Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Guðný Ella Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 4. maí 1931 Dáin 29. janúar 1983 J Guðný Ella var dóttir Sigurðar Helgasonar kennara og rithöfund- ar. Hún lauk stúdentsprófi tvítug að aldri árið 1951 og kennaraprófi ári síðar. Á sama ári giftist hún bekkjarbróður sínum Örnólfi Thorlacius er þá stundaði nám i líffræði. Fyrstu árin á eftir kenndi Guðný Ella við barnaskóla milli þess sem hún dvaldist hjá manni sinum í Svíþjóð og sótti námskeið til undirbúnings kennslunni. En frá 1954 var hún fastráðinn kenn- ari, fyrst við Langholtskólann, þá Álftamýrarskólann og loks við Þroskaþjálfaskóla íslands. Guð- nýju Ellu voru snemma falin vandasöm verkefni: kennsla þeirra nemenda er áttu á einhvern hátt erfiðara en aðrir, og önnur aðstoð við þá. Örnólfur hóf kennslustörf er hann kom heim að námi loknu, og árin liðu þannig að þau kenndu hvort við sinn skóla. Veturinn 1974—75 fengu þau ársleyfi sam- tímis og dvöldust þá í Skotlandi. Þar kynnti Guðný sér kennslu heyrnarlausra barna. Árið 1980 var skólastjóra Þroskaþjálfaskólans veitt ársleyfi frá starfi. Þá var Guðnýju Ellu falið að stjórna skólanum þótt ekki hefði hún kennt við hann áð- ur. Sýnir þetta hvert traust var til hennar borið. Sama ár tók Örnólf- ur við rektorsembætti Mennta- skólans við Hamrahlíð. Eftir þetta var Guðný yfirkennari við Þroska- þjálfaskólann og gegndi þar vandasömu starfi: hún annaðist tengsl skólans við á fjórða tug stofnana sem nemendur voru sendir til, í vettvangsnám eins og það er kallað. Guðný kom einnig við sögu norrænnar samvinnu, norræna menningarmálanefndin fól henni forystu fyrir íslenskum hóp er annast gerð námsefnis fyrir alla sérskóla. Það fórst henni svo vel úr hendi að þetta starf er komið lengra áleiðis hér en hjá frændþjóðum okkar, og er því reyndar að mestu lokið. Það er með ólíkindum hve mikið af vandasömum trúnaðarstörfum hlóðst á Guðnýju Ellu, jafn hlé- dræg og hún var. Þau Guðný Ella og Örnólfur eignuðust fjóra syni sem allir eru hinir mannvænlegustu. Ætla mætti, að ásamt heimilishaldi hefðu þau störf sem þegar eru tal- in verið ærið verkefni hverjum sem er, en Guðný Ella kom fleiru í verk. Hún þýddi bækur, fyrst í fé- lagi við föður sinn, síðar ýmist ein eða í samvinnu við bónda sinn og syni. Heimili þeirra hjóna við Háaleitisbraut var óvenjulegt bókmenntaheimili, þar starfaði stundum öll fjölskyldan að því að þýða bækur eða semja, allt frá barnabókum til mikilla safnrita. Örnólfur er hamhleypa til verka eins og kunnugt er, auk kennslu, skólastjórnar og umsjónar sjón- varpsþátta, hefur hann skrifað bækur, þýtt aðrar og haft umsjón með þýðingarstarfi við heila bókaflokka. Hlutur Guðnýjar Ellu í þessu starfi öllu verður seint metinn, og þó hygg ég að stuðn- ingur hennar við bónda sinn hafi verið enn mikilvægari, og sá trúnaður og það traust er hann gat til hennar sótt. Hér skal ekki fjölyrt um það harmsefni að slík mannkostakona skuli falla frá í miðjum klíðum. Okkur samstarfsmönnum Örnólfs í Hamrahlíð þykir mikinn skugga hafa borið yfir. Við minnumst Guðnýjar Ellu með mikilli eftirsjá og við sendum Örnólfi og sonum hans innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Arnlaugsson Það er mikil gæfa hverjum manni að eiga samleið með góðu fólki. Mér hefur stundum virst, að maður gjaldi fyrir ánægju- og hamingjustundirnar með söknuði, sem altekur mann, þegar sá, sem okkur var kær hverfur héðan. Samstarf okkar Guðnýjar Ellu við Þroskaþjálfaskóla íslands hófst sumarið 1980 er hún bjó sig undir að gegna starfi mínu kom- andi skólaár. Hún gerði það með þeim sóma, að þar var allt betra en áður er ég kom