Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 47 Hjólreiðadagurinn BÚÍSt við metþátttöku á laugardag BÚIST er viö metþátttöku ( Hjól- reiöadeginum 1983, sem haldinn verður á Lækjartorgi á laugar- daginn. Taliö er að minnsta kosti sex þúsund börn muni koma hjólandi á Lækjartorg eftir hádegi á laugardaginn, grunnskólanem- ar úr Reykjavík, Mosfellssveit, Garöabæ, Kópavogi, Hafnarfiröi og frá Seltjarnarnesi. Á Lækjar- torgi munu krakkarnir afhenda söfnunarfé til styrktar uppbygg- ingu sumárdvalarheimilis fatl- aöra barna í Reykjadal ( Mos- fellssveit, en söfnunin stendur nú yfir á öllu höfuöborgarsvæöinu. Á Lækjartorgi mun Davíö Oddsson borgarstjóri taka á móti börnunum, og þar veröur ýmislegt til gamans gert. Lúörasveit Reykjavíkur lelkur, hljómsveltin Iss kemur fram, Pálmi Gunnarsson og Bergþóra Árnadóttir syngja, Þor- geir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson koma fram, allir fá ókeypis gosdrykki frá Vífilfelli, og dregnir veröa út 150 glæsilegir happdrættisvinningar, þar á meðal 11 ný reiöhjól. Hjólreiöafólkiö leggur af staö frá 15 skólum á höfuöborgarsvæöinu kl. 14 á laugardaginn, og veröur hjólaö undir lögregluvernd og meö aöstoö bílstjóra frá Nýju sendibíla- stööinni, félaga úr Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík, Hjólreiðafé- lags Reykjavíkur og fleiri. Á Lækj- artorgi munu félagar úr Svölunum og Kvennadeild Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra taka viö söfn- unarfénu. Holmes varði titilinn LARRY Holmes og Michael Dokes héldu heimsmeistaratitl- um sínum í hnefaleikum um síöustu helgi. Holmes keppti í svokallaöri WBC-keppni, Dokes í WBA-keppninni. Ekki var þó neinn glæsibragur yfir sigrum kappanna — báöir unnu þeir mjög naumlega á stigum. Tim Witherspoon, sem keppti gegn Holmes sagði: „Ég er hinn ókrýndi meistari. Holmes veit aö hann tapaöi.“ Veömál stóöu Holmes 6:1 í hag fyrir slaginn en Tim kom mjög á óvart og geröi næstum út af viö Holmes í ní- undu lotu meö fjórum góðum hægri-handar höggum. Einn dómaranna dæmdi Holmes sigur 111:118, annar dæmdi honum 115:113 og sá þriöji dæmdi Tim sigur — 115:114. Mikiö var baulaö á Michael Dokes eftlr keppni hans viö Mike Weaver, fyrrum meistara. „Ég veit að ég er meistarinn. Ég kom til aö berjast — ég sótti á meðan hann varðist," sagöi Weaver. Stig dómaranna tveggja voru hnífjöfn: sá fyrsti dæmdi 144:143 fyrir Weaver, annar 144:143 fyrir Dokes, en sá þriöji kom mjög á óvart — hann gaf Dokes 145 stig — Weaver 142. Þar meö varö sigurinn Dokes — nokkuö sem margir voru ósáttir viö. • Tim Witherspoon kemur miklu hægri handar höggi á heimsmeistarann Larry Holmes til vinstri. Holmes átti í vök aö verjast í sjöundu lotu, en þá var myndin tekin. Witherspoon þótti standa sig mjög vel í keppninni og sigur Holmes á stigum var umdeildur og mjög naumur. Keppnin fór fram í Las Vegas. • Wolfgang Felix Magath besti maöurinn í leiknum í gærkvöldi skorar eina mark leiksins meö þrumufleyg, sem Dino Zoff róöi ekkert við. Þaö eru Roberto Bettega til vinstri og Marco Tardelli (nr. 8) sem reyna að stööva skot hans. . — fyrsti sigur liðsins í Evrópukeppni meistaraliða vinklinum i horninu fjær. Óverjandi fyrir Zoff. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins voru leikmenn Hamburger miklu betri — og réðu Þjóðverjarnir algerlega hraðanum í leiknum. Italirnir náðu sér alls ekki á strik í fyrri hálfleiknum og menn eins og Tardelli, sem slógu í gegn í heims- meistarakeppninni, beinlínis slakir. Þeir björguðu einu sinni á linu — frá Manfred Kaltz. Leikmenn Hamburger nýttu breidd vallarins mjög vel og gerðu oft harða hrið að ítalska mark- inu. Annars var það Roberto Bettega sem fékk fyrsta færi leiksins. Strax á 7. min. átti hann hörkuskalla á markiö eftir sendingu Tardelli, en Stein varöi frábærlega vel. Þaö geröi hann reynd- ar aftur i hálfleiknum er Cabrini