Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 29 bótarkostnað vegna launahækk- ana eða fengið þær bættar eftir öðrum leiðum. Það er því í raun hvorki hvati fyrir hendi hjá ein- stökum fyrirtækjum að standa gegn óraunhæfum launakröfum við slíkar aðstæður né að auka hagræðingu. Niðurstaðan verður verðbólga, ringulreið og hefting framfara í atvinnulífinu. Efnahagsþrengingar og vísitölubinding Slíkar aðstæður myndast ekki einungis, ef niðurstöður kjara- samninga eru hærri en geta þjóð- arbúsins leyfir, þegar þeir eru gerðir. Ef þjóðarbúið verður fyrir áföllum, með svipuðum hætti og nú hefur gerst hér á landi, tefur vísitölubinding launa nauðsynlega aðlögun raunlauna að breyttum þjóðartekjum. Afleiðingin verður stigmögnun verðbólgunnar, eins og reynslan sýnir glöggt hér á landi. Við hvert áfall virðist efna- hagskerfið ná nýju og hærra verð- bólgustigi. Þetta er að hluta al- þekkt fyrirbæri frá öðrum lönd- um, sbr. áhrif olíuverðshækkana bæði 1973/1974 og 1979/1980. Sá munur er hins vegar á, að flestum þróuðum þjóðum hefur tekist að hleypa slíkum áföllum í gegnum hagkerfið meira og minna í eitt skipti fyrir öll á tiltölulega skömmum tíma, en þó með mis- jafnlega miklum erfiðismunum. Verðbólgan í Japan fór t.d. í hart- nær 25% árið 1975, en er núna milli 2 og 3%. Islenska hagkerfið hefur hins vegar náð hærra verð- bólgustigi við hvert áfall. Ef vísi- tölukerfið í núverandi formi á þarna þátt að máli, sem vissulega má færa sterk rök fyrir, er það ótvírætt dragbítur á hagvöxt. Þá er í raun gerð tilraun til að halda uppi kaupmætti í skamman tíma með því að draga úr lífskjörum, þegar yfir lengri tíma er litið. Hver tilraun til að halda uppi óraunhæfum skammtíma kaup- mætti fæli í sér, að langtímaþróun kaupmáttar yrði lakari en unnt væri að ná með breyttum vinnu- brögðum. Stöðugt væri gengið á útsæðið, þannig að uppskeran yrði minni ár frá ári. Lokaorð í þessu stutta erindi hef ég farið um víðan völl varðandi verðbólgu, vísitölu og verðbætur. Efnið er alltof yfirgripsmikið til að unnt sé að gera því viðhlítandi skil á nokkrum mínútum. Hins vegar er það von mín, að í þessum hugleið- ingum hafi verið drepið á ýmis áhugaverð atriði, sem geti orðið til frekari umhugsunar og umræðu. íslenskur þjóðarbúskapur stendur nú á vissum tímamótum. Sjávarauðlindir landsmanna eru líklega fullnýttar ef ekki ofnýttar. Aðrar atvinnugreinar verða að mestu að standa undir hagvexti í framtíðinni. Til að viðhalda og bæta núverandi lífskjör þarf veru- leg umskipti í atvinnumálum. Um- skipti, sem líklega má helst líkja við uppbyggingu sjávarútvegs upp úr aldamótunum, ef vel á að vera. Slík atvinnuþróun, sem byggði á fjölþættri eflingu atvinnulífsins, getur ekki átt sér stað að mínu viti, nema sigrast verði á verð- bólgunni. Það er e.t.v. unnt að halda i horfinu hvað sjávarútveg varðar og fjölga stóriðjuverum. En þróttmikið atvinnulíf á breið- um grunni dafnar ekki í grýttum og ófrjósömum verðbólgujarðvegi. Til þess að við verðbólguna verði ráðið er óumflýjanlegt að gera umtalsverðar og varanlegar breytingar á vísitölukerfinu, jafn- vel er íhugunarvert hvort afnema beri það í áföngum eða með öllu. Þeir sem standa í vegi fyrir slík- um róttækum breytingum bera þunga ábyrgð. Svo notað sé miður skemmtilegt orðalag eins stjórn- málamanns í blöðunum fyrir skömmu er þar fremur að finna raunverulega „áhugamenn um kjaraskerðingu" en meðal þeirra, sem vilja gera verulegar umbætur á vísitölukerfinu. Ég vil þó ekki ætla neinum slíkan áhuga. Er Hólabrekkuskóli í Breiðholti of stór? eftir Sigurjón Fjeldsted skólastjóra Á forsíðu