aftur til starfa. Síðustu tvö árin gegndi Guðný starfi yfirkennara við skólann. Hún var oft komin suður í skóla á undan mér á morgnana og þótti okkur gott að nota fyrstu stundir vinnudagsins til að reyna að leysa ýmis mál, eitt í dag og annað á morgun. Talað var af einurð og í samræðum við Guðnýju urðu lausnir mála augljósar og góðar. Oft fann ég, hve djúp tilfinning hennar fyrir fólki var og örugg réttlætiskenndin. Þar held ég að hafi ráðið ferðinni eðlislæg aðgát og næm tilfinning í samskiptum við fólk. í samstarfi okkar duttu mér oft í hug þessar ljóðlínur: t'kkert hálft og ekkert deilt, ekkert kveifarlegt og veilt, um þart biAjum, aú því styÁjum, aA allt sé göfugt, satt og heilt.“ Saman höfðum við hlakkað til að fá bætta vinnuaðstöðu í nýju húsnæði og höfðum þegar rætt ýmislegt varðandi námsaðstöðu nemenda og kennslufyrirkomulag við skólann. Hvort tveggja var mikið og einlægt áhugamál Guð- nýjar, því að hún var kennari af guðs náð auk þess sem hún var mjög vel menntaður kennari. Á samstarf okkar Guðnýjar Ellu bar aldrei skugga heldur var þar sívakandi áhugi, gleði og ánægja. Hún gaf af sjálfri sér og hugmyndum sínum og þeir sem þáðu af henni uxu af gjöfum henn- ar. í huga mínum og samstarfs- manna hennar hér við skólann er aðeins einlægt þakklæti og sökn- uður. Þroskaþjálfaskóli íslands hefur misst hæfan kennara og leiðtoga. Sjálf hef ég misst hollan ráðgjafa og góðan vin. Guðnýju Ellu færum við kærar þakkir okkar allra. Bryndís Víglundsdóttir Símhringing rýfur kvöldkyrrð- ina. Örnólfur segir okkur lát Guð- nýjar Ellu og brjóstið fyllist þung- um trega. Lokið var hetjulegri baráttu mikilhæfrar konu á bezta aldri við illkynja sjúkdóm, konu sem átti svo mikið að lifa fyrir og svo mikið ógert. Guðný Ella Sigurðardóttir var dóttir Sigurðar Helgasonar, rit- höfundar og kennara og Láru Guðmundsdóttur kennara. Sjálf valdi hún kennslu að ævistarfi og var síðustu árin yfirkennari við Þroskaþjálfaskóla íslands. Hún giftist 1952 Örnólfi Thor- lacius, núverandi rektor Mennta- skólans í Hamrahlíð. Samhentari hjón í lífi og starfi höfum við ekki þekkt, skólamanneskjur í þess orðs beztu merkingu. Oft er nú rætt um símenntun. Við fáa á það orð betur en þau hjón. Sífellt var verið að auka við þekkingu sína, hérlendis og erlendis. Guðný Ella var skarpgáfuð, starfsöm og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hún ávann sér virð- ingu og vinsældir allra, sem henni kynntust og með henni störfuðu á lífsleiðinni. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Synirnir eru fjórir, hæfi- leika- og dugnaðarmenn. Elstur er Sigurður, læknir, sem stundar framhaldsnám í Noregi, næstur Arngrímur, sem stundar verk- fræðinám í Danmörku, þriðji Birgir, við nám í lyfjafræði í Danmörku, og yngstur er Lárus við nám í eðlisfræði við Háskóla íslands. Barnabörnin eru sex. Hugurinn reikar aftur í tímann og minningarnar leita á. Fyrir aldarfjórðungi síðan myndaðist vinahópur ungs fólks, sem átti líf- ið framundan. Konurnar unnu saman, börnin voru lítil, efnin smá, en hópurinn fann sér oft sól- skinsblett í heiði. Ekkert mann- legt var okkur óviðkomandi, rætt var um lífið og tilveruna, hlegið og glaðst yfir litlu. Síðar dreifðist hópurinn í straumum lífsins og samfundir urðu strjálli en alltaf var jafngaman að hittast. Fyrir nokkrum árum fannst það mein, sem varð Guðnýju Ellu að lokum að aldurtila. Hún mátti þola erfiðar aðgerðir og lyfjameð- ferð. Alltaf var hún þó bjartsýn og jákvæð og trúði á framtíðina. Um skeið leit út fyrir að komist hefði verið fyrir sjúkdóminn, en hann tók sig upp að nýju og varð nú engum vörnum við komið. Lokastríð sitt við sjúkdóminn háði hún af