarð- ur, sagði að hún hefði látizt í svefni. Sarah, eða lafði Audley eins og hún hét eftir að hún giftist hið þriðja sinnið, og Mary Soames voru einu eftirlifandi börn Churchills. Sonurinn Randolph lézt 1968 og Diana 1963. Lafði Audley gegndi ýmsum störfum í sjálfboðasveitum brezka hersins í stríðinu og hún var í föruneyti föður síns á Yalta- ráðstefnunni og fundinum í Te- heran, þegar leiðtogar stórveld- anna hittust þar. Hún var ritari Churchills og skráði niður það sem fram fór á fundunum. Hún lýsti Stalín meðal annars svo: „Jói vinur er mikilmenni — um það getur ekki verið neinn vafi. Hann hefur líka mikla kímnigáfu." Sarah Churchill sagði einhverju sinni, að hún hefði átt ljúfa og hamingjuríka bernsku, en sautján ára gömul hefði hún fundið, að hún yrði að koma sér úr þessu verndaða hreiðri og skjóli, sem bernskuheimili hennar hafði ver- ið. Hún hljópst á brott með aust- urrískum leikara og giftist honum 1936, þrátt fyrir eindregin varnað- arorð föður síns. Þau skildu árið 1945. Þá fluttist hún til Bandaríkj- anna og sneri sér að leiklist sem hún hafði lengi haft áhuga á. Hún giftist þar ljósmyndaranum Anth- ony Beauchamp, kom fram í nokkrum leikritum og fékk ekki sérlega örvandi umsagnir. Hún og Beauchamp áttu bæði við áfeng- isvandamál að stríða og hann lézt árið 1958 eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Sarah stundaði oft blaðamennsku næstu ár, en hún var hvað eftir annað handtekin vegna drykkju, ýmist vegna ölvunar við akstur, eða sakir óspekta á almannafæri. Systir hennar, lafði Mary Soames, segir að hún hafi loks fundið frið- inn er hún giftist Audley lávarði, en hann andaðist 1963, réttu ári eftir giftingu þeirra. Sarah flutti þá til Italíu og tók þátt í hinu ljúfa lífi þar, unz heilsa hennar bilaði og síðustu árin var hljótt um þessa ævintýrakonu. Jozef Glemp til Banda- ríkjanna Varsjá, 24. september. AP. JOZEF Glemp erkibiskup, yfirmað- ur pólsku kirkjunnar, fer til Banda- ríkjanna og Kanada um miðjan næsta mánuð, og mun að líkindum eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, að sögn áreiðan- legra heimilda. Thatcher vill flýta lausn vandamála Hong Kong

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.