Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 9
ANDROPOV: Eiginkonan er raunar gyðingaættar. Andropov þjarmar að gyðingum Gyðingar í Sovétríkjunum eru nú um 2,3 milljónir. Kjör þeirra hafa löngum verið heldur bágborin, og ekki hefur brugðið til hins betra í mál- efnum þeirra, eftir að Yuri Andropov komst til valda í nóvember sl. í apríl sl. hófst í Sovétríkj- unum herferð gegn frekari flutningum gyðinga til ísraels og jafnframt áróðursstríð gegn ísrael. Sérstakar and- zíonistanefndir hafa verið settar á fót um öll Sovétríkin og dagblöð og sjónvarp flytja nú reglulega greinar og þætti um „ógnir zíonismans". Yakov Fishman rabbíi við samkunduhúsið í Moskvu er æðsti fulltrúi gyðingdóms í Sovétríkjunum. Hann hefur fallizt á að taka virkan þátt í þessari baráttu. Hann sagði nýlega eftirfarandi í útvarps- þætti um málefni gyðinga: „Ég er sovézkur borgari og að- ili að sovézku friðarnefndinni og því geri ég skyldu mína með því að ganga í and-zíon- istahreyfinguna." Hann talaði um að reyna „að beina á rétta leið þeim, sem hafa villzt, og að róa þá, sem orðið hafa óðir.“ Rabbíinn sakaði ísra- elsmenn um að „fara sömu braut og nazistar á sínum tíma“. Nú hefur nálega tekið fyrir allan brottflutning gyðinga frá Sovétríkjunum. Tæplega 100 fluttust úr landi í apríl sl. en um miðbik 8. áratugarins fluttust að jafnaði 3000 gyð- ingar frá Sovétríkjunum í hverjum mánuði. Eftir að Vesturveldin hófu harða gagnrýni á sovézk yfir- völd fyrir innrásina í Afgan- istan árið 1979 var skyndilega breytt um stefnu gagnvart þeim, sem vildu flytjast frá Sovétríkjunum. Eftir valda- töku Andropovs hefur nálega öllum hliðum verið lokað. Hin harðvítuga stefna gagnvart gyðingum í Sovét- ríkjunum kemur dálítið und- arlega fyrir sjónir í ljósi þess, að eiginkona Andropovs er gyðingur. Hann er þó ekki einn sovézkra leiðtoga um að hafa valið sér kvonfang af gyðingaættum. Brezhnev flokksleiðtogi sagði eitt sinn, að hann og samstarfsmenn hans gætu ekki verið gyðinga- hatarar vegna þess að flestir ættu þeir konu af gyðingaætt- um. í þeim hópi eru Viache- slav Molotof, fyrrum forsæt- isráðherra, Andrei Andreyev, sem sæti á í miðstjórn flokks- ins, Voroshiloff marskálkur og Nicholai Podgorny, en þeir gegndu báðir forsetaembætti í Sovétríkjunum. — LAJOS LEDERER MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 57 „ Viö erum ad drepa börnin okkar... Nú þegar barnadauöinn hefur aldrei verid minni... eru mord ordin helsta dánarorsökin meöal smábarna — GLÖTUD ÆVIÁR — AWDLÁT—— Lili Marlene er orðin munaðarlaus í síðari heimsstyrjöldinni kyrjuðu hermenn bandamanna iðulega lagið um „Lili Marlene" sem raunar var samt þýzkt eins og erkifjendur þeirra. Sá sem orti ljóðið var einnig Þjóðverji, Hans Leip að nafni, en hann lézt nú fyrir skömmu að heimili sínu, Fruhwilen í Sviss, 89 ára að aldri. Leip var ýmislegt til lista lagt og var kunnur rithöfundur, mál- ari og svartlistamaður. Hann fæddist í Hamborg og faðir hans var hafnarverkamaður. I fyrstu lagði Leip stund á sjómennsku og sundkennslu, en sneri sér síð- ar að blaðamennsku og svartlist. Leip skrifaði nokkrar skáld- sögur, smásögur, gamanleikrit, ljóð