Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 55 laginu fylgja þeir yfirleitt verði þess.“ Tvö sölufélög „Eg tel að það gæti vel komið til greina að hafa tvö sölusamtök til að tryggja aðhald, en er jafn viss um að ef hver garðyrkjubóndi færi að selja fyrir sig þá yrði það til þess að menn træðu skóinn hver niður af öðrum. Samtök eru nauð- synleg hvort sem þau eru eitt eða fleiri." — Hver er staða garðyrkjunnar innan landbúnaðarins og hver eru tengslin við samtök landbúnaðar- ins? „Samband garðyrkjubænda hef- ur náið samstarf við Stéttarsam- band bænda. Þessi samskipti hafa aukist verulega á síðustu árum og hefur það verið mikið til góðs. Ég tel að hin svokölluðu sérgreinafé- lög í landbúnaðinum ættu að hafa sem nánasta samvinnu við Stétt- arsambandið. Okkur var boðið að senda fulltrúa á síðasta Stéttar- sambandsþing og Stéttarsam- bandið hefur ráðið til sín mann sem ætlað er það sérstaka verk- efni að vinna fyrir sérgreinafélög- in. Sambandið hefur notið þess alla tíð að garðyrkjuráðunautar Búnaðarfélags Islands hafa verið okkur afskaplega hjálplegir og unnið mikið fyrir okkur í Sam- bandinu og eins hefur samstarf okkar við Garðyrkjuskólann, skólastjóra hans og kennara, verið afar farsælt. Búnaðarsamband Suðurlands hefur veitt okkur mikla aðstoð með því að einn af ráðunautum þess hefur starfað mikið fyrir okkur." — Hvernig gekk framleiðslan í sumar? „Sumarið var lakara hjá garð- yrkjubændum en oft áður, það var offramleiðsla í sumum greinum t.d. tómötum sem mest er fram- leitt af. Salan var tregari á þess- um vörum í sumar en áður eins og reyndar á mörgum öðrum hlutum. Garðyrkjubændur eru líka farnir að finna fyrir þeim verðtryggðu lánum sem þeir þurfa sífellt að taka til uppbyggingar stöðva sinna. Verðið hækkaði nokkurn veginn eins og verðbólgan en skil- aði sér lakar vegna offramleiðsl- unnar." — Nýlegar rannsóknir benda til að jarðhitinn sé ekki sú ótæmandi orkulind sem oftast hefur verið haldið, eru garðyrkjubændur, sem sett hafa allt sitt traust á jarðhit- ann, ekki uggandi um sinn hag eftir að þetta hefur komið í ljós? „Þetta er hlutur sem verður að fylgjast mjög nákvæmlega með. Ég held að menn hafi oft ofmetið hitaorkuna. Hún er hvorki ókeypis né óþrjótandi. Menn hafa oft slett því fram að íslenskir garðyrkju- menn búi við ókeypis orku, en það er vitleysa eins og ég rakti áðan. Samband garðyrkjubænda hefur ekki tekið þessar upplýsingar til athugunar, enda eru þær nýtil- komnar." Hugmyndir um framleiðslu til útflutnings hæpnar — Stofnun ylræktarvera sem ætlað er að framleiða fyrir erlend- an markað hefur stundum komist á dagskrá á undanförnum árum, hvaða skoðun hafa garðyrkju- bændur á slíkum hugmyndum? „Ég tel það góðra gjalda vert ef stofnað yrði ylræktarver sem gengi vel til framleiðslu til út- flutnings, það fengi hópur garð- yrkjumanna störf við það og það skilaði gjaldeyri í þjóðarbúið. Þetta á við um ylræktarver sem sannarlega væri hægt að reka með hagnaði til útflutnings. Ég held hins vegar að þær hugmyndir sem nú eru uppi um framleiðslu til út- flutnings séu nokkuð hæpnar, sumar hverjar að minnsta kosti. Hollendingar ráða Evrópumark- aðnum, þetta er það mikilvæg at- vinnugrein hjá þeim að þeir gera allt til að halda sínum tökum á honum og til þess greiða þeir m.a. gasið niður til garðyrkjustöðv- anna. Áhyggjur okkar garðyrkju- bænda byggjast á því að við óttumst það að ef byggð verða svona ylræktarver sem e.t.v. eru 'á af því sem fyrir er í landinu og síðar kemur í ljós að það gengur ekki að flytja vöruna út þá verða þau að sjálfsögðu að framleiða vörur á innlendan markað og þá sjáum við okkar sæng út breidda miðað við það að þegar er offram- leiðsla í ýmsum greinum. Varð- andi hugmyndir um kaup á notuðu ylræktarveri frá Svíþjóð skil ég ekki hvernig það á að geta gengið að kaupa 20—30 ára gömul notuð gróðurhús, það tel ég ekki geta gengið upp miðað við mína reynslu." Of mikiö af of lélegum gróð- urhúsum — Fylgjast íslenskir garðyrkju- bændur vel með