Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 29 honum af þeim kærleik og ástúð sem hún átti svo mikið af en hafði e.t.v. orðið að dylja gagnvart eigin bornum, samanber hennar eigin orð, hér áður rituð. Árið 1970 stofnar Danelíus sitt eigið heimili og stendur henni þá til boða að fylgja dóttursyni sínum og konu hans Margréti Ellertsdóttur inn á þeirra heimili, en hún var sjhálfstæð sem fyrr og vildi standa á eigin fótum meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þau hjón Dan- elíus og Margrét voru þó æ síðan hennar styrkustu stoðir. Síðustu tólf árin bjó hún að Egilsgötu 28. Oft var gestkvæmt hjá henni á Egilsgötunni, fyrst og fremst voru það börnin, tengdabörnin og barnabörnin sem nutu gestrisni hennar, en það voru líka fleiri sem komu þangað, því hún átti marga vini og kunningja sem sóttu í hennar sjóð lífsgleði og bjartsýni, því af þeim sjóði virtist hún enda- laust geta ausið. Ég sem þessar línur rita, eign- aðist margar ánægjustundirnar hjá henni. Fyrir mörgum árum hjá þeim hjónum er þau bjuggu á Hellissandi; Danelíus, maður hennar var óspar á að veita mér ráðleggingar, við höfðum líkar þjóðmálaskoðanir, það fór vel á með okkur, þó aldursmunur væri mikill. Mér finnst alltaf, að ég eigi honum skuld að gjalda. Eftir að Sveindís er orðin ein á Egilsgöt- unni, lá leið min þangað oft. Manni leið vel að sitja við hennar viskubrunn. Sveindís var í meðallagi há, grönn og beinvaxin, fríð sýnum og frá henni sindraði sterk lífsorka. Hún var hreinskiptin og talaði enga tæpitungu, orðvör var hún og aldrei heyrði ég hana mæla hnjóðsyrði til nokkurs manns. En inn í umræður hennar blandaðist oft þægileg gamansemi og hóglát glettni, þannig sigraðist hún á erf- iðum uppákomum sem gjarnan gera vart við sig í svo stórum af- komendahópi. Lífsferill Sveindísar var bjart- ur, skuggarnir sem mættu henni á lífsleiðinni urðu jafnan að víkja fyrir þeirri miklu birtu sem frá henni streymdi. Lokabaráttan var hörð. Síðustu mánuðina varð hún enn á ný að breyta um lífsstíl, ennþá átti hún þann innri kraft og óbilandi kjark, sem hún neytti til hinstu stundar. Mikilhæf kona er horfin af sjón- arsviðinu, en hún skilur eftir sig merka sögu sem áfram ritast í lífi og störfum afkomenda hennar. Megi íslensk þjóð eignast marga henni líka. Ástvinum hennar öllum votta ég innilega samúð. Guð blessi minningu Sveindísar Hansdóttur. Kristinn Kristjánsson Óljós minning bernskunnar skýrist og verður að lifandi mynd- um fyrir sjónum mínum. Dauði ömmu minnar varð til þess að varpa ljósi á ýmislegt það sem ég annars hefði aldrei af alvöru hugsað um. Lítill drengur kemur norðan af landi í föruneyti fjöl- skyldu sinnar til óþekktra dular- áhugasamur um hag og velferð viðskiptavina sinna, jafnt ^sem ~-f^rhdgkja þei^.er hann ^J^aði heima þar sem Sveindís amma og Danelíus afi áttu heima. Hápunkt- ur ferðarinnar var að koma til þeirra. Minningar þessara ára hrannast upp og ég eignast nú svo margt sem ég vissi ekki um. Þeirra dýru gjafir fá í mínum huga nýtt gildi; ég veit það nú, að þessar gjafir eru miklu dýrmætari fyrir mig en margt annað. Mörg voru sporin mín sem lágu frá Lár- usarhúsi heim í Snæfellsás. Þegar dimmt var yfir barnssálinni og dagsins önn var mér ofviða, var þeirra vé mitt skjól. Hjá þeim var svo mikið og bjart sólskin sem dreif burtu ungar sorgir mínar. Ungur var ég þegar afi dó, hversu vel ég man þó, hvað hann var mér mikils virði