Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Stúdentaráðskosningar í HI: Vaka bætti við manni Vinstri sinnaðir töpuðu einum VAKA, félag lýðræðissinnadra stúdenta við Háskóla íslands, vann einn mann af vinstri sinnum er kosið var í gær til Stúdentaráðs. I>á voru tveir fulltrúar úr hópi stúdenta kjörnir til Háskólaráðs og fengu Vaka og vinstri menn sinn fulltrúann hvort félag eins og undanfarin ár. Kjörsókn var 44,5%. Úrslit í kosningunum urðu sem hér segir: 1983 1982 A-listi Vöku B-listi vinstri C-listi umbóta- sinna 629 (36,3%) 5 fulltrúar 673 (38,9%) 5 fulltrúar 430 (24,8%) 3 fulltrúar 534 (31,9%) 4 fulltrúar 688 (41%) 6 fulltrúar 449 (26,5%) 3 fulltrúar Til Háskólaráðs fóru kosningar þannig, að A-listi fékk 645 at- kvæði eða 37,3% og einn mann kjörinn. í fyrra fékk A-listi 562 atkvæði. B-listi fékk 689 atkvæði eða 39,9% og einn mann kjörinn. í fyrra fékk B-listinn 729 at- kvæði. C-listi fékk 394 atkvæði eða 22,8% og engan mann kjör- inn, en í fyrra 391 atkvæði. „Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár, sem Vaka og vinstri sinnar fá jafn marga menn í stúdenta- ráðskosningum og það er greini- legt, að Vaka er í sókn,“ sagði Sigurbjörn Magnússon, formaður Vöku, í samtali við Morgunblaðið. „Það er greinilegt, að stúdentar eru ánægðir með samstarfið við umbótasinna og meirihlutinn hefur tryggt sig í sessi. Stúdentar kunna greinilega að meta störf okkar að hagsmunamálum stúd- enta og þá höfum við átt hljóm- grunn meðal nýstúdenta. Mér virðist sem vinstri bylgjan sé að deyja út,“ sagði Sigurbjörn Magnússon. Flugleiðir: Leigja tvær DC-8-þotur áfram í Saudi-Arabíu GENGIÐ hefur verið frá samning- um Flugleiða og aðila í Saudi-Arabíu um áframhaldandi leigu á tveimur DC-8-þotum Flugleiða þar syðra, að sögn Sigurðar Helgasonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs félags- ins. Sigurður Helgason sagði að samningurinn, sem hefur verið í gildi sl. tvö ár, hafi verið fram- lengdur um eitt ár frá 1. apríl nk. Vélarnar eru leigðar án áhafna, og eru aðallega í vöruflugi. „Það hefur hentað okkur mjög vel að leigja þessar vélar til heils árs og geta síðan leigt inn vélar til að sinna verkefnum félagsins tímabundið, þegar mest er að flytja, eins og við gerum nú,“ sagði Sigurður ennfremur, en félagið hefur tekið tvær DC-8-þotur á leigu frá bandaríska flugfélaginu World. Sú fyrri kemur inn í áætl- un fljótlega og sú síðari í júní. Gæzluþyrlan sótti slasaðan sjómann SKIPVERJI á skuttogaranum Jóni Vídalín ÁR 1 frá Þorlákshöfn fékk slærat höfuðhögg um borð í skipinu síðdegis í gær. Þyrla Landhelgis- gæzlunnar sótti manninn á haf út og flutti á Borgarspítalann. Þar kom í Ijós, að meiðsli voru ekki eins mikil og óttazt var í fyrstu. Það var um klukkan 16.50 að Vestmannaeyjaradíó tilkynnti Slysavarnafélagi íslands um slys um borð í Jóni Vídalín og að óskað væri eftir þyrlu til að sækja hinn slasaða. Skipið átti þá eftir um fjögurra tíma stím inn til Þor- lákshafnar. Veður var hagstætt og sléttur sjór. Haft var samband við Landhelgisgæzluna og hún beðin að senda þyrlu á staðinn og taka jafnframt lækni af Borg- arspítalanum. Einnig var haft samband við Varnarliðið til vonar og vara og beðið að hafa þyrlu tilbúna með lækni og fór hún einnig í loftið. Gæzlumönnum gekk greiðlega að hífa hinn slas- aða um borð í þyrluna. Að Borg- arspítalanum var að nýju komið með hinn slasaða skömmu eftir klukkan 19 í gærkvöldi. Liðsmenn Mezzoforte skömmu áður en þeir lögðu af stað til Englands gær. Morgunblaðið/EFI. Mezzoforte í 29. sæti í Bretlandi: : Æk \ jH k r , : « Htíftjii lll Menn eru ekki al- mennilega búnir að átta sig á þessu — segir Eyþór Gunnarsson í Mezzoforte, sem hélt með félögum sínum til Bretlands í gær til upptöku í þættinum Top of the Pops „VIÐ ERUM eins og gefur aö skilja óskaplega ánægðir, ég get a.m.k. sagt svo fyrir mitt leyti, en ég held að menn séu ekki almennilega búnir að átta sig á þessu öllu saman og þaðan af síður búnir að gera sér fulla grein fyrir því hvað þetta hefur í raun í fiir með sér fyrir hljómsvcitina,“ sagði Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hljómsveitin náði í gær þeim stórmerka áfanga að komast í 29. sæti enska smáskífulistans með tveggja laga plötu sína með lög- unum Garden Party og Funk Suite No. 1. Platan hefur farið mjög geyst upp vinsældalistann og á þremur vikum úr 86. í 29. sæti með viðkomu í 61. og 40. sæt- inu sitt hvora vikuna. Þá er ekki síður eftirtektarvert að fylgjast með sívaxandi vin- sældum breiðskífunnar