Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 55 Robert Nozkk, heimspekiprófessor í Harvard, er einn þeirra frjálshyggju- hugsuða, sem hrífa ungt fólk í okkar dögum. Arnarson gerði forðum. En hvað gerist, ef fleiri menn koma til sög- unnar? Locke setti því frægan fyrirvara. Maðurinn eignast það, sem hann „blandar vinnu sinni saman við“, ef hagur annarra versnar ekki við það. En ef-ið er stórt. Nozick leysir vandann með því að benda á ótvíræða kosti sér- eignarskipulagsins, við það batnar hagur allra, þegar til langs tima er litið. En álitamál eru þó mörg í þessu, og Halldór nefnir bau sum. Ekki setið hjá Síðasta greinin í blaðinu er eftir Jóhannes Gísla Jónsson og er um þjóðskáldið Tómas Guðmundsson. Það fer vel á því, að um Tómas skuli skrifað í blaði um frelsið, því að hann fylgir þeirri mannúðar- stefnu, sem frjálshyggjumenn mega aldrei missa sjónar á. Hann minnir okkur á það, að „hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu", en frjálshyggjan er alþjóðahyggja, skiptir mönnum ekki í hópa eftir litarhætti, efnum, kynferði eða þjóðerni. Hann brýn- ir og fyrir okkur, að ólán heimsins sé þeim að kenna, sem sitji hjá. Menntaskólanemendurnir, sem gáfu þetta blað út, hafa kosið að sitja ekki hjá. Mér finnst merki- legt, að skólafólk skuli sýna þetta framtak. En hitt er enn merki- legra, hvað það skrifar. Blaðið er ekki fullt af óskiljanlegu rugli um kenningar Marx, Engels, Leníns og Maós, eins og öll blöð voru, sem skólafólk gaf út fyrir tiu árum, heldur er það fullt af fróðleik. Það sýnir, að þeir Friedrick Hayek, Milton Friedman, Robert Nozick og aðrir frjálshyggjuhugsuðir eru ekki að sá í grýtta jörð. Skæðasti fjandmaður frjálshyggjunnar á okkar dögum er líklega vaninn, en gömlu fólki hættir til að slást í för með honum, það getur ekki hugsað sér að breyta og bæta, það gránar í anda. Þetta unga fólk er blessun- arlega laust við vanann, það þorir að hugsa, rísa upp gegn vananum, setja spurningarmerki við við- teknar skoðanir. Smám saman er liturinn á pennunum að breytast úr rauðum í bláan, smám saman er gagnbyltingin í hugmynda- heiminum að takast. naglföst í kirkjum víða um Dan- mörku, og í gangi má líta nokkur uppköst af glerskreytingum fyrir kirkjur. Allmikill hluti þessarar sýningar mundi flokkast undir kirkjulist, því að listamaðurinn hefur verið afar framkvæmda- samur einmitt á því sviði. Sven Havsteen-Mikkelsen er dæmigerður málari fyrir visst tímabil í myndlist á Norðurlönd- um. Hann einfaldar fyrirmyndir sínar bæði í lit og formi, og hann gæðir yfirleitt bestu verk sín miklum ljósrænum krafti, ef svo mætti að orði kveða. Það er að jafnaði mikið drama í þessum verkum, sem unnin eru í olíulitum, og hann nær þeim seiðandi nor- ræna þunga, sem skapar þá dul- rænu tilveru, sem við ein þekkjum, sem fædd erum í þessu einkenni- lega andrúmslofti. Hann gerir þetta stundum f örfáum lita- tónum, sem oft vilja verða nokkuð þungir, en hafa samt sitt seið- magn. Af slíkum verkum Sven Havsteen-Mikkelsen er ég gagn- tekinn á stundum og allt þetta tímabil í norrænni myndlist álít ég að hafi verið vanmetið oft á tíðum, bæði af mér sjálfum