Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Karlakór- inn Steftiir 39 Tónleikar á Finnskri vöku Tónlist Jón Ásgeirsson Alþýðumenning er merkilegur þáttur og þar liggja rætur þess sem að gæðum og innihaldi nær því að kallast list. Þar kemur til leikni, sem eingöngu næst við mikla ögun menntunar og hæfi- leiki þess er þar til reynir. Al- þýðumenning er grundvölluð á þátttöku allra og það er í þeirri þátttöku sem kunnátta og hæfni þátttakenda þroskast. Ahuginn er upphaflegt sæði en umfang sáðlandsins markmið sáðmanns- ins. Árangur er svo samtvinnun margvíslegra þátta, sem margir hverjir fylgja með í kaupunum svo aldrei verður sagt fyrirfram hversu til mun takast. Munurinn á alþýðulist og æðri list getur verið sá, að í alþýðulist er leitast við að vera með í almennum leik en í æðri list að brjótast útúr þessum almenna leik. Fyrir þá sök má oft finna það ósætti sem ríkir milli iðkenda alþýðulistar og þeirra, sem stefnt hafa til annarra verkefna. Þetta ósætti verður skýrt þegar þessum tveimur listumsvifum er jafnað Lárus Sveinsson saman. Slíkur samanburður er óþarfur, því báðar listgerðirnar eru sprottnar upp af sama sáð- landi og aðeins munur á tegund þess sem ræktað er, staðsetn- ingu á sáðlandinu, og hversu miklu hefur þar til verið fórnað. Karlakórar eru einn vermireitur íslenskrar tónmenntar og Karla- kórinn Stefnir í Mosfellsveit gott dæmi um alþýðleg umsvif á sviði tónmenntar. Efnisskráin var að mestu alþýðlegir söngvar en inn á milli voru alvarlegri tónverk, eins og Nú sigla svörtu skipin, eftir Karl 0. Runólfsson og Sverrir konungur, eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. í seinna laginu söng ólafur Magnússon frá Mosfelli einsöng og var ánægjulegt að heyra þessa gömlu kempu standa sinn vörð. I heild söng kórinn vel og nokkuð lög mjög vel, eins og t.d. rússn- eska þjóðlagið Við fljótið. í því sambandi er rétt að geta þess að efnisskráin er ónákvæmlega unnin, því þar er hvorki getið textahöfunda né eftir hverja umskriftir og raddsetningar á lögunum séu. Textinn Við fljótið mun vera þýddur af Ásgeiri Ingvarssyni. Auk Ólafs frá Mosfelli sungu Sigmundur Helgason og Helgi Einarsson einsöng og skiluðu þeir sínu mjög þokkalega. Undirleikari með kórnum var Guðni Þ. Guð- mundsson orgelleikari. Það er auðheyrt að Lárus Sveinsson er vaxandi stjórnandi og einnig, að kórinn hefur eflst og hefur nú á að skipa mörgum góðum söng- mönnum, svo að á næstu árum má vænta þess að kórinn eflist í íþrótt sinni, að skila alþýðunni aftur því sem tæknin og sölu- mennskan hefur rifið og tætt í sundur, svo að varla má sjá hvort við erum íslendingar eða ekki. Um þessar mundir stendur yf- ir finnsk vika í Norræna húsinu og voru af því tilefni finnskir söngtónleikar, þar sem flutt voru söngverk eftir Sibelius, Kilpinen, Palmgren og Kuula. Flytjendur voru baritonsöngvar- inn Matti Tuloisela og píanóleik- arinn Gustav Djupsjöbacka. Má vera að ekki hafi tekist sem skyldi að auglýsa tónleikana, því hlustendur voru sorglega fáir. Matti Tuloisela er góður söngv- ari og flutti tónlist sem trúlega hefur sjaldan verið flutt hér á landi, svo að eitt og annað var þarna nýnæmið bæði til fróð- leiks og gamans. Sjö söngva op. 13 við kvæði eftir Runeberg sem- ur Sibelius nokkuð fyrir alda- mótin en um vorið 1891 kom hann heim frá námi og gerðist kennari í Helsinki og lék auk þess aðra fiðlu í strengjakvart- ett Fílharmoníunnar. Söngvarn- ir eru voldugt tónverk og var flutningurinn mjög áhrifamikill. Sex söngvar um