Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 17 Á hjara veraldar? Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Á HJARA VERALDAR? Ilandrit og stjórn: Kristín Jóhannes- dóttir. Aðstoðarleikstjóri: Sigurður Pálsson. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Hljóð: Sigurður Snæberg. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó- hannsson. Förðun og hárgreiðsla: Guðrún Þor- varðardóttir. Klipping: Sigurður Snæberg, Híkon Oddsson og Kristín Jóhannesdóttir. Nafn á frummáli: Á hjara veraldar (Rainbow’s End.) Sýningarstaður: Austurbæjarbíó. I ágætu viðtali sem Illugi Jök- ulsson á við höfund kvikmyndar- innar Á hjara veraldar, Kristínu Jó- hannesdóttur, í ellefta tölublaði Lesbókar, segir Kristín meðal ann- ars um tilurð myndarinnar: „Ég lagði upp með þá sannfæringu að með því að reyna að komast sem næst sjálfri mér; sýna einhverskon- ar upprunalega mynd, tilfinningu, lífssýn — reyna sem sé að birta það sem ég ætti sannast; þannig myndi ég finna leið til annars fólks, þó svo það yrði ekki með nákvæmlega sama hætti og í flestum þeim myndum sem við erum yfirleitt að horfa á.“ Sannarlega er lífssýn Kristínar Jóhannesdóttur eins og hún birtist i Á hjara veraldar nálæg kvikmyndahöfundinum Kristínu Jóhannesdóttur, en hversu nærri hjarta hins almenna bíógests geng- ur þessi sýn? Eg get aðeins svarað fyrir sjálf- an mig, að lífssýn Kristínar Jó- hannesdóttur eins og hún er til- reidd í kvikmyndinni A hjara verald- ar gengur misnærri mínu hjarta. Máski er það vegna þess að hjarta mitt er karlkyns, en eins og Kristín segir í fyrrgreindu Lesbókarviðtali, þá er „... heiminum jú óumdeil- anlega stjórnað gegnum maskúlin, eða karlkyns, tilvísanir sem við (konurnar) höfum aldrei fengið að koma nálægt. Þess vegna hlýtur staða okkar að vera hinum megin við það táknmál sem búið hefur verið til um heimsmyndina", en það var einmitt táknmálið i kvikmynd Kristínar sem fór að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Og þar sem kvikmyndin Á hjara veraldar er bókstaflega hlaðin margræðu táknmáli er slæmt að skilja ekki tilvísanirnar. Það má kannski segja að það sé hægt að njóta þessarar kvikmyndar án þess að brjóta stöð- ugt heilann um hvert táknmálið vísar; slík er fegurð sumra mynd- skeiða að nægir alveg að falla i til- finningarús. Samt finnst mér eins og Kristin sé í þessari mynd að reyna að segja heillega sögu þriggja persóna; dæmigerðrar fslenskrar húsmóður sem gengur með brostna von um listframa í útlandinu, og svo sonar hennar sem á vissan hátt verður hinum brostnu vonum móðurinnar að bráð, og svo annað barn þessar- ar konu sem er stúlka sem einnig tapar fyrir aðstæðunum líkt og móðirin — það er lokast inni í valdahring karlmannsins. En þessi valdahringur virðist í hugsýn Kristínar, tengjast öllu því sem er fjandsamlegt úr gróandi mannlifi í skauti stóriðjulausrar náttúru. Fannst mér býsna vel farið af stað í myndinni við að sýna firr- ingu fyrrgreindrar húsmóður, einn- ig var mjög áhrifamikil stigmögn- un undir lok myndarinnar, þegar hin listhneigða kona er til moldar borin og systinin eins og losna und- an þeim öflum sem ætið heftu móð- ur þeirra. Það var næstum