Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Fjórar einleiksplötur með Manuelu Wiesler... eftir Atla Heimi Sveinsson Núna fyrir jólin skellur bóka- flóðið á þjóðinni og hljómplötu- flóðið slagar hátt upp í það. I aug- lýsingum og umsögnum eru menn ósparir við að beita hástigi lýs- ingarorða, eins og vera ber á fjöl- miðla- og skrumöld, svo mjög að lýsingarorðin hafa fyrir löngu KAUPMÁTTUR launa samkvæmt 13. launaflokki BSRB hefur rýrnað um 17,5% á tímabilinu desember 1977 til ágúst 1982, samkvæmt upp- lýsingum sem koma fram í nóvem- berhefti Ásgarðs, tímariti Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Samkvæmt upplýsingum Mbl. má líta á 13. launaflokk sem nokkurs konar meðaltal opinberra starfs- manna. Kaupmáttarrýrnunin sam- kvæmt 5. launaflokki, sem reynd- ar mjög fáir þiggja laun sam- kvæmt, er nokkru minni, eða 12,5%. Ef dæmið er hins vegar skoðað miðað við júni 1978 þegar kaup- misst gildi sitt, lofið oft snúist upp í háð og hólið orðið smjaður eða lygi- Það er sjaldan sem maður getur notað orðin „stórkostlegt" og „frábært" með góðri samvisku, án bakþanka. En ég geri það óhrædd- ur núna: Manuela Wiesler hefur sent frá sér fjórar einleiksplötur. Manuelu er óþarfi að kynna. Hún hefur haldið ótal tónleika ein og með öðrum, tekið mikinn þátt í máttur varð mestur á tímabilinu og ágúst 1982, þá kemur í ljós lið- lega 19% kaupmáttarskerðing. I Ásgarði kemur ennfremur fram, að kaupmáttarrýrnunin í 13. launaflokki á tímabilinu ágúst 1980 og ágúst 1982 er um 4,7%, en ef dæmið er skoðað á tímabilinu september 1980 til ágúst í ár, kem- ur í ljós, að kaupmátturinn hefur rýrnað um liðlega 8%. Samkvæmt bráðabirgðaútreikn- ingum er talið, að kaupmáttur al- mennra ráðstöfunartekna í land- inu hafi rýrnað um 16—18% á tímabilinu frá árslokum 1977 til ársloka í ár. flutningi kammertónlistar, oft leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni. Hún er líka vel þekkt erlendis, einkum á Norður- löndum og á meginlandi Evrópu. Hvarvetna hefur hún fengið lof- samlega dóma vandlátustu manna. Hún hefur unnið til verð- launa í fjölda samkeppna allt frá því að hún og Snorri Sigfús Birg- isson hlutu fyrstu verðlaun í sam- keppni ungra norrænna einleikara í Helsinki árið 1976. Manuela er eins og flestir miklir meistarar, jafnvíg á allar tegundir tónlistar. Á efnisskrá hennar má finna jöfnum höndum barokk, klassísk og rómantísk verk ásamt samtímatónlist. Hún hefur frum- flutt og leikið víða um heim fjöld- an allan af íslenskum flautuverk- um. Hún hefur verið ómetanlegur samverkamaður íslenskra tón- skálda. Á nýju plötunum fjórum kemur allt þetta fram. Á fyrstu plötunni er barokktónlist, þ.á m. Partíta Bachs í a-moll, og merkileg sónata í A-dúr eftir Karl Filip Emanúel, son gamla Bachs. Á annarri plöt- unni finnst mér mest vert um snilldarverk Debussys, Syrinx, og Fimm áköll eftir André Jolivet, en hann höfðar mjög til Manuelu. Á þriðju plötunni er norræn sam- tímatónlist, m.a. Sonata per Manuela eftir Leif Þórarinsson, magnað verk og flókið, Flauto del Sole sem Áke Hermanson, sá er hlaut tónlistarverðlaun Norður- landa fyrr á þessu ári, samdi fyrir Manuelu þegar hann dvaldi hér í Norræna húsinu 1978 í boði Erik Sönderholm þáverandi forstjóra þess. Á þessari plötu er líka eitt besta verk Þorkels Sigurbjörns- sonar, Kalais, en það er hugleiðing um son norðanvindsins, sem heill- aði fiska og önnur sækvikindi. Á fjórðu plötunni er íhugunartónlist og þar