Alþýðublaðsins þann 27. janúar sl. er viðtal við Braga Jósepsson fulltrúa Alþýðuflokks- ins í fræðsluráði og kennara við Kennaraháskóla íslands. Þetta stutta viðtal byggist á bókun Braga á fundi í fræðsluráði 3. janúar sl. en hann einn fræðslu- ráðsfulltrúa greiddi atkvæði gegn því að fara þess á leit við borgar- ráð að hefja byggingu III. áfanga Hólabrekkuskóla. Bragi Jósepsson telur að sumir skólar, þar á meðal Hólabrekku- skóli í Breiðholti, séu allt of stórir og því beri að leysa tímabundin vandkvæði skólans á annan veg. Rétt er það að skólamenn telja heppilegra á margan hátt að hafa skóla ekki mjög fjölmenna og er hægt að færa fyrir því mörg rök. En fámennir skólar geta líka skapað mörg vandkvæði í rekstri svo vandrataður verður meðalveg- urinn í þessum efnum sem og svo mörgum öðrum. Stefnumörkun f upphaflegri stefnumörkun um byggingu skóla í Breiðholti III, Fella- og Hólahverfi, var ráð fyrir því gert að Fella- og Hólabrekku- skóli yrðu þriggja hliðstæðna skólann a.m.k. Att er þá við að þrír bekkir séu í hverjum aldurs- flokki. Aldrei hef ég heyrt þessu mótmælt fyrr en nú, þegar Fella- skóli er fullbyggður fyrir mörgum árum og til stendur að hefja bygg- ingu á III. áfanga Hólabrekku- skóla. Bragi Jósepsson segir að hægt sé að leysa tímabundna þörf fyrir aukið skólarými í Breiðholti III á annan og hagkvæmari hátt en með því að byggja við skólann. Þessa fullyrðingu hefur Bragi ekki rökstutt á nokkurn hátt eða fært fram tillögur um hvað skuli gera. Engar ábendingar hafa frá honum komið um hagkvæmari lausn. Það eina, sem hann hefur látið frá sér fara í þessum efnum, eftir því sem ég best veit, er að færanlegu kennslustofurnar sem víða eru við skóla borgarinnar séu ljótar og þunglamalegar. Nægur tími Þar sem Bragi Jósepsson er nú að hefja sitt annað kjörtímabil í fræðsluráði get ég ekki betur séð Trúnaðarbréf afhent á írlandi FRÁ utanríkisráöuneytinu hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning: Einar Benediktsson, sendiherra, afhenti í dag dr. Patrick Hillary, forseta írska lýðveldisins, trúnað- arbréf sem sendiherra íslands á írlandi með aðsetur í London. ItanríkisráAunoylid, 28. janúar 1983. Leiðrétting í FRÉTTAPISTLI sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 21. janúar síðastliðinn undir heitinu, Fljótsdalur: Árangur skógræktar hefur farið fram úr björtustu von- um, urðu tvenn mistök. Önnur myndin sem birtist með greininni var á höfði og undirskriftin var röng, átti að vera G.V.Þ. Eru hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Sigurjón Fjeldsted „Hólabrekkuskóli hefur ver- ið byggður í áföngum eins og algengt er með stórhýsi. I. áfangi var tekinn í notkun að hluta árið 1974, II. áfangi 1979 og vonanditekst að taka III. áfanga í notkun 1984.“ en hann hafi haft verulega góðan tíma til þess að velta þessum mál- um fyrir sér og hugsa til framtíð- arinnar, sem hann talar um í við- talinu, því á árinu 1979 var þegar farið að fjalla um þennan áfanga og gert ráð fyrir fé til byrjunar- framkvæmda 1980, þó að ekkert yrði úr þeim. Þessi umtalaði áfangi er 4 al- mennar kennslustofur, mynd- menntastofa, 2 stofur fyrir hand- mennt ásamt munageymslum, 2 stofur fyrir eðlis- og efnafræði ásamt svokölluðu hópkennslurými sem einnig er í I. áfanga skólans. Hólabrekkuskóli hefur verið byggður í áföngum eins og algengt er með stórhýsi. I. áfangi var tek- inn í notkun að hluta árið 1974, II. áfangi 1979 og vonandi tekst að taka hluta III. áfanga í notkun ár- ið 1984. Vegna áfangabyggingar hefur m.a. þurft að kenna sér- greinar í bráðabirgðahúsnæði sem í sumum tilvikum er