og sjálfsævisögu. Hann hlaut skáldsagnaverðlaun þau sem kennd eru við Thomas Mann fyrir sögu sína Godekes Knecht eða Þjónn Godekes. Síðar hlaut hann prófessors- nafnbót í listum og vísindum í Hamborg, og vann hann þá að myndskreytingum og litprent- unum um hið sígilda viðfangs- efni — ástina. En það virðist samt hafa verið ljóðið um Lili Marlene, sem varð mönnum ást- fólgnast af öllu því sem hann gerði. Leip hóf gerð þess í Berlín ár- ið 1914, en lauk því ekki fyrr en 1937. Hann var þá hermaður og sagðist hafa verið með herdeild sinni í Berlín, þegar fyrstu hendingarnar urðu til, og hafa átt þar tvær vinkonur — aðra að nafni Lili og hina Marlene. Lili var dóttir kaupsýslu- manns í Berlín, en Marlene var hjúkrunarkona í hernum. Leip kvaðst hafa ort þrjú fyrstu er- indi ljóðsins, en hann stóð á verði undir ljóskeri í borginni en fullgerði það ekki sem fyrr er sagt fyrr en 1937. Norberg Schultze samdi lag við ljóðið, en það sló ekki strax í gegn. Laginu var útvarpað til bandamanna i Norður-Afríku í áróðursdagskrá frá Þjóðverjum. Það skipti þá engum togum, að lag og ljóð náði hylli þeirra á svipstundu, og segja má að bandamenn hafi slegið eign sinni á þetta hugljúfa afsprengi Þjóðverjanna. Kunn þýzk söng- kona flutti ljóð og lag í hinni upphaflegu útgáfu, en flestir þekkja þó þennan óð frá stríðs- árunum í seiðandi og mögnuðum flutningi þýzku söngkonunnar Marlene Dietrich. DIETRICH: minnisstæðasti flutningurinn. SKILNAÐARMÁL Dagsverk að tíunda eignirnar Það tók réttinn heilan dag að gera lista yfir hin stórkostlegu auðæfi Mohammed al-Fassi fursta en trúlega mun það taka konuna hans fyrrverandi eitthvað lengri tíma að rukka inn þá rúmu tvo milljarða ísl. kr., sem hann skuldar henni. Það var dómari í Los Angeles, sem úrskurðaði, að furstinnunni Dena al-Fassi, sem er raunar belgísk að þjóðerni, bæri helmingur eignanna samkvæmt kalifornískum lögum vegna þess, að þau hefðu verið búsett í Los Angeles. Furstinn býr nú í Saudi-Arabíu ásamt fjórum eiginkonum sín- um öðrum, tveimur börnum þeirra Denu og tveimur kjörbörnum þeirra. Aldrei fyrr hefur eins miklum ósköpum af pen- ingum verið skipt milli hjóna við skilnað, en furstinnan lét sér þó fátt um finnast. „Peningarn- ir skipta mig ekki rnáli," sagði hún. „Það, sem mér er efst í huga, er hvernig ég get fengið börnin mín aftur. Ég hef ekki séð þau í átta mánuði." Dómstóll í Florida hafði fyrr kveðið á um að þau hjónin hefðu bæði fullan rétt til að umgang- ast börnin en furstinn sinnti því engu þegar hann fór til Saudi-Arabíu í október sl. að boði frænda síns, Fahd konungs. Rétturinn í Los Angeles bætti því þess vegna við úrskurðinn, að furstinn hefði engan rétt að svo komnu til að hafa börnin hjá sér. Furstinnan fær nú í fyrstu umferð umráð yfir því, sem eftir er af stórhýsi hjónanna við Sunset Boulevard, en það var metið á rúmar 140 milljónir ísl. kr. Hún býr nú í gestahúsinu því að villan stórskemmdist í eldi og er talið, að einn nágranni þeirra hjóna hafi kveikt í því í ofsabræði yfir fádæma smekkleysi furstans. Hann hafði nefni- lega látið mála allt húsið skærgrænt og mynda- stytturnar í garðinum, sem voru í grískum stíl, vorur