og hvað við misstum öll mikið þegar hann féll frá. En amma stóð eftir, eins og beinvaxin fura og hélt áfram að lifa lífinu af sinni alkunnu reisn og við systkin- in fengum enn að njóta gjafa hennar. Þótt amma mín flyttist burtu til Reykjavíkur, slitnaði sambandið aldrei. Oft veitti hún mér skjól á Egilsgötunni, þegar leið mín lá til Reykjavíkur. Hún hafði flutt með sér sólskinið og lífsgleðina og miðlaði af því svo ríkulega til mín. Ég finn það nú að þakklæti mitt var ekki að sama skapi. En hún þekkti svo vel barnið og ungling- inn, þess vegna veit ég, að hún hefir getað fyrirgefið mér. Ég naut svo að lokum elsku hennar og ástúðar, þegar ég kom með konu mína og seinna son okkar til hennar. Hún lagði bless- un sína yfir okkur öll, ekki á dap- urlegan hátt, mótaðan þunga ell- innar, heldur af sama lífsglaða kærleikanum sem henni var svo tamt. Hennar líf er fyrir mér sem fal- legt lag, svo undurfallegt, fjörugt, en með alvarlegum kærleiksríkum bakröddum sem tala munu til mín alla ævi. Blessuð sé minning henn- ar. Pálmi, Vibbý og Sverrir í dag verður amma okkar, Sveindís Hansdóttir jarðsungin á heimaslóðum sínum, Hellissandi. Amma var okkur félagi og vinur sem fylgdist af brennandi áhuga með athöfnum okkar og fyrirætl- unum. Á gleðistundum var hún hrókur alls fagnaðar en þegar á reyndi stóð hún sem klettur við hlið fjölskyldu sinnar. Hún var yf- ir allt kynslóðabil hafin og var okkur fögur fyrirmynd með breytni sinni og lífsgleði. Amma var í eðli sínu sjálfstæð og vildi ekki að fyrir sér væri haft, henni þótti sælla að gefa en þiggja. Á Egilsgötunni þar sem heimili hennar var síðustu árin kom fjölskyldan gjarnan saman og aldrei brást gestrisnin á þeim bæ. Það er alltaf sárt að kveðja ástvini sína, en amma lifir í hug- um okkar sem vorum svo lánsöm að vera henni samferða götuna fram eftir veg. Um hana eigum við aðeins ljúfar minningar. Hvíl hún í friði. Ragnar, Sveindís og Anna Dögg. við. Yfir 40 ár hefur hann að baki í störfum að verslun á Akranesi. Hann var lengi starfsmaður og verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga, síðar rak hann eigin verslun, Verslunina Andvari hf. og nú síðast í meira en áratug var hann verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Akranesi. Alls staðar hinn trausti maður, sem kunni til hlítar sitt starf. Edvard var um skeið formaður í Kaupmannafélagi Akraness og rækti það starf með prýði. Fyrir störf hans þar og samskipti öll skulu honum hér færðar innileg- ustu þakkir. Megi íslenskri versl- unarstétt auðnast að eignast sem flesta starfsmenn gædda hæfileik- um hans. Konu hans, börnum, aldraðri móður og öðrum ástvin- um færum við innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hins góða drengs. Káupmannafélag Akraness^ 9 I. Hallgrímur Þórhallsson í Vogum — Minning Fyrir nokkrum vikum þágum við hjón góðan beina og áttum skemmtilega stund heima í Vog- um. Ekki urðum við vör við þann skugga, er hvíldi yfir heimilinu þótt ég hafi nú frétt, að þá hafi nýlega borizt vitneskja um að hverju stefndi. Hallgrímur var glaður og mælskur í sínum áhuga og allur í framtíðinni. Honum þótti vænt um landið og vatnið eins og raunar öllum Mývetning- um og var mikið í mun að bændur gætu haft af hvoru tveggja góðan arð með ræktun og umönnun. Við spjölluðum mikið um fuglalífið og sannfærði hann mig um, að það væri ekki hagur fyrir fuglinn ef bændur hættu að nytja vörpin. Hafði