Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 11 Doktorsvarnarrit um sagnadansa STOFNUN Árna Magnússonar hefur gefið út bókina The Tradi- tionai Ballads of Iceland eftir Vé- stein Ólason dósent. Ritið hefur verið samþykkt til doktorsvarnar við heimspekideild Háskóla fs- lands og fer vörnin fram 22. janúar nk., segir í frétt frá stofnuninni. í frétt Stofnunar Árna Magn- ússonar segir m.a. svo um ritið, sem er 418 bls., prentað í Stein- holti: „Meginviðfangsefnið í riti Vé- steins er að kanna hvaðan sagna- dansar hafi borist til íslands og hvenær. Þetta vandamál skiptir vitaskuld miklu máli fyrir ís- lenska bókmenntasögu, en einnig fyrir sögu sagnadansa á öðrum Norðurlöndum, því að oft eru ís- lensku kvæðin tekin til saman- burðar við erlend. í inngangi bókarinnar er við- fangsefnið skilgreint, fjallað um söfnun sagnadansa á fslandi og munnlega geymd þeirra, auk þess sem gerð er grein fyrir aðferðum. Annar kafli nefnist Ballad Origins and Medieval Icelandic Literature. Þar er fjallað um dans á íslandi og þann kveðskap sem hafður var um hönd á dansleikjum fyrri alda, og m.a. fjallað nokkuð um uppruna vikivakakvæða, sem höfundur tel- ur að eigi rætur að rekja til enskra danskvæða. Meginefni kaflans er könnun á uppruna rímna og sam- band þeirra við sagnadansa. Löng- um hefur verið talið að sagna- dansar séu ein helsta fyrirmynd rímna og hefur það verið notað sem röksemd fyrir háum aldri dansanna, því að rímur voru skrásettar miklu fyrr. Þessari skoðun hafnar höfundur og leiðir líkur að því að helstu fyrirmyndir rímna séu ensk og þýsk frásagn- Vésteinn Olason arkvæði rímuð, sem fjalla um riddara og önnur ævintýraleg efni. í þriðja kafla er fjallað um al- menn rök fyrir aldri og uppruna íslenskra sagnadansa, raktar fyrri kenningar um það efni og metnir helstu flokkar röksemda. Höfund- ur kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir siðaskipti muni sagnadansar einkum hafa borist til Islands frá Noregi, en. eftir siðaskipti frá Danmörku. Síðasti kaflinn og sá langelsti, Individual Ballads, fjall- ar um einstök kvæði. Þar eru rit- gerðir um hvert einstakt þeirra 110 kvæða sem Jón Helgason gaf út í íslenskum fornkvæðum I-VIII 1962 til 1972, að undanskildum fá- einum kvæðum sem höfundur hef- ur áður sýnt fram á að séu kveðin eftir bók á 17. öld. Gerð er grein fyrir efni kvæðanna og reynt að komast að aldri þeirra og uppruna með athugunum á máli og öðrum einkennum en þó umfram allt með samanburði við hliðstæður í öð- rum löndum. Helstu niðurstöður eru kvæðagreinin hafi upphaflega borist frá Noregi og að hluti kvæð- anna hljóti að hafa borist til ís- lands úr þeirri átt ekki síðar en á 15. öld, en ekki séu nein rök til að sanna að þau hafi borist hingað fyrr þótt það sé ekki óhugsandi. Annar flokkur hefur borist hingað frá Danmörku öllu seinna eða á síðari hluta 16. aldar og jafnvel í byrjun þeirrar 17. Þá telur höf- undur að nokkru fleiri kvæði séu frumort á íslandi en áður hefur verið gert ráð fyrir." Rangvellingabók í tveimur bindum Rangvellingabók nefnist tveggja binda ritverk eftir Val- geir Sigurðsson, sem Rangár- vallahreppur hefur gefið út. Á bókarkápu segir m.a.: „Rangvellingabók er bók um byggðarsögu, ættfræði og per- sónusögu. Þar eru taldir allir bæir sem vitað er um að verið hafa í Rangárvallahreppi, rakin saga þeirra, getið eigenda, sagt frá landamerkjum og ítökum, og birtar lýsingar jarðanna frá ýmsum tímum. Skráðar eru æviskrár allra bænda sem vitað er um að verið hafi á jörðunum frá landnámsöld til vorra daga. Þar er getið ættar þeirra og greint frá maka og börnum. Sagt er frá helstu æviatriðum þeirra og lýsing er á allmörgum. Myndir eru af öllum þeim bænd- um og húsfreyjum sem hægt hefur verið að fá myndir af, alls á fimmta hundrað manns.“ Bæði bindi Rangvellingabókar eru 680 blaðsíður. Bókin er sett og prentuð í Helluprenti á Hellu og bundin hjá Arnarfelli. Jón Þorgilsson, sveitarstjóri, sá um útgáfuna. Formálar eru eftir höfundinn og Árna Böðvarsson, sem las yfir handritið fyrir prentun. Valgeir Sigurðsson Fram að áramótum bjóðum við fáeina Toyota Corolla Cressida og Coaster árgerðir 1982 með frá 12.000kr. afslætti og allt að 25% láni til 6 mánaða! Byrjið nýja árið á nýjum bíl — og á kjörum sem bjóðast ekki daglega. TOYOTA TILBOÐ: ■ ; TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NYBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 TIL (SLANDS Lestun í eriendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepool 27. des. Mare Garant 14. jan. City of Hartlepool 24. jan. NEWYORK City of Hartlepool 28. des. Mare Garant 13. jan. City of Hartlepool 25. jan. HALIFAX City of Hartlepool 30. des. Stuölafoss 21. jan. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Eyrarfoss 3. jan. Alafoss 10. jan. Eyrarfoss 17. jan. Alafoss 24. jan. ANTWERPEN Eyrarfoss 4. jan. Alafoss 11. jan. Eyrarfoss 18. jan. Alafoss 25. jan. ROTTERDAM Eyrarfoss 5. jan. Alafoss 12. jan. Eyrarfoss 19. jan. Alafoss 26. jan. HAMBORG Eyrarfoss 6. jan. Alafoss 13. jan. Eyrarfoss 20. jan. Álafoss 27. jan. WESTON POINT Helgey 18. des Helgey 11. jan. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 3. jan. KRISTIANSAND Dettifoss 8. jan. Dettifoss 17. jan. MOSS Uðafoss 28. des. Dettifoss 4. jan. GAUTABORG Uöafoss 29. des. Dettifoss 5. jan. KAUPMANNAHÖFN Uöafoss 30. des. Dettifoss 6. jan. HELSINGBORG Uöafoss Dettifoss HORSENS Uöafoss Manafoss HELSINKI Grundarfoss GDYNIA Grundarfoss THORSHAVN Dettifoss VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka »rá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIRDI alla þrtöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100 30 des 7. jan. 29. des 11. jan. 10 jan 12. jan. 30 des.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.