óbilandi kjarki og reisn, þótt hún vissi að hverju stefndi. Þegar við heimsóttum hana síðast var hún í hálfgerðu móki, en lauk upp augunum og brosti sínu bjarta og hlýja brosi, þegar á hana var yrt. Slíka konu getur dauðinn ekki sigrað. m Við biðjum henni guðs bless- unar handan við móðuna miklu. Örnólfi og fjölskyldunni biðjum við huggunar í harmi. Inger Hallsdóttir og Kristján Baldvinsson. Oft eigum við erfitt með að sætta okkur við ráðslag örlag- anna, vegir Guðs eru og verða órannsakanlegir og stundum ósanngjarnir að okkar dómi. Það er sárt að sjá á eftir góðum mönnum um dauðans dyr í blóma lífsins, sjá hæfileikamikið fólk hverfa frá hálfunnu .verki, ótal óloknum verkefnum. Sárt að sjá á bak ástvinum sem maður hefði viljað deila ellinni með. Ein af þeim sem okkur finnst hafa yfir- gefið okkur allt of fljótt er Guðný Ella Sigurðardóttir, sem dó 29. janúar sl. rúmlega fimmtug að aldri. Heimspekingurinn Martin Bub- er segir eitthvað á þessa leið: Mað- urinn er eina lífveran á þessari jörð sem fæðist með möguleika til stöðugs þroska og vegna þessara möguleika þarfnast hann viður- kenningar og uppörvunar. Sjálft mannlífið er dirfskufullt stökk út í óvissuna og einmitt þess vegna þarfnast hver einstaklingur á sérhverri tíð staðfestingar á mennsku sinni, viðurkenningar á því að hann sé á rétti leið — að hann sé maður — því aðeins sannfærist hann um sjálfan sig, hlýtur rósemi hugans. Hver og einn þarf á að halda jákvæðum viðbrögðum frá meðbróður, þarf að lesa trúnaðartraust úr augum annarra og um leið að finna traust í eigin hjarta, svo að hann frelsist undan óttanum við einmanaleik- ann sem er forsmekkur dauðans. Þessa uppörvun og viðurkenn- ingu eigum við misjafnlega auð- velt með að láta í ljós, þar eru sumir öðrum örlátari gefendur, þótt allir hafi þörf fyrir að þiggja. Ég held ég hafi fáum kynnst sem átti þennan hæfileika í jafnríkum mæli og Guðný Ella, þetta að finna hið jákvæða í fari annarra og viðurkenna það með örvandi orðum, láta öðrum finnast þeir kannski svolítið betri, gáfaðri, hæfari en þeir töldu sig vera, auka mönnum sjálfstraust án oflofs eða skrums. Þessi eiginleiki hlýtur að t Sonur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ASGEIR BJARNASON, Víghólastíg 6, veröur jarösungihn frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Guórún Guömundsdóttir, Birgir Ásgeirsson, Guðlaug Ásbjörnsdóttir, Sigríður Asgeirsdóttir, Steingrímur Þ. Gröndal, Bjarni Ásgeirsson, Gerður H. Ásgeirsdóttir og barnabörn. t Litla dóttir okkar og systir, SIGRÚN GUOBRANDSDÓTTIR, sem lést af slysförum 22. janúar, veröur jarösungin frá Fossvogs- kapellu mánudaginn 7. febrúar kl. 3.00. Blóm og kransar afþakkaö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag Islands. Vigdís Helgadóttir, Guðbrandur Haraldsson, + t Faðir okkar og tengdafaöir. SIGURDUR EINARSSON Ástkær móöir okkar, tengdamóðir og amma. frá Gvendareyjum, GUORÚN BJARNADÓTTIR, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. febrúar kl. Mýrargötu 14, 15. veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. febrúar kl. Guörún Siguröardóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, 10 30. Margrét Siguröardóttir, Jóhann Jónasson, Unnur Thomson, Krístín Sigurðardóttir, Tom Thomson, Sigrún Sigurðardóttir, Bergsveinn Breiöfjörð, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Jón Sigurösson, Kristin Sigbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson Sólveig Siguröardóttír, Kristinn B. Gíslason, og barnabörn. Einar Sigurðsson, Margrét A. Siguröardóttir. hafa komið henni vel í því lífs- starfi sem hún valdi sér, starfinu sem var henni svo miklu meira en brauðstritið