Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 81 Kaupmannahöfn: „Islandsk-Dansk Service“ Norrænt mót meinatækna Kaupmannahöfn. 25. júní. FYRIRTÆKI, sem heitir Is- landsk-Dansk Service er nýstofnað hér í Kaupmannahöfn af Ejlif Jensen, Bogtrykkervej 28. Ejlif Jensen, sem talar íslenzku mjög vel, starfaöi hjá SAS, en flutt- ist til íslands med íslenzkri konu sinni 1972, vann þar fyrst við skipasmíðar, þá sem kokkur á tog- aranum Ögra, en dvaldi í Dan- mörku hálft annað ár við ferða- þjónustu á Kastrup. Ejlif átti síðan aftur heima á íslandi og var kokk- ur á skuttogurum og lauk kokka- prófi hinu minna hjá Friðrik Gísla- syni í Hótel- og veitingaskóla ís- lands. Nú í vor flutti Ejlif Jensen að nýju til Danmerkur og stofnaði þá áðurnefnt einkafyrirtæki sitt „Islandsk-Dansk Service" vegna þess vanda, sem ýmsir íslend- ingar eiga í við komuna hingað, bæði í stuttum ferðum, við nám og í atvinnuleit. Þjónusta fyrir- tækisins er fólgin í aðstoð, ráðgjöf og leiðsögn skv. upplýs- ingum framkvæmdastjórans og kostar 60 kr. danskar á tímann fyrir tvennt það fyrrnefnda, en 100 kr. fyrir leiðsögnina. Þá sæk- ir hann fólk á flugvöllinn eða fer með það þangað og er aksturinn á tilboðsverði allt að 40 km. Auð- þekktur mun hann vera á flug- vellinum, klæddur í íslenzku lit- ina, blátt, hvítt og rautt. Leggur Ejlif áherzlu á, að hann sé beð- inn með nægum fyrirvara og að pöntun sé staðfest daginn fyrir komu eða brottför. Þá mun hann koma fólki í samband við rétta aðila og skrifstofur og ráðleggja ýmislegt það, sem að gagni má koma í hinu flókna danska kerfi. Þessa dagana, 23. til 26. júní, stendur yfir Norrænt mót meina- tækna að Hótel Loftleiðum. Um 200 meinatæknar frá öllum norðurlöndunum sækja mótið. Á dagskrá eru fyrirlestrar, skoðun- arferðir á rannsóknastofur sjúkrahúsa og stuttar kynnisferð- ir. Fyrirlestrarnir, sem eru mjög fjölbreyttir, eru flestir fluttir af íslenskum meinatæknum. Meinatæknafélag íslands var stofnað árið 1967 og eru félags- menn nú 326 að tölu. Nýlega var nám meinatækna tekið til gagn- gerðrar endurskoðunar og m.a. lengt úr tveimur árum í þrjú að loknu stúdentsprófi. Námið fer fram í Tækniskóla íslands. Séð yfir ráðstefnusalinn að Hótel Loftleiðum þar sem meinatæknar þinga um þessar mundir. Eilif Jensen „Stjórnvöld verða að sýna mennskt vit og hverfa frá skelfingarstefnunni“ - segir m.a. í ályktun stjórnar LIV „STJÓRN Landssambands íslenskra verslunarmanna mótmælir alveg sérstak- lega afnámi samningsréttarins sem er eitt af grundvallaratriðum lýðræðisins, og forsenda fyrir starfi frjálsra verkalýðsfélaga," segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi í sambandinu 21. iúnf. í ályktuninni er lýst yfir stuðningi við ályktun þá sem formannafundur ASI samþykkti vegna sctningar bráðabirgða- laga rikisstjórnarinnar. I ályktuninni er jafnframt harð- lega mótmælt þeirri „hrikalegu skerðingu kaupmáttar, sem laga- setningin veldur, og er langt um- fram samdrátt þjóðartekna að und- anförnu," eins og segir í ályktun- inni. „Ákvæði bráðabirgðalaganna eru svo harkaleg og yfirdrifin að álíta verður að þeim sé ætlað að valda lamandi skelfingu hjá laun- þegum." Þá segir ennfremur í ályktun LÍV að á undanförnum árum hafi ekki bólað á öðrum efnahagsúrræðum af hálfu stjórnvalda en sífelldum kaupmáttarskerðingum. Þrátt fyrir langar upptalningar æskilegra að- gerða, sem gjarnan fylgi kjara- skerðingunum, hafi lítið orðið úr framkvæmdum og ekki verði séð að breyting hafi orðið á í því efni nú. 1 ál.vktuninni er bent á að nýsköp- un arðbærrar atvinnustarfsemi sé frumnauðsyn, ef ekki á að koma til atvinnuleysis, og jafnframt for- senda varanlegs árangurs í barátt- unni við verðbólguna. An tafar þurfi að ná samstöðu um virka atvinnu- uppbyggingu og alhliða efnahags- stjórn. Til þess að komist verði frá þeim efnahagsvanda sem við blasi þurfi þolinmæði og þrautseigju. Launþegar séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum ef ljóst sé hverjum sé ætlað átak eftir mætti. „Fólk verður ekki til lengdar hrætt til hlýðni og ef árangur á að nást verða stjórnvöld að sýna mennskt vit og hverfa frá skelfingarstefnu bráða- birgðalaganna," segir loks í ályktun- inni. VILTU SJÁ MÖRK 3.7142857 mörk hafa veriö skoruö aö meöaltali í 7 leikjum VALS til þessa. Maöur leiksins fær kvöldverö fyrir tvo á RESTAURANT AMTMANNSSTÍGUR 1 TEL. 13303 VALUR IBI klukkan átta í Laugardal Landsins mesta úrval af fyrsta flokks ®*ilr kjötvöruml Snúöu á rýrnandi krónu. Verslaðu í KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalaek l.s.86511 Allir sem versla fyrir 5.000 kr. í einu fá frímiöa á heimaleiki VALS í sumar. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk l.s. 86511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.