eins og hljómkviðan fullkomnaðist ef mað- ur bara hefði skilið táknmálið um miðbik myndar. Það var ekki nóg að einstakar senur á þessu skeiði myndarinnar hrifu augað og jafn- vel klipu í hjartatugarnarnar, eins og þegar byssukúla breytist i fugl i fangi Arnars Jónssonar eða svipir úr Hugsýn Einars Ben. birtast á skjá Héðinshöfða. Frásögnin af sál- arstríði systkinanna, sem Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir leika, er einfaldlega ekki nógu hnitmiðuð og jarðtengd til að maður skilji samhcngið milli upphafs myndar- innar og enda. Þetta er ekki ósvip- að og að horfa á steindan glugga f kirkju. I lotningu skoðar maður hinar einstöku glerflísar, en þegar maður i sjónhending vill upplifa fegurð gluggans, þá er eins og myndirnar rfmi ékki saman og áhorfandanum er fyrirmunað að sjá gluggann i heild. Einkenni mik- illa listaverka er að þar getum við bæði dást að einstökum hlutum verksins og heildarmynd þess. En látum útrætt um inntak verksins og form, en víkjum að hinum lif- andi efniviði sem birtist i Á hjara veraldar. Það var aldeilis bráðsniðugt að láta systkinin Arnar og Helgu leika systkinin í myndinni. Ekki leynir sér ættarmótið með þessum föngu- legu systkinúm. Það hefur nú hingað til ekki verið talið til fyrir- myndar að gera upp á milli systk- ina, enda leiðir slíkt oft meiri bölv- un yfir fólk en séð verður i fljótu bragði, samt get ég ekki stillt mig um að bera leik þeirra Arnars Jónssonar og Helgu Jónsdóttur svolítið saman. Ég er orðinn dálitið leiður á að hæla Arnari, en ekki er hægt að segja annað en hann upp- lifi hið vandasama hlutverk sonar- ins með slikum hætti að fáheyrt verður að teljast. Það er næstum eins og maður sjái persónuleika þessa unga manns leysast upp og Móðirin (Þóra Friðriksdóttir) og sonurinn (Arnar Jónsson) snæða fisk í hádeginu. verða geðklofa að bráð. Ef Arnar væri gæddur augnaráði Jack Nich- olson myndi frammistaða hans f Á hjara veraldar vekja heimsathygli — og þarf kannski ekki augnaráð Nicholson til. Leikur Helgu var mun ójafnari, enda er hún með öllu óvön kvikmyndaleik; þó stóð hún jafnfætis bróður sfnum f þeim sen- um er reyndu hvað mest á tilfinn- ingastyrk eins og þegar hún slitur sig lausa úr karlaveldinu undir lok myndarinnar. Þóra Friðriksdóttir er einnig óvön að standa fyrir framan kvikmyndavél, en skilaði hlutverki móðurinnar prýðilega. (Jafn metnaðarfullur leikstjóri og Kristín Jóhannesdóttir má ekki láta lik anda, að það gerði hún Þóra á lfkbörnunum.) Ég veit ekki hvort ég á að minnast á aðra leikara myndarinnar, því allt snérist jú kringum þessi þrjú; en get þó ekki stillt mig um að minnast á Hjalta Rögnvaldsson, sem virðist einkar vel lagaður fyrir kvikmyndaleik. Rúrik Haraldsson bar af hvað varðar framsögn í hlutverki rosk- ins þingmanns, en hér var vel að verki staðið hjá hljóðmanninum Sigurði Snæberg. Fannst mér hljóðupptakan heppnast ágætlega í gegnum myndina, nema hvað á nokkrum stöðum heyrðist lítt til Arnars. Það er venjan að nefna kvikmyndatöku i sömu andrá og hljóðupptöku, og verð ég að hæla Karli Óskarssyni og félögum fyrir fagmannlega stjórn myndavéla. Leikmynd og búningar Sigurjóns Jóhannssonar eru með þeim ágæt- um