allar málaðar í hörundslit. Brunatryggingin, um 40 millj. ísl. kr., fellur að sjálfsögðu í hlut furstinnunnar en annað verður líklega torsóttara í greipar furstans. Þar á meðal eru flugvélar, stór skemmtisnekkja, 38 bílar, 26 hross, dýragarður í Saudi-Arabíu, villur í Sviss og á Spáni og a.m.k. fjögur hús í Bandaríkjunum. Lögmaður furstinnunnar, hjónaskilnaðarsér- fræðingurinn Marvin Mitchelson, viðurkennir, að verkið sé erfitt en segir, að allt verði reynt með málshöfðunum í öðrum ríkjum Bandaríkjanna og utan þeirra. „Ég er vongóður um, að við náum þessu öllu á endanum," sagði hann. Furstinnan, sem er 24 ára að aldri, hitti Mo- hammed al-Fassi fursta þegar hún var 15 ára gömul skrifstofustúlka í London. — CHRISTOPHER FRANCISCO mmÁ NÆSTA LEITI „Afrit“ af afkvæminu Tæknilegri getu manna til að fjarlægja eða koma fyrir frjóvguðu eggi hefur fleygt svo fram, að brátt hillir undir, að fólk geti ákveðið það fyrir- fram hvort það eignast son eða dóttur. Þessi framtíðarsýn vekur hins vegar upp ótal spurningar um siðferðileg efni, sem enn hefur ekki verið svarað. Við tilraunir á nautgripum, sem farið hafa fram við há- skólann í Colorado í Banda- ríkjunum, hefur tekist að finna hvort nýfrjóvgað egg kemur síðar til með að verða nautkálfur eða kvígukálfur og hefur sú uppgötvun mikla fjárhagslega þýðingu fyrir mjólkurbændur, sem hafa lítil not fyrir bolakálfana. Þegar frá þessu var skýrt á ársfundi Bandaríska vísindafélagsins í síðasta mánuði, urðu um það miklar og heitar umræður hvort það væri siðferðilega rétt að beita sömu aðferð þeg- ar fólk ætti í hlut. „Við höfum fundið aðferð til að skera frjóvgað egg til helm- inga,“ sagði dr. George Seigel, prófessor, sem hafði orð fyrir visindamönnunum, „og erum raunar þegar farnir að veita bændum þessa þjónustu. Við skoðum annan egghelminginn og finnum hvers kyns hann er, og ef bóndinn er sáttur við kynið, græðum við hinn helm- inginn í kýrlegið. Þetta gerir bóndanum líka kleift að ala miklu fleiri kálfa undan sömu gæðakúnni." Dr. Seigel sagði, að kyn- greiningin yrði þá fyrst full- komin þegar unnt reyndist að finna kynið á sjálfu sæðinu og spáði hann því, að það tækist innan fimm ára. „Núverandi aðferð er ekki nógu góð en hún verður brátt endurbætt. Það verður e.t.v. bannað að beita henni við mannfólkið en þó er augljóst, að hún gæti stórlega dregið úr fólksfjölguninni," sagði hann. Fæstir geta gert sér grein fyrir möguleikunum sem þess- ari tækni fylgja. Einn er t.d. sá að leyfa öðrum egghelm- ingnum að verða að kálfi en geyma hinn í frysti til að nota síðarmeir. Þegar kálfurinn væri orðinn að kú mætti taka síðari egghelminginn, koma honum fyrir í legi kýrinnar, sem bæri þá kálfi, sem væri alger eftirmynd af henni sjálfri. Þannig gætu bændur hreinræktað kúastofninn, haft sömu Búkolluna á hverjum bás en þó á ýmsum aldri. Dr. Seigel sér fram á að hægt verði að búa til mörg eintök af sömu skepnunni með því að skipta um sjálfa erfða- vísana í frumunum. „Ef þú skapaðir skepnu, sem þér líkaði við, þá gætir þú bara „afritað“ hana eins oft og þú vilt,“ sagði hann. — JOYCE EGGINTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.