Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 48
.Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 ^^^skriftar- síminn er 830 33 FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Gömlu álkrónurnar bræddar hjá ÍSAL „GAMLAK álkrónur, sem teknar voru úr umferð í árslok 1980, hafa sofið þyrnirósarsvefni fram að janúar 1983. Þær voru geymdar í plastpokum í Seðlabankanum. í janúar sl. var ákveðið að koma myntinni í verð með því að bræða hana upp í steypuskála ÍSAL og var það gert 24. janúar sl.,“ segir m.a. í nýjasta hefti ÍSAL-tíðinda. „Að sögn Óskars Mar, yfir- Verkstjóra steypuskála, voru brædd milli 10 og 11 milljón stykki. Hver pokinn eftir annan hvarf í bræðsluofninn, þar til allt var búið. Úr þessu komu milli 6 og 7 tonn af áli, blönduðu öðrum efnum,“ segir ennfremur í ÍSAL-tíðindum. Myndin er af starfsmönnum í steypuskála að bræða álkrónurnar. Gunnar Guðbjartsson sagði, að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði samþykkt á fundi sínum 17. þ.m. að 60% kjarnfóðurgjaldsins færi til niðurgreiðslu áburðarverðs frá 1. apríl til áramóta með því skil- yrði m. a. að sá hlutinn kæmi inn í búvöruverð til neytenda frá l.júní nk. Gunnar sagði í lokin að stjórn Áburðarverksmiðjunnar myndi koma saman og fjalla um málið eft- ir páska, en hann gæti ekki tjáð sig frekar um málið, þar sem hann hefði ekki náð sambandi við land- búnaðarráherra og vissi því ekki nákvæmlega hverjar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar væru. Meðalorkuverð til útflutnings- álvera 5,98 mills ÍSAL greidir 6,47 mills ALIISUISSE hefur sent iðnaðar- ráðuneytinu skýrslu um orkuverð til álvera um víða veröld, sem Com- modities Kesearch Unit í London hefur tekið saman. í skýrslunni kemur fram að álbræðslur sem stunda vinnslu til útflutnings greiða að meðaltali 5,98 mills fyrir orku en álverið í Straumsvík greiðir 6.475 mills. Af álverum í þessum flokki greiða bræðslur í Miö-Austurlönd- um hæst meðalverð eða 9,77 mills en lægst er orkuverðið í Kanada 2,54 mills. í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir orkuverði til nýrra álvera. Þar er meðal annars greint frá því að Reynolds í Kanada hafi í sept- ember 1982 ákveðið að fresta framkvæmdum við stækkun ál- bræðslu í Baie Comeau í Quebec- fylki vegna slæmrar stöðu á ál- markaði, en þá var ráðgert að greidd yrðu 13 mills í hinni nýju bræðslu. í nóvember 1982 ákvað orkusöluaðilinn, Quebec-Hydro að lækka orkuverðið um helming í 6,5 mills og þá breytti Reynolds um stefnu og nú er ráðgert að vinnsla hefjist í nýju álbræðslunni 1985. Innanlandsflug gekk brösulega Innanlandsflug gekk mjög brösulega í gærdag hjá Flugleið- um og Arnarflugi, samkvæmt upp- lýsingum Mbl. Flugleiðir flugu eina ferð á Sauðárkrók, Patreks- fjörð, Höfn og Vestmannaeyjar, Þokkalegt páskaveður PÁSKAVEÐRIÐ getur orðið þokkalegt samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblað- ið aflaði sér hjá Trausta Jóns- syni, veðurfræðingi á Veður- stofunni. Eins og útlitið var í gær, þá leit út fyrir að norðanáttin gengi niður í dag og kringum hádegið yrði skaplegt veður um allt vestanvert landið og síðdegis einnig austanlands. A morgun föstudaginn langa, er gert ráð fyrir hægri breyti- legri átt á landinu. Ekki er víst hvort verður sól, en hiti verður nálægt frostmarki. Að- faranótt laugardagsins er bú- ist við að dragi til sunnanátt- ar og sennilega verður einhver úrkoma bæði laugardag og sunnudag á Suður- og Vestur- landi með hlýnandi veðri, en þurrt á Norður- og