Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 20
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 Dalí veit að í listinni er lífið jafn mikilvægt og sjálft listaverkið. Þess vegna hefur líf fullt af ögrandi hreyfingum ætíð fylgt hinni æsandi málaralist hans. Þöglu árin í lífi Salvador Dalí Frá Melgu Jónsdóttur, fróttaritara Mhl. í Hurgos, Spáni. Salvador Dalí, 78 ára, 34 kg, lok- ar sig inni að eigin vild í Púbol- kastalanum (Gerona í Catalunða- héraði) frá 11. öld þar sem Gala, eiginkona hans, er jarðsett. Dalí lifir fjarlaegur frá öllu því sem umkringir hann og frá sjálfum sér. Hann stendur andspænis hin- um nakta raunveruleika og byrjar á 4 teikningum á léreftinu sem málarinn Isidoro Beá undirbýr handa honum. Heilsu listamannsins frá Cad- aqués hefur hrakað mjög síðustu sjö árin. Það var þegar vitað vet- urinn 1979 að flytja varð Dalí í hasti í flugvél frá New York til Incosol-heilsuhælisins í Malaga. Mjög lítið hefur borið á lista- manninum þessi 3 ár. Þau hafa liðið í nær algjörri þögn. Dalí hef- ur einangrað sig frá fjölmiðlum er venjulega tileinkuðu honum ótal síður og stundir. Dalí, meðvitandi um slæma heilsu sína þegar árið 1975 og eftir slæm köst, ákveður að leita ráð- legginga lækna, sem hann í raun þolir ekki að eigin sögn. Listamað- urinn talar við bestu sérfræðinga á sviði læknavísinda, meðal þeirra er taugalæknirinn frægi doktor Milton er ráðleggur Dalí að hvíl- ast á heiisuhæli í A-Evrópu. Dalí þverneitar: „Ekki til að tala um.“ Hann getur alls ekki fellt sig við hugmyndina að vera gamall sjúkl- ingur á erlendu heilsuhæli. Hann leitar ráða hjá öðrum sérfræðing- um; flestir ráðleggja erlend sjúkrahús bæði í Evrópu og S-Am- eríku. En Dalí fyrirlítur flestar þjóðir á jörðu því hann segir fólk- ið vera „óeftirsóknarvert". Loks leggur doktor Carbailleira, heimil- islæknir listmálarans meðan hann bjó í Bandaríkjunum, til hress- ingarhælið Incosol í Malaga á Costa del Sol. Haft er samband við forstöðumann hælisins og koma Dalí er undirbúin með leynd. Hinn 30. mars 1980 flytur flugvél frá spænska flugfélaginu Iberia Dalí til Incosol-hælisins þar sem lista- maðurinn og kona hans dvelja í rúman mánuð. Þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir gerðar af stjórn Incosol- hressingardvalarstaðarins kemst upp um dvöl Dalí og Gala þar. Að sögn starfsmanna á Incosol var Dalí mjög þungt haldinn þegar hann kom; hann gat varla gengið óstuddur og var mjög dapur í bragði. Dalí og Gala hafa fyrir sig og aðstoðarmann sinn, Sabater, Þessa mynd af Dalí með hárkollu tók vinur hans, Antoni Pitxot, í garði listamannsins. stór glæsileg herbergi á B-hæð hinnar íburðarmiklu byggingar. Fjölmargir læknar heimsóttu þau þangað á þessum mánaðartíma. Fjölmiðlum, innlendum og erlend- um, var stranglega bannaður hvers konar aðgangur að Dalí og konu hans. Ekki eitt einasta orð fyrir framan blaðamenn né ein einasta ljósmynd af sjúklingnum. Sagt var að eitt útgáfufyrirtæki hefði boðið 3.000.000 peseta fyrir myndir af Dalí veikum. Spænskir og erlendir ljósmyndarar alls staðar að úr heiminum reyndu eft- ir öllum hugsanlegum leiðum að ná myndum og biðu dag og nótt eftir fyrsta tækifæri. En ströng varðgæsla í kringum dvalarstað- inn kom í veg fyrir að „óæski- legar" myndir yrðu teknar og birt- ar. Dalí fékk allgóðan bata eftir eins og hálfs mánaðar dvöl á Inc- osol. Hann neytti daglega matar í borðsalnum og eyddi nokkrum stundum í setustofunni og tefldi við Sabater. Raddir heyrðust að hann hefði rakað af sér hið ein- kennandi yfirskegg sitt. En það var ekki rétt. Hitt var satt að hár hans hafði gránað þótt það væri ekki í néinum tengslum við sjúk- leika listmálarans. Dalí gerir sér vel grein fyrir bágbornu útliti sínu. Það var ein ástæðan fyrir því