Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 4
4 Jean Paul Colonval, þjálfari Víkings, og Ogmundur Kristinsson, markvörður liðsins og fyrirliði, leika sér með knöttinn á Garðaflöt við Hæðargarð. Hvalreki að fá lið eins og Stuttgart í heimsókn — segir Jean Paul Colonval þjálfari Víkings. Hann telur Arnór, Lárus og Asgeir hafa verið í hópi sterkustu leikmannanna í belgísku knattspyrnunni Skömmu áður en keppnistíma- bilið hófst hérlendis í vor kom Bel- gíumaðurinn Jean Paul Colonval til starfa hjá Víkingi. Hann er 43 ára að aldri, margreyndur sem leik- maður með félögum í Belgíu, þar á meðal hjá Standard Liege, og eitt áríð varð hann markakóngur í bel- gísku 1. deildinni. Er hann hætti sjálfur að keppa hóf hann að þjálfa og sem slíkur hefur hann náð góð- um árangri. Auk þessa hefur hann verið með þætti f útvarpi og sjón- varpi í Belgíu og skrifað fasta þætti í blöð og tímarit. Hann gjörþekkir þvi til knattspyrnunnar á megin- landi Evrópu og í stuttu spjalli var hann beðinn að segja álit sitt á þeim íslenzku leikmönnum, sem leika eða hafa leikið í Belgíu. „í heildina er óhætt að segja, að íslenskir knattspyrnumenn hafa frábært orð á sér í Belgíu og sömu sögu er að segja frá V-Þýzkalandi“ sagði Jean Paul Colonval. „Asgeir lék frábærlega með Standard Liege og fólk dáðist að honum, ekki að- eins sem leikmanni, heldur einnig sem persónu. Hann kom kornung- ur til Belgíu, kunni ekki málið og þekkti engan. Hann lét það þó ekki á sig fá og var fljótur að aðlagast hinum framandi aðstæðum, sem segir bezt hve heilsteyptur hann er. Hann hugsaði um vinnu sína og framtíð, hann hafði metnað sem til þarf og lét ekki undir þeim rnikla þrýstingi, sem óneitanlega fylgir þvi að vera I sviðsljósinu hjá frægu félagi. Ég tel bæði Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen hafa verið í hópi 11 beztu leikmannanna í bel- gisku knattspyrnunni. Þjálfari Lokeren er einn bezti vinur minn og hann hefur alltaf sagt, að Arnór væri frábær leikmaður. Honum svipar á margan hátt til Ásgeirs Sig- urvinssonar. Salan á Arnóri til Anderlecht sýnir vel hve Arnór er Sækjum ferðahópa til Reykjavíkur Aöur fyrr buðum við stórliðum á hestbak og unnum svo! Hestaleigan Laxnes Mosfellsveit Sími 66179 Kæf a r nosann Loftræ stina í qrasi ð Erum rr beö og eyöa mi Sandur moldinc hana frí Einnig 1 fyllingai í ýmsur íeö sand í garöa til aö osa. þurrkar \ og gerir skari. fyrirliggjandi refni og möl n stæröum SAND- OG MALARSALA ^ ww L SÆVARHOFDA 13 - StMI: 81833 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.