Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Hæstiréttur hafnar meginkröfu jarðarinnar Skarðs um landamerki: Nokkrar byggingar og fyrirhugud steinull- arverksmiðja hefðu lent utan Sauðárkróks — ef fallist hefði verið á megin- kröfu Skarðs og Skarðshrepps Kveðinn hefur verið upp í Hæstarétti dómur í landamerkja- máli og var deilt um farveg Gönguskarðsár, sem skiptir lönd- um milli jarðarinnar Skarðs og Sauðárkróks. í málinu gerði Sauð- árkrókskaupstaður þær kröfur að landamerkin við jörðina Skarð miðuðust við núverandi farveg Gönguskarðsár, en til vara að landamerkin miðuðust við farveg árinnar niður undir sjávarmál (frá punkti A' til punkts Y á mynd), en þaðan verði dregin bein lína til sjávar (að punkti merktum Z á mynd). Sækjendur málsins, bóndinn á Skarði og Skarðshreppur, gerðu þær kröfur að landamörk og sveit- arstjórnarmörk yrðu dregin eftir línu sem liggur um punktana A1 B, B1 og að punkti C (sbr. kort), en með því yrðu landamerkin í miðju frystihúsi Sauðárkróks og myndu skera Skagaveginn nýja og Eyr- arveg. Til vara var þess krafist að merkjalínunni frá punkti A1 til sjávar yrði hnikað norður á við eftir áliti Hæstaréttar. Hæstiréttur hafnaði að mestu kröfu Skarðsbóndans og Skarðshrepps og dæmdi að landa- mörkin skyldu vera frá punkti A1 og þaðan eftir farvegi Göngu- skarðsár að punktinum M, en það- an er dregin lína í austur, að sjó og að punktinum X (sjá kort). Deilan um farveg Gönguskarð- sár og þar með landamörk jarðar- innar Skarðs og Sauðárkróks- kaupstaðar reis af því, að árið 1948 lét kaupstaðurinn grafa út sjávarbakka sem áin rann með og var bakinn grafinn beint út til sjávar með þeim afleiðingum að áin rann þar í gegn, en hafði áður runnið talsvert sunnar til sjávar. Þetta var gert án samráðs við Skarðsbóndann. Taldi bóndinn eftir þetta, að reki sem hann hafði nytjar af við árósinn hefði horfið eftir framkvæmdirnar. Ef Hæstiréttur hefði fallist á Á meðfylgjandi korti sést Gönguskarðsá og eni kröfurnar í málinu merktar inn á með brotnum línum. Gönguskarðsá sést lengst til hægri á myndinni. pt >. r v Eyrin vio Sauoarkrok Gönguskarðsárós, eins og hann er á loftljósmynd frá 17. september 1945. A^BB^C — Kröfulína sækjanda A‘RST — Kröfulína verjanda A^X — Dómlína Frumrit þessa uppdráttar er gert af Jónasi Snæbjörnssyni verkfræðingi. Á þetta 2. frumrit, sem gert er eftir Ijósriti af hdskj. nr. 80, er fært eftirfarandi: 1. Stór. stakur steinn eftir uppdrætti Jónasar Snæbjörnssonar. 2. I.ínan Y—Z eftir sama. 3. Línurnar A1—X1 og H—X2 eftir sama. 4. Landamerki milli Skarðs og Sauðárkrókskaupstaðar á Gönguskarðsáreyrum skv. dómi Hæstareftar í hæstaréttarmáli nr. 64/1981. Þetta 2. frumrit er gert í mars 1983 af Ragnari Árnasyni verkfræðingi. Unnið var að því við Suðurhöfnina í Hafnarfirði að koma hinum stórvirku tækjum Hagvirkis fyrir í flutningapramm- anum Drangi. Tækin á að nota til að leggja þriggja kflómetra langan veg fyrir Ólafsvíkurenni. Morgunbladia/ Krútján Einaramn. Vegagerð Hagvirkis hf.: 500 tonn af tækj- um til Ólafsvíkur FYRIR SKÖMMU var skýrt frá því í Morgunblaðinu að nokkur tilboð í gerð vegar fyrir Ólafsvíkurenni hefðu reynst vera nær helmingi lægri en kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins hljóðaði upp á. Hagvirki hf. átti lægsta tilboðið og fékk verkefnið. Tilboð Hagvirkis hljóðaði upp á 36,8 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins var 69,6 millj- ónir. Aðalsteinn Hallgrímsson hjá Hagvirki sagðist ekki vera hissa á því að kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar væri svo miklu hærri en lægstu tilboðin. Hann sagði að kostnaðaráætlunin væri miðuð við þverskurð af þeim tækjum sem verktakar hafa almennt yfir að ráða í landinu. Hins vegar væri Hagvirki með svo fullkomin og stórvirk tæki að þeir gætu unnið verkið á miklu hagkvæmari hátt en forsendur kostnaðaráætl- unar gengju út frá. „Við höfum yfir að ráða vökvaknúnum bor- vagni, stórvirkum ýtum og bílum sem geta flutt upp undir 40 tonn. Þessi tæki hafa verið við Sultar- tanga, en þau eru nú óðum að koma í bæinn og við munum flytja um 500 tonn af tækjum til Ólafsvíkur með Drangi. Við reiknum með að vinna að vega- gerðinni fyrir Ólafsvíkurenni í tveimur áföngum, núna fram í miðjan júní og síðan aftur í haust.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.