að maður tekur ekki eftir þeim sérstaklega, svo vel falla þeir inn í heildarmyndina. Sem sagt, kvikmynd Kristinar Jóhannesdóttur, Á hjara veraldar, er hnökralaus tæknilega, raunar mjög vel unnin og þar að auki gædd skáldlegum anda sem ég tel að eigi rætur að rekja ekki síður til aðstoð- arleikstjórans Sigurðar Pálssonar (sérstaklega ýmis tilsvör). En því miður skortir eitthvert jarðsam- band til að fuglinn nái að svifa al- skapaður. Hitt er svo aftur annað mál, að þótt karlkyns veru sem hef- ir þann furðulega starfa hér úti á hjara veraldar að dæma um kvik- myndaframleiðslu heimsins skorti innsæi til að samsamast drauma- heimi Kristfnar Jóhannesdóttur, þá er ekki þar með sagt að fullkomn- ari verur annarsstaðar á hnettin- um geti ekki komið auga á kjarn- ann f þeirri mikilfenglegu lifssýn sem hefir borið fyrir augu Kristín- ar Jóhannesdóttur á Frakk- landsströndu, þá hún leit í norður- átt. Ég spái því að við verðum ekki lengur á hjara veraldar þegar mynd Kristínar hefir verið frumsýnd i París, svo fremi sem atriðið með pönkaranum og Jóni Sigurðssyni verði klippt í burtu. Slík atriði passa ekki lengur inn f islenska kvikmynd. Svo langt hefur okkur miðað þrátt fyrir allt, og þegar um jafn stórfenglega myndsýn er að ræða og hjá Krisinu Jóhannesdótt- ur, kemur slíkt „andhvarf" ekki til greina. En meðan ég man, þá ber að þakka hinum stórgóðu íslensku söngvurum sem undir forystu hetjutenórsins_ Kristjáns Jóhanns- sonar hljóma Á hjara veraldar; von- andi berst söngur þeirra til fjar- lægra stranda. MEÐ EDDU TIL EVRÓPl l Sumarhús, t hótel, 1 tjaldsvæði J -og eigin bíD. FERÐin HEFST MEÐ HÓTELDVÖL SUMARHÚS í SKOSKU1 HÁLÖNDUNUM | HÓTEL - ÁFANGAR í BRETLANDI 1SUMARHÚS ! | í FRAKKLANDI | við Lochcmhully vatn. Bráðfalleg og vel búin hús. Þeim fylgir allt sem þarí til dvalarinnar utan matur og drykkur. Kostnaður hvers þátttakanda fyrir ferð með ms. Eddu, og eina viku í sumarhúsi: 6 í hópi kr. 8.800 3 í hópi kr. 10.050 5 i hópi kr. 9.100 2 saman kr. 11.000 4 i hópi kr. 9.500 Þú ekur um Bretland áhyggjulaus þvi Swallow hótelið pantar gistingu fyrir þig og þina áður en þú leggur af stað. 11.457,- íyrir manninn. Innilalið: Sigling með Eddu Reykjavik - Newcastle - Reykjavik 9 nœtur á Swallow hótelum með morgunverði í tveggja manna herbergi Brottiarir: 1/6. 8/6. 15/6. 22/6. 24/8 og 31/8 í FJÖGURRA TÍMA FJARLÆGÐ FRÁ BREMERHAVEN IFJOGURRA TIMA FJARLÆGÐ FRA BREMERHAVEN er indœlis hótel í fögru umhverfi: Ferienhaus Vier-Jahreszeiten í Hahnenklee. Þar er gott að dvelja, njóta náttúrunnar og skreppa í dagsíerðir um Norður-Þýskaland. 13.844,- íyrir manninn, far með ms. Eddu til og írá Bremerhaven og fjórar nœtur ásamt hálfu fœði á þessu ágœta hóteli. Endaðu meginlandsdvölina með 7 dögum í sumarhúsi á Bretagne skaganum, eða annars staðar í Frakklandi. 10.285,- íyrir manninn Innitalið Sigling með Eddu Reykjavik - Newcastle Reykjavik Stgltng Dover - Calais - Dover og sumarhus i 7 daga Brottlortrá Reykjavik: 1/6.8/6. 15/6.22/6.24/8 og 31/8 REIÐUBÚIN TIL ÞJÓNUSTU í AÐALSTRÆTI7 FARSKIP REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 gengí 15.3 83 GYLMIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.