Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 Heba heldur við heilsunni Nýtt námskeið að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvfld - Kalíi - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktln Heba Auðbrekku 53. Kópavogi. Heildsölubyrgöir: Agnar Lúðvíksson hf., Nýlendugötu 21. Sími 12134. ALLTAFA FIMMTUDOGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON BANDARÍSKA stjórnin hefur ákveðið að svipta ríkisstjórn Rúmeníu beztukjarasamningum og refsa henni fyrir „mennta- skatt“ á fólk sem vill fara úr landi. Bandaríkjamenn hafa haft betra samband við Rúmeníu en önnur ríki í valdablokk Rússa og ákvörðunin getur haft alvarlegar afleiðingar í Austur-Evrópu. Menntaskatturinn var ákveðinn til að stöðva „atgervis- f!ótta“, eða tryggja að ríkið fái endurgreiddan kostnað af menntun fólks sem fer af landi brott. Skattgreiðslan er 80.000 kr. eftir 10 ára skyldunám og hækkar um 90.000 við hvert ár í háskóla. Nicolae Ceusescu forseti Kúmenfu. aukin afrek" og á útifundi hrós- aði forsætisráðherrann „þessum ákafa byltingarmanni og ætt- jarðarvini .. óþreytandi bar- áttumanni frelsis og sjálfstæðis alþyðunnar." A sama tima og þjóðin hyllti Ceusescu bárust óljósar fréttir til Vesturlanda um tilraun til að steypa honum af stóli. Fyrstu fréttirnar hermdu að landherinn hefði gert byltingartilraun í síð- ari hluta janúar og að nokkrir foringjar úr landhernum hefðu verið líflátnir þegar upp komst um samsærið. Samkvæmt ann- arri útgáfu á fréttinni var reynt að ráða hann af dögum. Síðan var sagt í Washington að banda- ríska utanríkisráðuneytinu hefðu borizt fréttir um samsæri í Rúmeníu samkvæmt tíu heim- ildum. Samsærisfréttirnar geta verið sprottnar af óskhyggju Rúmena. Þær kunna jafnvel að hafa verið runnar undan rifjum Yuri Andr- opov, sem er lítið um Ceusescu gefið. Hvað sem því líður hafa engar tilkynningar verið birtar um að liðsforingjar hafi verið lækkaðir í tign, hvað þá líflátnir fyrir landráð. Breytingar í æðstu stjórn rúmenska heraflans eru að vfsu sjaldan kunngerðar opinberlega. Rúmenum refsað egar þessar hömlur voru boðaðar í nóvember varaði Bandaríkjastjórn Nicolae Ceus- escu forseta strax við því að hún gæti ekki staðið við beztukjara- samningana. Síðan hefur hún reynt af fremsta megni að hindra að Rúmenar glati þessum fríðindum. Lawrence S. Eagle- burger aðstoðarutanríkisráð- herra fór til Búkarest í janúar og reyndi að sýna rúmenskum ráðamönnum að hendur Banda- ríkjastjórnar væru bundnar vegna afstöðu Bandaríkjaþings. Hann skoraði á Rúmena að endurskoða afstöðu sína. Allt kom fyrir ekki. Samkvæmt svokölluðum Jack- son-Vanik-breytingarlögum eru beztukjarasamningar Banda- ríkjanna teknir til athugunar á eins árs fresti og Rúmenum hef- ur gramizt árlegar umræður í Bandaríkjunum um afstöðu þeirra til fólksflutninga úr landi. Breytingarlögin beinast einkum gegn kommúnistaríkjum, sem leggja „meira en málamynda- skatt á útflytjendur". Vegna þessara iaga telur Bandaríkja- stjórn að hún hafi ekki átt ann- arra kosta völ en segja upp samningunum við Rúmena. Útflutningur Rúmena til Bandaríkjanna hefur aukizt og þeir tapa 200 milljónum dollara á því að njóta ekki lengur beztu kjara. Þetta er alvarlegt áfall á sama tíma og Rúmenar skulda vestrænum bönkum stórfé. Þeir urðu að fresta greiðslu afborg- ana flestra erlendra lána í fyrra vegna skorts á erlendum gjald- eyri. Tilkynnt var í janúar að af- borgun eins milljarðs dala á þessu ári yrði frestað