Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 63 „Ég á heima hjá Guði og með Guði“ C„_ Samtal við pönkdrottninguna Nínu Hagen Texti: Karl Blöndal Myndir: Indriði Benediktsson Það hefur verið hljótt um Nínu Hagen síðastliðin misseri eða allt þar til hún gaf út plötuna Nun- sexmonkrock. Markaði sú plata tímamót á ferli hennar. Þar syng- ur hún ekki einvörðungu á móð- urmáli sínu eins og á tveimur fyrstu plötum sínum, heldur blandar saman þýsku, ensku og rússnesku. Er þetta líka fyrsta sinni sem trúarlegra áhrifa gætir í tónlist hennar, og á umslagi plöt- unnar birtist Nína í gervi Maríu Guðsmóður með dóttur sína Cosmu Shivu í fanginu. Svo var það í Múnchen fyrir nokkrum mánuðum að hún söng aftur á sviði eftir þetta hlé sitt. Kom hún þá fram ásamt fyrrver- andi rekkjunaut sínum, Hermanni Brood, og hljómsveit hans, Wild Romance. Síðan var ferðinni haldið til Berlínar þar sem hún kom fram fimm kvöld í röð, 13.—17. október, á utangarðshátíð kvikmyndagerð- armannsins Frank Ripploh, þess er leikstýrði myndinni Dýra- garðsbörnin. Hátíð þessi samanstóð af ýmis- legu sprelli. Þarna létu ljós sín skína allt frá slöngutemjurum og hnífakösturum til leðurklæddra vaxtarræktarmanna sem sveifl- uðu sér í rólum og dönsuðu tján- ingadans. Fengu flest þessara atriða dræmar undirtektir og voru nokk- ur þeirra nánast bauluð niður af sviðinu. Það var ekki fyrr en kynnir hátíðarinnar sté fram á sviðið og sagði að síðust myndi troða upp Nína Hagen ásamt nýrri hljómsveit sinni, The No Problem Orchestra, frá Frankfurt, að samkomugestir tóku við sér. Og þegar Nína gekk fram, böðuð skjannabjörtum ljósgeislum og hóf að þenja raddbönd sín, braust út hamslaus fögnuður og dynjandi lófatak. Fyrsta lagið á dagskrá var óðui til Berlínar sem hún kyrjaði al krafti. í kjölfar hans sigldu ýmii gullkorn af plötum hennar, serr öll gáfu henni ríkuleg tækifæri ti að sýna ótrúlegt raddsvið sitt Lagi Mick Jaggers, Satisfaction gerði hún vegleg skil, en hápunkt- ur tónleikanna var án efa lgið „1 Dit It My Way“, sem Frank Sin- atra gerði eitt sinn garðinn fræg- an með. Að endingu söng hún, með Cosmu Shivu í fanginu, nýja laga- smíð sína, Whare Liebe, sem hún tileinkar þýsku þjóðinni, bæði austan tjaids og vestan. Að loknum hljómleikunum rölt- um ég og ljósmyndari minn bak- sviðs til að ná tali af listakonunni. Það reyndist ekki auðvelt að hafa uppi á Nínu, en við vorum svo heppnir að rekast á umboðskonu hennar, Rúmenann Júlíu, sem tók okkur opnum örmum og bað okkur hringja daginn eftir á Hótel Cont- inental. Skyldi þá ákveðið hvar og hvenær stefnumót okkar við Nínu færi fram. En hún lét ekki hremma sig svo auðveldlega og áður en við fengum „Núna er ég mcð Jesú, en það vita það fáir.“ að ræða við hana létum við ginna okkur um bæinn þveran og endi- langan og urðum að gera okkur að góðu að bíða eftir henni á ýmsum vafasamari stöðum Berlínarborg- ar. Einn þeirra ber nafnið Time Café. Þar bar fundum okkar loks- ins saman við söngkonuna, einn veðurblíðan sunnudagseftirmið- dag, þremur dögum eftir að allt írafárið hófst. Sat hún þar að snæðingi ásamt Cosmu Shivu, Júlíu og öðru hirðfólki sínu sem uppistóð af skrautbúnum ræfla- rokkurum og gæludýrum þeirra, hvítum rottum, sem héldu sig bæði innan klæða þeirra og skriðu þeim um háls, höfuð og herðar. Það var augljóst að málsverður þessi skyldi ekki fara forgörðum í víðfemum söndum sögunnar, því að athöfnin var bæði kvikmynduð og hljóðnumin. Svo að ég og ljós- myndari minn tókum vænsta kostinn, fengum okkur sæti, bár- um fram óskir okkar við gengil- beinuna og biðum átekta eftir að tökum lyki. Sem var ekki fyrr en á þriðja kaffibolla. „Atriðið, sem áðan var verið að taka, er úr kvikmynd sem á að fjalla um húðflúr. Við tökum tali fólk, sem látið