Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 ,/6amk^mt útreikn'ii^o/H tc>l\Jur\r\ar 5koldum við fáa-Pmagnsvejlunni 14,3 biiyón'ir fyrír 'AgustnrAnub." HeEA/\nn Með morgunkaffínu Mér datt þaA i hug. — ilún hcfur bætt Óla litla á reikninginn. HÖGNI HREKKVÍSI Hugleiðing um Þjóðhátíðina í Eyjum Það er svolítið séint í rassinn gripið, en betra er víst seint en aldrei, svo ég læt það flakka. Ástæðan fyrir bréfinu er Þjóðhá- tíð Vestmannaeyja og framkvæmd hennar í ágúst sl. Eg var mjög ánægð með alla framkvæmd há- tíðarinnar, hef fylgst með þessari einstæðu hátíð og sótt hana í lið- lega fjóra tugi ára og mér finnst hún aldrei hafa verið betri en und- anfarin ár og sérstaklega fannst mér takast vel til með dagskrár- gerðina í sumar, en ég vil kvarta yfir einu atriði og benda Þjóðhá- tíðarnefnd á að mér fannst miður að ekkert stangarstökk var á há- tíðinni nú eins og undanfarin ár og sú íþróttagrein var reyndar að- al Þjóðhátíðarinnar fyrrum auk bjargsigsins. í sumar var dagskrá Þjóðhátíðarinnar í gamla stílnum og þeim nýja í bland og það mælt- ist mjög vel fyrir, en ég saknaði sem sagt stangarstökksins. Und- anfarin ár voru beztu stangar- stökkvarar landsins fengnir á Þjóðhátíðina og mér fannst það vel til fundið, hvers vegna ekki að halda því áfram? R. Heilsugæslustöðin Fossvogi: Ibúarnir þurftu ekk- ert að velja stöðina — þeir voru bara skráðir inn, ef þeir mótmæltu ekki fyrir ákveðinn tíma ier5y,.<ti\ r un. í aV.rji* í"'ir: auglysingu, er þa* «tlur:in, aÁ þ<*ir íhúar •ivjrí isir,-, en ó.k? c-ttir að hal ia íyrri h«iroilisl*kni, geti gert það nseð ið hafa sanba.id viö Sjúkrajar.lag Reykjavíkur (sín.tal n.tgir) fyrir 1. j.nóar^n.k. Munu þeir þí »inungis eiga kost á heimilisl#knisþjónustu f sröð:nr,: . •jndantekningartilfellum. t-ar sem gera má ráð fyrir að stöðin vorði ekk i opnuð fyrr en -in miðjan ja-.úar er þessi frestur framlengdur t i I ’ * . jai, lar r,. k . fftir } in'. !:*.i v-rVjr grrt ráð fyrir þvi, að þeir, jem i "d*a -ftir að halJa ■'nu.r heímilislakni, óski að njóta þjónustu lei tsug#?Ij«tcivarit.nar. 7.rAi þ-.-I: ) \ -.-rá.ðir þar . 5 þeim ser.t skrár.inparV-,: Úr dreinbréfi borgarlæknis til íbúa Kossvogshverfis. Meimilislæknar að Laugavegi 42, Reykjavík, skrifa 1. nóvember: „Kæri Velvakandi. Laugardaginn 30. október sl. birtist í dálkum þínum greinar- stúfur um ungbarnaeftirlit í Foss- vogi eftir læknana á Heilsugæslu- stöðinni þar, þau Katrínu Fjeldsted og Gunnar Helga Guð- mundsson. I greininni stendur m.a. eftirfarandi: „Enginn hefur komist á skrá í heilsugæslustöðinni, nema hann hafi sjálfur óskað eftir því, annaðhvort símleiðis eða með því að koma á stöðina." Þetta er alrangt, og getum við ekki látið hjá líða að mótmæla svona málflutningi. Eigum við að trúa því, að áðurnefndir læknar séu búnir að gleyma því, hve mikla óánægju það vakti hjá heimilis- læknum í Reykjavík, hversu ósanngjarnlega þeim fannst vera staðið að opnun þessarar heilsu- gæslustöðvar, en það var á þann veg, að allir íbúar hverfisins, sem ekki tóku sér