Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 Að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma eftir dr. Jón Úttar Ragnarsson dósent Fleiri íslendingar deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en nokkrum öðrum sjúkdómum öðrum. Eru um það bil 40% allra dauðsfalla í landinu af þessum sökum (krabbamein er 20—25% af dánartíðninni). Tveir af þrem helstu áhættuþátt- um þessara sjúkdóma eru tengdir mataræði og má e.t.v. rekja um og yfir 70% allra hjarta- og æðasjúk- dóma til þeirra. I'riðji áhættuþátt- urinn er sígarettureykingar. Það sem neytendur vilja vita er hvernig þeir geta komið í veg fyrir þessa sjúkdóma. í fyrsta lagi verður það gert með því að laga mataræðið og í öðru lagi með því að hætta sígarettureyk- ingum. Því miður eru læknar oftast illa að sér um næringarfræði og er það geysilega bagalegt. Verð- ur almenningur því að leita á önnur mið til þess að fá ráðgjöf í þeim efnum. Æðakerfi og umhverfi Þær æðar sem eru helst ásett- ar fyrir æðakölkun og stíflu- myndun eru kransæðarnar við hjartað (sbr. hjartaslag) og æð- arnar í heilanum (sbr. heilablóð- fall). Langstærstu flokkar hjarta- og æðasjúkdóma eru kransæða- sjúkdómar (33% af dánartíðni karla og 25% af dánartíðni kvenna) og heilaæðasjúkdómar (9% af dánartíðni karla, en 13% hjá konum). Ilelstu áhættuþættir eru þeir sömu fyrir báða þessa flokka. Þeg- ar dæmið er gert upp i heild er mikilvægasti áhættuþátturinn há blóðfita, svo hár blóðþrýstingur og loks sigarettureykingar. Ekki má heldur gleyma öðrum þáttum sem geta skipt nokkru máli þótt enginn þeirra sé eins mikilvægur og þessir þrír. Má nefna t.d. streitu, offitu, kyrrset- ur, getnaðarvarnarpillur o.fl. I þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um mataræði, en einnig verður drepið á aðra áhættuþætti og hvernig þessir þættir geta spilað saman og FÆDA OG HEILBRIGÐI magnað hver annan og aukið þannig líkur á sjúkdómum. Mataræði og blóðrásin Til þess að draga sem mest úr hættu á blóðrásarsjúkdómum ættu allir íslenskir neytendur að hafa eftirfarandi í huga: 1. Minnkið fituneyslu um fjórð- ung með því að spara viðbit ofan á brauð, draga úr neyslu á pylsum og bjúgum og með því að hætta alveg að djúpsteikja mat og fitubrasa. 2. Minnkið neyslu á matarsalti. Verið á verði gegn sterku saltbragði. Sneiðið að mestu hjá saltmeti og mikið söltuðum og pækilsöltuðum mat, jafnt kjöti, fiski og grænmeti. 3. Aukið stórlega neyslu á mörg- um dýraafurðum, sérstaklega mörgu lambakjöti, mögrum mjólkurafurðum (skyri, létt- mjólk, kotasælu, mysu, mögr- um ostum o.fl.), mögrum fiski, kjúklingum o.fl. 4. Aukið stórlega neyslu á fersk- um og frystum garðávöxtum, sérstaklega kartöflum (ekki frönskum), öllum tegundum grænmetis, ávöxtum og ávaxtasöfum. 5. Aukið stórlega neyslu á grófu korni, þ.á m. grófum brauðum (gætið þess að þau séu gróf), musli (blanda af grófu korni, hnetum o.fl.) og öðrum bæti- efna- og trefjaríkum mat. 6. Það feitmeti sem notað er má ekki vera of hart. Leggið áherslu á mjúka og fljótandi feiti, bæði úr jurtaríki og dýra- ríki (t.d. lýsi). Samspil áhættuþátta Helstu áhættuþættir blóðrás- arsjúkdóma eru há blóðfita, hár blóðþrýstingur og sígarettureyk- ingar (í þessari röð). Þeir sem eru méð fleiri en einn þessaa þátta þurfa að vera vel á verði. Maður sem reykir 20 sígarett- ur á dag tvöfaldar áhættuna. Sé blóðfitan ögn ofan við meðallag tvöfaldast áhættan