Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 69 leika saman í myndinni „Inherit The Wind“. Dag einn tók Tracy eftir Burt, vatt sér að honum og spurði: „Hver ert þú? Hvað ert þú eig- inlega að gera hér?“ „Eg er leikari," sagði Burt og kynnti sig. „Ó, er það svo,“ svaraði Tracy. „í þínum sporum léti ég ekki lif- andi sálu sjá mig leika." Loksins viðurkenning og frægð Burt barðist í bökkum. Hann lék í mörgum myndum næstu ár- in, flestum heldur ómerkilegum, sem hann vill fyrir alla muni gleyma. En það var árið 1972 sem Burt fékk hlutverk í mynd John Boor- mans „Leikið við dauðann", byggðri á metsölubók James Dickey, „Deliverance". Myndin hlaut góða aðsókn og einróma lof. Hann var meira að segja nefndur til óskarsverðlauna, í fyrsta og eina skiptið, en tapaði. (Margir halda því fram að það hafi verið vegna nektarmyndar- innar sem Burt lét taka af sér fyrir eitthvert kvennatímaritið, en það er heldur langsótt skýr- ing. „Kannski ég hafi ekki átt verðlaunin skilið," segir Burt og ypptir öxlum.) Svo framtíðin brosti loksins við herkna gnaddnum. „Það var líka tími til kominn," ku kappinn hafa sagt. Eftir að hin þykka og þunga hurð frægðarinnar opnaðist fyrir Burt átti hann greiða leið að húsum framleiðenda, leik- stjóra og handritahöfunda. Hann lék meðal annars smáhlut- verk í hinni geggjuðu mynd Woody Allens „Allt, sem þú vild- ir vita um kynlífið, en þorðir ekki að spyrja“ og „The Longest Yard“ sem var ein mest sótta mynd ársins 1975. Það ár fékk hann handritið að „Gator" sent í pósti. „Ég sendi höfundunum bréf og sagði að handritið væri það versta sem ég hefði lesið um ævina." Höfundarnir buðu honum að leikstýra myndinni. „Ég svaraði að auðvitað væri ég ólmur í að vinna úr slíku úr- vals handriti: Mér datt einhvern veginn í hug að hægt væri að þurrka asnastykkin út. Og okkur tókst það.“ Burt og Rachel Ég held að það sé óþarfi að rekja feril glaumgosans í smá- atriðum, en eins og fólk veit hef- ur hann á undanförnum árum leikið í hverri hasarmyndinni á fætur annarri. Nægir þar að nefna „Reyk og bófa“, eins og myndirnar voru íslenskaðar, en þær eru með vinsælustu mynd- um sem gerðar hafa verið. Þá má nefna „Hooper" og „Cannonball Run“. En Burt hefur einnig leikið í alvarlegri myndum og er „Start- ing Over“ þeirra merkilegust. í þeirri mynd lék hann fráskilinn mann sem horfist í augu við framtíðina. Sú mynd er talin vera hans besta til þessa. Mótleikari Burts í myndinni „Sharky’s Machine" heitir Rach- el Ward og hún er nýútsprungin rós, ef svo má að orði komast. Hún er 25 ára en „Dominoe" er fyrsta hlutverkið hennar. Burt var ákveðinn í að láta óþekkta konu leika á móti sér í þetta sinn. Hann er sannfærður um að Rachel eigi glæsta fram- tíð fyrir sér, enda segir hann að það sé eitthvað æsandi við hana. Rachel neitar því ekki að hún eigi útlitinu mikið að þakka. „Ég hefði ekki fengið hlutverkið liti ég út eins og bakhluti strætis- vagns.“ Nýjustu fréttir herma að Rachel hafi hlotið hið mjög eft- irsótta hlutverk Meggie sem bandarísk stjónvarpsstöð kvikmyndaði eftir hinni vinsælu bók Colleen McCullough „Þyrni- fuglunum". En Burt situr heima hjá sér með símaskrána i hönd óg leitar að nýjum kvenmanni. HJÓ FRÖNSK LIST FYRIR FERMINGARBÖRNIN Á 100 ára afmælinu hefur Rosenthal hafiö framleiöslu á einstaklega skemmtilegum postulínsmunum með léttum og (7y Ijúfum skreytingum eftir franska listamanninn Peynet. © Vasar, skálar, plattar o.fl. fyrir bæöi drengi og stúlkur. Gott verð studio-linie Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 Rukatilbod a bkidafatnaði Ætt*<i$ 70%<z£áláttca\ Páskarnir eru kjörinn tími til skíðaferða og hvers- konar útivistar. í tilefni þeirra bjóðum við vandaðan skíðafatnað í frábæru úrvali með allt að 70% afslætti. Með bestu óskum um skemmtilega skíðaferð. II AftTT ATTP Reykiavík llAVJliAU I Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.