nýjungum og hvernig standa þeir miðað við starfsbræður sína í nágrannalönd- unum? „Mjög ör framþróun var í garð- yrkjunni á síðasta áratug. Fram- leiðsla tómata t.d. jókst úr 12 kg pr. fermetra upp í 20 kg pr. fer- metra, en ég tel þó að hún sé enn of lítil. Til samanburðar má nefna að Danir tala um að eðlilegt sé hjá þeim að vera með 35—40 kg pr. fermetra. Mjög margir garðyrkju- menn fylgjast vel með erlendis og margir lesa mikið af erlendum fagtímaritum. Við stöndum starfsbræðrum okkar á Norður- löndunum langt að baki í þessari atvinnugrein, einkum í uppskeru- magni, en framleiðslan er talin jafn góð. Ég tel að ástæðan sé m.a. að við erum með of mikið af of lélegum gróðurhúsum og berum því ekki eins mikið úr býtum og vera ætti. Rekstrareiningarnar eru í mörgum tilfellum of litlar, meðalstöð hér gæti verið rúmir 1.000 m2. Ef hægt væri að koma meðalstöðinni upp í 1.500—1.800 m2 j)á munaði það miklu. A síðasta ári var byrjað á því að undirbúa þátttöku okkar í nor- rænum samskiptum á þessu sviði, okkur var þá boðið að ganga í norræna garðyrkjubændasam- bandið. Það heldur einn fund á ári þar sem fulltrúar allra Norður- landaþjóðanna hittast og bera saman bækur sínar. Ég fór fyrir íslands hönd á einn slíkan fund í vor og var þar vel fagnað. Auk þess eru miklar bréfaskriftir á milli sambandanna. Ég tel að þessi norrænu samskipti geti orðið okkur að verulegu gagni." — Hvað er helst framundan hjá Sambandinu? „Eftir miðjan nóvember verður kallaður saman fundur þar sem þessi mál verða öll rædd, meðal annars framleiðslu- og sölumálin og þá munum við reyna að fá svör við því hvort einhverju þyrfi að breyta í íslenskri garðyrkju og þá hverju, þannig að þróunin geti haldið áfram í garðyrkjunni og framleiðendurnir geti jafnframt borið það úr bítum sem eðlilegt getur talist. Á þessum fundi þarf einnig að ræða stefnumörkun varðandi fjölgun garðyrkjubýla. Að undan- förnu hefur verið mikil uppbygg- ing í nýjum garðyrkjustöðvum og er það auðvitað ástæðan fyrir þeirri spennu sem var í sölumál- unum í sumar. Úr þessu tel ég að við þurfum að huga að því hvort við séum að fara út í offjárfest- ingu og marka stefnuna hvort það á að beina því fjármagni sem í þetta er varið til nýrra stöðva eða til að gera þær stöðvar sem fyrir eru að stærri og betri rekstrarein- ingum. Stjórn Sambands Garð- yrkjubænda er sammála um að mjög hægt þurfi að fara við stofn- un nýrra garðyrkjubýla. Við telj- um að skynsamlegra sé að beina því fjármagni sem til ráðstöfunar er til að stækka þær stöðvar sem fyrir eru og gera þær að betri rekstrareiningum þannig að hægt sé að auka framleiðnina til að mæta þeirri verðlækkun sem hlýst af auknu framboði grænmetis. Það er sjálfsagt að fjölga garð- yrkjubýlunum eðlilega en mjög stór stökk tel ég ekki heppileg úr því sem komið er. Innan fárra ára verður krafist starfsréttinda í þessari grein sem öðrum greinum landbúnaðar og það verður örugglega til að veita visst aðhald gegn útþenslu stétt- arinnar," sagði Kristján Bene- diktsson að lokum. Reykingar valdar að dauða meira en 130.000 Banda- ríkjamanna á þessu ári Könnun, sem gerÖ var á nokkur hundruð manns, sem aldrei hafa reykt, hefur leitt í Ijós, að tíöni lungnakrabba er mjög lág innan þess hóps. Arið 197$ létust 95.000 manns af völdum lungnakrabba í Bandaríkjunum. Hefði hin lága tíðni lungnakrabba á meðal þeirra, sem ekki reykja, verið sú sama á meðal allra Bandarikjamanna, hefðu einungis 12.000 manns látið lífið þetta sama ár af völdum krabbameins í lungum. Auðvitað má ganga út frá því sem gefnu, að lifnaðar- hættir þeirra, sem ekki reykja séu að öðru leyti um margt frábrugðnir því sem gerist hjá reykingamönnum. Því er ekki víst að reykingar einar og sér séu það sem gerir útslagið. Hitt er aftur á móti sannað, að enginn einn þáttur í lifnaðar- háttum fólks hefur jafn mikil áhrif á myndun lungnakrabba- meins og einmitt reykingar. Að þessu gefnu er ekki órök- rétt að áætla, að einungis 10—15.000 Bandaríkjamenn hefðu látist vegna