og mörgum öðrum. Ef til vill er hér á ferð framlag til sjálfrar heimslist- arinnar sem norrænum þjóðum hefur ekki tekist að koma til skila, en haldið sig hafa haft annað að bjóða sem í mörgum tilfellum féll betur í rás tímans hverju sinni: Hvað um það, þetta er heiðarleg myndlist, sem hvergi gæti verið upprunnin nema í því andrúms- lofti, sem hún hefur orðið til í. Meira er vart hægt að segja. Persónulega er ég mjög ánægð- ur með flest það sem á þessari sýningu er. Hún er vönduð og gef- ur góða mynd af listamanni, sem hefur verið trúr uppruna sínum og lífsferli. í þessum verkum má finna staðfestu og umhyggju fyrir hinu hreina málverki. Það má vel vera, að hægt sé að finna enn betri málara á Norðurlöndum en Sven Havsteen-Mikkelsen, sem málar í sama dúr. Það breytir engu um það, er ég hef sett hér á blað. Auð- vitað er hér um mínar persónu- legu skoðanir að ræða, en ég hef haft afar mikla ánægju af þessum verkum. Norræna húsið á þakkir skilið fyrir að hafa fengið þessa sýningu til landsins, og ég ætla að vona, að fleiri en ég hafi ánægju af þessum verkum, sem mér finnst sérlega vel valin og mjög smekklega varð- veitt, hrein og fáguð í sérlega góðri innrömmun. Valtýr Pétursson er hnitmiðað og ekki sæst á neitt minna en fullkomna myndsýn. Auðvitað má segja að Cat People byggi á veikum grunni hvað varðar söguþráð, það er að láta fólk breytast í hlébarða í tíma og ótíma. En slík eru meistaratök tækniliðsins að slíkt gleymist. Maður stendur bókstaflega á öndinni þegar John Heard (Oliv- er Yates) leggst með hinni un- aðslegu Natassia Kinski (Irene Gallier) og hyggst veita henni blíðuhót vitandi að á hverri stundu getur mannshamurinn sprungið utan af stúlkunni og tryllt villidýrið læst klónum. Það eru aðeins meistarar sem geta gert svo lostafullar senur hrylli- legar og óspennandi kynferðis- lega. Samt myndi ég ekki kalla þessa mynd hreinræktaða hryll- ingsmynd, fremur stúdíu I ham- skiptum þar sem stöðugt er varpað fram spurningunni: Er maðurinn dýr eða dýrið mennskt? Raunar er það ekki bara kvikmyndatakan og hin mynd- rænu bellibrögð sem hefja Katt- arfólkið hátt yfir flestar hryll- ingsmyndir sem ég hefi augum litið. Svo hátt að hún grípur í skottið á ljóðlínu Frederico García Lorca sem hljómar svo í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar: „Rauð í faxi rótin,/rista niður fótinn,/Silfursax í auga." Tónlistin er svo mögnuð að það má segja að andrúmslofti mynd- arinnar sé stýrt með hennar til- styrk. Má þar greina hljóma úr smiðju meistara Bowie en einnig ljóðlínur sem borist hafa frá aldagömlum samfélögum frá þeirri tíð er svartir hlébarðar reikuðu um jörðina rymjandi í leit að kjöti manna og dýra. Það er raunar fánýtt að lýsa frekar mynd sem þessari, því menn út- skýra ekki ljóð. En þótt mynd þessi geti virkað sem máttugur söngur á þroskaða áhorfendur þá gæti hún stungist ónotalega í miðtaugakerfi óharnaðra ungl- inga, svo nákvæmlega er lýst mannáti og öðru sem fylgir óhjákvæmilega lífi veru sem er að hálfu maður og að hálfu svartur hlébarði. Margsögð orð öðlast líf Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ingibjörg Haraldsdóttir: ORÐSPOR DAGANNA. Mál og menning 1983. Ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur í Orðspor daganna eru persónuleg, nakin og varnarlaus, en sækja ein- mitt styrkleika sinn í einlægnina. Ljóðin segja sögu konu í framandi landi, heimkomu hennar til ís- lands og daglegu lífi í Reykjavík. Lítil svört stef heitir eitt ljóðanna og hefst á þessum orðum: I Hverjum koma þau við þessi Ijóð sem maður yrkir? Hvern snerta þau á flugi um svartan himin? Hvar hafna þau að lokum ein og dáin? f öðrum hluta er því lýst hvern- ig sú sem yrkir gengur um stofuna „hring eftir hring og innan hringsins/ er angist mín/ utan hans: bækur, myndir blöð,/ söngur ókunnra sálna". Ljóðinu lýkur á eftirfarandi hátt: ' iii Við eigum ekkert ekkert nema okkur sjálf og margsögð orðin notuð aftur og aftur meðan stríðið kólnar af augljósum ásUeðum sem liggja ekki á lausu. En margsögð orð öðlast líf í ljóðum Ingibjargar Haraldsdótt- ur. Það sem er sársauki skáldsins er einnig kvöl annarra manna. í Eftirmála sem er greinilega skiln- aðarljóð er þannig komist að orði: Ingibjörg Haraldsdóttir Ástina þekkti ég sæluna sársaukann þekkti ég. Þig sem ég elskaði þekkti ég ekki. Ingibjörg Haraldsdóttir notar ekki stór orð. Skýrleiki myndanna er áberandi og lágvær hrynjandi. Mörg þeirra eru trúverðug, en að vísu misjafnlega heppnuð eins og gengur. Ingibjörg kýs að yrkja um söknuð, en líka gleði. Hún yrkir um heim barnsins þar sem allt er ný uppgötvun, ævintýri. Hún yrkir um konuna sem vill vera sterk, þolir ekki seinagang samtíðarinn- ar og birtir eins konar stefnuskrá í ljóði sem nefnist Lífið: bg vil ekki yrkja um dauðann nagandí vissuna tómið og myrkrið moldina vatnið og maðkana nei ekki það ekki dauðann. Leyfðu mér heldur að yrkja um lífið í augum þínum. Samt yrkir hún um dauðann í Til þín — löngu síðar sem fjallar um fall manns af fimmtu hæð. Og hún þýðir nokkur „grimm" ljóð eftir skáld frá spænskumælandi löndum, meðal þeirra eru Pablo Neruda frá Chile og Nicalás Guill- én, þjóðskáld Kúbumanna. Þetta er skáldskapur í anda hinna miklu félagslegu átaka í þessum löndum, - oft eins og óp, en víða búinn áleitnu skáldlegu lífi. Það fer heldur ekki milli mála að spænskumælandi skáld hafa haft gildi fyrir Ingibjörgu Haralds- dóttur þótt ákaflyndi þeirra hafi ekki að marki sett spor sín á ljóð hennar. Nicolás Guillén er að vísu margrómað skáld og dýrkað á Kúbu, en alltaf hefur mér þótt boðskapur hans sem einkennist mjög af reiði og hatri vera of stað- bundinn til að orka á fleiri en samherja heima fyrir. Lítum til dæmis á þetta, að vísu innan sviga: „(Með hamrinum lem ég og lem!/ Með sigðinni sker ég og sker!)“ Þessi tákn hafa misst gildi sitt. Ádeila sem hittir í mrk er aftur á móti Jörðin er fylgihnöttur tunglsins eftir Leonel Rugama frá Nicaragua, en í því ljóði er gerður samanburður á kostnaði við tungl- ferðir Bandaríkjamanna og fá- tækt fólksins í Acahualinca. Kafka við Hringbraut Leiklist Ólafur M. Jóhannesson KAFKA VIÐ HRINGBRAUT: Einþáttungur: Skýrsla flutt aka- demíu. Höfundur: Franz Kafka. Stúdentaleikhúsið — Sumarleik- hús í Félagsstofnun stúdenta. Undirritaður hefir