varla for- svaranlegt að nýta fyrir kennslu en gert í þeirri trú að betri tíð sé framundan. Vegna skorts á sér- kennsluhúsnæði hefur þurft að grípa til þess ráðs að fella niður kennslugreinar hjá yngri nemend- um, og verður ekki hjá því komist að auka þá skerðingu til muna nk. skólaár vegna húsnæðisskorts. Gamlar lausnir Bragi Jósepsson segir að ekki eigi að binda sig við gamlar lausn- ir í þessum efnum. Ég hald að sú gamla lausn sé enn í fullu gildi að hlaupast ekki brott frá hálfklár- uðu verki og byrja þess í stað á öðru sem e.t.v. hlyti sömu örlög og hefði mun meiri kostnað í för með sér. Þessi byggingaráfangi hefur hlotið óvenju mikla umfjöllun og má þar til að mynda nefna fund sem haldinn var um teikningar af byggingunni þar sem þáverandi fræðslustjóri og formaður fræðsluráðs mættu ásamt hönnuði og nokkrum fræðsluráðsfulltrú- um, þó ekki Braga Jósepssyni, for- eldrum og starfsmönnum skólans. Ymsar ábendingar sem fram komu og voru byggðar á reynslu starfsfólks skólans urðu til þess að hönnuður breytti ýmsu er talið var að betur mætti fara. Hér hefði verið kjörið tækifæri fyrir fræðsluráðsfulltrúann að láta ljós sitt skína. Ég sé ekki að Bragi Jósepsson eigi sér marga fylgjendur í þessu máli, enda greinilega ekki eins kunnugur málum skólans og ég hélt. Framtíðin Það hefur mörgum reynst erfitt að spá fram í tímann og svo ætla ég að verði um alla ókomna tíð. Að vísu er það reynt eftir bestu getu og með öllum tiltækum ráðum en dugir oft skammt. Því skal ekkert fullyrt um það hver staða Hóla- brekkuskóla verður eftir áratugi en ætla má að Fella- og Hóla- brekkuskóli verði seint fámennír vegna þeirrar íbúðasamsetningar sem er í hverfunum. Það mun eiga all langt í land að koma á einsetningu í elstu bekkj- um grunnskólans í þessum skólum og vonandi verður henni komið á áður en húsnæðið verður tekið til annars brúks. í þessu máli hefði fræðsluráðs- fulltrúanum verið hollt að hafa í huga, að endirinn skyldi í upphaf- inu skoða. Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri. íslandsdeild Amnesty International: Fjallað um mál afganskra flóttamanna ÍSLANIISDEILD Amnesty Interna- tional heldur í kvöld kaffikvöid þar sem málefni afganskra flóttamanna veróa til umræðu. Séra Bernharður Guðmundsson, sem er nýkominn úr ferð til Pak- istan, segir frá afgönskum flótta- mönnum. Á undan spjallar Ragn- ar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður um réttarstöðu flótta- manna. Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason leika saman á flautu og lútu. Kaffikvöld íslandsdeildar Amn- esty International verður í Skóla- bæ, Suðurgötu 26, miðvikudaginn 2. febrúar, klukkan 20.30. 24 nýir hjúkrunarfræðingar Hinn 18. desember sl. brautskráóust 24 nýir hjúkrunarfræöingar hjá Iljúkrunarskóla íslands. 1. röö: Bryndis Þorvaldsdóttir, Hólmfríöur Traustadóttir, Súsanna V. Davíösdóttir, Þórunn Sævarsdóttir, Áslaug Svavarsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Gyöa Þorgeirsdóttir. 2. röð: Sigrún Siguröardóttir, Kagna Dóra Ragnarsdóttir, Ingibjörg Friöbertsdóttir, Kristín Pálsdóttír kennari, Sigríður Jóhannsdóttir yfirkennari, Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri, Aldís Friöriksdóttir kennari, Sigríöur II. Einars- dóttir, Þóra Hjartardóttir, Anna Lilja Harðardóttir, Marta B. Marteinsdóttir. 3. röö: Ásdís B. Káradóttir, Ragna Gústafsdóttir, Þórdís Eiríksdóttir, Þóranna Tryggvadóttir, lngibjörg Fjölnisdóttir, Þórhildur Pálsdóttir, Erla Lind Þorvaldsdóttir, Agústa Frímannsdóttir, llelena Á. Bjarman, Guöný Bergvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.