Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 15 „Ekkert verra en lognið fyrir miga — segir franskur ævintýramaður á seglskútu f Reykjavíkurhöfn Michael Deuff um borð í skútu sinni f Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd Mbi. köe „ÞAÐ ER menningin sem heillar mig hér — hvar sem gripið er niður er mikið um að vera. Allir að fást við Guðrún Árnadóttir einhverja menningarstarfsemi,“ sagði Michael Deuff, franskur efna- verkfræðingur, sem hingað er kom- innn siglandi á seglskútu sinni frá Le Havre f Frakklandi, í viðtali við Mbl. Hann hóf ferð sína 9. júní síð- astliðinn og sigldi fyrst norður eftir Bretlandi til Irlands, en tók síðan stefnuna á ísland og lenti fyrst f Vestmannaeyjum, þar sem hann hafði tveggja daga viðdvöl með eyja- skeggjum. „Ég er í þriggja mánaða fríi frá störfum og ákvað því að nota tækifærið. Ég smíðaði þessa skútu sem er átta metra löng á tæpum þremur árum í frístundum, en hef ekki lært neitt sérstaklega til sjós nema af bókum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sigli yfir Atlantshaf- ið — það þarf góðan, traustan bát í siglingu sem þessa og þó ég hafi áður smíðað tvær minni skútur hvarflaði ekki að mér að reyna að sigla þeim lengra en rétt milli hafna í Frakklandi." — En hvað með veður? „Ég hef hreppt hin ýmsu veður, en það er allt í lagi svo framarlega sem ekki er logn. Það er ekkert jafn erfitt og að sitja um borð i seglskútu úti á reginhafi og hreyf- ast ekki úr stað ... Þá reynir á þolrifin. Ég myndi kannski ekki segja að ég væri einmana á svona siglingum, en það er alltaf jafn gott að ná landi ... “ Deuff hyggst sigla umhverfis ls- land á næstu vikum á skútu sinni „Passe-Piérre" og hefur jafnvel í huga að sigla til Jan Mayen ef veð- ur verður hagstætt og farsælir vindar. En hann gerir engin lang- tímaplön ... vonast aðeins eftir siglingaveðri og brosir. Fékk gull- verðlaun Manitóba- háskóla fyrir námsárangur GUÐRÚN Arnadóttir lauk síðastlið- ið vor námi í iðjuþjálfun frá Mani- toba-háskólanum f Kanada. Tók Guðrún Bs.-gráðu og hlaut hæstu einkunn. Voru henni veitt gullverð- laun skólans eins og öðrum nemend- um sem skara fram úr í sinni grein. Iðjuþjálfaraprófi lauk Guðrún 1978, en starfaði hún síðan hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra og á Grensásdeild Borgar- spítalans. Fékk hún þannig þá starfsreynslu sem þarf til að upp- fylla inntökuskiiyrði fyrir Bs.- nám í iðjuþjálfun. Guðrún hefur störf að nýju á Grensásdeild Borgarspítalans í september nk. Töluvert af eins árs kolmunna Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son kom nýlega úr 12 daga leiðangri á miðin milli Islands og Færeyja til könnunar á kolmunnagöngum og umhverfísháttum. Bílabraut - stórar og litlar hringekjur. Lest - kastleikir - bangsatombólur. Bauer loftfimleikaflokkurinn á mótorhjólum og sveiflumöstrum. Athuganir í þessum leiðangri á kolmunnaslóð austur af landinu við mjög svo óregluleg skil heitra og kaldra hafstrauma, sýndu, seg- ir í fréttatilkynningu frá Haf- rannsóknarstofnuninni, að eins árs kolmunna (árgangur ’82) gætti töluvert við góð átuskilyrði í heita sjónum. Líklega er um meira eða minna staðbundinn fisk að ræða. Eiginlegur göngufiskur fannst ekki nema í litlum mæli fyrir norðaustan Færeyjar, eða sunnan og austan við kalda sjóinn. Sá fiskur gengur vart á Islandsmið heldur miklu austar. Virðist þessi niðurstaða vera í samræmi við óvenju mikla víðáttu kalda sjávar- ins til austurs í vor. Áætlað er að halda þessum rannsóknum á kol- munnaslóð næst íslandi áfram á næsta ári, segir í fréttatilkynning- unni. Nýtt skemmtiatriði. Eldgleypirinn og fakírinn Thomas Arens sýnir listir sínar kl. 17:00 daglega. Notið góða veðrið nú eru aðeins fjórir dagar eftir. Tívolí Miklatún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.