ef sam- komulag næðist ekki um greiðslufrest. Uppsögn samninganna getur haft alvarleg áhrif á sjálfstæða utanríkisstefnu Ceusescus og hálfgerða uppreisn hans gegn Rússum. Málið hefur vakið reiði í Búkarest og Ceusescu hefur sakað Bandaríkjastjórn um að beita „kúgunarráðstöfunum". Jafnframt varar hann við „hefndarráðstöfunum". Ef Rúm- enar stöðva greiðslur erlendra lána getur það skaðað alþjóða- bankakerfið. Ceusescu hefur reynt að nota sjálfstæða stefnu út á við til að efla þjóðarstolt Rúmena, en fylgir óbreyttri harðlinustefnu heima fyrir. Landið er einangrað frá umheiminum sem fyrr og andófsmenn eru stöðugt barðir niður. En mikil ólga ríkir undir niðri vegna alvarlegrar óánægju með matvæla- og orkuskort. Nú orðið trúa fáir að Ceusescu sé þróttmikill leiðtogi, sem reyni að bæta kjör þjóðar sinnar. Undanfarið hefur borið á ólgu í Transylvaníu vegna ofsókna gegn ungverska minnihlutanum þar. Sambúð Rúmena og Ung- verja hefur hríðversnað og það veldur Rússum áhyggjum að aldrei áður hefur eins litlu mátt muna að tvö aðildarríki Varsjár- bandalagsins fari í hár saman. Ungverski minnihlutinn krefst að ungverska verði jafn- rétthá rúmensku, að ungverskir skólar verði aftur opnaðir og svæði, þar sem Ungverjar eru í meirihluta, fái sjálfstjórn. Sú stefna að gera ungverska íbúa að Rúmenum hefur verið efld þrátt fyrir hörð mótmæli Janos Kad- ars, leiðtoga Ungverja. í nóv- ember voru nokkrir leiðtogar Ungverja handteknir, þeirra á meðal skáldið Geza Szocs og heimspekingurinn Attila Kov- ács. í Búdapest hafa 70 mennta- menn beðið Kadar að senda önn- ur mótmæli. Þrátt fyrir óánægju ungverska minnihlutans og annarra lands- manna var Ceusescu hylltur innilega þegar hann varð 65 ára nýlega. Sérstakur minnispening- ur var sleginn, flokksmenn hældu hetju sinni fyrir „tröll- Síðan hefur Ceusescu sjálfur verið bendlaður við annars kon- ar samsæri — tilræðið við páf- ann. Blaðið „Daily American" í Róm bar fram þá furðulegu ásökun að Ceusescu hefði vitað um samsærið einum mánuði áð- ur en reynt var að ráða páfa af dögum. Blaðið sagði að Ceusescu hefði reynt að fá Búlgara til þess að hætta við þátttöku í samsær- inu „eftir diplómatískum leið- um“. Það sagði: „Hins vegar full- vissuðu aðstoðarmenn forseta Búlgaríu og leiðtoga kommún- istaHokksins, Todor Zhivkov, rúmenska embættismenn um að þeir vissu ekkert um málið og væru ekki viðriðnir slíka starf- serni." Allt virtist með felldu þegar Ceusescu ávarpaði árlegan fund yfirmanna landhersins skömmu síðar og tilkynnti að e.t.v. yrði að endurskoða á næsta ári ákvörð- un síðan í fyrra um að hækka ekki herútgjöld, ef raunverulegri afvopnun yrði ekki fyrirsjáan- leg. Herútgjöld nema 2,7 millj- örðum lei (um 23 milljörðum kr.). Jafnframt hvatti forsetinn til aukins aga í hernum og krafð- ist betri vígaðferða og aukins skotkrafts. Rúmenskir hermenn hafa ekki tekið þátt í heræfingum Var- sjárbandalagsins í 20 ár, heræf- ingar hafa ekki farið fram í Rúmeníu síðan 1964. í Búkarest er stundum sögð þessi saga: „Hvað tæki Rússa langan tfma að komast til Búkarest, ef þeir ákvæðu að gera innrás?" Svar: „Það færi eftir því hvort þeir mættu mótspyrnu, eða ekki. Ef rúmenski herinn veitir viðnám tekur það einn sólarhring. En ef engin andspyrna er veitt tekur það a.m.k. tvo sólarhringa. Þeir verða fyrir töfum vegna þess að þeim verður fagnað á svo mörg- um stöðum þegar þeir sækja frá landamærunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.