að hvorki blaðamenn né ljósmynd- arar máttu hvergi koma nærri. Dalí og Gala kveðja dvalarstað- inn í Malaga og halda til heimilis síns í Port Lliga í Gerona. Enn meiri leynd og varúðarráðstafanir eru gerðar vegna brottfararinnar en fyrir komuna. „Loksins heima" verður Dalí að orði þegar hann stígur fæti inn á heimili sitt. Dalí dvelur á heimili sínu frá aprílmánuði til nóvembermánað- ar. Á þessu tímabili er ekki talinn með 1 og Vfe mánuður þar sem Dalí dvelur á sjúkrahúsi vinar síns Antoní Puigvert. Engin aðgerð er gerð á Dalí. Sjúkrahúsið er í senn hótel og dvalarheimili fyrir lista- manninn þar sem koma við franskir og spænskir sérfræðingar til þess að fylgjast með heilsu listamannsins. Heil hæð á sjúkra- húsinu er fyrir Dalí. Enn á ný halda blaðamenn og ljósmyndarar vörð um samastað Dalí. Einum þeirra tekst að ná myndum fyrir Paris Match. Þar sést að yfirskegg Dali var orðið hvítt. í september í Port Lligat ákveð- ur Dalí að halda til Parísar eins og hvert ár. Læknar ráðleggja mikla varkárni í flutningunum. Einn blaðamaður úr héraðinu má koma inn á heimili Dalí og Gala. Um þetta leyti teiknar Dalí 3 myndir með kínversku bleki. Verkin voru seld einkaaðila utan Spánar. Listamanninum líður mun betur og fer í gönguferðir um garðinn sinn þegar kvölda tekur. Hann er í betra skapi og teiknar svolítið í vinnustofu sinni. Fyrir utan Port Lligat heyrast raddir: Dalí hefur verið rænt, Dalí er í fjárkröggum, Dalí er nær dauða en lífi, Dalí eftirlætur Gala allar eigur sínar ... Dalí heldur sig einfaldlega í fjarlægð frá fjöl- miðlum; hann er fórnarlamb lang- varandi veikinda. Gagnkvæm erfðaskrá handa konu hans og Dalí er undirrituð fyrir framan lögfræðing frá Figueras; Dalí er eigandi margra þúsunda milljóna peseta. „Hjónin geyma meira að segja á leynistað í húsi sínu marg- ar milljónir sem þau gætu notað hvenær sem væri,“ segir einn starfsmaður þeirra hjóna. Birtar eru þrjár litmyndir af Dalí. Á einni sést greinilega hár- missir listmálarans; á annarri er Dalí með katalónska húfu og á 3. myndinni ber listamaðurinn hár- kollu. Myndirnar tók vinur Dalí, Antoni Pitxot, í garði listmálar- ans. í nóvember halda Dalí og Gala af stað til Parísar. En áður fara þau til Sviss til þess að ganga frá atriðum til þess að láta í vörslu á fríhafnarsvæði flugvallarins í Genf einkasafn málarans eftir lokun yfirlitssýninga í Parísar- borg og Lundúnum. Frá árinu 1977 eiga Dalí og Gala skráð fast aðsetur sitt í Mónakó eftir að hafa haft það í Bandaríkjunum. Vegna þessa voru margir er héldu að listamaðurinn hefði skipt um ríkisborgararétt og fengið þjóð- erni dvergríkisins. Það er alls ekki svo. Dalí og Gala hafa ætíð ferðast undir spænsku vegabréfi. Þetta með fast aðsetur hjónanna í Món- akó gerðu þau eingöngu vegna skattamála. í Genf undirrituðu þau kaupsamning á tveimur vöru- geymslum á fríhafnarsvæði Genf- arflugvallar og skipa fyrir um flutning listaverkanna sem voru í vörslu The Tate Gallery í Lund- únaborg. Verk þessi eru tryggð á 2.500 milljón peseta. Raunverulegt verðmæti þeirra er miklu hærra. Þau geta verið send skilyrðislaust til Spánar þegar Dalí vill. Dvölin í París er stormasöm; mikil rifrildi hjónanna og margvísleg sambönd Gala við aðra karlmenn eins og Jeff Fenholdt leikara úr rokkóper- unni „Jesus Christ Superstar" og Jean-Claude Vérité. — Dalí var alla tíð fullvita um allar gerðir konu sinnar. í júlí 1981 kemur Dalí og Gala saman um að snúa heim til Port Lligat í Cataluna-héraði. Enn á ný breiðast út sögur, að „Dalí eigi stutt eftir". Á þessu tímabili fór svo að jafnvel nánustu vinir Dalí óttuðust um líf listamannsins. Dalí var mikið veikur. Hann þekkti ekki bestu vini sína. Lækn- ar hans ráða til að Dalí noti inni- sundlaug sína og máli sér til