hefur flúra húð sína, og spyrjumst fyrir um hví þetta fólk hefur látið greypa í sig hinar ýmsu kynjamyndir eða áletranir. Þegar ég var í Amsterdam, á þeim árum sem ég vann með Her- manni Brood og The Wild Rom- ance og við gerðum m.a. myndina Cha Cha, þá kynntist ég þeim er ég hélt vera stærstu ást mína, Ferdinand." Hún dregur hálsmálið á bolnum sem hún er í niður fyrir vinstri öxl svo að skín í beran upphandlegg- inn þar sem nafn Ferdinands er letrað skýrum stöfum. „Hann lét flúra mitt nae á sig og ég hans á mig og sam .. lögðum við drög að dóttur minni, Cosmu Shiva," segir hún og áminnir um leið dóttur sína um að fara frið- lega með eyrnalokk sinn sem hún er að bisa við að slíta í sundur. Maður fer þó ekki varhluta af þeirri væntumþykju sem býr í röddinni. „Þegar ég kynntist Ferdinand var hann heróínfíkill og var djúpt sokkinn í fúafen þeirrar for- myrkvunar, sem neyslu þessa skaðræðislyfs fylgir. En svo fór hann á aflyfjunar- og afvötnun- armiðstöð í Englandi og eftir að hann hreinsaðist eignuðumst við Cosmu. Þannig að, eins og þú sérð, þá er þér með ást, og fyrir mér er ást Guð, nánast ekkert ómögulegt. Þú getur hjálpað eiturlyfjasjúkl- ingum að komast yfir fíkn sína og alkóhólistar verða hamingjusam- „('osraa er heimili mitL ir, finna í ást og Guði þá hamingju sem ekki verður fundin í áfengi." Þú hefur um skeið dvalið í Bandaríkjunum. Hvað dregur þig nú úr hreiðrinu og til hljómleika- halds í Berlín? „Berlín er fyrsti áfangastaður- inn í fyrirhugaðri hljómleikaferð um heiminn. Eg valdi Berlín af því að hér dvaldi ég fyrst eftir að ég kom frá Austur-Þýskalandi og mér leist vel á að byrja með nýtt prógramm og með nýrri hljóm- sveit á heimavelli. Og eftir viðtök- um að dæma var það óvitlaust. Síðan munum við, þ.e. ég, Cosma Shiva og The No Problem Orchestra, sem er skipuð upprenn- andi hæfileikapiltum, halda til Bandaríkjanná, þaðan til Kanada og spilum að síðustu í Japan." — Það var fyrir nokkrum árum á sveimi uppi á Íslandi sá orðróm- ur að þú ætlaðir að syngja þar við undirleik íslenskrar hljómsveitar, þar eð þá hafði Nína Hagen Band nýverið leyst upp? „Það var gaman að heyra. Nei, þetta hef ég aldrei heyrt áður. En þar sem fólkið vill að við spilum, þar munum við spila. Svo að ef þú vilt að við sjiilum á íslandi, þá spilum við á Islandi. En þú verður að tala við Júlíu. Júlía er umboðs- maður minn og hún skipuleggur þessa heimsreisu, sem við erum að leggja upp í núna. Hún er leik- stjóri og hún sér um myndböndin sem við gerum, stjórnar plötugerð og sér um að fyrirtækið gangi. Hún er sú besta.“ — Hefur þú í hyggju að vera áfram í Bandaríkjunum? „Ég er á plánetunni Jörð. Ég vil ekki festa mig niður á einn punkt. Ég vil skipta um umhverfi og and- rúmsloft, fara á milli staða og halda tónleika með hljómsveit- inni.“ — Finnur þú aldrei til rótleys- istilfinningar, þeirrar tilfinningar að eiga hvergi heima? „Ég á heima hjá Guði, og með Guði. Ég er alltaf heima hjá mér. Cosma er heimili mitt. Ég á heima í Berlín, Amsterdam og í New York. Ég bý í fjöllunum, hafinu, trjánum og á sólinni. „Home is where my heart is,“ og það er hjá Guði, Guði og aftur Guði.“ - HjáGuði? „Það gerðist fyrir tveimur ár- um. Ég var komin þrjá mánuði á leið og sat í leigubíl. Þá urðum ég og leigubílstjórinn fyrir vitrun sem birtist okkur í mynd fljúgandi disks. Hann var gulur og bleikur og varð síðan gagnsær. Og úr hon- um barst rödd: „Nína, komdu í rúmið.“ Núna er ég með Jesú, en það vita það fáir,“ segir hún og glottir til mín. — Eitthvað að lokum? „Ég hata viðtöl." Urvalið er frá Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) vetrarhjólbaröar. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburó á veröi og gæóum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.