Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 13 Sigurgeir. Margir þáðu kaffi og kleinur í afgreiðslusal Sparisjóðs Vestmannaeyja á fertugsafmæli sparisjóðsins. Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri og eigin- kona hans sáu um veitingarnar. Sparisjóður Vestmannaeyja: Bauð í kaffí á afmælisdaginn Vcstmannaeyjum, 7. desember. I ÁR eru liðin 40 ár frá stofnun Sparisjóðs Vestmannaeyja. Sam- þykktir sjóðsins hlutu uppáskrift ráðuneytis þann 3. desember 1942 og telst það vera stofndagur sjóðsins en regluleg starfsemi hófst í janúar árið eftir. Stofnendur voru um 30 og voru þeir fyrstu ábyrgðarmenn sjóðsins en helsti hvatamaður að stofnun Spari- sjóðs Vestmannaeyja var Þorsteinn Þ. Víglundsson, þáverandi skóla- stjóri og núverandi heiðursborgari Vestmannaeyja. Þorsteinn varð sparisjóðsstjóri við opnun og gegndi því starfi allt fram til ársins 1974, eða í 32 ár. Fyrstu stjórn Sparisjóðsins skipuðu: Þorsteinn Þ. Víglundsson formaður, Guðlaugur Gíslason, Helgi Benediktsson, Kjartan Ólafsson og Karl Guðjónsson. Sparisjóðurinn var fyrstu 20 árin í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum í bænum en flutti árið 1962 í eigið húsnæði að Bárugötu 15. Starfsemi og þjónusta Sparisjóðsins hefur jafnt og þétt aukist og bæjarbúar ávallt beint verulegum viðskiptum til þessarar vaxandi peningastofn- unar. Starfsfólk Sparisjóðsins er nú níu manns, sparisjóðsstjóri Benedikt Ragnarsson frá 1974. í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja er nú Sigurgeir Kristjánsson for- maður, Arnar Sigurmundsson, Jó- hann Björnsson, Ragnar óskars- son og Þorbjörn Pálsson. Hélt Sparisjóðurinn uppá fer- tugsafmælið með því að bjóða öll- um velunnurum og viðskiptavinum uppá kaffiveitingar í afgreiðslusal sjóðsins og kom gífurlegur fjöldi fólks í afmælisveislu þessa. - hkj. Frá jólatónleikunum. Morgunbla4iA/ÓUnir Egilsstaðir: Árlegir jólatón- leikar Tónskólans KgilNstöðum, 12. desember. HINIR árlegu jólatónleikar Tónskóla Fljótsdalshéraðs voru haldnir í Egilsstaðakirkju í gær fyrir þéttsetnu húsi að vanda. Um 60 nemendur komu fram á tón- leikunum auk kennara. Tónskóli Fljótsdalshéraðs tók til starfa haustið 1971 og hefur starfsemi hans og umfang sífellt aukist með hverju árinu. í haust var þriðji fasti kennar- inn ráðinn að skólanum, enskur tónlistarmaður, David Knowles að nafni. Hann kennir fyrst og fremst á strokhljóðfæri — sem ekki hafði áður verið á verkefna- skrá skólans í teljandi mæli. I skólanum eru nú liðlega 100 nemendur, flestir á skólaskyldu- aldri. Skólastjóri Tónskólans frá upp- hafi er Magnús Magnússon og var hann lengi vel eini kennari skól- ans. Árið 1976 var Árni ísleifsson ráðinn að skólanum í fullt starf og nú þriðji kennarinn, David Knowl- es. Það hefur verið ómetanlegt fyrir skólastarfið að þar hafa ekki orðið breytingar á kennaraliði í gegnum tíðina — nema þá hvað tekur til stundakennara. Tónleikunum í gær var vel fagn- að af tilheyrendum. — Ólafur Nýja platan með Gunnari Þórðarsyni og Pálma Gunnars- syni er komin í verslanir.____________________________ Frábær plata með tfu splunkunýjum lögum Gunnars. Enn einu sinni sannar Gunnar að þaö er engin tilviljun að hann hefur um árabil veriö í fararbroddi íslenskra popptónlist- armanna, og Pálmi hefur aldrei sungiö betur en nú. Ðarónsstíg 18,101 Reykjavík. sími 18830. HKjyira Hljómma sem talað er um!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.