Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 23 Stóð IRA að baki Kostur þessarar framleiðslu á insúlíni með því að rækta bakterí- ur er einmitt sá, að þetta ínsúlín er í engu frábrugðið því insúlíni, sem mannslíkaminn framleiðir (human insulin). Það insúlín, sem framleitt er úr svínum og naut- gripum, er hins vegar að einhverju leyti frábrugðið því, sem manns- líkaminn framleiðir og getur því haft í för með sér aukaverkanir fyrir sykursjúka. Þarf því helzt að endurvinna það með kostnaðar- sömum hætti til þess að það verði nógu hreint til lyfjagjafar. Gallinn við bandaríska insúlínið er hins vegar sá, að það er enn mun dýrara en það insúlín, sem framleitt er úr dýrum. Þar á móti kemur, að svo kann að fara, að of lítið verði til af insúlíni úr dýrum ráninu á Shergar? Djflinni, 15. mars. AP. ÍRI NOKKUR og einn af eigendum Lögreglunni hefur ekkert orðið einhver ókunnur maður og krafð- veóhlaupahestsins Shergars, sem ágengt í leitinni að hestinum en ist tveggja milljóna írskra punda í stolið var á dögunum, neitaði f dag tveimur dögum eftir ránið hringdi lausnargjald. blaðafréttum um að verið væri að semja við ræningjana um að skila klárnum, sem metinn er á um 13 milljónir dollara. Irinn, Tim Rogers að nafni, sagðist í viðtali við AP-fréttastof- una vera steinhissa á þessum fréttum. „Ég neita því algjörlega að einhverjar leyniviðræður fari fram við ræningjana," sagði hann. Lundúnablaðið The Daily Express hafði fyrr haft það eftir Rogers, að þessar viðræður ættu sér stað. Þrátt fyrir að Rogers hafi borið þessar fréttir til baka er orðrómur á kreiki um að eitthvað sé hæft í þeim. Daiiy Express hefur það eft- ir ónefndum manni, að það þyrfti ekki að koma á óvart þótt einhver hatursmaður Aga Khans, andlegs leiðtoga ismaili-múhameðstrú- armanna og eins af eigendum Shergars, hafi keypt IRA til að stela hestinum. Flúði í land í Istanbúl IsUnbúl, 15. mars. AP. SKIPSTJÓRINN á sovéska flutn- ingaskipinu Cosmonaut, Vladimir Luvic, hefur beðid um pólitfskt hæli í Tyrklandi, að því er yfirvöld I land- inu skýrðu frá í dag. Hyggst hann halda til Bandaríkjanna og setjast þar að. Skipstjórinn notaði tækifærið er hann fór með farmbréf skipsins til skoðunar hjá hafnaryfirvöldum í Istanbúl áður en skipinu var hleypt í gegnum Bosporus-sund. NÁMAMENN BORNIR TIL GRAFAR — Fyrir nokkrum dögum fór fram útför 96 tyrkneskra námamanna, sem fórust eftir að tvær spreng- ingar höfðu orðið í námugöngunum. Þúsundir manna voru við jarðar- forina eins og sjá má á myndinni. ap Insúlín úr bakteríum ryður sér til rúms BANDARÍSKT lyfjafyrirtæki hefur þegar byrjað sölu á insúlíni í Vest- ur-Þýzkalandi, sem framleitt er af bakteríum. Það er bandaríska fyrir- tækið Kli Lilly, sem þarna er að verki og eru stjórnendur þess hróð- ugir yfir að hafa skotið Þjóðverjum aftur fyrir sig sem þó þykja framar- lega í efna- og lyfjaiðnaöi. í Vestur- Þýzkalandi eru um 420.000 sykur- sjúklingar, sem eiga líf og vellíðan undir aðfengnu insúlíni, en þessi hormón stjórnar blóðsykrinum í mannslíkamanum. Til þessa hefur insúlín handa sykursjúkum verið framleitt úr briskirtlum af dauðum nautgripum og svínum. Bandaríska fyrirtækið framleiðir þennan horm- ón með bakteríum af gerðinni „Escherichia“, sem búið er að planta í hinum líffræðilega lykli til fram- leiðslu á nákvæmlega sams konar insúlíni og mannslíkaminn framleið- ir. Glas með bakteríum, sem framlelða insúlín. á markaðinum, og þá er unnt að grípa til hinnar nýju tegundar. Mestu máli skiptir þó, að þessi nýja framleiðsluaðferð hefur verið tekin í notkun og þar við bætist, að fullvíst má telja, að hún eigi eftir að verða mun ódýrari í fram- kvæmd í framtíðinni en nú er. En það eru ekki bara Banda- ríkjamenn, sem tekið hafa upp þessa nýju framleiðsluaðferð. Danska lyfjafyrirtækið Novo og vestur-þýska efna- og lyfjafyrir- tækið Hoechst eru þegar farin að framleiða insúlín með bakteríum og er þess konar insúlín frá þeim væntanlegt á markaðinn bráðlega. Er þetta því aðeins fyrirboði þess, sem lífefnaþekking