Surprise, Surprise. Hún komst í 43. sæti í gær úr 72. sætinu, en komst fyrst inn á listann vikuna þar á undan og var þá í 78. sætinu. Lætur nú nærri að plötur Mezzoforte hafi selst í hátt á sjötta tug þúsunda í Bretlandi. Það, að komast í 29. sæti vin- sældalistans, er Mezzoforte ákaf- lega mikilvægur áfangi. Hljóm- sveitin hélt út til Englands síð- degis í gær, til þess að fara í upp- töku á þættinum Top of the Pops, sem tekinn verður upp í dag og sýndur um helgina. Hálf níunda milljón Breta horfir að jafnaði á þennan þátt. Hér er því um geysi- lega auglýsingu að ræða fyrir Mezzoforte og aukast líkurnar á enn frekari velgengni við þátttök- una í honum. Eyþór sagði aðspurður, að hann vissi ekki fyrir víst hvort um frekari kynningarferðir Mezzoforte til Bretlands yrði að ræða áður en hljómsveitin heldur í fyrirhugaða tónleikaferð í júní, en það gæti þó allt eins farið svo. Hins vegar mætti ekki gleyma að huga að því, sem væri lykillinn að velgengninni, tónlistinni sjálfri. Hljómsveitin yrði að gefa sér tíma til þess að æfa og semja ný lög fyrir nýja plötu. „Mezzoforte hefur til þessa ver- ið mjög samheldin hljómsveit. Það er hins vegar vitað mál, að mönnum gengur alltaf betur að halda saman í erfiðleikunum en þegar frægðin blasir við eða er jafnvel orðin staðreynd. Ég vona bara að við berum gæfu til að halda saman áfram eins og verið hefur," sagði Eyþór. Seyöisfjörður: Djúpsprengja úr E1 Grillo sprengd í Loð- mundarfirði Seydisfírdi, 15. marz. UNDANFARNA daga hafa fimm bandarískir froskkafarar af Keflavfk- urflugvelli og starfsmenn frá Land- helgisgæzlunni verið að störfum við El Grillo, sem fórst í Seyðisfirði fyrir um 40 árum. Vitað var, að í skipinu væru djúpsprengjur og sprengiefni. í gær komu kafarar upp með eina slíka sprengju. Hún var ekki meö for- hleðslu og því ekki eins hættuleg í meðfórum og ella. í dag verður farið með hana út í Loðmundarfjörð og hún sprengd þar af sprengisérfræð- ingi Landhelgisgæzlunnar. Ætlunin er að taka upp fleiri sprengjur, en þar sem óljóst er um virkni þeirra þarf að gæta mikillar varúðar í meðferð þeirra og er nú m.a. beðið upplýsinga erlendis frá. I fyrrakvöld slæddi varðskipið Þór upp kafbátagirðingu í utanverðum Seyðisfirði. í henni voru engin flotdufl eins og rekið hafa upp í Seyðisfirði, síðast nú í haust. Ætl- unin er að slæða betur og einnig er stefnt að því, að allt sprengigóss úr E1 Grillo verði fjarlægt úr skipinu svo ekki stafi af því frekari hætta. — Fréttaritari Verður áfrýjað í máli skip- stjórans? EINS og fram hefur komió í fréttum var skipstjórinn á Einari Benedikts- syni BA 377 sýknaður af öllum ákæruatriðum vegna meints land- helgisbrots síðastliöinn laugardag. Samkvæmt niðurstöðum dómsins má skipið stunda veiðar á svæðum, sem togurum eru lokuð. Búist er við, að saksóknari áfrýi. Árið 1976 kvað samgönguráðu- neytið upp úrskurð þess efnis, að það breytti ekki skráningu véla þó vélarorka væri takmörkuð með innsigli á olíugjöf. Slíkt var gert um borð í Einari Benediktssyni og hestaflatalan á þann hátt lækkuð úr 1095 hestöflum, sem skráð eru í skipaskrá, niður í 910 hestöfl. Gæzluvardhald framlengt FYRIR skömmu var framlengt til 1. júlí gæzluvarðhald yfir Þórði Jóhanni Evþórssyni. Þórður Jó- hann varð Oskari Blomsterberg að bana í húsi við Kleppsveg 1. janú- ar sl. MMNLEIMTV Sótt um leyfi fyrir „Cirkus Arena“ til borgarráðs: Verður fjölleikahús í Laugardal í sumar? SOTT HEFUR verið um leyfi til borgarráðs um að það heimili rekstur fjölleikahúss í Laugardal í sumar. Sá tími sem fjöllcikahúsið yrði starf- rækt á yrði frá 15. júlí til 3. ágúst. Erindi þetta kom til umfjöllunar á fundi borgarráðs í gær, en var ekki afgreitt, en sent umhverfismálaráði til umfjöllunar. Jörundur Guðmundsson sækir um leyfið, en fjölleikahúsið sem usn er að ræða er Cirkus Arena frá Danmörku. Sótt er um að fjöl- leikahúsið fái aðstöðu til sýn- íngahalds á túninu vestan TBR-hússins í Laugardal. í umsókninni segir að svæðið þurfi að vera u.þ.b. 3600 fermetr- ar að stærð. Segir, að ef leyfi verði veitt, þá verði kappkostað að ganga vel um svæðið og að því yrði skilað í sama ásigkomulagi til baka. Sýningahald færi fram í stóru tjaldi og yrði sýningartími frá kl. 20.00 til 22.00 á virkum dögum og frá kl. 15.00 til 17.00 og 20.00 og til 22.00 um helgar. í sýningar- hópnum eru um 30 manns, og hef- ur hópurinn yfir að ráða 4—5 flutningabílum, auk þriggja fólksflutningabíla og fjögurra hjólhýsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.