Hallgrímur hugsað mikið um þessi mál og lagði fyrir mig hugmyndir og tillögur, sem nú kemur í minn hlut að taka upp eftir hans beiðni. Hallgrímur fæddist í Vogum hinn 28. apríl 1914, sonur hjón- anna Þórhalls bónda þar Hall- grímssonar á Grænavatni og síðar í Vogum, Péturssonar, bónda í Reykjahlíð, þess er byggja lét gömlu kirkjuna er rifin var fyrir nokkrum árum, Jónssonar prests Þorsteinssonar, er Reykjahlíðar- ætt er rakin til, og Þuríðar, dóttur Einars Friðrikssonar frá Svart- árkoti, systur Jóns í Reykjahlíð, föður Péturs og þeirra systkina. Þau Þórhallur og Þuríður áttu átta börn. Fjögur eru látin, auk Hallgríms, en á lífi eru: Kristján Friðrik í Björk, Einar Gunnar í Vogum, er þar bjó með Hallgrími bróður sínum, og Ólöf Ásthildur á Akureyri. Árið 1958 kvæntist Hallgrímur Önnu Vilfríði Skarphéðinsdóttur frá Akureyri, Jónssonar og Stef- ánýju Jóhannsdóttur. Var það þeim báðum mikið gæfuspor og áttu þau barnaláni að fagna. Elzt- ur er Leifur, stúdent frá Akureyri og nú við tónlistarnám, Ólöf Þór- elfur, stúdent frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, Dagný og Þur- íður Anna, báðar í menntaskóla. Hbggið er enn með hjörvi snbggum harma-skard fyrir Voga garði. Hallgrímur lézt laugardaginn 18. september í sjúkrahúsinu á Húsavík eftir hálfsmánaðar legu. Þá var tæplega ár liðið síðan hann kenndi fyrst þess sjúkdóms sem nú hefur dregið hann til dauða. Hann bar sig vel og týndi ekki gleði sinni, þótt hann gengi þess ekki dulinn, að um bata gat ekki orðið að ræða. Hann hélt geðró sinni til hinztu stundar. Hallgrímur í Vogum var glæsi- legur maður og mikill íþróttamað- ur á yngri árum, einkum glímu- maður. Hann keppti m.a. í Is- landsglimunni 1944 og vann svo- kallaðan Geirfinnsbikar, sem gef- inn var til minningar um ungan mývetnskan íþróttamann, sem lézt með sviplegum hætti. Hann var mikill félagsmálamaður og vann m.a. svo áratugum skipti í Ungmennafélagi Mývetninga. Hann var mikill söngmaður og í karlakór Mývatnssveitar og kirkjukór Reykjahlíðarsóknar. Hann var hvatamaður að endur- reisn Veiðifélags Mývatns og sat í stjórn þess, hvatamaður að stofn- un ogritari fjárræktarfélagsins Austfa, hvátamaður að því að sandgræðslan ræktaði mikil svæði við Heiðarsporðarrönd og Lúdent og vann með heimamönnum að friðun þriðja svæðisins norðan Hverfjalls, hvatamaður og þátt- takandi í þeirri samvinnu sem mý- vetnskir bændur áttu um ræktun túna í Grófarmýri og Hofstaða- heiði. Hallgrímur var góður sauð- fjárbóndi og hafði næmt auga fyrir fé. Hann var mikill ræktun- armaður, íhaldssamur þegar við átti, en fylgdist vel með og var fljótur að tileinka sér nýjungar. Hann var þrifamaður og farsæll í lífi sínu, barngóður og hugsaði vel um heimili sitt og þótti vænt um það. Á mannamótum var hann hress í skapi, hlýr og hafði gjarn- an spaugsyrði á vörum, áhuga- samur og tillögugóður. Hann var einarður í skoðunum og þurfti ekki að troða annarra slóðir í þeim efnum, en tók sér líka tíma til að gaumgæfa málin þegar hann þótt- ist þurfa þess með. Hallgrímur í Vogum var mikill sjálfstæðismaður og lagði rækt við félagsskap okkar. Hann sat kjördæmisþing og landsþing flokksins um langt árabil og var ótrauður baráttumaður sjálfstæð- isstefnunnar. Ég á góðar minn- ingar um samskipti okkar fyrr og síðar og vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar. Konráð Vilhjálmsson orti um nafna Hallgríms og afa látinn: Loga mun enn fyrir