af- þreyingar. En engum tekst að lækna hann af hugarvíli sínu og dapurleika. Sumarið líður og síð- asta örvæntingarfulla tilraun vina Dalí er að fá í heimsókn á heimili listamannsins konungshjón Spán- ar: Juan Carlos og Sofía. Spænsku konungshjónin taka boðinu með góðum huga. Juan Carlos hefur ætíð dáð listahæfileika Dalí og listamaðurinn ber mikla virðingu fyrir hinum unga konungi. I byrj- un ágúst ferðast spænsku kon- ungshjónin til Cadaqués. Dalí og Gala, full geðshræringar, opna dyr sínar fyrir hinum tignu gest- um. Á myndum er birtust í fjöl- miðlum í tilefni heimsóknarinnar sést Dalí enn grennri, veiklulegri og gráhærðari en nokkru sinni fyrr. „Verið hugrakkur, herra Svalvador," eru orð konungs til Dalí. Kraftaverk skeður; listamað- urinn fær heilsu sína smám sam- an aftur og tekur á ný gleði sína. Ástæður voru raunar fjölmargar: hin góðu og tryggu samskipti kon- ungs og listamannsins leiða til þess að byrjað var að fjarlægja hindranir svo að Dalí gæti fengið skráð fast aðsetur sitt á Spáni; honum er lofað úrlausnum á skattaákvæðunum; menningar- málaráðuneyti Spánar og stjórn Cataluna-héraðs fjármagna upp- setningu mikillar yfirlitssýningar á verkum listamannsins og verk úr einkasafni hans eru flutt í fyrsta skipti til Spánar. Stuttu fyrir jólin 1981 sæmir konungur Spánar Dalí la Gran Orden De Carlos III heiðursmerkinu og stjórn Cataluna-héraðs veitir list- amanninum gullorðu. Nokkrum mánuðum síðar veitir konungur Dalí nafntitilinn markgreifi af Púboi. Dalí nær sér betur andlega og fyrstu mánuði 1982 starfar hann daglega 3 stundir í vinnu- stofu sinni. Hann teiknar og mál- ar litlar myndir; flestar lands- lagsmyndir frá Ampurdán. („í leit að 4. víddinni" nefnist síðasta þýð- ingarmikla málverk Dalí. Það er olíumálverk, málað á tré árið 1979. Verkið er rúmur einn og hálfur metri að stærð. Eftir það koma eingöngu lítil verk gerð með breið- um pensli.) En enn á ný verður Dalí fyrir áfalli. Að þessu sinni er það ekki hann sjálfur, heldur Gala kona hans. Hún er skorin upp í janú- armánuði. Eftir uppskurðinn reik- ar hún einungis um í húsinu í Port Lligat. í maí fær hún kast og verð- ur að gangaat undir aðra skurðað- gerð. Gala nær sér aldrei aftur á strik. Hinn 10. júní sl. sumar kl. 7 að morgni dags kveður Elena Dia- konof þennan heim fyrir fullt og allt. Hún mun aldrei framar sitja fyrir hjá manni sínum eins og hún hafði gert i 50 ár. Samkvæmt ósk Gala var hún jarðsett í Púbol- kastala, gjöf frá Dalí til konu sinnar fyrir 12 árum. Dalí hafði stjórnað verkinu um endurbygg- ingu og skreytingu kastalans en hafði ekki stigið inn fyrir hans dyr aftur fyrr en nú. Púbol hafði verið vettvangur ástafunda konu hans og hinna ungu elskhuga hennar. Dalí lifir innilokaður i kastalan- um. Hann tekur aðeins á móti ör- fáum vinum, einkaritara sínum og lögfræðingi. Listamaðurinn hefur sagt að hann muni aldrei framar stíga fæti inn á heimili sitt í Port Llig- at. Þótt læknar ráðleggi honum það heilsu hans vegna, þverneitar Dalí: „Ég er hræddur við ferða- mennina, fólkið, bátana ..." Hann vill dveljast í Púbol það sem eftir er ævinnar. Dalí málar lítið og það er mikill þungi yfir mynd- um hans. Hinn aldraði einmana mark- greifi sagði sjálfur fyrir löngu að eini munurinn á honum sjálfum og vitskertum manni væri sá að hann væri ekki brjálaður; nú kall- ar hann hástöfum fullur ótta og skelfingar! „Nei, nei, ég vil ekki verða lokaður inni á fávitahæli." Og hinn þolinmóði yfirþjónn hans, Arturo, segir með áherslu í rómn- um: „Borðið, herra Dalí, og yður mun líða betur." Það er enginn vafi á tilveru sjálfseigingirni Salvador Dalí. Enginn efast heldur um að þessi sjálfsdýrkun listamannsins hafi i raun snúist i hreina list.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.