er enn verk eftir Jolivet, Meinlætalíf, ásamt fallegu and- næturljóði eftir hollenska tón- skáldið Tom de Leeuw. Hann var kennari ágætra íslenskra tón- skálda: Gunnars Reynis, Jónasar Tómassonar og Snorra Birgisson- ar. Ætla mætti að það væri nokkuð dauflegt að hlusta á eina flautu til lengdar. En svo er ekki þegar Manuela á í hlut. Leikur hennar er ótrúlega blæbrigðaríkur, skap- mikill en fágaður. Túlkun hennar er skýr og fastmótuð, tæknin full- komin, og á því stigi verður hún aukaatriði. Það er eins og Manuela nálgist hvert verkefni með orð Gustafs Mahlers að leiðarljósi: í músík er aðeins til ein stórstjarna — verkið sjálft. Á þessum plötum er músík sem höfðar til allra þeirra sem gefa sér tíma til að hlusta á hana. Bjarni Rúnar Bjarnason, maður hámenntaður í sínu fagi, tók upp plöturnar og gerði það mjög vel. Flautan hljómar hreint og skýrt, engar tæknibrellur eru notaðar enda þeirra ekki þörf. Nú er slagorðið í hljómplötu- bransanum: Gefið tónlistargjöf. Það á vel við plötur Manuelu Wiesler, því ég ætla að þær stand- ist betur tímans tönn en flest það sem nú er á jólamarkaðinum. Tímabilid desember 1977 til ágúst 1982: Kaupmáttarskerðing 17,5% hjá opinber- um starfsmönnum „Viðhorf til kvenna- athvarfa hefur breyst mikið á sl. 10 árum“ Fyrir skömmu tók til starfa fyrsta kvennaathvarfíð hér á landi, en því er m.a. ætlad að vera griða- staður kvenna og barna þeirra sem orðið hafa fyrir likamlegu eða and- legu ofbeldi af hálfu annarra heim- ilismanna þeirra og orðið að yfír- gefa heimili sín af þeim sökum. Slík athvörf hafa verið starfrækt víða á síðustu árum, en fyrsta kvennaathvarfíð var sett á fót fyrir u.þ.b. 10 árum í Bretlandi. í tilefni af opnun kvennaathvarfsins var staddur hér á landi breskur félags- fræðingur, Cathy Roberts, en hún hefur unnið mikið við kvennaat- hvörf bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Cathy vinnur nú að doktorsritgerð sinni, en hún fjallar um ofbeldi gegn konum. Mbl. hitti Cathy að máli og hún var spurð hver reynslan væri af starfsemi þessara kvennaathvarfa í Bret- landi á þessum 10 árum. „Þegar athvörfin voru sett á stofn fyrir 10 árum, lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um ástand mála og flestir höfðu til- hneigingu til að líta á þetta sem eitthvert gamanmál. Það var ekki fyrr en upplýsingar fóru að berast um þær misþyrmingar sem margar konur höfðu orðið fyrir að almennt var farið að viðurkenna að hér væri um stórt vandamál að ræða. I fyrstu feng- um við því lítinn stuðning frá öðrum stofnunum svo sem lög- reglu og fleiri aðilum sem við þurfum að vinna með og í raun má segja að viðhorfsbreytingar til þessara mála hafi tekið lang- an tíma. Það hefur því komið mér mjög segir Cathy Roberts, breskur félagsfræöing- ur sem hefur unnid mik- iö við athvörf í Bretlandi og Bandaríkjunum á óvart hvað mikill stuðningur er fyrir þessu athvarfi hér á landi, lögreglan er t.d. búin að lýsa yfir ánægju sinni með stofnun þessara samtaka og flestir aðrir sem hafa í starfi sínu orðið varir við misþyrm- ingar á konum. Það kann að vera að þessi mismunur á viðhorfum standi í einhverju sambandi við mismunandi stærð þessara sam- félaga, og flestir virðast mjög ánægðir með að búið sé að koma upp einhverjum stað þar sem hægt er að fara með konur og börn þeirra ef ástand á heimil- inu er orðið þeim óbærilegt." Cathy hefur sem fyrr segir unnið við athvörf bæði í Bret- landi og Bandarikjunum og hún var spurð