fram um það fyrir ákveðinn tíma að tilkynna Sjúkra- samlagi Reykjavíkur, að þeir óskuðu eftir að halda sínum heim- ilislækni, voru skráðir á stöðina sjálfkrafa, oft án þeirra vitundar, því að það lesa ekki allir þessar auglýsingar. Þeir þurftu ekkert að velja stöðina, voru bara skráðir inn, ef þeir mótmæltu ekki fyrir ákveðinn tíma. I öllum venjulegum skiptum manna á meðal myndi vera farið alveg þveröfugt að, sem sé þannig, að þeir, sem óska breytinga, hefðu frumkvæöið. Þetta vakti einnig mikla óánægju hverfisbúa, sem sést bezt á því, að meirihluti þeirra lagði á sig þá fyrirhöfn að tilkynna Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, að þeir óskuðu eftir að halda sínum fyrri lækni. Til þess að hressa nú enn betur upp á minni læknanna, leyfum við okkur að birta kafla úr dreifibréfi borgarlæknis, sem dreift var í hús í hverfinu og dags. er 17. des. 1980. „Svo sem getið er um í áður- nefndri auglýsingu, er það ætlun- in, að þeir íbúar hverfisins, sem óska eftir að halda fyrri heimilis- lækni, geti gert það með því að Skapti Gi.sla.son skrifar: „Mér er það sönn ánægja að taka undir orð bréfritarans 6863- 8569, sem skrifaði í Velvakanda 26. október sl. um gagnsemi A-vít- amíns. Ég er einn af þeim fjölmörgu hafa samband við Sjúkrasamlag Reykjavíkur (símtal nægir) fyrir 1. janúar nk. Munu þeir þá einung- is eiga kost á heimilislæknisþjón- ustu í stöðinni í undantekningar- tilfellum. Þar sem gera má ráð fyrir að stöðin verði ekki opnuð fyrr en um miðjan janúar er þessi frestur framlengdur til 15. janúar nk. Eftir þann tíma verður gert ráð fyrir því, að þeir, sem ekki hafa óskað eftir að halda sínum heimilislækni, óski að njóta þjón- ustu heilsugæslustöðvarinnar. Verða þeir þá skráðir þar og þeim sent skráningarkort." Með þökk fyrir birtinguna." sem vita af eigin raun, að inntaka vítamína er svo til allra meina bót og þekki raunar til margra sem hafa þannig fengið bót ýmissa kvilla. Mín persónulega reynsla er sú, að ef tekið er inn pollen-efni (t.d. Pollitabs) reglulega, er maður svo til öruggur um að smitast ekki af kvefi eða umgangspestum. Auk þess losnaði ég við þrálátan bjúg af fótunum með því að taka inn E-vítamín og Lecithin. Þó vil ég benda fólki með of háan blóð- þrýsting á að fara varlega í inn- töku E-vítamíns í fyrstu. • Að lokum vil ég segja þetta: Þar sem fólk almennt virðist vita lítið sem ekkert um gagnsemi hollustu- efna (vítamína og steinefna) skora ég á alla þá, sem hafa eitthvað til málanna að leggja, að láta frá sér heyra. Það er svo sannarlega tími til kominn." Er og verður heimska G. Hafnarfirði skrifar: „Velvakandi. Þegar ég var ungur heyrði ég gamla konu syngja kvæði sem byrjaði eitthvað á þessa leið: Það er og verður heimska að svæfa saklaust fjör og sigla aldrei burt úr deyfðar vör og hátt við skulum hlæja og hátt skal gleði frægja ... Meira man ég nú ekki, en mér þætti gaman, ef ég gæti fengið upplýsingar um höfund og framhald kvsðisins.** Svo til allra meina bót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.