framtíðarinn- ar kann að bera í skauti sér. (Heimild: Die Zeit) Bandarískur ofurhugi kleif 75 hæða hús á 18 klukkustundum: Fékk tilboð um stefnumót og kvöldverðarboð á uppleiðinni llouston, Texas, 15. mars. AP. „ÍITSÝNIÐ hérna er frábært, en ég er dálítið þreyttur eins og gefur að skilja, en hef það fínt að öðru leyti,“ sagði ofurhuginn Ron Broyles glaðhlakkalegur er fréttamenn náðu tali af honum á þaki viðskiptahallar- innar í Ilouston í Texas í nótt. Hundruð manna söfnuðust saman fyrir framan húsið, sem er 75 hæða hátt og 304 metra hátt, í Houston í nótt, hrópuðu, kölluðu og þeyttu bílflautur sín- ar til þess að láta í ljósi ánægju sína með afrek ofurhugans þegar hann sveiflaði sér upp á þak hússins sem hann hafði klifið upp að utanverðu. Það tók hann 18 klukkustundir að komast alla leið. Bröyles var handtekinn af lögreglu þegar afrekinu var lok- ið, en í sárabætur var honum færður hamborgari, auk þess sem hann fékk fylgd lögreglunn- ar niður í lyftu hússins. Broyles kleif húsið með glæsi- brag, ef hægt er að nota það orð um uppátæki hans. Hann var klæddur hvítum kjólfötum, en þau virtust ekki þvælast fyrir honum á leiðinni upp þótt flest- um beri saman um að húsið sé nánast ókleift, enda aðeins slétt- ur múrinn að utan. Broyles var færður til fanga- geymslu er niður kom, en ferðin upp var honum ekki til einskis. Margir einkaritarar, sem sáu til hans á leiðinni upp, urðu svo yfir sig hrifnir af uppátækinu að þeir ýmist báðu hann um stefnumót eða buðu honum til kvöldverðar. Mættu honum víða skilti í glugg- um á leiðinni og getur hann því væntanlega valið úr þegar dvöl hans innan veggja fangelsisins lýkur. Að hundrað árum liðnum Verður Chernenko arftaki Suslovs? Moskvu, 15. mars. AP. YURI Andropov, leiötogi sovéska kommúnistaflokksins, átti í dag fund með helstu hugsjónafræðingum kommúnistalandanna, en þeir eru nú saman komnir í Moskvu til að leggja á ráöin um samræmdar áróðursaðferðir að því er Tass-fréttastofan sovéska sagði. Viðstaddur fundinn, sem ein- kenndist af miklu „bróðurþeli" var Konstantin Chernenko, áhrifa- maður í stjórnmálanefndinni, sem varð undir í baráttunni við Andr- opov um sæti Brezhnevs. Vestræn- ir fréttaskýrendur telja þetta benda til, að Chernenko hafi nú tekið við af Suslov heitnum sem yfirhugsjónafræðingur í Kreml. Hugsjónafræðingar kommún- ismans, sem komu frá Austur- Evrópu, Mongólíu, Víetnam og Kúbu, héldu fundinn í minningu þess, að 100 ár eru liðin frá dauða Karls Marx. Líbanon: Barist á götum Tripoli-borgar Beirút, 15. mars. AP. KOMMÚNISTAR og múhameðskir hreintrúarmenn börðust enn I dag, þriðja daginn í röð, á götum Tripoli- borgar og beittu sprengjuvörpum, eldflaugum og handsprengjum í átökunum. Að sögn lögreglunnar lét- ust tveir og sjö slösuðust. Að sögn ísraela sprakk í dag fjarstýrð jarðsprengja undir ísra- elskum herbíl þegar hann ók nærri flóttamannabúðum Palest- ínumanna í borginni Tyros í Suður-Líbanon. Engin slys urðu á mönnum. Að undanförnu hafa skæruliðar verið að færa sig upp á skaftið á þessum slóðum og sl. sunnudag særðust níu ísraelskir hermenn þegar þeim var gerð fyrirsát. Gemayel, Líbanonforseti, hvatti í dag alþjóðlega friðargæsluliðið að búa sig undir „nýtt og aukið starf" í landinu og sagði ríkisút- varpið, að hann hefði beðið sendi- herra Bandaríkjanna, Frakka, ít- ala og Breta um aukna liðsflutn- inga til landsins. ERLENT Kona Celenk snýr heim Isianhúl. 15. mars. AP. SÖNGKONAN Nilufer Celenk, eig- inkona vopna- og eiturlyfjasalans Bekir Celenk, sneri í dag heim frá Búlgaríu. Var henni þegar í stað gert að mæta til yfirheyrslu hjá öryggis- lögreglu landsins. Eiginkonan hélt til Búlgaríu í fylgd manns síns á sínum tíma, en hann er í haldi hjá þarlendum yf- irvöldum vegna gruns um aðild að morðtilræðinu, sem Jóhannesi Páli páfa II var sýnt í maí 1981. Tyrknesk yfirvöld vilja einnig hafa hendur í hári Celenk. Á hann yfir höfði sér ákærur fyrir brot á gjaldeyrislögum landsins svo og smygl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.