hvort mikill munur væri á starfsemi milli landanna. Hún sagði að talsverður munur væri á því ofbeldi sem konurnar verða fyrir, og eftir skýrslum að dæma virtust nauðganir sýnu al- gengari í Bandaríkjunum en í Bretlandi. í Bretlandi sagði hún að rekin væru tvenns konar at- hvörf, annars vegar fyrir konur sem orðið hafa fyrir nauðgun og hins vegar fyrir þær sem orðið hafa fyrir barsmíðum heima fyrir. „Eg tel mun æskilegra að sameina þetta tvennt eins og gert er í Bandaríkjunum og hér á landi. Likamlegar árásir eru oft samfara nauðgunum og eins er stór hluti líkamsmeiðinga ein- göngu ætlaður til að auðmýkja konuna kynferðislega og brjóta hana niður, en það er einmitt stór þáttur í okkar starfi að byggja upp sjálfstraust kvenn- anna aftur og gera þeim kleift að hafa stjórn á eigin lífi. Og hvert er viðhorf almenn- ings í Bretlandi t.d. til þessara athvarfa í dag, 10 árum eftir að þau tóku til starfa? Cathy sagði að margt hefði breyst á þessum tíma, en hinsvegar virtist slæmt atvinnuástand í Bretlandi auka spennu á heimilum og því væri ofbeldi innan heimilanna ekki minna en það var. „En það hefur orðið greinileg viðhorfsbreyting, það er t.d. talsvert um það að karlmenn leiti til okkar og biðji um aðstoð ef þeir eiga í einhverj- um erfiðleikum á þessum svið- um, en það þekktist ekki fyrir 10 árum. Mín reynsla af viðræðum við karlmenn í Bretlandi er sú að langflestir hafa skilning á þessu vandamáli í dag. Þeir sem bregð- ast hins vegar reiðir við og fara í einhverja varnarstöðu eru venjulega þeir hinir sömu og hafa ekkert sérlega gott viðhorf til kvenna, finnst þær lítils virði yfirhöfuð og þeir munu aldrei taka þessu starfi alvarlega. Sem dæmi um breytt viðhorf almennings, þá fóru fram um- ræður í breska þinginu er við ræddum fyrst stofnun kvenna- athvarfs fyrir 10 árum. í Bret- landi ná engin lög yfir karlmenn sem nauðga eiginkonum sínum og í framhaldi af umræðum um kvennaathvarf og nauðsyn þess að sækja þá menn til saka sem misþyrma konum tók einn þing- maður til máls og sagði að ef það ætti einhvern tíma eftir að koma að því að eiginkonur gætu sótt eiginmenn sína til saka og kært þá fyrir nauðgun, þá væri búið að kippa grundvellinum undan breska samfélaginu. Viðbrögð almennings voru lítil við þessum ummælum, en fyrir u.þ.b. ári sagði sami þingmaður eitthvað álíka og í kjölfar þess þurfti hann að segja af sér. Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa." Cathy hefur unnið mikið með konum sem hafa orðið fyrir nauðgunum og hún var spurð hvort það væri rétt að í flestum tilfellum þekkti konan til árás- armannsins. Hún sagði að það hafi komið flestum á óvart er fyrstu upplýsingarnar bárust frá Bandaríkjunum um þetta, en þar kom fram að í flestum tilfellum þekkti konan eða kannaðist við árásarmanninn, og í 70% tilfella væri nauðgunin skipulögð fyrir- fram. Menn höfðu t.d. fylgst með ferðum fórnarlambsins í langan tíma, og þegar konu er nauðgað af hóp manna, er algengt að einn sé sendur út af örkinni til að kynnast viðkomandi, hann er í flestum tilfellum viðkunnanleg- ur og býður henni eitthert með sér, en fer síðan á afvikinn stað þar sem félagarnir bíða. Oft hef- ur konan hitt viðkomandi mann á skemmtistað eða í samkvæmi. í þeim tilfellum sem um eigin- mann, sambýlismann eða þann sem konan stendur í föstu sam- bandi við er nauðgun ekki jafn skipulögð. Cathy var spurð um áhrif nauðgunar á þann sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.