ætíð haft lúmskt gaman af skrifum furðu- fuglsins Franz Kafka sem eirði mest alla sína hundstíð inni á andfúlli skrifstofu í Prag sem tryggingarlögfræðingur sem flaug hærra í frístundum en flestir aðrir og hlaut þó aldrei listamannastyrk. Undirritaður hoppaði því hálfa hæð sína er hann frétti af því að til stæði að sýna einþáttung uppí Félags- stofnun stúdenta — einþáttung er byggði á texta úr fórum Franz Kafka, þetta reyndist rétt vera. Stúdentaleikhúsið stóð fyrir sýningunni og er hún einn liður í sumardagskrá þess þar sem boð- ið er uppá listatrimm af ýmsum toga. Þannig var samhliða ein- þáttungnum boðið uppá nútíma- tónlist sem fellur utan verksviðs undirritaðs. í viðtali við Rúnar Guð- brandsson, hinn eina og sanna flytjanda Kafka-einþáttungsins í einu dagblaðanna fyrir nokkru, farast Rúnari svo orð um verkið, Skýrsla flutt akademíu: „Þetta er upphaflega smásaga um apa sem flytur fyrirlestur í háskóla ... Fyrirlesturinn fjallar aðal- lega um menntun og þroska og til hvers við lærum ... Um leið er hann að vissu leyti ákveðin þróunarsaga mannsins. Þetta er mjög margræður fyrirlestur og er imprað á ýmsum hugmynd- um.“ Þar rataðist Rúnari Guð- brandssyni rétt orð á munn því svo djúphugsaður er fyrirlestur mannapa þessa, að ég hefði kosið að sjá einþáttunginn á myndseg- ulbandi bara til að stúdera betur innihaldið. Þá tel ég Rúnar það frambærilegan í hlutverki hins hálfsiðaða apa — burtséð frá nokkrum taugapirringi á fyrstu mínútunum — að einþáttungur- inn eigi erindi inn í skóla lands- ins. Af hverju ekki að vekja skólakerfið svolítið úr dróma með því að færa þangað nýstár- legar hugmyndir í frumlegum búningi listamanna? Við kenn- ararnir erum því miður flestir hverjir löngu mosavaxnir í vit- und nemendanna og lítt til þess fallnir að vekja upp spurningar varðandi hina miðlægu hug- mynd alls skólastarfs: menntun- ina. Og þar sem við höfum nú eignast alvöru menntamálaráð- herra á ný, er þess von að listin gleymist ekki alveg í mennta- kerfinu. Ég sagði fyrr í grein að Rúnar Guðbrandsson hefði verið nokk- uð taugaóstyrkur á fyrstu mín- útum einþáttungsins. Þessa óstyrks varð ekki vart er líða tók á verkið og fór þá saman skýr framsögn, fullt minni á texta nema eitt andartak sem hnotið var um smáorð og þokkalega út- færð mimik. Einnig var gervið prýðilegt og sviðsmyndin frum- legri en oft í stóru atvinnuleik- húsunum. Þá var ákveðinn ferskleiki yfir þessari sýningu. Ferskleiki sem ég held að gæti smitað út frá sér í atvinnuleik- húsunum ef þau biðu uppá dag- skrár með ungum leikurum. Dagskrár þar sem leikararnir fengju alfarið að ráða efnisvali og það ekki kunngert fyrirfram. Það er nefnilega oft þannig með leikhús og bíó að gestir setjast í ákveðnar stellingar á sýningum bundnir þeirri mynd sem fjöl- miðlar hafa þegar dregið upp af því sem sýna skal. Slíkt kemur oft í veg fyrir að menn geti notið sem börn af hjartans lyst — þess sem boðið er uppá í menningar- lífinu. Ég held að það sé engin hætta á að sumarleikhúsið í Fé- lagsstofnun stúdenta festi menn þannig í tjóðurband viðtekinna hugmynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.