skaut utan úr teig. I síðari hálfleiknum sóttu italirnir mun meira — í upphafi hans tóku þeir öll völd á vellinum. Þeir vildu víta- spyrnu á 73. mín. er Stein ýtti Platini frá er hann hafði vippaö yfir hann og ætlaði að hlaupa áfram, en ekkert var dæmt. Þjóðverjarnir fengu einnig sín færi — Magath lyfti t.d. rétt yfir mark- ið i dauöafæri, og Groh skaut beint á Zoff er hann komst á auðan sjó inn á teig. Sigur Hamburger var mjög sann- gjarn — liðið lék betur þegar á heild- ina er litiö — leikmenn liðsins unnu mun betur en ítalska liðið. „VIO LÉKUM frábæra knattspyrnu — bæöi þegar við sóttum og þegar við þurftum aö verjast,“ sagði Ernst Happell, þjálfari þýska liðsins Hamburger SV, sem í gærkvöldi tryggói sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu er þaö sigraöi Juventus frá Ítalíu 1:0 á Ólympíuleikvanginum í Aþenu. „Við náðum að leika með fullri einbeitingu allan leikinn og allt sem viö ætluöum okkur tókst. Ég sá ekki vel atvikið þegar ftalirnir vildu fá vítaspyrnu — þegar Stein átti aö hafa brotiö á Platini — það var skyggt á útsýnið fyrir mér þá,“ sagói Happell. Þegar Happell var spuróur um dóm- gæsluna sagöi hann að rúmenski dómarinn hefði staðið sig mjög vel. „Dómari er alltaf eins og guð, og ég trúi á guö.“ Giovanni Trappatoni, þjálfari Ju- ventus, sagðist heldur ekki hafa séð atvikiö nógu vel þegar leikmenn hans vildu vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. „Það sló okkur alveg út af laginu að fá markið svona snemma á okkur — og við náðum okkur ekki nógu fljott á strik eftir þaö. „Hamburger sýndi allar sínar bestu hliöar — og við vissum vel við hverju mátti búast við af þeim — en þrátt fyrir það tókst okkur ekki aö vinna.“ Trappatoni var spurður hvers vegna hann hefði tekið Paolo Rossi út af í síðari hálfleiknum. „Ditmar Jakobs hafði hann alveg í vasanum, þannig að Rossi komst aldrei i færi. Ég hélt að Domenico Marocchino gæti frekar skapað usla í þýsku vörninni. Þá var Felix Magath alltof oft óvaldaður á miöjunni á mikilvægum augnablikum — og markið sem hann geröi var stór- glæsilegt og ég held aö skotiö hafi verið algerlega óverjandi.“ Síðan bætti hann við: „Hamburger sigraði — þannig aö þeir voru betra liðið.“ Eins og fram kom var það Felix Magath sem skoraði sigurmarkiö. Það kom strax á áttundu minútu og ekki furða þó það hafi slegiö leikmenn Ju- ventus út af laginu. Þvílíkt mark. Þau gerast varla fallegri. Hann fókk bolt- ann vinstra megin á vellinum — plat- aöi Bettega og óð inn að teig. Þegar þangaö kom lét hann vaða á markið og boltinn söng í netinu alveg efst í Sanngjarn sigur Hamburger Ármann stofnar íþróttaskóla Glímufélagið Ármann hefur stofnað íþróttaskóla, sem félagið starfrækir í íþrótta- og félags- miöstöö sinni viö Sigtún. Sumarmánuðina, júní og júlí, efnir skólinn tl námskeiöa í fim- leikum, leikfimi, glímu, frjáls- íþróttum, knattleikjum og leikjum fyrir 8—14 ára iökendur. Kennarar veröa: Ásta ísberg, Erna Jónsdóttir, Guöni Sigfús- son, Þór Albertsson og Þórir Kjartansson. Hvert námskeið varir í hálfan mánuð, sem þátttakendur geta svo framlengt. Nemendur velja um tímana kl. 9—12 og 13—16 þ.e. þrjár klst. daglega. Hvert nám- skeiö kostar kr. 500 - Systkini njóta afsláttar. Innritun fer fram daglega frá og með þriðjudeginum 24. maí til föstudagsins 27. mai kl. 10.30—12 og kl. 14—16 í Ármannshúsinu viö Sigtún eða í síma 38140. Með þessari starfsemi vill félag- ið veita börnum og unglingum, sem eigi komast i sumardvöl utan- bæjar eða í vinnu í borginni holl viðfangsefni í góöum íþrótta- mannvirkjum hjá valinkunnum íþróttakennurum. Skoðunarferðir eru fyrirhugað- ar. Félagiö álítur að eigi sé nauö- synlegt að starfrækja sumarbúðir utan borgarinnar, þar sem innan hennar eru ágæt íþróttamannvirki sem búa að ýmsu, sem er vert að skoða og læra um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.