landi í Vogum Ijósgeisla blik á öldum kvikum. Knn mun söngur frá ey og töngum anda og svana berast ad landi. — Aldrei framar þar stendur á ströndu, starir né hlustar á fleygan skara, sá er þar ádur athöfnum réði, óðaLsmaður og heimilisfadir. Nú er Hallgrímur í Vogum all- ur. Þungur harmur er kveðinn að fjölskyldu hans. Megi guð létta sorgir þeirra. Megi Hallgrímur í friði hvíla. Halldór Blöndal Ragnheiður Davíðs dóttir — Minning Aldrei kemur skýrar fram en þegar dauðann ber að garði hversu mikilvægar minningarnar eru í lífi okkar. Einungis með hjálp þeirra getum við áttað okkur á nútíðinni og gert okkur í hugar- lund hvað framtíðin beri í skauti sér. Minningar okkar eru bornar uppi af fólki sem við höfum átt kost á að kynnast og deila lífinu með um lengri eða skemmri tíma. Og séu minningar okkar góðar er það vegna þess að fólkið, sem við minnumst, var gott. Ég veit að margir munu nú minnast með söknuði og þakklæti Ragnheiðar Davíðsdóttur frá Skriðu sem andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 14. þ.m. og jarðsett á Möðruvöllum í Hörgárdal, laug- ardaginn 25. þ.m. Ragnheiður fæddist 13. október árið 1920, dóttir hjónanna Davíðs Eggertssonar og Sigríðar Valgerð- ar Sigurðardóttur, en þau bjuggu myndarbúi á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Þar ólst Ragnheiður upp ásamt systkinum sínum, Eggert sem var þeirra elstur og þremur yngri systrum, Gunnhildi, Jónínu og Valgerði, og fósturbróðir þeirra, Davíð Sigðurði Kristjáns- syni. Árið 1944 giftist Ragnheiður Finni Magnússyni og bjuggu þau í Skriðu í Hörgárdal fram til ársins 1965 er þau fluttu til Akureyrar. Þau Finnur og Ragnheiður eign- uðust tvær dætur, Friðbjörgu og Sigríði, en Ragnheiður átti fyrir hjónaband sitt Sverri Haraldsson, sem ólst upp hjá þeim Finni. Sverrir stundaði síðan búskapinn með þeim í Skriðu og tók við bú- inu,‘þegar þau fluttu til Akureyr- Sumu fólki er erfitt að lýsa einu sér vegna þess að skaplyndi þess og framkoma miðar öll að því að lífga umhverfi sitt. Þannig mann- eskja finnst mér að Ragnheiður hafi verið. Ég á erfitt með að minnast hennar öðruvísi en með allt iðandi af lífi í kringum sig og með standandi veisluborð handa hverjum gesti sem að garði bar. Þannig var hún öll sín ár sem hús- freyja í Skriðu og þannig var hún í sumar sem leið. Til að halda heimili sitt eins og hún gerði alla tíð af fádæma rausn og snyrtimennsku þarf tvo mikil- væga mannkosti: Orlæti og um- hyggjusemi. Þeim kostum var Ragnheiður gædd í ríkum mæli. Hún var örlát og ung í anda og vildi drífa hlutina áfram. En hún gat ekki síður verið íhugul, gætin og umhyggjusöm. Þessara kosta hennar nutu eiginmaður hennar og börn fyrst og síðast. En ótal margir aðrir nutu einnig um- hyggju hennar og örlætis. Við er- um mörg, sem vorum heimagang- ar í Skriðu öll okkar bernskuár og sem þau Finnur og Rænka hugs- uðu um af alúð og ástríki. Við urð- um öll ríkari af þeim kynnum og eignuðumst góðar minningar sem eru dýrmætasta veganestið á leið- inni gegnum lífið. Finni, föðurbróður mínum, Sverri í Skriðu og fjölskyldu hans, Friðbjörgu og Sigríði og fjölskyld- um þeirra, systrum, ættingjum og vinum Ragnheiðar, votta ég dýpstu samúð. Megi minningin um lífsgleði og hlýju Ragnheiðar styrkja þau nú á kveðjustund og ylja þeim um ókomin ár. Páll Skúlason ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. <jr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.