Austur- landi. auk þess sem farnar voru þrjár ferðir til Egilsstaða og þrjár ferðir með Boeing 727—200-þotu félags- ins.til Akureyrar. Ekkert var hægt að fljúga á aðra staði eins og ísafjörð, en þangað voru ráðgerðar 8 ferðir, m.a. vegna skíðalandsmótsins, sem þar fer fram um páskana. Arnarflug flaug aðeins til Rifs og Stykkishólms I gærdag, en samkvæmt upplýsingum félag- anna er útlit fyrir að flug geti orðið með eðlilegum hætti í dag. ARNARFLUG fékk sl. þriðjudag afhenta nýja Boeing 737-200-þotu. Meðal farþega í fyrstu ferð vélarinnar frá Amsterdam í Hollandi voru þessar blómarósir, sem sitja við stjórnvölinn. Þegar Arnarflugsmenn tóku formlega við vélinni, afhentu þær félaginu nokkurs konar blómapáskaegg frá Harlemborg í Hollandi, en það er samsett úr 600 túlípönum. Nýja vélin verður til sýnis fyrir almenning á Reykjavíkurflugvelli í dag á bilinu 14.00—17.00 og munu stúlkurnar afhenda gestum blóm. Einnig er áformað að blómarósirnar fari á sjúkrastofnanir með túlípana. Áburdarverö hækkar um 70%: 60% kjarnfóðurgjalds renn- ur til Aburðarverksmiðjunnar Kemur fram í hækkun til neytenda 1. júní kemur næst út miðvikudaginn 6. aprfl. ABURÐARVERÐ var hækkað í gær um 70% frá fyrra ári. Þá voru gefin út bráðabirgðalög sem heimila ríkissjóði að taka á sig helming skuldbindinga vegna 80 milljón króna lántöku Áburð- arverksmiðju ríkisins hjá Seðlabanka íslands, en lánið endurgreiðist á þrem- ur árum. Einnig var ákveðið að frá 1. apríl og út þetta ár renni 60% kjarn- fóðursgjalds, sem nema mun um 40 milljónum króna á árinu, til Áburðar- verksmiðjunnar. Þá var og ákveðið að þessi hluti kjarnfóðurgjaldsins reikn- ist inn í verðlagsgrundvöll landbi nað- arvara. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra sagði í samtali við Mbl., að eins og komið hefði fram í fréttum hefði hækkunarþörfin á áburðar- verðinu verið talin 121%. Tillögur stjórnar Áburðarverksmiðjunnar hefðu verið til athugunar hjá Seðla- banka íslands og Þjóðhagsstofnun og að fengnu áliti þeirra og að höfðu samráði við forustumenn fyrirtæk- isins hefði 70% hækkunin verið ákveöin. Þá sagði hann að til að gera þetta mögulegt fylgdu áðurtaldar hliðarráðstafanir áburðarverðs- hækkuninni og bráðabirgðalög hefðu verið sett í gær þeirra vegna. Áburðarverksmiðjan tekur því 80 milljón króna lán til þriggja ára á næstu dögum, sem ríkissjóður greið- ir að helmings hluta, auk helmings afborgana, vaxta og annars fjár- magnskostnaðar. Þetta fé leggur ríkissjóður fram, að sögn Pálma, sem stofnframlag til byggingar Áburðarverksmiðjunnar á salt- péturssýruverksmiðju, sem ætlunin er að taki til starfa í vor. Pálmi var spurður, hvort þessar aðgerðir dygðu til að jafngilda 121% hækkun áburðarverðsins. Hann svaraði: „Ég vil ekki segja neitt um það, en þessar ákvarðanir eru tekn- ar í fulllu samráði við formann og varaformann stjórnar verksmiðj- unnar og einnig að höfðu samráði við forstjóra fyrirtækisins." „Ég vil ekkert segja um þetta á þessu stigi. Við vitum ekki hvernig ríkisstjórnin hefur afgreitt þetta í einstökum atriðum. Þetta er eigin- lega allt í lausu lofti, það sem við vitum. Við vorum á fundi með ráð- herranum í gær, ég og fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, en þá átti eftir að afgreiða einstök at- riði,“ sagði Gunnar Guðbiartsson, varaformaður stjórnar Áburðar- verksmiðjunnar, er Mbl. ræddi við hann í gær. Ekki náðist samband við Steinþór Gestsson formann stjórnarinnar og Hjálmar Finnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.