eitt, kennslunni, og þá ekki síst þeirri kennslu sem hún smám saman annaðist meira og meira, kennslu þeirra sem áttu við námserfiðleika að stríða af einhverju tagi, ekki voru einfærir í venjulegri bekkjardeild. Ekki man ég hvenær ég sá Guð- nýju Ellu, eða Stellu eins og hún var oftast kölluð, fyrst. Hún var í Austurbæjarskólanum í bekknum hennar Valgerðar Guðmunds, sama bekk og elsti bróðir minn, hún var tveimur bekkjum á undan mér í menntaskóla og síðan tengd- umst við fjölskylduböndum. Hún var ein af þessum manneskjum sem alltaf hafa verið einhvers staðar nálæg, þótt stundum hafi verið nokkuð langt á milli okkar. Guðný Ella var dóttir hjónanna Láru Guðmundsdóttur kennara og Sigurðar Helgasonar kennara og rithöfundar. Það var því ekki und- arlegt að hún sjálf valdi kennsl- una aö ævistarfi. Ekki kann ég að rekja ættir foreldranna nema að móðirin var úr Önundarfirði en faðirinn Austfirðingur. Guðný Ella var einkadóttir hjóna sem um margt voru ólík, en ég held hún. hafi erft það besta úr fari þeirra beggja. Hún fór í kennaraskólann að loknu stúdentsprófi 1951, lauk þaðan prófi og kenndi við ýmsa barnaskóla hér í Reykjavík með svolitlum hléum, meðan synirnir voru ungir og eiginmaðurinn að ljúka námi, lengst við Vogaskól- ann og Álftamýrarskólann og nú síðast við Þroskaþjálfaskóla ís- lands. Hún sérhæfði sig í hjálp- arkennslu, var við framhaldsnám í Edinborg og fór námsferðir til annarra landa, var sívakandi í starfi sínu og hafði lifandi áhuga á öllum hag nemenda sinna. Guðný Ella giftist 28. desember 1952 Örnólfi Thorlacius og þau eignuðust fjóra syni: Sigurð, kvæntan Sif Eiríksdóttur, Arn- grím, kvæntan Arnþrúði Einars- dóttur, Birgi, kvæntan Rósu Jóns- dóttur, og Lárus yngstan sem enn er í foreldrahúsum. Sonabörnin eru orðin sex, sum svo ung að þau munu ekki minnast ömmu sinnar. Guðný Ella var alla tíð utan heimilis sem kallað er, hún byrj- aði að vinna meðan eiginmaðurinn var við langskólanám og starfið var henni sjálfri svo mikils virði að ég held hún hefði átt erfitt með að hugsa sér að vera án þess. En í sameiningu unnu þau hjónin að uppeldi sonanna, hún var þeim góð og umhyggjusöm móðir, hún hafði heilbrigðan metnað fyrir þeirra hönd, hvatti þá til náms án þess þó að reyna að ráða fyrir þá. Hún var líka gæfumanneskja í líf- inu, hún átti góðan mann og góða syni, hún fékk tækifæri til að vinna að því starfi sem hugur hennar stóð til og þar sem hæfi- leikar hennar fengu notið sín. Hún hufði mikla skipulagsgáfu og varð því mikið úr verki og hefur skilað drjúgu ævistarfi, þótt ævin yrði ekki lengri. Hún lét ekki heldur sjúkdóminn buga sig. Hún vann nú síðast að samræmingu á náms- efni á Norðurlöndum á vegum Norrænu menningarmálaskrif- stofunnar og að því verki starfaði hún fram að jólum ásamt starfs- félögum sínum og tókst að sjá því lokið. Að þessu verki sem öðrum er hún tók að sér vann hún af mik- illi alúð og ég veit það hefur glatt hana að fá að sjá árangur þess. Eldri synirnir þrír eru allir við nám og störf erlendis, en tveir þeirra komu heim með fjölskyldur sínar um jólin. Þessi síðustu jól fékk Guðný Ella því að eiga með sonum sínum, tengdadætrum og barnabörnum á heimili sínu. Og þegar eldri synirnir þrír voru kvæntir og horfnir að heiman, Lárus einn eftir, þá fannst mágkonu minni of rúmt um þau þrjú, og sveitastrákur af Snæfellsnesi, sem kom í bæinn til að þreyta próf, var boðinn velkom- inn á Háaleitisbraut 117. Nú eru veturnir orðnir 4 sem hann hefur notið þar gistivináttu og annar yngri bróðir hans var jafnsjálfsagður í hópinn þegar röðin kom að honum að setjast á bekk í Hamrahlíðarskólann. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.