einnig. Sama gerist, ef hann er með lítið eitt of háan blóðþrýsting. Nú er ekki óalgengt að einn og sami maðurinn sé með alla þessa þrjá þætti samtímis. Tvöfaldast þá áhættan? Fjórfaldast? Sex- faldast? Nei, hún áttfaldast því áhættuþættirnir margfaldast saman. Þessi maður hefur 2 x meiri áhættu vegna reykinga, 2 x meiri vegna blóðfitunnar og 2 x meiri vegna blóðþrýstings. Þar með verður áhættan í heild áttföld vegna þess að 2x2x2 = 8. Þessi mögnun áhættuþáttanna verður til þess að stærstur hluti sjúklinganna kemur úr hópi reykingamanna sem jafnframt hafa vægan háþrýsting og blóð- fitu sem er aðeins fyrir ofan meðallag. Ráðleggingar til almenn- ings Hafir þú áhuga á að sneiða hjá blóðrásarsjúkdómum skaltu fara að eftirfarandi ráðum: a Hættu að reykja, eða byrjaðu ekki ef þú reykir ekki nú. b Breyttu mataræðinu smám saman til samræmis við það sem að ofan greindi, þ.e. borð- aðu minna af fitu og salti og meira af mögrum dýraafurðum og meira af ferskum garðávöxt- um og meira af grófu kornmeti. c Fylgstu vel með því hvort þú ert með engan, einn, tvo eða fleiri áhættuþætti blóðrásar- sjúkdóma (ef þú reykir ertu með einn o.s.frv.) d Aðrir áhættuþættir sem eru veigaminni en geta þó skipt talsverðu máli eru offita, streita, óregulegt mataræði, getnaðarvarnarpillur, kyrrset- ur og skert sykurþol. Áskorun til landsmanna Um endurskinsmerki Um reiðhjól Um endurskinsmerki Umferðarráð mælist mjög ein- dregið til þess að nú þegar skammdegið færist yfir taki menn sig til, allir sem einn, og beri endurskinsmerki. Við getum ekki vænst þess að í hvert sinn er stys verður lendi aðrir í því. Nær daglega slasast fólk vegna ónógrar lýsingar í umferðinni. Sumir vegna lélegra ökuljósa, aðrir á illa upplýstum vegum, en flestir eiga það sameiginlegt að hafa auk þess látið undir höfuð leggjast að setja á sig endur- skinsmerki. Næst getur það orðið þú eða þínir. Þessi litlu merki hafa stundum verið nefnd „ódýr líftrygging". Það er nokkuð til í því. Rétt staðsetning endurskins- merkja skiptir miklu máli. Eitt merki á bakinu kemur ekki að notum nema bílar komi aftan að okkur. Við þurfum einnig að sjást framan frá og á hlið. Ef umferðinni 18 Allir vita, en sumir gleyma - //y að reiðhjól barna eru best geymd inni að vetrarlagi. ||u^eroar slys verður „velur enginn að- stæður". En umfram allt, notum endurskinsmerki, hvort sem við erum gömul eða ung. Um reiðhjól Marg oft hefur verið bent á að á þessum árstíma eiga börn alls ekki að vera á reiðhjólum í al- mennri umferð. Hér með eru foreldrar enn á ný hvattir mjög ákveðið til þess að fyrirbyggja það hættulega atriði sem hjól- andi börn í slæmu skyggni vissu- lega eru. Þeir skólastjórar og kennarar, sem enn hafa ekki bannað að börn komi á reiðhjól- um í skólann, ættu nú að gera það hið fyrsta. Það verður for- eldrum hjálp í þessum efnum. Eru luktir og glitmerki í lagi á hjólinu þínu? ||XF IFEROAR Varðandi hjólreiðar fullorðins fólks um þetta leyti árs verður að segjast eins og er að furðan- lega margir virðast ekki skilja mikilvægi góðs ljósabúnaðar og glitmerkja á hjólum. Þið getið ekki ætlast til að ökumenn sjái ykkur ætið í tæka tið ef þið sýnið ekki skilning á þessum málum. Ljóslaust reiðhjól, og á þeim fólk án endurskins, er skeytingar- leysi sem hæfir ekki hugsandi mönnum. Leggjumst á éitt og lagfærum þetta atriði. Frá Umferðarráói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.