Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 13
13 laust besti þjálfari sem ég hef haft. — Hver var fyrsti leikurinn þinn með Víkingi? — Sú stóra stund rann upp seint í íslandsmótinu norður á Akureyri, er við mættum KA. Ég fékk óska- byrjun, skoraði fljótlega í leiknum og það hjálpaði mér mikið. Við unnum þennan leik og ég var fasta- maður í liðinu út sumarið. Eftir- minnilegasti leikurinn þetta sumar var tvímælalaust leikurinn við KR, síðasti leikur mótsins. Ég hugsaði um það eitt að vinna fyrir Víking, tilfinningar komu þarna ekkert inní. Við urðum að vinna og það tókst. Mér tókst að skora fyrra markið og leggja upp það seinna í 2:0 sigri Víkings. Það var mikil gleði hjá mér eftir leikinn, að verða loks íslandsmeistari. Jafnasta liðið í fyrra — Þú hefur verið ákveðinn í að halda áfram með Víkingi árið eftir? — Já, alveg hundrað prósent á- kveðinn. Ég var hrifinn af knatt- spyrnunni sem Víkingur lék og mjög ánægður með Youri þjálfara. Okkur tókst að halda titlinum og það er mjög erfitt. Ég tel að við höf- um unnið mótið á því að tefla fram heilsteyptasta og jafnasta liðinu og það slapp í mótinu án verulegra meiðsla — Nú skoraðir þú ekki mikið af mörkum í fyrra, hefur þú verið gagnrýndur fyrir það? — Nei, enda er ég þannig spilari að ég kem mikið aftur og reyni að skapa færi fyrir aðra, t.d. miðju- mennina. Einnig reyndi ég að skapa tækifæri fyrir hina miðherjana, Lárus og síðan Heimi. Þeir eru svipaðir spilarar að mínu mati, báðir gegnumbrotsmenn. — Nú hefur þú farið í nokkrar keppnisferðir með Víkingi. Hver er eftirminnilegust? — Keppnisferðin til Rússlands var mjög eftirminnileg, það var lífs- reynsla að fara þangað. En ferðin til Spánar í fyrra var enn eftirminni- legri og leikur okkar við Real Soci- dad í Evrópukeppninni er stærsta stundin í lífi mínu sem knattspyrnu- manns. Víkingsliðið lék af mikilli skynsemi í þessum leik og baráttan var ótrúleg. Við gátum borið höf- uðið hátt þrátt fyrir 3:2 tap og ekki spillti það fyrir ánægjunni hjá mér að mér skyldi takast að skora annað markið. Spánverjarnir sögðu við okkur eftir leikinn að engu spænsku félagi hefði tekist að skora mark á þessum velli gegn Real í heilt ár á undan þessum leik. Real var að mínu mati mjög sterkt lið, enda komst það í 4-liða úrslitin og tapaði þar naumlega fyrir Hamburger. Ef við hefðum gert okkur grein fyrir því strax í leiknum gegn Real hér heima að við ættum möguleika hefði við átt að geta náð jafntefli eða jafnvel unnið ef heppnin hefði verið með okkur. Mörg skemmtileg verkefni í sumar — Að lokum Sverrir, hvernig líst þér á sumarið? — í sumar eru ný viðhorf. Vand- ræði með þjálfara sköpuðu óvissu og núverandi þjálfari kom því seint. Hann starfar öðru vísi en Youri og við höfum ekki kynnst honum nema lítillega. En hann hefur hug- myndir, sem mér líst vel á. Það verð- ur alltaf erfiðara og erfiðara að verja titilinn en það ætti að geta tekist. Það verður við mörg skemmtileg verkefni í sumar. Stutt- gartleikurinn verður eflaust skemmtilegur, enda liðið á heims- mælikvarða. í haust tekur svo Ev- rópukeppnin við. Draumurinn er að dragast á móti liði frá Kýpur eða Möltu og eiga möguleika á að kom- ast í 2. umferð. Ef ekki, þá Liver- pool, það væri happdrættisvinn- ingur að fá það lið. mjög efnilegir strákar sem eiga eftir að gera það gott fyrir Víking. Þá er ég ánægður hve margir góðir leik- menn hafa komið upp úr 4. flokki frá Bjarna Gunnarssyni — leik- menn eins og Stefán Pálsson, Ólaf- ur Ólafsson og Elmar Gislason. Allt framtíðarleikmenní' Hvernig hefur þú byggt upp æfingarnar? „Við höfum æft frá í marz — byrjuðum þá að hlaupa úti. Notuð- um þessa leiðinlegu mánuði til þess að hlaupa. Þegar hægt var að nota bolta, þá byggði ég æfingar að sjálfsögðu mest í kringum knött. Ég hef að hluta notað æfingar frá Youri Sedov — sérstaklega bolta- æfingamar, sem eru mjög góðarí* Nú lékst þú um árabil í Þrótti. Hvernig hefur þér líkað dvölin hjá Víkingi? „Mér hefur likað mjög vel — ég fór til Víkings til þess að reyna fyrir mér annars staðar og þá sérstaklega til þess að kynnast æfingum hjá Youri Sedov. Ég hef áhuga á að mennta mig meira í þjálfun. En það verð ég að segja að aðstaðan hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum — og hún er félaginu fjötur um fót. En menn gera eins vel og þeir geta — meira er ekki hægt að fara fram á“ Knattspyrnuskóli Víkings 1983 Enn á ný verður hinn geysivinsælí knattspyrnuskóli Vikings starf- ræktur í sumar. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og skiptist í tvo hópa, annar hópurinn er frá 10-12, en hinn frá 1-3. í hverjum hóp verða 20 drengir og stúlkur, og verður þeim svo skipt í smærri hópa á æfing- um. Námskeiðin verða sem hér segir: 1. námskeið 30. maí til 10. júní 2. námskeið 13. júni til 24 júní 3. námskeið 27. júní til 8 júli 4. námskeið 11. júlí til 22. júlí 5. námskeið 25. júlí til 5 ágúst 6. námskeið 8.ágúst til 19 ágúst Leiðbeinandi verður Stefán Konráðsson iþróttakennari sem kenndi við skólann í fyrra með góðum árangri. Jean Paul Colonval þjálfari meistaraflokks mun gefa góð ráð. Á námskeiðunum er farið í grunnatriði knattspyrnunnar, tækni og skilning og farið í knattþrautir. Til aðstoðar við kennslu er notað mynd- band. Á hverju námskeiði verður keppt við aðra knattspyrnuskóla. Verð á hverju námskeiði er kr. 400.-, og greiðist við innritun i félags- heimili Víkings við Hæðargarð. Knattspyrnudeild Víkings. > BUSHMAN Sagir, sem ætlað er aö endast! jn ■' V .• • •>> m ** _____ V-t ... Vc,*t . Allar EIA BUSHMAN sagir eru framleiddar úr kaldhertu sænsl Sagarblöðin hljóta sérstaka meöferó, þannig að þau ryóga ekk Handföngin eru sérhönnuð svo aö besta og þægilegasta handt MiÓaö við gæði, eru EIA BUSHMANj^gir ódýraf. Veldu EIA BUSHMAN — viljirðu góða sög. Söluumboð um land allt h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.