dauðann, op. 62, eftir Yrjö Kilpinen, voru næst á efnisskránni. Söngvar þessir eru sérkennilegir og einkum eitt lag- ið, sem kalla má Dauðinn og um- komulausi drykkjumaðurinn. Drykkjumaðurinn svarar dauð- anum aðeins „þína skál“, fyrst án þess að skilja hver ávarpar hann, en smám saman magnast helhrollurinn og óttinn í þessu svari, sem hann síðast megnar ekki að ljúka við og segir aðeins „þína“ er honum þrýtur lífs- mátturinn. Eftir hlé fluttu þeir félagar sex söngva eftir Selim Palmgren en hann var víðfrægur píanisti og lærði hjá Busoni. Eftir hann liggja 4 píanókonsertar, alls konar píanóverk og söngverk, sem mikið eru flutt bæði af ein- söngvurum og kórum. Palmgren var um tíma kennari í tónsmíð- um við Eastman-tónlistarskól- ann í Rochester og ásamt Sibeli- usi eitt frægasta tónskáld Finna. Sæfarinn við kolgröfina er eitt af þeim lögum Palmgren, sem eru mjög vel þekkt hér á landi. Það skemmdi nokkuð sönginn að íslenska vorkvefið virtist hafa náð tökum á söngvaranum, auk þess sem þreyta gæti hafa hjálp- að til, svo að hann varð að gæta sín mjög við raddbeitinguna. Bæði raddþreyta og hæsi eru óvinir söngvarans, en þrátt fyrir þessi áföll tókst söngvaranum að syngja síðari hluta tónleikanna og gaf hvergi eftir. Það var helst í veika söngnum sem þrot kom fram í tónmynduninni. Tónleik- unum lauk svo með fimm söngv- um eftir Toivo Kuula. Söngvar- inn Matti Tuloisela og píanóleik- arinn Djupsjöbacka eru frábærir tónlistarmenn og áttu skilið betri aðsókn, sem hugsanlega má kenna nýafstöðnum kosning- um um að nokkru leyti. Kór frá Oslóar- háskóia í heimsókn KÓR tónlistardeildar Oslóarháskóla er um þessar mundir í tónleikaferð hér á landi. Kórinn heldur tónleika í Háteigskirkju í dag klukkan 20.30. Á fimmtudag syngur kórinn í Skál- holtskirkju klukkan 21 og í Landa- kirkju á laugardag klukkan 17. Stjórnandi kórsins er Knut Nystedt og organisti er Vidar Fredheim. í kórnum eru nemar í tónlist- ardeild Háskólans í Osló. Kór- starfið er frjáls þáttur í náminu, en talinn eftirsóttur af mörgum vegna þess að meðlimir fá þar nokkra raddþjálfun auk þess sem þeir kynnast kórtónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Háskólafyrirlestur um miðmynd í íslenzku MIÐIER MÖGUillKI Sexhundruð húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og sexþús- undeitthundraðáttatíuogátta húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver, verða dregnir út á næsta happdrættisári. DR. AVERY Andrews, prófessor í málvísindum við Australian National University í ('anberra í Ástralíu, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands og ís- lenska málfræðifélagsins fímmtudag- inn 28. apnl 1983 kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „A Lexical Theory of the Middle Voice in Ice- landic“ og fjallar um miðmynd í ís- lensku. Hann verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla fslands.) Fyrirlestur um tálmynd- ir og átrúnaðargoð í HÍ JULIAN Meldon D’Arcy lektor held- ur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 30. aprfl 1983 kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Tálmynd- ir og átrúnaðargoð í „Tess of the d’Urbervilles" eftir Thomas Hardy og er sjötti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um rannsóknir á vegum heimspekideildar á vormisseri 1983. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háxkóla fslands.) Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. doe HAPPDRÆTTI 83-84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.