lungna- krabba árið 1978. Reykingar eru taldar eiga sökina á dauða 80—85.000 þeirra 95.000, sem létust af völdum lungna- krabbameins þetta ár. Auk þess benda rannsóknir til þess að 40.000 manns til viðbótar hafi fallið í valinn þetta ár af völdum krabbameins, sem rekja má til reykinga. Þessi fjöldi dauðsfalla, 120—125.000, af völdum reyk- inga árið 1978 er óhugnanleg- ur. Það sem meira er, er að þessi tala hefur síðan hækkað um 4.000 á ári hverju um leið og meðalaldur hækkar og reykingar aukast almennt. Því má gera ráð fyrir að vel yfir 130.000 manns hafi látið Íífið af völdum krabbameins, sem rekja má beint til reykinga, í Bandaríkjunum á síðasta ári. Því má rekja þriðjung allra dauðsfalla af völdum krabba- meins í Bandaríkjunum til reykinga. Þessi tala er svo há, að hún er almenningi nánast óskilj- anleg. Þegar það er svo haft í huga, að jafnvei enn fleiri láta lífið af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma, sem rekja má til áhrifa af völdum reykinga, verður það fyrst ljóst hversu aðkallandi það er að koma í veg fyrir ótímabæran dauða 300.000 manna í Bandaríkjun- um á ári. Þessi 300.000 eru um 15% allra dauðsfalla í Banda- ríkjunum á ári hverju. Eitt er það, sem gleymist í allri umræðunni um hættuna af völdum reykinga. Það er áróður fyrir því að fólk reyki vindlinga, sem innihalda minna tjörumagn en 10 mg. Reynslan virðist sýna, að þess- ír vindlingar eru ekki eins hættulegir. í Bretlandi eru reykingar taldar eiga sökina á dauða 100.000 manns ár hvert. Er það sjötti hluti allra þeirra er ár- lega láta lífið. Þar í landi var verð á vindlingum hækkað til mikilla muna á síðasta ári með þeim afleiðingum að stórlega dró úr tóbakskaupum. Talið er að verðhækkun þessi hafi gert það að verkum, að 1—2 millj- ónir manna hættu alfarið að reykja. Þetta þýðir það beint, að lífum hundruða þúsunda manna hefur verið bjargað þegar til langframa lætur. Þetta má skýra: 1) Að meðaltali fjórði hver reykingamaður deyr ótíma- bærum dauða. 2) Margir þeirra, sem látast, hefðu hvort sem er dáið á besta aldri, en hinir hefðu lif- að 5, 10, 15, 20 eða jafnvel 30 árum lengur. Að meðaltali 10—15 árum lengur. 3) Þeir, sem hætta að reykja áður en þeir hafa fengið krabbamein eða alvarlegan hjarta eða lungnasjúkdóm, eru nær öruggir um að deyja ekki af völdum tóbaks. Það, sem mestu máli skiptir í baráttunni við krabbamein og reykingar, er að gera al- menningi þessar tölur skiljan- legar með einum eða öðrum hætti. Til þessa er það aðeins á meðal menntafólks í Bretlandi, sem reykingafólki hefur fækk- að við fræðslu um skaðsemi reykinga. í skoðanakönnun, sem gerð var í Bretlandi fyrir tveimur árum, reyndust 21% fólks í betri störfum reykja. Á hinn bóginn reyktu 57% verkamanna. Svipuð þróun virðist eiga sér stað í Banda- rikjunum. Þar eru reykingar mun algengari á meðal ófag- lærðra verkamanna. Á hinn bóginn hefur tób- akssala aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum, andstætt því sem verið hefur í Bretlandi. Metsala tóbaks var í Banda- ríkjunum á síðasta ári. Aukn- ingin á milli ára um 2% og hefur ekki verið svo mikil um langt skeið. Er hann var spurður álits á þessari aukningu sagði for- stjóri stærsta tóbaksfyrirtæk- is Bandaríkjanna, að hann teldi að fólk legði ekki lengur við hlustir þegar talað væri um skaðsemi reykinga og aukna krabbameinshættu af þeirra völdum. Búið væri að tengja krabbamein við svo marga áhrifaþætti að fólk væri farið að taka öllum að- vörunum með fyrirvara. Það er margt til í þessum ummælum forstjórans. Það er vafalítið leitun að þeim borg- ara, sem gerir sér grein fyrir því, að reykingar eigi sök á þriðjungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. I öllu því blaða- og tímaritaflóði sem skellur á fólki og sífellt er ver- ið að fjalla um krabbamein og krabbameinsvalda, er tæpast von til þess að hinn venjulegi borgari átti sig á þessari blák- öldu staðreynd. á Thi' Timos. I»VA. SSv.) HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.