Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 Listdansskóli Þjóðleikhússins: Frá æfingu yngri flokkanna á Gæsamömmu, ballett eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, skólastjóra Listdansskóla Þjóðleikhússins, en ballettinn er gerður eftir tónlist Ravels. Ljósm. Mbi.EBB Ánægjan leynir sér ekki á andliti ungu stúlkunnar þar sem hún hendist um loftið. Mbi.EBB „Vinum mfnnm fannst það ekkert púkó þegar ég fór að cfa ballett," sagði Valgarður. Mbi.EBB Þjóðdans, dansaður af eldri nemum Listdansskólans. Mbl.EBB „Fátt er karlmannlegra en góður ballettdansari“ — litið inn á æfingu skólans á nem- endasýningu sem skólaárinu líkur með Kannski, einhverntíma í framtíðinni, eiga þessar ungu stúlkur eftir að ná langt á listabrautinni. Mbl.EBB „ ... og ekki laga ykkur til á sviðinu. Þó þið hafið misst niður um ykkur pilsin, ekki beygja ykk- ur. Þið fuglar. Þið eruö alltof snöggar að strjúka ykkur um mag- ann. Nuddið hann vel og lengi og brosið. Brosið.“ — Það er Ingi- björg Björnsdóttir, skólastjóri, sem gefur yngstu nemendur í List- dansskóla Þjóðleikhússins fyrir- mæli á síðustu æfingu. Krakkarnir sátu í áhorfendasalnum, klæddir í hina og þessa búninga, og fylgdust náið með fyrirmælum Ingibjargar. Það var galsi í þeim eins og oft vill verða þegar hópur krakka kemur saman. Skólaári Listdansskóla Þjóð- leikhússins lýkur með tveimur nemendasýningum í Þjóðleik- húsinu á fimmtudag og laugar- dag klukkan 14.00. Á efnisskrá eru verkin, Gæsamamma, ballett sérstaklega samin fyrir yngri flokkana af Ingibjörgu Björns- dóttur eftir tónlist Ravels en efni dansanna í verkinu er tekið úr hinum og þessum frægum ævintýrum. Þá eru þrír stuttir dansar, fyrir eldri krakka, þjóð- dans, „sjówdans" eða „Úr skemmtanaiðnaðinum" eins og þau kalla hann, og nútímadans fyrir þau elstu. Að lokum er svo dans gerður eftir tónlist De- bussy og nefndur Opus 10 og er hann dansaður af eldri flokki nemenda. Þegar blm. Morgunblaðsins leit inn á síðustu æfingu yngri flokkanna í Listdansskólanum í Þjóðleikhúsinu hitti hann að máli tvo unga drengi og tók þá tali, en eins og kunnugt er virð- ist ekki vera mikill áhugi meðal drengja á ballett. Strákarnir heita, Valgarður Bragason (11 ára) og Jón Ásgeir Bjarnason (10 ára) en Valgarður hefur lært ballett i fimm mánuði og Jón Ásgeir byrjaði síðasta haust í ballettskólanum. Hversvegna fóru þeir að æfa ballett? var fyrsta spurningin sem þeir svör- uðu. Valgarður: Mamma fékk mig til að fara í ballett og ég sé ekki eftir því. Jón Ásgeir: Systur mína lang- aði til að læra ballett og þegar hún fór að læra hann, gerði ég það líka. Mig langaði til að prófa. Og þetta er ágætt. Ég sé heldur ekki eftir því að hafa far- ið að læra ballett. Og hvað segja vinir ykkar um ballettnámið? Valgarður: Stelpurnar eru öf- undsjúkar. Strákunum finnst þetta ekkert púkó. Það vantar samt voða mikið af strákum. En þetta er alveg eins mikið fyrir þá, þó að stelpurnar séu miklu fleiri. Jón Ásgeir: Strákarnir striða mér dálítið. Þeir fara að hlæja og segja að ballett sé bara fyrir stelpur. Og svo spyrja þeir, hvað heldur þú við margar stelpur 1 dag? Finnst ykkur gaman að dansa? Valgarður: Já, og ég ætla að halda áfram í ballett þó ég falli núna. Jón Ásgeir: Nei, mér finnst ekkert gaman að dansa venju- lega dansa en það er gaman að dansa ballett. Hitt. Oj. Finnst þér ballet vera skemmtilegri en t.d. fótbolti? Jón Ásgeir: Nei, ekki skemmti- legri en fótbolti. í örstuttu hléi, sem varð á æf- ingum náðist tal af Ingibjörgu Björnsdóttur, skólastjóra List- dansskóla Þjóðleikhússins, og hún var fyrst spurð út í stofnun skólans. „Skólinn er stofnaður 1952,“ sagði hún. „Fyrir þann tíma hafði ballett mikið verið kennd- ur í einkaskólum víða um bæinn, aðallega klassískur ballett. Ástæðan fyrir því að þessi skóli var stofnaður var aðallega sú að í reglugerð stendur að Þjóðleik- húsið eigi að stuðla að óperu og ballet. Og með það síðarnefnda var eiginlega langskynsamlegast að stofna þennan skóla. Fenginn var danskur maður, Erik Bid- sted, til að veita skólanum for- stöðu en Erik þessi var ballett- meistari hússins. Hann kenndi ballet í sex ár og síðan hafa hinir og þessir verið með skólann, sem of langt mál yrði að telja upp.“ En hvenær tókst þú við skóla- stjórastarfinu? „Ég hef kennt af og til við skólann frá 1964, en það var ein- hverntíma um miðjan síðasta áratug sem ég tók við skóla- stjórastarfinu. Það sem staðið hefur þessum skóla fyrir þrifum alla tíð er húsnæði hans eða réttara sagt húsnæðisleysi. Við notum æfingasal Þjóðleikhúss- ins með leikurunum og íslenska dansflokknum og því getum við ekki byrjað fyrr en seint á kvöld- in að æfa. Þetta hefur takmark- að mjög starfsemi skólans alla tíð.“ Hvenær fer fram nemenda- skráning? „Það eru inntökupróf á hverju hausti og við höfum tekið undan- farið 15 til 20 nemendur hvert haust. Lágmarksaldur er níu ár. Úr hópnum er svo vinsað á vor- in.“ Er eitthvað um að krakkarnir falli á prófi? „Já, það er mikið um fa.ll og þá er grátur og gnístran tanna. Það eru úrtökupróf á hverju vori. Vorslátrun eiginlega." Koma krakkar sem falla aftur í skólann? „Nei, það er ægilega lítið. Þeir falla úr og hverfa, sem er synd því þeir geta farið í aðra ball- ettskóla. Við hér verðum að hafa í huga að við erum að þjálfa börn upp í að verða dansarar. Þetta er engin heilsurækt. Og í gegnum þessi ár hafa fjölmargir farið til annarra landa og unnið þar. Það er ekki fyrr en með stofnun fs- lenska dansflokksins, að at- vinnumöguleikar myndast raunverulega hér á landi fyrir ballettdansara." Hvað sækja margir um inn- göngu á haustin? „Það fer iðulega upp í 60 til 80 manns, sem sækja um á ári. En það eru ekki nógu margir strák- ar. Oft byrja þeir og komast yfir erfiðasta hjallann, en hætta svo loksins þegar þeir eru farnir að geta eitthvað svolítið. Þetta er einhver stórkostlegur misskiln- ingur að ballett sé ekki fyrir stráka, því fátt er karlmann- legra en góður ballettdansari." Og hvernig standa þeir sig, krakkarnir? „Það er alltaf talsverður áhugi enda býður ballettinn upp á góða þjálfun fyrir krakkana þó þeir verði ekki dansarar. En það er óskaplega lítið um virkilega mikla hæfileika. Ballettinn krefst svo mikils, þjóðin er fá- menn og ballettinn aðeins kenndur í Reykjavík og þess vegna er sjaldgæft að finnist stórkostlegir hæfileikar í ballett hér á íslandi. Og þetta er ekki síst spurningin um hæfileikann til að leggja á sig strangt nám og vinna af alhug að ballettdansi. Yfirleitt er þetta þokkalegt fólk, sem hægt er að þjálfa upp i að verða þokkalegir dansarar." Ásamt dönsum eftir Ingi- björgu Björnsdóttur eru dansar eftir þær Ingibjörgu Guðrúnu Pálsdóttur og Láru Stefánsdótt- ur á verkefnaskrá nemendasýn- ingarinnar, en þær eru kennarar við skólann. — ai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.